Morgunblaðið - 28.03.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 28.03.1957, Síða 11
• Fimmtud. 27. marz 1957 MORCUNBLAÐIÐ II Lœknisráð vikunnar : ASTHMA Andþrengsli og mseða geta orsak- azt af mörgu. Allir verða móðir af að hlaupá upp háa brekku eða tröppu. Því eldri sem menn eru, því frekar verða þeir móðir. Menn verða móðir, þegar vöðv- arnir þurfa meira súrefni, vegna aukins álags. Súrefnið vinnum við úr loftinu og þess vegna verð- um við að anda hraðara og dýpra til þess að loftbreytingarnar í lungunum verði meiri. Og þar sem rauðu blóðkornin þurfa að flytja súrefnið frá lungunum út í vöðvana, verða þau einnig að hafa hraðann á, og þar af leið- ahdi slær hjartað hraðara. Það, sem við köllum and- þrengsli orsakast oftar af því að hjartastarfsemin er léleg, heldur en af því að eitthvað sé að lung- unum. Nú ætla ég að segja svolítið frá atshma eða nánar tiltekið bronc- ial-asthma. Asthma kemur í köstum, sem einkennast af öndunarerfiðleik- um, hryglum, erfiðum hósta með slímuppgangi. Asthmaköstin koma oft á nótt- unni. Asthma getur þjáð bæði unga sem gamla. Margar tegundir asthma má flokka undir það sem kallað er ofnæmissjúkdómar. Sumir asth- masjúklingar fá köstin vegna þess að þeir hafa ofnæmi fyrir einhverjum ákveðnum hlutum, hundum, hestum, fjöðrum, ryki o.fl. Margir sjúklingar með asth- ma þjást af kroniskum bólgum í lungnapípunum. Asthmaköst þeirra orsakast sennilega líka af einhverjum ytri aðstæðum og geta einnig átt rót sína að rekja til tauganna. Við asthmaköstin skeður það, að einhvers konar krampi hleyp- ur í smáu vöðvana, sem umlykja hinar örfínu lungnapípur. Þetta gerir öndunina erfiða, sérstaklega útöndun. Um leið verður slímhúðin í lungnapípunum bólgin, en það gerir öndunina einnig erfiðari og loks framleiða kirtlarnir í slím- húðinni seigt slím, sem enn þyng- ir öndunina. Sjúklingurinn á erfitt með að anda og fær andateppu. Oft verð- ur honum svo erfitt um andar- drátt að hann getur ekki legið í rúmi sínu ,en verður að sitja uppi til þess að fá betri stuðning fyrir öndunarvöðvana. Ondunin er eins og menn vita, 1 því fólgin að vöðvar þenja út brjóstkassann og við það sogast loft inn í lungun, en útöndunin fer fram við það að slaknar á þessum vöðvum og brjóstkassinn fellur saman. Einnig er hægt að minnka stærð brjóstkassans með öndun- arvöðvunum og með því auka út- öndunina. Þegar um erfið asthmaköst er að ræða, neyðist sjúklingurinn til að nota alla öndunarvöðva sína. Ef hægt er að komast að því hver er orsök asthmakastanna, t. d. finna hvað það er sem sjúkl- ingurinn hefur ofnæmi fyrir þá er mikið unnið, en eins og áður er sagt, orsakast asthma ekki alltaf af ofnæmi fyrir einhverju efni. Sumum asthmasjúklingum er hægt að hjálpa með því að bólu- setja þá við ofnæminu. Aðra er aftur hægt að lækna með öndun- aræfingum og sérstakri leikfimi. Sumir eru læknaðir með meðul- um, með því að láta þá anda að sér ýmsum efnum, svo sem adr- enalinupplausnum og stundum, ef köstin eru