Morgunblaðið - 28.03.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 28.03.1957, Síða 3
Fimmtud. 27. maTz 1957 MORGVNBLAÐIÐ 3 Ætlar ríkisstjórnin að stöðva fiski- skipaflotann ? E I N H V E R hin furðulegustu vinnubrögð, sem við höfum lengi séð, er nú verið að vinna í sölum Alþingis. Fyrir þinginu liggur stjórnarfrumvarp . um aukinn skattfrádrátt sjómanna á fiski- skipum. Frumvarpið gerir i'áð fyrir að hækka frádrátt af skatí- skyldum tekjmn togaraháseta um 200 kr. pr. mánuð vegna hlífðarfatakaupa þeirra. Áður höfðu þeir 300 kr., svo að þessi liður hækkar í 500 kr. pr. mánuð. Matsveinar og aðstoðarmenn í vélarúmi skulu nú einnig hljóta þetta frádrag. Vélstjórar og fyrstu stýrimenn, sem vinna við hlið aðstóðarmanna og háseta eiga engan frádrátt að fá vegna sinna hlífðarfatakaupa. Hins veg- ar er gert ráð fyrir að allir fiski- skipasjómenn fái 500 kr. pr. mán. í frádrag af skattskyldum tekj- um. Þetta þýðir, að matsveinar, aðstóðarmenn í vélarúmi og há- setar eiga árlega að fá 12.000 kr. frádrag, meðan yfirmömium er einungis ætlað 6000 kr. Hér er því verið að veita unclirmönnurn togaraflotans allmiklar kjara- bætur fram yfir það sem gildandi kjarasamningar ákveða við tog- araeigendur. Ef frumvarp þetta verður að lögum í þessari mynd, sjáum við ekki fram á annað, en yfirmenn togaraflotans verði að ganga í land. Tekjur þeirra eru ekki það miklar, þegar skattayfirvöldin eru búin að fá sitt, að það taki því að stunda jafnþreytandi at- vinnuveg á lægri launum en há- setar, matsveinar eða aðytoðar- menn í vélarúmi. Minnstu kröf- ur yfirmanna hljóta að vera að fá sama frádrátt að minnsta kosti sem matsveinum og aðstoðar- mönnum í vél er ætlað. Teljum við það mjög varhuga- vert, ef ríkisstjórnin fer inn á þá braut að raska verulega þeim launahlutföllum, sem rílct hafa í áratugi hjá hinum ýmsu stéttum togaraflotans. Við skorum því á stjórnarflokk ana að endurskoða hug sinn og veita liðsinni sitt til þess að færa frumvarp þetta í það form, að allir megi vel við una og forða þannig yfirvofandi stöðvun fiski- skipaflotans. Örn Steinsson, form. Vélstjórafélags íslands. Egill Hjörvar, varaíorm. Högg- og feiknimynda- sýning Jóns Benedikts- sonar Hinar nýju flugvélar F./. eru taldar henta vel þörf- um félagsins Sumaráætlunin stóraukin IGÆR boðaffi stjórn Flugfélags íslands blaffamenn o. fl. gesti á sinn fund til þess aff skýra þeim frá flugvélakaupum félags- ins og kynna fyrir þeim hinar nýju vélar. Var gefin á vélunum allýtarleg lýsing svo og var sýnd kvikmynd af flugi og gerff vélanna. Hreyflar þessir soga inn loft, þjappa því saman, blanda saman við það steinolíu og brenna þeir síðan þessari blöndu. Meðalhraði Vi>:ount-flugvélanna er 523 km. á klst., og munu þær því geta flogið milli Reykjavíkur og Lund úna á 4 klst. og milli Reykjavík- ur og Kaupmannahafnar á 4% klst. Hinar nýju millilandaflugvélar Flugfélags fslands hafa sæti fyrir IGÆR var opnuð í Regnboganum högg- og teiknimyndasyning Jóns Benediktssonar. Mun sýningin standa yfir í tvær vikur. Er þetta í fyrsta skipti, sem Jón heldur sjálfstæða sýningu, en árið 1955 tók hann þátt í synin: manna hélt í Reykjavík. Á sýningunni eru 7 höggmynd- ir úr margs konar tré, svo sem sítrónuviði, eik, birki og fleiri, tvær lágmyndir og þrjár teikn- ingar „model“. Öll verkin eru til sölu. Jón Benediktsson er húsgagna- 'U er Felag íslenzkra myndlistar- smiður að iðn. Hann hefur feng- izt við tréskurð síðan 1951. Hann hefur gengið á Myndlistarskólann og verið nemandi þeirra Ásmund ar Sveinssonar og Harðar Ágústs- sonar. Einnig hefur hann kyrmt sér tréskurð á Norðurlöndum. Einum fjölfarnasta þjóðvegi landsins ekkerf viðhaldið Keflavíkurvegurinn því sem næsf ófær vegna leysinganna Keflavík, 25. marz: VEGURINN milli Keflavíkur og