Morgunblaðið - 28.03.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.03.1957, Qupperneq 6
MORGVPtBLAÐIÐ Fimmtud. 27. marz 1957 ■UIIIIIIHIIIIIIWIIIIIIIM]lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllilllllllllllHlllllllllllill Geir T. Zöéga rektor — Aldarminning — í DAG eru liðin 100 ár frá fæð- ingú hins vinsæla og velmetna rektors Menntaskólans í Reykja- vík, Geirs Tómassonar Zoega. Hann fæddist á Bræðraparti á Akranesi. Foreldrar hans voru Tómas Jóhannesson Zoéga, tómt- húsmaður þar, og Sigríður Kaprasíusdóttir, bónda í Miðvogi á Akranesi. Geir ólst upp hjá nafna sínum og föðurbróður, Geir útgerðarmanni Zoéga í Reykja- vík, sem setti hann til mennta. Hann varð stúdent árið 1878 frá Lærða skólanum og sigldi síðan tii Hafnar, þar sem hann lagði stund á málfræði, þ. e. fornmál- in latínu og grísku ásamt sagn- fræði, eins og þá tíðkaðist. Lauk hann embættisprófi 1883 og mun vera síðasti íslenzki fræðimað- urinn, er lokið hefur svonefndu „philologicum magnum" við Hafnarháskóla. Samsumars hélt hann til Englands og ferðaðist um landið. Um haustið hvarf hann heim og gerðist stunda- kennari við Lærða skólann. Árið eftir var hann settur kennari við skólann, og næsta ár, 1885, fékk hann skipun. Yfirkennari varð hann 1905, og við dauða Stein- gríms rektors og skálds Thor- steinssonar var hann skipaður rektor, en því embætti gegndi1 hann til dauðadags, 15. apríl 1928. Geir var mikill elju- og af- kastamaður. Auk kennara- og rektorsstarfa fékkst hann mjög við ritstörf. Eftir hann liggja þrjár merkar orðabækur, þar sem hann vann brautryðjanda- starf, en þær eru: Ensk-íslenzk orðabók, 1896, fslenzk-ensk orða- bók, 1904 og Old-Icelandic Dictionary (orðabók yfir forn- málið). Geir rektor var tæplega meðal- maður að hæð og svaraði sér vel. Hann var fjörlegur í hreyfingum og kvikur í spori, ljúfmannleg- ur óg bauð af sér hinn bezta þokka. Er óhætt að fullyrða, að hann var hugljúfi hvers manns, sem hafði kynni af honum, og var sérstaklega ástsæll af nemend- um sínum, enda var hann rétt- sýnn og yfirlætislaus. Með ljúf- mennsku sinni og góðvild var honum einkar lagið að jafna mis- klíð og deilur, er upp komu í skólanum. Man ég sérstaklega eftir einu atviki frá rektorstíð hans, þegar við sjálft lá, að heill bekkur yrði rekinn úr skólanum, hve giftusamlega honum fórst að jafna þær viðsjár og firra skól- ann vandræðum, en þar kom fram glöggur skilningur hans á skapgerð og hugsunarhætti ungra manna. Ég kynntist honum bæði sem kennara, samkennara og rektor, og get ég ekki hugsað mér ástúðlegri samstarfsmann og yfirboðara. Kvæntur var Geir Bryndísi Sigurðardóttur Johnsen frá Flat- ey á Breiðafirði. Börn þeirra voru: Geir fyrrv. vegamálastjóri, Ingileif, Guðrún kona Þorsteins EIMFLUEIMZLFARALDUR í DANMÖRKt INFLÚENZUFARALDUR hefur breiðzt mjög ört út í Danmörku að undanförnu. Á einni viku voru ný tilfelli af veikinni um 2000. Á Borgundarhólmi einum liggja 6% íbúanna í inflúenzu. Þá hefur kvef ýmiss konar stung ið sér víðar niður en oft áður. Sumir eru þeirrar skoðunar, að vorveðrið hafi verið óvenjuhag- stætt fyrir kvilla þessa. Snemma 1 þessum mánuði héldu menn, að vorið væri komið fyrir alvöru, e*i það hafa reynzt tálvonir, því að undanfarið hefur verið mis- viðrasamt, þoka og snjókoma. Vegna inflúenzufaraldurs- ins hefur ýmsum dottið í hug, hvort ekki væri rétt að reyna hið nýja inflúenzubóluefni, sem