slæm, með sprautum. En þetta eru allt atriði sem asth- ma-sjúklingurinn og læknir hans verða að koma sér saman um. Hollenzkur náms- slyrkur HOLLENZKA ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að veita íslenzkum kandidat eða stúdent styrk til háskólanáms í Hollandi frá 1 okt. 1957 til júlíloka 1958. Styrk- urinn nemur 2250 gyllinum (um 9.700 ísl. kr.) Gert er ráð fyrir, að sú fjárhæð nægi til greiðslu fæðis og húsnæðis nefndan tíma Námsmanninum er frjálst að velja sér það námsefni, er hann æskir, en geta ber þess í umsókn- inni, hvers konar nám hann hyggzt stunda. Talið er heppi- legt að kandidat verði veittur styrkurinn eða þá stúdent, sem numið hefur a.m.k. eitt ár við háskóla. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrk þenna, sæki um hann til menntamálaráðuneytis ins fyrir 25. apríl n. k. og láti fylgja umsókninni staðfest afrit af prófskírteini og meðmælum, ef til eru. (Frá Menntamálaráðuneytinu) Skaflarnir þjappaðir HÚSAVÍK, 23. marz. — í gær brá hér til suðaustan áttar með þíðviðri. Þótt ekki hafi tekið upp mikinn snjó hafa skaflar sigið mikið. Þrátt fyrir það er ennþá mikil ófærð. Bílar hafa brotizt með mjólk úr Reykjadal og aðal- dal, en ekki hefur vegurinn þó verið hreinsaður, heldur hefur verið hægt að aka yfir skaflana eftir að ýta hefur þjappað þá og lagað þar sem verst var. Snjóbílar flytja ennþá mjólk úr Kaldakinn, Mývatnssveit og Fram-Reykjadal. Ekki verður reynt að hreinsa veginn hér frameftir því ef það yrði gert myndu myndast mjög háar trað- ir sem yrðu til óhagræðis ef aft- ur snjóar. — Fréttaritari. BRETAR ÆTLA AÐ STYRKJA SÍLDVEIÐARNAR HJÁ SÉR Á næstunni verður borið fram í brezka þinginu frumvarp um styrk við brezka síldarútgerð. Síðastliðin tvö ár hefur síld- arútgerð Breta minnkað um 30% og menn snúið sér að öðrum veið- um. wttafiréWr Ferðir strœtisvagnanna STRÆTISVAGNAR Reykjavík- ur hafa gefið út lítinn og hent- ugan bækling með upplýsingum um leiðir og brottfarartíma stræt isvagnanna. Á fremstu síðu er kort af Lækjartorgi og umhverfi með staðsetningu vagnanna þar. Þá eru upplýsingar um það, hvaða götur sé ekið á hverri hinna 1-8 leiða, sem farnar eru nú, hver fargjöldin séu, og hvern ig háttað er akstri á helgidögum og eftir miðnætti. 1 bæklingn- um er skrá yfir allar götur bæj- arins, ásamt upplýsingum um nærtækustu strætisvagnaleiðir. Ætli einhver t.d. að fara á Bræðraborgarstíg, þá sér hann i skránni að til greina koma 4 leiðir, þ. e. nr. 1, 2, 16 og 17. Og framar í bæklingnum má svo sjá nákvæmlega hvar hver vagn ekur um Bræðraborgarstíg. Aft- ast í bæklingnum er innlímd tafla yfir brottfaratíma hvers vagns frá Lækjartorgi. Vandað hefur verið til alls frágangs á bæklingnum. Kápuna teiknaði Ásgeir Júl., en Stein- dórsprent annaðist prentun og annan frágang. Bæklingurinn kostar 2 kr. og verður seldur í skrifstofu S.V.R., Traðarkots- sundi 6, hjá eftirlitsmönnum fyr- irtækisins á Lækjartorgi og sölu- turninum þar. Ef einhverjir óska eftir því að fá