Morgunblaðið - 28.03.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.03.1957, Blaðsíða 13
Fimmtud. 27. marz 1957 MORCVNBLAÐIÐ 13 Frú Steinunn Stephensen Minningarorð Hinn 21. þ.m. lézt frú Steinunn Stephensen að heimili dóttur sinnar Ingibjargar, Breiðabliki, Seltjarnanesi. Gekk hún að því er virtist hress fcil hvílu kvöldið áður, en varð bráðkvödd árla næsta morgun. Þannig er gott að kveðja lífið. Frú Steinunn verður jarðsett i dag að Lágafelli í Mosfellssveit við hlið eiginmannsins, sem þar var jarðaður fyrir 23 árum. Steinunn Eiríksdóttir Stephen- sen var fædd að Karlsskála við Reyðarfjörð 1. febr. árið 1870, dóttir hjónanna Sigríðar Páls- dóttur og Eiríks Björnssonar, sem lengi bjuggu þar og gerðu garðinn frægan. Bernskuárin dvaldi Steinunn á heimili for- eldra sinna. Var þar fjölmenni jafnan og athafnalíf á sjó og landi og stjórnsemi öll á heimil- inu með ágætum. 13 ára fór hún til Reykjavíkur og dvaldi á heim iíi systur sinnar Helgu, er var gift Jóni Ólafssyni ritstjóra. Var hér I barnaskóla og fór 14 ára gömul í ICvennaskóla Thoru Melsted. Arið 1890, 29. ágúst, giftist hún séra Ólafi Stephen- sen, voru þau gefin saman í Við- eyjarkirkju, en séra Ólafur var fæddur og uppalinn í Viðey. Séra Ólafur var þá prestur að Mosfelli í Mosfellssókn og dvöldu þau þar nokkur ár, unz þau fluttust að Lágafelli. Bjuggu um skeið á Skildinganesi, og á Grund í Grundarfirði, en fluttust þaðan að Bjarnanesi í Nesjum, þar sem séra Ólafur var prestur og pró- fastur í Austur-Skaftafellssýslu- prófastsdæmi. Séra Ólafur lézt í Reykjavík 10. marz 1934. Þrjú síðustu árin, sem hann lifði dvöldu þau hjónin á heimili Magnúsar sonar þeirra, sem þá var bóndi á Auðnum á Vatns- leysuströnd. Eftir lát eiginmannsins átti frú Steinunn ávallt heima hjá Ingi- björgu dóttur sinni og manni hennar Birni Jónssyni vélstjóra. Frú Steinunn og séra Ólafur eignuðust 11 böm: Magnús nú skrifstofum. hjá Timburverzl. Völundi, kvæntur Sigurbjörgu Björnsdóttur, Sigríður, dáin 1925, þá rúml. þrítug, ógift; Ás- laug, gift Jóni Pálssyni dýra- lækni á Selfossi; Eiríkur forstj. Trolle & Rothe, kvæntur Gyðu Thordarson; Björn, járnsmiður, Reykjavík, kvæntur Sigurborgu Sigjónsdóttur, Stephan kaupm., verzl. Verðandi, Reykjavík, kv. Ingibjörgu Guðmundsdóttur; Helga, dáin tveggja ára; Helga, gift Stefáni Árnasyni forstj., Ak- NÝJU ÞÝZKU LÖNDUNARTÆKIN eru talin losa 45 lestir af fiski á klukkustund með 3—4 mönn- um. Norðmenn hafa þegar látið teikna slík tæki fyrir sig. Hvað gera íslendingar í þessum efn- um? Hér hefur iðulega komið fyrir, að togarar bíði dögum sam an eftir löndun einungis vegna fólkseklu. ureyri; Elin, gift Pétri Jónssyni, bónda, Egilsstöðum, Fljótsdals- héraði, Ingibjörg, gift Birni Jóns- syni, vélstjóra og Ragnh. ekkja Þorsteins Guðmundssonar, raf- virkjam. Öll eru börn þeirra hjóna nýtir og góðir borgarar. Það er ekki lítið vandaverk að ala upp stóran barnahóp, svo að vel fari, en frú Steinunn var fyllilega þeim vanda vaxin, enda var hún þrekkona, sem mjög var fjarri skapi að mikla fyrir sér örðugleikana. Hún var skýrleiks kona og hafði sérstaklega góða skapgerð, glöð og viðmótshlý, svo öllum leið vel í návist henn- ar, enda vinsæl og dáð af þeim, er kynntust henni. Árið 1942 gengust nokkrir af- komendur Sigríðar og Eiríks á Karlsskála fyrir því að niðjar þeirra, sem nú eru orðnir mjög fjölmennir, kæmu saman ásamt skylduliði, til að efla gömul og ný kynni. Þetta var nefnt Karls- skálamót. Mót þessi hafa síðan verið haldin nálega á hverju