Morgunblaðið - 28.03.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.03.1957, Qupperneq 8
8 MORGUTUÍL Afíin Fimmtud. 27. marz 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Ste^ánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. 28. marz f DAG er rétt ár liðið síðan Alþýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn rufu einingu lýð- ræðisaflanna á íslandi um utan- ríkis- og öryggismál landsins. Hinn 28. marz árið 1956 sam- þykktu þessir flokkar með komm únistum að segja varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna upp og láta varnarliðið hverfa úr landi. Með samþykkt þessarar tillögu urðu merkileg þáttaskil í með- ferð íslenzkra utanríkis- og ör- yggismála. Lýðræðisflokkarnir höfðu allt frá upphafi heimsstyrj aldarinnar síðari haft um þau samvinnu. Þeir höfðu sameigin- lega mótað hina íslenzku utan- ríkisstefnu. Á grundvelli sam- eiginlegrar afstöðu þeirra hafði ísland gerzt aðili að Atlantshafs- bandalaginu og að sameiginlegu ráði þeirra kom erlent varnar- lið hingað til landsins árið 1951. Allar þessar ráðstafanir til efl- ingar sjálfstæði og öryggi fslands höfðu verið gerðar í harðri and- stöðu við kommúnista, sem bæði hér og í öðrum vestrænum lönd- um höfðu barizt eins og ljón gegn allri varnarvíðleitni. En nú tóku tveir lýðræðis- flokkar hér á landi allt í einu höndum saman við kommún- ista og samþykktu með þeim tillögu um uppsögn varnar- samningsins og brottför varn- arliðsins. Aðvaranir Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn töldu þetta atferli allt hið ábyrgðarlausasta. Mörkuðu þeir afstöðu sína til uppsagnartillögunnar m.a. í rök studdri dagskrá er þeir fluttu. Var þar komizt að orði á þessa leið: „Svo sem fram kemur í sjálf- um varnarsamningnum hefur það ætíð verið tilætlun Alþingis og ríkisstjórnar, að erlent varnar lið dveldi ekki lengur hér á landi en nauðsynlegt væri vegna öryggis landsins, og þar með friðsamra nágranna þess, að end anlegu mati íslenzkra stjórnar- valda. Alþingi áréttir þennan vilja sinn og lýsir yfir þ.ví, að það telur rétt að hafinn sé nauð- synlegur undirbúningur þess að svo megi verða. Áður en ákvörð- un um brottför varnarliðsins er tekin þarf hins vegar að athuga rækilega hvorttveggja, ástand og horfur í alþjóðamálum og hvernig skuli koma margháttuð- um úrlausnarefnum, er hér skap- ast af þessum sökum“. í hinni rökstuddu dagskrá Sjálfstæðismanna var svo bent á mörg atriði ,sem athuga þyrfti áður en ákvörðun væri tekin um brottför vamarliðsins. En hið nýja bandalag Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokksins og kommúnista felldi þessa rök- studdu dagskrá og knúði fram uppsagnartillögu sína. Hreystiyrði Hermanns Jónassonar Hermann Jónasson gekk hraust legast fram í að knýja þessa nýju stefnu í öryggismálunum fram. Hann hafði jafnframt bak við eyrað að byggja í leiðinni brú yfir til kommúnista. Vonlaust þótti að Hræðslubandalagið fengi eitt þingmeirihluta í kosningun- um. Þess vegna var gagnlegt að ! ryðja hugsanlegri samvinnu við | kommúnista brautina með því að i rjúfa einingu lýðræðisflokkanna um öryggismálin og hlaupa þar yfir á snæri kommúnista. Hermann Jónasson lýsti þvi yfir í kosningabaráttunni, að betra væri að vanta brauð en að íslenzkt fólk hefði atvinnu af „hermangi". Þeirri ábendingu, að rétt væri að leita