bæklinginn til sölu á öðrum stöðum, ber þeim að snúa sér til skrifstofu Stræt- isvagna Reykjavíkur. Ungverskur íþróttamaður píndur FYRIRLIÐI ungverska sund- knattleiksliðsins sem keppti á Olympíuleikunum í Melbourne Dözse Gyarmati, er kominn fyrir nokkru sem flóttamaður til Vínarborgar. Eins og ýms- um mun í fersku minni, kom til allmikilla óiáta er Ung- verjaland og Rússland mætt- ust í leik í sundknattleiks- keppninni. Þá fékk Gyarmati fyrirliði Ungverjanna slika útreið hjá rússnesku leikmönn unum að blóð lagaði úr honum Mynd af honum er hann kom upp úr lauginni fór víða, birt- ist m. a. í Mbl. í leiknum sigr- uðu Ungverjar. í útvarpsvið- tali eftir leikinn, sagði Gyar- mati, að Rússarnir hefðu, að sinu viti, sýnt fúlmennsku og ekki hagað sér sent íþrótta- menn. Er ungversku Olympíukepp endumir dreifðust um öll lönd að leiknum loknum fór Gyar- mati heim til Búdapest, fjöl- skyldu sinnar vegna. Mjög skömmu eftir að hann kom heim varð hann fyrir árás. Hann var á gangi á einni af brúnum yfir Dóná er bíll stað- næmdist við hlið hans og út hlupu þrír Rússar. Þeir höfðu svipur meðferðis og í svipu- ólarnar voru festar járnkúlur, svo undan höggunum sviði. Gyarmati hlaut mörg högg og lá meðvitundarlaus á brúnni er Rússarnir hurfu út í náttmyrkrið. Hann komst á löngum tíma heim til sín við illan leik. Nú er hann flúinn. Hann flúði fyrir löngu nokkuð, en Zatopek keppii ekki PRAG, 25. marz: — Zatopek hinn heimskunni langhlaupari Tékka, mun ekki í ár taka þátt í stór- mótum, hvorki heima í Tékkó- slóvakíu né annars staðar. Til- kynning um þetta hefur borizt frá tékkneska frjálsíþróttasam- bandinu. ekki var uppskátt gert um komu hanS til Vínar, fyrr en konu hans hafði tekizt að flýja. Nú ætlar fjölskyldan til Bandaríkjanna. En þegar Gyarmati flúði skömmu eftir árásina mátti sjá örin eftir svipuhöggin á baki hans. Mynd þessi var tek- in er hann kom til Vínar, en ekki verið birt fyrr vegna konu hans og barna, sem flúðu fyrir nokkrum dögum. Þessi ör hiaut Gyarmati þótt hann væri í þykkri yfirhöfn, er hann var barinn. Það hefur því fylgt hugur athöfnum hjá Rússunum sem réðust á hann. Það má greina förin eftir kúl urnar í svipuólinni. 106 keppendur Á HÚSAVÍK var fyrir skömmu haldið skíðanámskeið og kenndi þar Vilhjálmur Pálsson íþrótta kennari. Námskeiðið stóð í 2 vikur, var fjölsótt og tókst vel. Að því loknu var efnt til skíða- móts og voru keppendur þar 106 talsins, og má það teljast mikið í kauptúni sem Húsavík. Á þessu móti urðu sigurvegarar í ýmsum flokkum þessir: Svig: 11—13 ára drengir: Jón Bjarnason. Svig: 11—13 ára stúlkur: Dóra Kristjánsdóttir. Brun: 11—13 ára drengir: Jón Bjarnason. Brun: 11—13 ára stúlkur: Dóra Kristjánsdóttir. Brun: 7—10 ára drengir Valgeir Guðmundsson. Brun: 7—10 ára stúlkur Guðný Kristjánsdóttir. Ganga: 11—13 ára drengir: Jón Bjarnason. Ganga: 11—13 ára stúlkur Olga Jónsdóttir. Ganga: 7—10 ára drengir: Björn J. Arnviðsson. Ganga: 7—10 ára stúlkur: Vigdís Guðmundsdóttir. Sigurvegarar í samanlögðu: 11—13 ára dr. Jón Bjarnason. 