Bandaríkjamenn hafa nýlega f-undið upp, en þó hef- m ekki verið gripið til þess. Það er ekki komin nógu mikil peynsla á það. Svo virðist sem bóluefni þetta vinni bezt á Kalt á Vestíjörðum PATREKSFIRÐI, 21. marz. — Veður hafa verið hér sæmileg í vetur þar tál fyrir nokkrum dög- wn, að brá til hins verra eða norð-austan storms. Var frost mikið hér í gær eða 7 stig, i Kvíg- indisdal og á Hvallátrum og var hvergi kaldara þá á landinu. Snjór er hér talsverður og al- gerlega haglaust í sveitunum. Snjóbíll heldur uppi samgöngum við Barðaströnd, en annars eru vegirnir ófærir venjulegum bíl- um. Snjóbíllinn fer með póst og flytur vörur til Barðstrendinga. Mjólkurflutningar úr Rauða- sandshreppi hingað hafa gengið vel. inflúenzutegund þeirri, sem leggst einkum á börn. Geir T. Zoéga. fyrrv. hagstofustjóra Þorsteins- sonar og Jófríður stúdent, sem allar þrjár eru dánar, Sigríður, ljósmyndari í Reykjavík og Ás- laug stúdent, ekkja Hallgríms Benédiktssonar. Geir var hinn ágætasti heimilis faðir, og var heimili þeirra hjóna hið mesta fyrirmyndarheimili. Eftir að hann varð rektor, bjó hann á miðhæð skólans í suður- endanum, þar sem rektorar bjuggu áður, og nú er annars vegar gangsins kennarastofa og skrifstofa og hins vegar 6. bekk- ur X. Var oft harla gestkvæmt þar á heimilinu, og gott þótti ungum mönnu mað leita til Geirs og sækja til hans viturleg ráð og uppörvun, sem honum var ávallt ánægja að veita. Gott er að minnast svo góðra manna sem Geirs rektors. Blessuð sé minning hans. Kristinn Ármannsson. Góley si monnsins olli sbemmdum ú tryggðum bóhum en tryggingaléL fékk ekki frumgengt fébótukröfu í HÆSTARÉTTI hefir verið kveðinn upp dómur í máli, er reis út af vatnsskemmdum er urðu á bókaupplagi, sem geymt var í kjallara í húsi einu norður á Ak- ureyri, en skemmdir þessar stóðu í sambandi við vatnslögn, sem lögð var gegnum þetta bóka- geymsluherbergi. Aðilar að málinu eru Almenn_ ar tryggingar hf. hér í Reykja- vík og Magnús Árnason, Grænu- götu 8, Akureyri. Þau urðu úrslit málsins bæði í héraði og eins fyrir Hæstarétti, að Magnús Árnason vann málið. Einn dóm- enda gerði ágreining og taldi Magnús eiga að greiða þær skaða bætur, er Almennar tryggingar kröfðust í þessu máli. Forsaga mál þessa er í stuttu máli á þá leið, að maður að nafni Hrólfur Sturlaugsson, rafvirkja meistari, Strandgötu 35 á Akur- eyri, fékk Magnús Árnason vél_ smið þar í bæ, til þess að taka að sér að útbúa baðherbergi í íbúð sinni og annast allar nauð- synlegar lagningar á vatnspíp- um. Þetta verk lét svo Magnús einn af starfsmönnum sínum ann- ast. Var vatnspípa síðan lögð frá þvottahúsi í kjallara, gegnum bókageymsluherbergi, sem Sam- vinnufélagið Bækur hafði á leigu og geymdi talsvert af bókum í. Voru bækurnar tryggðar hjá Al_ mennurn tryggingum hf. í Reykja vík. Pípulagningamaður hafði ekki lokið vatnslögninni að tveim dög um liðnum. Hann hafði aðvarað Hrólf og konu hans um að hreyfa ekki við heitavatnskrönum, en ekki hafði hann minnzt á loka á vatnsæð, enda hafi sá loki ekki verið hreyfður nema með skrúfu lykli. Síðan skeður það, að pípulagn ingamaðurinn kemur að morgni þriðja dags frá því verkið hófst, tekur hann eftir því í bókaher- berginu, að vatn hefur lekið gegn um opnar vatnsæðar, sem sbrifar úr daglega lífinu HÉR birtist bráðskemmtilegt bréf um rokkið og íslenzkan kveðskap frá D. E.: Margt hjala menn um