Morgunblaðið - 28.03.1957, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.03.1957, Qupperneq 15
Fimmtud. 27. marz 1957 MCRCVIV SLAÐIÐ 15 VESTMANNAEYJUM, 27. mar: — í gaer var hér allgóður afli hjá bátunum og komust nokkrir yfir 20 tonn. Aðrir voru með svo til engan afla. í dag er afl- inn tregari en í gær. Menn eru yfirleitt heldur dauf- ir í dálkinn, því svo hefur þessi vertíð verið óhagstæð. En þrátt fyrir það horfa menn vongóðir til páskanna, um það að páska- hrotan bregðist ekki vonum manna. Þá hafa bátar stundum fengið allt upp í 60 tonn af fiski í róðri. Sem dæmi um fiskileysið á Lokið við að ryðja Hellislieiðina Á MÁNUDAGINN voru sendar ýtur og snjóplógar austur á Hell- isheiði, sem lokuð hefur verið um nokkui-t skeið. Er mikill snjór á heiðinni og síðast í fyrra- dag var þar hríðarveður, þegar hér í bænum var bjaxt og sól- skin. Verið hafa 4—5 ýtur, snjó- plógur og veghefili, Var um há- degisbilið í gær svo langt komið með að gera heiðina iæra, að þá komust yfir hana nokkrir bílar. t>að var hugmyndin að ryðja veg- inn yfir heiðina svo, að hún yrði fær venjulegum fólksbílum. — Giein Bjorna Benediktssonnr Framh. af bls. 9 saman heilbrigðina í slíkri lána- Starfsemi og þeirri, þegar Bún- aðarbankinn t.d. veitir mönnum stórfé að láni til að byggja stór- hýsi og selja hverja einstaka í- búð, með þeim gróða, sem vinstri blöðin, að minnsta kosti öðru hverju fjargviðrast mjög yfir. En Framsóknarmenn hafa ekki aðeins veitt slíka fyrirgreiðslu heldur og veitt úr hinu almenna veðlánakerfi lán til kaupa á íbúðunum. Ef leysa á húsnæðisskortinn verður að neyta allra tiltækilegra ráða. Þar tjáir ekki að láta kredd- ur, fordóma eða illgirni í garð einstakra manna ráða gerðum SÍnum. Ég trúi meira á einstaklings- framtak en opinber afskipti. — Engu að síður hef ég aldrei ótt- azt opinbera íhlutun, ef hún er nauðsynleg til þess að halda uppi atvinnu eða skynsamlegum fram- kvæmdum. Þess vegna beitti ég mér á sínum tíma fyrir því að Reykjavíkurbær ábyrgðist kaup á svo mörgum togurum sem fá- anlegir voru til bæjarins, til að tryggja, að þeir yrðu gerðir út héðan. Ég taldi það minna máii skipta, hvort reksturinn væri í höndum einstaklinga eða bæjar- félagsins heldur en hitt að koma í veg fyrir að einn undirstöðu- atvinnuvegur bæjarins hyrfi úr honum. Sömu sjónarmið réðu afskipt- um mínum af byggingamálum bæjarins. Þess vegna var ég því samþykkur á sínum tíma, að hafnar væru meiri byggingar af hálfu bæjarfélagsins en þá höfðu áður þekkzt og að bærinn ætti sjálfur nokkuð af þeim húsum, er hann reisti til að leigja út handa þeim, sem verst væru settir. Sam- tímis því, sem ég taldi þetta sjálf- sagt, var það og er óhagganleg sannfæring mín, að þjóðfélagið sé illa komið, ef einkaframtakið er lagt að velli eða ef útiloka á það frá svo veigamiklum þætti þjóð- lífsins sem byggingu nýrra húsa. Slík kreddufesta vinstri manna getur ekki, fái hún að ráða, leitt til annars en framlengingar á skorti húsnæðis og til eymdar og báginda þeirra, sem helzt þurfa hjápar við. miðunum, þar sem útgerðar- menn eiga mikinn fjölda veiðar- færa í sjó, má geta þess að bátur sem er með 60—70 net í sjónum, hefur fengið alls um eitt tonn í þau. — B. Guðm. AKRANESI, 27. marz: — í gær var hæsti bátur hér með 6 tonn af fiski eftir róðurinn, en aðrir með minni afla og allt niður í % úr tonni. Einn bátur, Böðvar heitir er með net og kom hann í gær með 8 tonn og fimm tonn í dag. •— Oddur. Tómstundaheimili við Lindargötuna Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn var samþykkt að heimila Æskulýðsráði Reykja- víkur að taka á leigu húsnæði að Lindargötu 50 . Þar ætlar Æskulýðsráðið að koma upp einu tómstundaheimiliuu fyrir unglinga og er plássið allsíórt um 160 fermetrar. Dagskrá Alþingis EFRI DEILD: 1. Sala og útflutn- ingur sjávarafurða o. fl. 2. Toll- skrá o. fl. 3. Vísitala byggingar- kostnaðar. 