11—13 ára st. Olga Jónsd. 7—10 ára dr. Björn J. Arnv. 7—10 ára st. Hjörd. Stefánsd. Hlutu bikara. íþróltanámskeið Axels Andréssonar SELJATUNGU, 18. marz: — Sl. laugardag lauk hér í sveit íþrótta námskeiði er haldið var á veg- um barnaskólans. Kennari var hinn góðkunni íþróttafrömuður Axel Andrésson. Hefur hann dvalizt hér Vz mánuð og stjórn- að þessu námskeiði af miklum skörungsskap. Var þátttaka í námskeiðinu ágæt, því auk skóla barnanna voru þátttakendur all- mörg önnur börn, sem ekki eru komin á skólaskyldualdur (10 ára). Ennfremur börn, sem brautskráðust úr barnaskólanum í fyrravor. Lauk svo námskeið- inu með sýningu í þeim greinum, er þátttakendur höfðu æft. Var fjöldi af íbúum sveitarinnar þar mættur og þótti hin bezta skemmtun að horfa á æskuna leika margbreytilegar listir sínar í handbolta og fótbolta auk fleiri æfinga er þeim hafði verið kend undirstöðuatriði að. Kristján Þorgeirsión bóndi • í Skógsnesi ávarpaði íþróttakenn- arann fyrir hönd fræðslunefnd- ar hreppsins og þakkaði honum fyrir störf hans þennan stutta tíma, er hann hefði dvalizt í sveitinni og kvaðst fullviss að ósk bæði eldri og yngri væri sú, að þeir mætti oftar njóta hans tilsagnar í þeim íþróttagreinum sem hann í fjölda ár hefði lagt stund á með æskunni. —o.. Landsgangan á skíðum fer nú hér fram. Er það ungmennafélag- ið sem fyrir henni stendur og er göngubrautin á milli bæjanna Vorsabæjar og Syðri-Valla. Hafa milli 20 og 30 manns þegar lokið göngunni og er áhugi manna á þátttöku allmikill. Enska knattspy rnan STAÐAN í ensku deildarkeppn- inni er nú þannig: Fyrsta deild: Manch. U 33 22 6 5 86:47 50 Preston 35 19 9 7 78:51 47 Tottenham 34 18 9 7 86:49 45 Blackpool 33 18 7 8 78:55 43 Arsenal 36 18 7 11 75:62 43 Wolverh. 35 17 8 10 83:60 42 Leeds 35 13 13 9 63:49 39 Bolton 34 14 9 11 55:55 37 Burnley 33 13 10 10 47:38 36 W. Bromw. 32 12 10 10 48:44 34 Newcastle 36 13 8 15 60:72 34 Birmingh. 32 13 6 13 55:51 32 Aston Villa 31 9 13 9 45:41 31 Chelsea 35 9 12 14 55:66 30 Luton 34 12 6 16 52:64 30 Everton 35 12 6 17 50:67 30 Sheffield W 33 12 4 17 65:74 28 Manch. C 35 10 7 18 66:77 27 Sunderland 34 9 6 19 56:74 24 Portsmouth 33 6 12 15 53:79 24 Cardiff 34 9 6 19 49:78 24 Charlton 36 8 2 26 54:106 18 Önnur deild: Leicester 36 22 9 5 94:56 53 Nottingham 34 18 10 6 77:41 46 Blackburn 36 18 9 9 76:68 45 Stoke 36 18 7 11 76:52 43 Liverpool 34 16 9 9 67:45 41 Bristol R 36 16 8 12 72:55 40 Sheffield U 35 16 8 11 74:66 40 West Ham 34 17 6 11 49:47 40 Middlesb. 36 15 8 13 69:54 38 Swansea 35 16 5 14 80:80 37 Huddersf. 36 16 5 15 59:60 37 Doncaster 36 13 10 13 70:65 36 Leyton 35 13 9 13 55:67 35 Fulham 35 15 2 19 73:73 32 Rotherham 35 11 9 15 62:65 31 Grimsby 36 13 5 18 48:53 31 Bristol City 34 12 7 15 57:69 31 Barnsley 35 12 7 16 54:73 31 Lincoln 35 13 3 19 42:66 29 Bury 37 6 8 23 57:92 20 Notts Co. 34 6 8 20 43:77 20 Port Vale 33 7 4 22 48:78 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.