Reykjavíkur er nú svo illa farinn vegna leysinganna að segja má, að hann sé allt að því ófær. f gær, var færðin svo slæm, að áætlunaferðir tóku nær því þrjá tíma, eða allt að tveim klst. lengri tíma en vant er. Guðmundur Vilhjálmsson, for- maður félagsstjórnar, bauð gesti velkomna en gaf síðan Erni Ó. Johnson orðið, sem skýrði frá kaupunum og áætlunum félags- ins í sambandi við þau, en Örn kom í fyrrinótt heim frá Eng- landi, en þar veitti hann vélun- luii viðtöku f. h. félagsins hinn 19. þ.m. Örn kvað vera alllangt síðan félagið fór að líta í kringum sig með tilliti til kaupa á nýjum vélum. Hefði það gefið sérstakan gaum Viscount-flugvélum, sem á undanförnum árum hefði stöðugt verið að endurbæta og reyna til hlýtar. f fyrstu hefðu þær aðal- lega verið ætlaðar fyrir styttri leiðir, en með nýjustu gerðum þeirra samrýmdust þær nú orðið fullkomlega því verkefni, sem Flugfélag fslands ætlar þeim. Áður en félagið hafði gegnið frá pöntun á þessum vélum frá Vickers-Armstrong flugvélaverk- smiðjunum í Bretlandi gafst því tækifæri til þess að ganga inn í kaup á fyrrgreindum tveimur vélum hjá Hunting Clan flug- félaginu brezka, sem ekki fékk leyfi til þess að nota þær á flug- leiðinni Bretland — Austur-Af- ríka vegna þess að brezka stjórn- in synjaði um sérleyfi til handa félaginu á þessari leið. VERÐ VÉLANNA l.M 46 MILEJ. Verð hinna nýju véla nemur með varahlutum um 46 millj. ísl. króna, en varahlutirnir einir kosta um 10 milljónir. Flugfélag íslands hefir í þessu skini þurft að taka lán að upphæð 33 millj. kr., en mismunarins hyggst það afla sér með því að selja aðra Skymastervéla sinna og senni- lega 2 Douglas. Aðra millilanda- vél þá er félagið á nú hyggst það nota til innanlandsflugs aðallega á leiðinni Reykjavík — Akureyri — Egilsstaðir — Reykjavík og svo til leiguflugs en það mun m.a. hafa á hendi leiguflug fyrir Dani til Grænlands í sumar. ÞJÁLFUN ÍSLENZKRA FLUGSTJÓRA HAFIN Þegar er byrjuð þjálfun fjög- urra flugstjóra félagsins eriendis og innan skamms eru fleiri á för- um út, svo og vélvirkjar o. fl. Það tekur tvo mánuði að þjálfa áhafnir vélanna, en flugstjórn þessara véla er talsvert frábrugð- in því sem flugmen nokkar eiga að venjast. Ennfremur eru hreifl arnir af allt annari gerð. Fyrri vélin er væntanleg hingað til lands í maímánuði og munu fyrst í stað fylgja henni flug- menn frá Hunting Clan flugfé- laginu og ekki fara héðan fyrr en flugstjórar okkar hafa flogið vélunum undir leiðsögn þeirra í 50 klst. f júníbyrjun verða báð- ar hinar nýju vélar komnar í not hjá félaginu, þannig að þær koma að fullum notum í sum- aráætlun félagsins, en starfsemi félagsins í millilandaflugi mun mjög aukast í sumar. GÓÐ FYRIRGREIÐSLA FORRÁÐAMANNA Örn Ó. Johnson lauk miklu lofs orði á alla þá menn er greitt hefðu fyrir kaupum hinna nýju véla. Nefndi hann sérstaklega í því sambandi Alþingi ,ríkisstjórn og þá sérstaklega Eystein Jóns- son, sendiherra íslands í Banda- ríkjunum og Bretlandi, sendi- herra Breta hér á landi, forráða- menn Eimskipafélags fslands, innflutningsskrifstofunnar " og Landsbankans. Kvaðst örn Ó. Johnson að lok- um vonast til þess að tilkoma þessara nýju véla mæíti enn auka kynni okkar fslendinga er- lendis og viðskipti okkar við ná- grannalöndin. Hér fer á eftir útdráttur úr lýs- ingu á hinum nýju vélum: LÝSING Á VÉLUNUM Viscount-flugvélarnar, sem Flugfélag íslnads hefur nú fest kaup á, eru af svonefndri 759 gerð. Þær eru knúðar fjórum Rolls-Royce skrúfuhverfishreyfl- um (gastúrbínuhreyflum), og hefur hver þeirra 1780 hestöfl. 