4. Síldarmat. 5. Sjúkra húsasjóður og talnahappdrætti. 6. Tekjuskattur og eignaskattur. Neðri deild: 1. Kosningar til Alþingis. 2. Leigubifreiðar í kaup stöðum. L O. G. T. St. Frón nr. 227 Fundur í lcvöld kl. 8,30. Kosn- ing embættismanna. — Kosning fulltrúa til Þingstúkunnar. — Er- indi: Einar Björnsson, fulltrúi. — Upplestur og kaffi. Stúkurnar Isaka og Andvari koma í heim- sókn. — Æ.t. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30. Kosning fulltrúa til Þingstúku. Embættis- mannakosningu frestað. Það ó- vænta skeður. Fjölsækið. — Æ.t. Samkomnr K. F. u. K. — Ud. Saumafundur í kvöld kl. 8,30. Leikþáttur, upplestur o. fl. Kaffi. Allar ungar stúlkur velkomnar. Sveita9tjóramir. Hjálpræðisherinn 1 kvöld kl. 8,30: Samkoma. — Velkomin. Fíladelíía Almenn samkoma kl. 8,30. — Ræðumenn: Guðmundur Markús- son og fleiri. Allir velkomnir. Félagslíl Reykjavíkurmót í Stórsvigi verður haldið í Suðurgilinu í Jósefsdal, laugardag 30. þ.m. — Þátttaka tilkynnist í Verzl. Rofi, sími 5362 fyrir kl. 5, fimmtu- dag 28. — Skíðadeild K.R. ____ K.R. knattspyrnudeild, 2. fl. Æfingin verður kl. 8 í kvöld. Á eftir verður áríðandi fundur í félagsheimilinu, þar sem rætt verður um Danmerkurferðina o. fl. — Stjórnin. Handknatleiksdeild Víkings Áríðandi æfing í kvöld fyrir meistara og 2. fl. — Stjórnin. Farfuglar Munið tómstundakvöldið í Golf- skálanum, í kvöld kl. 8,30. Héraðsdómaranámskeið verður haldið á vegum Knatt- spyrnudómarafélags Reykjavíkur í byrjun næsta mánaðar. Væntan- legir þáttakendur mæti í félags- heimili Vals að Hlíðarenda, mánu- daginn 1. apríl kl. 8,30. — Stjómin. Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur gengst fyrir almennum fundi fyrir knattspyrnudómara og hér- aðsdómaraefni, mánudaginn 1. apríl kl. 8,30 að félagsheimili Vals, Hlíðarenda. — Dagskrá: 1. Formaður flytur skýrslu nefndar um dómaramál. 2. Rætt um sumarstarfið. 3. Rætt um væntanlegt Héraðs- dómaranámskeið. 4. Sýnd verður úrvals knatt- sp. --nukvikmynd. Allir meðlimir KDR og einnig þeir, sem ætla að sækja námskeið- ið, eru kvattir til að fjölmenna. — Stjórnin. VerzSunin verður lokuð í dag frá kl. 12 e.h. vegna jarðarfarar. VERÐANDI H.F. Silfurtunglið GÖMLU DANSARNIR í kvöld til kl. 1. Hljómsveit Ríba leikur. Dansstjóri: Baldur Gunnarsson. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8 Sími 82611. F. U. F. _____________________________ Almennur dansleikur Vegna jatðarfarar verður verksmiðju okkar og skrifstofu lokað frá hádegi í dag Verksmiðjan Dukur h.f. Skrifsfofur vorar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar Trolle & Rothe h.f. Skrifstofur vorar verða lokaðar frá kl. 1—4 e.h. í dag vegna jarðarfarar. VátryggingafélagSð h.f. Eiginkona mín og móðir okkar KARÓLÍNA FRIÐRIKSDÓTTIR andaðist í sjúkrahúsi 26. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðmundur Bjarnason, Vilborg Guðmundsdóttir, Ingveldur Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson. Jarðarför mannsins míns HANNESAR JÓHANNESSONAR málara, Barónsstíg 21, fer fram frá Fossvogskirkjunni föstudaginn 29. marz kl. 3 e.h. Fyrir hönd ættingja. Þóra Guðlaugsdóttir. Móðir mín ÞURÍÐUR BJARNADÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstud. 29. marz kl. 2 e.h. Fyrir hönd brasðra minna og annarra vandamanna. Margrét ísólfsdóttir. Útför LÁRU HANNESDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 28. marz og hefst kl. 4 síðdegis. Margrét Ólafsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Erla Þórðardóttir, Sigfrið Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.