ári. Hafa þau áreiðanlega verið fiest- um eða öllum þátttakendum til ánægju. Þarna hafa skapazt skemmtileg kynni á milli eldri og yngri kynslóða. Frú Steinunn var á öllum þessum mótum og naut hún þess áreiðanlega flestum fremur að hafa um stund nálægt sér þennan stóra hóp af börnum, barnabörnum, ættingjum og tengdafólki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Karlsskálamót haldið á af- mælisdegi frú Steinunnar henni til heiðurs, en þá varð hún 85 ára. Var hún þá ein eftir á lífi af sínum systkinum, en þau voru 8. Mót þetta var það fjölmenn- asta Karlsskálamót, sem haldið hefur verið. Kom þá eins og oftar glögglega í ljós, hve mikils ást- ríkis og virðingar hún naut með- al ættingja, tengdafólks og vina. Síðasta Karlskálamót var hald ið fáum dögum áður en frú Stein- unn dó. Var hún þar heiðursgest- ur ásamt tveim mágkonum sín- um. Hún var sæmilega hress, kát og hlý að vanda. Lét hún þá í ljós þá ósk, sem hún hafði oft borið fram áður, að Karlskálamótin yrðu ekki látin niður falla, þótt hún og fleiri hyrfu úr hópnum. Vafalítið verður minning hennar bezt heiðruð á þann veg, að verða við þessari ósk hennar. En víst er að margur saknar góðs vinar, þegar „Steinunn okkar allra“ er ekki lengur til að prýða þennan hóp. Friðrik Steinsson. Drengjabækurnar, sem allir rösk- ir drengrir keppast um að lesa! Annuð bindið er komið. Mænusóttarbólusetning í Reykjavík Þau börn og unglingar, sem bólusett voru í 1. sinn dagana 21.—27. febrúar, mæti til 2. bólu- setningar í Heilsuverndarstöðinni föstudaginn 29. marz. Opið kl. 9—12 og 1—6. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur PLAST skópokar efni pífur dúkar dúllur Gardín ubú ðin Laugaveg 18 Skógrækt ríkisins Verð á trjáplöntum. vorið 1957 Skögarplöntur: Birki 3/0 pr. 1000 stk. kr. 500,00 Birki 2/2 — — — — 1.000,00 Skógarfura 3/0 — — — — 500,00 Skógarfura 2/2 — — — — 800,00 Rauðgreni 2/2 — — — — 1.500,00 Blágreni 2/2 — — — — 1.500,00 Hvítgreni 2/2 — — — — 2.000,00 Sitkagreni 2/2 — — — — 2.000,00 Bergfura 3/0 — — — — 600,00 Garbplönfur: Birki 50—75 cm . . .. Birki undir 50 cm .. Birki limgerði ....... Reynir 60 cm. og yfir Reynir 40-—60 cm Silfurreynir ........ Sitkagreni 2/3 ....... Sitkagreni 2/2 ...... Blágreni 2/3 ..... Hvítgreni 3/2 ....... Rauðgreni 2/3 ....... pr. stk. kr. 15.00 10.00 3.00 15.00 10.00 15.00 25.00 15.00 20.00 20.00 15.00 Runnar: Þingvíðir ..................... pr. stk. kr. 5.00 Gulvíðir ....................... — — 4.00 Ribs ........................... — — — io.OO Sólber ......................... — — — 10.00 Ýmsir runnar.............pr. stk. kr. 10.00—15.00 Skriflegar pantanir sendist fyrir 25. apr. 1957, Skógrækt ríkisins, Grettisgötu 8, eða skógarvörðunum, Daníel Kristjánssyni, Hreðavatni, Borgarfirði; Sigurði Jónas- syni, Laugabrekku, Skagafirði; Ármanni Dalmannssyni, Akureyri; ísleifi Sumarliðasyni, Vöglum, Fnjóskadal; Sigurði Blöndal, Hallormsstað og Garðari Jónssyni, Tuma stöðum. — Skógræktarfélögin taka einnig á móti pönt- unum á trjáplöntum og sjá flest um dreifingu þeirra til einstaklinga á félagssvæðum sínum. VÖKDUK - HVÖT - HEIMDALLUR - ÓBIIVN SPILAKVÖLD halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík föstud. 29. marz n.k. kl. 8,30 e.h. í Sjálfstæðishúsínu Skemmtiatriði: 3. Spilaverðlaun afhent 1. Félagsvist 4. Dregið í happdrættinu 2. Ávarp: Friðl. I. Friðleifsson, bifreiðastj. 5. Kvikmyndasýning. Sætamiðar afhentir í dag í Sjálfstæðishúsinu kl. 5—6 síðdegis. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.