þetta af- sprengi amerískrar menningar. Sumir hrista höfuðið og hnussa hneykslaðir, ef á er minnzt, þótt þeir hinir sömu berji máske ánægðir taktinn með tánni, er þeir hlýða á fjörlegt rokk-lag. Fyrirbæri í dansmennt AÐRIR, sem spurðir eru um álit sitt á fyrirbærinu, taka enga hvatvísa afstöðu, vitna með spaklegum svip og orðum til þess, að ýmis fyrirbæri hafa áður risið í dansmennt (eða ómennt) og jafnan verið flest til foráttu fundið í upphafi, en hafi samt unnið almenna hylli. Þetta virðist mér öllu skyn- samlegri skoðun. Þó er fleira at- hugavert við málið. Ef marka má sögur af „rokk-óðum ungling- um“, er hér um að ræða hættu- lega sefjun, sem sviptir menn að nokkru valdi á sjálfum sér. Þetta er firna óhollt hverjum sem þannig lætur leiðast, og væri rétt að gjalda við varhug af þeirri ástæðu einni. En sárgrætilegast er þó, er þeir íslendingar, sem semja (og flytja) þessa tónlist með sungn- um textum sýna þvílíkt smekk- leysi um textann, að særa hlýtur fagurskyn hvers einasta manns á fslandi, sem hugmynd hefur um hvað vísa er, og þekkir nokkuð til dýrgripa þjóðar sinnar á þessu sviði. Ég geri ekki „tónlistina“ að umtalsefni. Allt skókst það VAGG og velta, sem svo hefur verið þýtt af annarlegri tungu, er sennilega stundarfyrirbæri, og í eðli sínu ekki svo slæmt, ef rétt er á haldið. — En um daginn heyrði ég nýja íslenzka hljóm- plötu leikna í Ríkisútvarpið með þessu sama nafni. í texta lagsins vaggaði sannarlega allt og valt og hristist og skókst, sem oltið gat. Afi minn, sem fór á honum Rauð komst nú ekki suður á bæi, heldur hefur klárinn sennilega tekið rokk-spor, að minnsta kosti valt karlinn af baki!! Svo virðist einnig gerð tilraun til að vagga og velta um koll virðingu íslenzkrar æsku fyrir tærum perlum í skáldskap þjóð- ar sinnar, og er þó varla þörf á. Tvær slíkar perlur eru teknar fyrir í Vaggi og veltu. Þar eru þær hristar og skeknar og ausnar auri smekkleysis og skrílmenn- ingar. Á ég hér við vísurnar Enginn grætur íslending, eftir Jónas Hallgrímsson og Yfir kald- an eyðisand, eftir Kristján Jóns- son. Þó vaggar þetta svo allt sam- an og veltur, að þeir taka aðeins fyrsta vísuorðið úr hvorri vísu. Hin himintæra harmastuna Jón- asar er hér látin „veltast í ver- aldarglaumi“. Enginn grætur íslending; enginn grætur íslending. veltist hann í veraldarglaumi. Enginn grætur íslending!!! Afbökun ljóðaperla HVERNIG lízt mönnum á þetta? Vísu Kristjáns, eins og hin- ar, kunna allir íslendingar, sem vitandi eru vits. Með hana er farið á líkan hátt: „Yfir kaldan eyðisand, vagga ég og veltist með tröllum“. Þessi meðferð virðist mér sjálf dæma sig harðar en mín orð fá gert. Söngurinn er auk þess mjög lélegur að mínum dómi. Enda þótt rokk og ról sé upprunnið í Bandaríkjunum og njóti þar feiknavinsælda held eg síður en svo líklegt, að framá- menn á þessu sviði þar sýni því- líkt smekkleysi að afbaka og af- skræma þjóðhelgan kveðskap í stíl við þá venju í þessum lögum, að textinn er mestmegnis ýmiss konar gól og ómerkilegir frasar, sem sífellt er endurtekið og oft látið enda á hæfilegu kvíi. Virðist mér alveg óþarft að hefja íslenzka framleiðslu á þess háttar textum yfir höfuð. Það ætti að minnsta kosti að vera hægt að fá snyrtilega og skað- lausa texta við þessi lög, úr því að þarf að nota þau á annað borð. Að vísu hafa íslenzkir dægurlaga- textar oft ekki verið merkilegur f skáldskapur, en