álits bandalagsþjóða okk- ar áður en ákveðið væri að láta varnarliðið fara svaraði Her- mann Jónasson með þessum orð- um: „Ef við ættum stöðugt að spyrjast fyrir um, hvað aðrir álíta um þessi mál, þá kom- umst við ekkert áfram“. Það fór ekki mikið fyrir lítil- lætinu hjá formanni Framsókn- arflokksins um þessar mundir! Fyrsti löðrungurinn Varnarsamningnum var svo sagt upp og álits ráðs Atlants- hafsbandalagsins leitað eftir á. Það taldi þá ráðstöfun að svipta ísland vörnum stórhættulega fyr ir öryggi landsins. Ekkert hefði gerzt er réttlætti slíkt skref. Þetta var fyrsti löðrungur- inn, sem mennirnir er gerðu bandalagið við kommúnista 28. marz fengu. Fulltrúar allra ríkja Atlantshafsbandalagsins töldu ákvörðunina um varn- arleysi íslands hreina fásinnu. Átu allt ofan í sií* Niðurstaðan varð svo sú, að nokkru fyrir jól sömdu mennirn- ir, sem haft höfðu forystu um samþykktina 28. marz um áfram haldandi dvöl varnarliðsins hér á landi um óákveðinn tíma. Og nú lýsir einn af áhrifamestu þing mönnum Alþýðuflokksins, Áki Jakobsson því réttilega yfir, að því er bezt verður séð í umboði utanríkisráðherra og flokks síns, að tillagan sé endanlega úr sög- unni. Við þessa yfirlýsingu verða ekki aðeins Framsóknarmenn að sætta sig heldur einnig komm- únistar. Það er hárétt, sem fyrr- greindur Alþýðuflokksþingmað- ur segir: Tillagan frá 28. marz er „endanlega og óafturkallan- lega úr sögunni“. Kosningabrella. sem hefnir sín Þannig hlaut þetta að fara. Upphlaupstillagan frá 28. marz var fyrst og fremst ábyrgðarlaus kosningabrella. Hún hefur nú hefnt sín geipilega. Öll þjóðin horfir nú upp á svik þeirra, sem að henni stóðu. Þeir eru nú sem á sýningu frammi fyrir alþjóð. Til þess að kóróna ársaf- mæli upphlaupstillögunnar og niðurlægingu sína boðar Tíminn og Framsóknarflokk- urinn nú vaxandi hernaðar- framkvæmdir í landinu með bakábyrgð kommúnista!! UTAN' ÚR HEIMt] loítmótsta&an bræðir ílugvélina Arið 1907 skrifuðu Wright-bræðurnir: „Augljóst er, að hægt er að smíða flug- vélar, sem fljúga hraðar og lengra en flugvélar þær, sem þegar hafa verið smíðaðar. Jafnvel nú mætti leggja drög að smíði flugvélar, sem gæti borið einn mann og nægilega mikið eldsneyti til 500 mílna flugs í einum áfanga — með 50 mílna hraða á klst.“ — — — — Ekki eru liðin nema 50 ár síð- an þetta var skrifað — og, þegar tillit er tekið til þess, að á sínum tíma þóttu bollaleggingar þessar bera vott um öfgafulla bjartsýni Wright-bræðranna, verður okk- ur það Ijósara en nokkru sinni áður — hve þróun flugmálanna hefur verið ör. F yrir 50 árum þótti hálfgerð fjarstæða að ætla, að hægt yrði að smíða flugvél, sem gæti flogið 500 mílur í einum áfanga með 50 mílna hraða á klst. í dag eru til flugvélar, sem fljúga með meira en 2,100 mílna hraða á klst. (meira en þrisvar sinnum hraðar en hljóðið). Nú eru líka til flugvélar, sem geta ’ílogið fram og til baka yfir Atlantshafið án þess að taka elds- neyti. Já, breytingin er mikil — og þegar allt kemur til alls, er ekki hægt að segja, að Wright- bræðurnir hafi verið fram úr hófi framsýnir. Og tilraunum er haldið áfram. Mikið skal til mikils vinna — eins og þar stendur. — — — — ** tr egar við heyrum þess getið, að ný hraðfleyg þrýstilofts- flugvél hafi farið í reynsluflug — og ef til vill sett nýtt hraða- met, segja ef til vill margir: Alveg