48 farþega. Farþegarýmið er rúm gott og hið vistlegasta. Það er með loftþrýstiútbúnaði (press- urized), þannig að sami loftþrýst- ingur helzt um borð í flugvélinni, þótt flogið sé t.d. í 25.000 feta hæð, og er í 5000 fetum yfir sjáv- armáli. Er þetta mikill kostur, þar sem hægt er að fljúga ofar óveðursskýjum án þess að far- þegar finni hið minnsta fyrir því. Farþegaklefinn er vel einangr- aður og verða farþegar því lítið varir við hávaðann í hreyflun- um. Einn höfuðkostur gastúrbínu hreyflanna fram yfir venjulega bulluhreyfla er sá, að titringur um borð í Viscount-flugvélunum verður sama sem enginn. Karl Guðjónsson hafði fram- sögu af hálfu fjárveitinganefnd- ar. Kvað hann nefndina alla hafa verið sammála um að mæla með því, að tillagan yrði samþykkt óbreytt, en hún hljóðar svo: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að aðstoða Loft- leiðir hf. við kaup á tveimur millilandaflugvélum með því að veita ríkisábyrgð fyrir erlendu láni allt að 70% af kaupverði flugvélanna, þó eigi hærri fjár- hæð en 50 millj. kr. eða jafn- gildi þeirra í erlendri mynt. — Ríkissjóður fái 1. veðrétt í vél- unum og að öðru leyti þær trygg ingar, er ríkisstjórnin metur gild ar“. Á fundi fjárveitinganefndar mættu þeir Sigtryggur Klemenz- son ráðuneytisstjóri og dr. Benja mín Eiríksson bankastjóri, en þeir hafa annazt um athugun þessa máls af hálfu ríkisins. — Loftleiðir hafa þegar gert for- samning í Bandaríkjunum um Svo illfær var leiðin, að fjórir stórir áætlunarbílar brutu sig niður á leiðinni. Á laugardag var fyrirsjáanlegt að færðin yrði slæm yfir helgina og leituðu því sérleyfishafar til vegamálastjórn arinnar og óskuðu eftir að veg- heflar yrðu settir til starfa á veg- inn á sunnudaginn. Þessu var kaup á tveimur vélum af gerð- inni „Eelectra" L 188, og verður endanlegur kaupsamningur að hafa verið undirritaður fyrir 1. apríl nk. Afhending vþlanna á að fara fram í janúarmánuði 1960. Kaupverð vélanna er 75,6 mill- jónir miðað við íslenzkar krónur. Félagið Loftleiðir mun sjálft út- vega sér gjaldeyri fyrir vélunum á sínum tíma með sölu eigin véla og á annan hátt. Þingsályktunartill, var afgreidd sem ályktun Sameinaðs Alþingis með 34 samhlj. atkvæðum. EGILSSTÖÐUM, 27. marz: Síð- astliðna viku hefur veður verið ágætt hér. Bílar hafa farið um Fagradal, en þó aðeins marghjól- aðir „trukkar". Vegir hér eru yfirleitt ekki færir nema jeppum eða bílum með drifi á öllum hjólum. synjað og komu heflarnir ekki til starfa á veginn fyrr en á mánu- dag. HEFLARNIR SKAFA BERT GRJÓTH) Urðu því áætlunarbílarnir, ásamt öllum öðrum bílum, sem þessa leið þurftu að fara, að aka eftir þessum vegi sem engu var líkari en tröðum og skorningum er á kvöldið leið.Þessi vegur mun vera langfjölfarnasti þjóðvegur landsins, að undanteknum vegin- um milli Hafnarfjarðar og Reykja víkur, og þó er viðhald hans lítið sem ekkert. Virðist sem því hafi farið hrakandi undanfar- ið. Ekki er annað gert en að hefla veginn og er nú svo komið, að heflarnir hafa ekki annað en grjót til að skafa. Ekki er það óalgeng sjón að sjá farartæki sem brotið hafa sig á veginum, lagt við hann og skilin eftir. ÆTTI AÐ TAKA TILLIT TIL UMFERÐARINNAR Vegamálastjóri hlýtur að taka tillit til þeirrar miklu umferðar sem er á þessari leið og ætti að hafa viðhald vegarins í hlutfalli við hana. Er það skýlaus krafa þeirra, er þessa leið þurfa að aka á hverjum degi og jafnvel oft á dag, að þessari málaleitan verði sinnt strax. —Ingvar. Hér eystra eru menn mjög undrandi á þeirri ráðabreytni vegamálastjórnarinnar, að láta ekki moka veginn hér. Nú hefur verið ágætis veður undanfarna daga og væru vegirnir mokaðir væri prýðis færi um alla sveitina. —Ari. Sumþykkt að keimilo ríkisstjórn- inni lónsábyrgð fyrir Loftleiðir T GÆR var til síðari umræðu í Sameinuðu þingi þingsályktunar- tillaga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán fviir Loftleiðir h.f. til flugvélakaupa. Vegir ekkert mokaðir á Fljótdalshéraði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.