þetta lag er há- ‘ mark smekkleysunnar á þessu sviði, sem ég hef ennþá heyrt og kem því hér með á framfæri, að útvarpið a.m.k. spili hana ekki og helzt brjóti hana. hann hafði verið að vinna við. Taldi hann þetta hafa orsakazt með þeim hætti að opnaður hefði verjð krani á vatnsæðinni. Talsvert tjón varð á bókum og eftir tjónsmati, og öðrum at- hugunum var stefnukrafan kr. 11.128.50 lögð fram. í forsendum dóms undirréttar segir m.a. að ekki hafi verið leitt í ljós hvernig það vildi til að vatn komst í bækurnar. Dómkvaddir menn töldu fullvist að vatnið hefði komið út um opnu vatns_ pípurnar svo sem pípulagninga- meistarinn hafði talið, og töldu manninn sem þetta verk vann hai'a sýnt gáleysi með því að ganga ekki tryggilega frá pípun- um og ábyrgð á tjóninu beri Magnús Árnason. Undirréttur taldi þó rétt að fella niður fébótaábyrgð hans að því leyti sem bókasafnið var vá- tryggt fyrir tjóninu. Annað tjón sem af þessu hlauzt gerði dómur- inn honum að bæta, en það voru 2000 krónur. Meirihluti dómenda hæstarétt- ar staðfesti þennan dóm undir- réttar og segir m.a. svo í forsend- um Hæstaréttardómsins. Aðaláfrýjandi (Almennar trygg ingar), sem hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar, gerir þær dómkröfur, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða hon- um kr. 11.128.30 ásamt 6% árs- vöxtum frá 20. október 1954 til greiðsludags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að mati Hæstaréttar. Gagnáfrýjandi (Magnús Árna- son) hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar af sinni hálfu. Hann krefst aðallega sýknu og máls- kostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti að mati Hæstaréttar. Til vara kreefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms, þó svo, að vextir reiknist 6% p.a. og að hvorum aðilja um sig verði dæmt að bera sjálfur kostnað sinn af málinu í héraði. Hann krefst málskostnað- ar fyrir Hæstarétti úr hendi aðal- áfrýjanda að mati dómsins. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann, að því er varðar kröfur aðaláfrýjanda á hendur gagn- áfrýjanda, öðru en því, að vexti ber að dæma 6% p.a., svo sem aðaláfrýjandi hefur krafizt hér fyrir dómi. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 1500. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði skilaði Árni Tryggvason varðandi greiðslu málskostnaðar og telur að rétt sé, að hvor aðilja beri málskostn- að sinn bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Einnig gerði sératkvæði Gizur Bergsteinsson svohljóðandi: Gagnáfrýjandi tókst á hendur með samningi að inna af hendi verk það, sem í málinu greinir, en setti starfsmann sinn til að vinna það. Starfsmaðurinn gerði sig sekan um stórfellt gáleysi í starfanum og varð með því vald- ur að tjóni því, sem aðaláfrýjandi sækir gagnáfrýjanda til greiðslu á. Gagnáfrýjandi ber Sbyrgð á skaðaverki starfsmannsins, en at- hugamál er, hvort fella skuji nið- ur skaðabótaskyldu hans sam- kvæmt 25. gr. laga nr. 20/1954 um þann hluta tjónsins, sem vá- tryggður var af aðaláfrýjanda. Út frá sjónarmiðum almennrar varnarviðleitni gegn skaðaverk- um þykir varhugavert að fella niður skaðabótaábyrgð aðilja vegna mikilla mistaka við kunn- áttuverk, er hann hefur tekið að sér með samningi og gegn greiðslu, þótt hann vinni verkið eigi sjálfur, heldur láti starfs- Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.