er ég hissa á mönnunum að vera að gefa sig í þetta. Mér finnst þetta vera sama og að fara út í opinn dauðann. En það er ekki jafnhættulegt að reyna nýjar flugvélar og fljótt á litið virðist. Þegar ný flugvél fer á loft í fyrsta sinn er langt frá því, að hún hafi ekki verið reynd áður — meira að segja þrautreynd. olgæði hvers hluta flugvélarinnar út af fyrir sig hef- ur verið reynt — og flugvélin er ekki látin fara á loft nema að sannað sé, að styrkleiki henn- ar sé miklu meiri en hún kemur til með að þurfa á að halda. — — — — M ITieðfylgjandi mynd sýnir t. d. á hvaða hátt styrk- leiki nýrrar þrýstiloftsflugvélar gegn loftmótstöðunni er reynd- ur. Henni er komið fyrir í til þess gerðum göngum, „tilrauna- göngum“, eins og þau eru kölluð. f framenda gangnanna eru geysi- miklir þrýstiloftshreyflar, sem eru notaðir til þess að framleiða vind, ef svo mætti segja. Vind- hraðinn er sífellt aukinn — og hægt er að auka hann það mik- ið, að jafngildi því, að flugvél- in í göngunum fljúgi með marg- földum hraða hljóðsins. — — — — A myndinni sjáum við flugvélina í síUuknum vindhraða. Þegar loftmótstaðan jafngildir því, að flugvélin flygi nokkrum sinnum hraðar en hljóðið, er málmurinn í flugvélinni orðinn rauðglóandi vegna hitans — og þegar vindmótstaðan er söm og flugvélin flygi með 4,500 mílna hraða á klst. hefur annar væng- urinn bráðnað — og fallið af búknum. Mikil rauf er einnig komin 1 hinn vænginn — við bolinn — og nef flugvélarinnar er orðið rauðglóandi — og málm- urinn farinn að renna til. Betsy viiumr að málverki á vinnustofu sinni I dýragarðinum í Baltimore. Api geriii abslraklmálari Kann að vinna sér inn 600 dali fyrir maka BETSY er 7 ára görnul apynja í dýragarðinum í Baltimore í Bandaríkjunum. Árið 1953 gerð- ist hún leið á hinum venjulegu tómstundaiðkunum apanna, fé- laga sinna, og tók að geía sig við málaralist. Hún hefur nú haldið fyrstu sýninguna á mál- verkum sínum og er 140 dölum ríkari fyrir vikið. Arthur Wat- son, forstjóri dýragarðsins í Baltimore, sá er varð til þess að koma Betsy út á listabraut- ina, hefur skýrt frá því, að starfs- maður nokkur við eitt af lista- söfnunum í Bandaríkjunum hafi látið svo ummælt, að abstrakt málverk apans séu sýningar- hæf. FINGRAMÁLUN O. FL. Fram til þessa hafa 17 af mál- verkum Betsy verið seld, og fóru þau beztu á 50 dali. Watson sagði, að hann hefði ákveðið að láta Betsy ganga listabrautina, þegar hann varð þess var, að hún var gæfld óvenjulegri lagni. Aðferð hennar svipar helzt til aðferðar fingramálarans, en hún á það líka til að nota lófa, alnboga, fæt- ur, tungu eða hvcrn þann lík- amshluta annan, sem hún telur til þess fallinn að tjá tilfinning- ar sínar og lífsskynjun. Watson heldur því fram, að hin frum- legu málverk Betsy séu sum hver ekki meira abstrakt cn svo, að þar megi greina hluti og jafn- vel skepnur. Eitt þeirra Uallar hann „Strandfugla“ og það sýn- ir nátthegra, strút, paradísar- fugl og fleiri fugla. 600 DALA MAKI Enda þótt Betsy kunni ekki að vera það ljóst, þá beitir hún ákveðinni aðferð við málverk sína — það er „system í galskab- et“. .Watson hefur í hyggju að nota féð, sem hann fær fyrir málverkin til að kaupa önnur dýr í dýragarðinn — e. t. v. þeg- ar stundir líða maka handa Betsy sem kostar um 600 dali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.