Morgunblaðið - 29.03.1957, Page 1

Morgunblaðið - 29.03.1957, Page 1
Makarios leystur úr stofufangelsi Grivasi lieitið fullum griðum Makarios skorar á Breta og EOKA að koma á friði á Kýpur. Lundúnum, 28. marz: Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter/NTB. SÍÐDEGIS t DAG skýrði nýlendumálaráðherra Breta, Lennox- Boyd, frá því í ræðu, sem hann hélt í Neðri málstofunni, að brezka stjórnin hefði ákveðið að leysa Makarios erkibyskup á Kýpur úr stofufangelsi og leyfa honum að fara hvert á land sem er — en þó ekki strax til Kýpur. Síðan las ráðherrann upp yfirlýsingu um þetta frá brezku stjórninni og var henni fagnað ákaflega, ekki sízt af stjómarandstöðunni. — Eins og kunnugt er, hefir erkibyskupinn verið í stofufangelsi á einni af Seychell-eyj- unum, sem eru fyrir norðan Madagaskar. Þangað var hann í marz í fyrra fluttur nauðugur af Bretum, sem héldu því fram, að hann væri potturinn og pannan í EOKA-hreyfingunni. í yfirlýsingu brezku stjórnar- innar er þess ennfremur getið, að Grívasi, skæruliðaforingi, verði veitt full heimild til að fara burt frá Kýpur, svo og að stoðarmönnum hans, hvort sem þeir eru grískir, brezkir eða af öðrui þjóðerni. HARDING SAMÞYKKUR Þá sagði nýlendumálaráðherr- ann frá því í ræðu sinni, að á- kvarðanir þessar hefðu verið teknar með fullu samþykki Hard ings landstjóra á Kýpur. Hann hefir undanfarið dvalizt í Lund- únum til skrafs og ráðagerða við brezku stjórnina og sögðu frétta- menn þá, að hann væri á móti því að semja við Makarios og EOKA. Vildi hann heldur láta ganga á milli bols og höfðus á skæruliðum, sem að hans áliti væru orðnir mjög aðþrengdir. Nú er ekki annað að sjá, en Harding hafi fallizt á skoðanir nýlendu- málaráðherrans. ÁSKORUN MAKARIOSAR Á fundi Neðri deildarinnar í dag, bar yfirlýsingu Makariosar einnig á góma. I henni skorar hann á EOKA að hætta árásum sínum og skæruhernaði, en beindi því jafnframt til Breta, að þeir næmu úr gildi herlög á Kýp- ur, svo að þar gæti allt iíf manna fallið í réttar skorður. Nýlendumálaráðherrann sagði í ræðu sinni, að það yrði gert, strax og landstjórinn teldi það óhætt. — Þá segir Makarios enn Fagnaðarlæti NICOSÍA, 28. marz: — I frétt- um frá Kýpur í kvöld segir, að almenningur gefi sig gjarnan á tal við brezka her- menn og sýni þeim vinarhót. Á götu þeirri í Nicosía, sem áður var kölluð Morðgata, var mannþröngin mikil í kvöld, Kýpurbúar og Bretar, og fögnuðu menn hinum góðu fréttum af alhug. Segja frétta- menn, að Kýpurbúar beini fagnaðarhrópum að brezkum hermönnum, sem nú geta dreg ið andann léttar. — Gert er ráð fyrir, að Bretar hætti allri leit að EOKA-mönnum í nótt eða á morgun. — Reuter. ísraelsmenn senda „til- raunaskip44 til Súez Leggur Nasser Súez-deiíuna við þá fyrir Haagdómstólinn ? fremur í yfirlýsingu sinni, að hann vonist til þess, að komið verði á friði á Kýpur og skorar á Breta og EÖKA að vinna að því öllum árum. Erkibyskupinn segir ennfremur, að hann geti á engan hátt tryggt frið á eyjunni og lýsir því yfir, að hann muni alls ekki ganga á torg út með skoðanir sínar. Þykir það benda til þess, að hann muni ekki gera neina samninga við Breta, sem gangi í berhögg við fyrri skoð- anir hans. TIL LUNDÚNA? Ekki er vitað, hvert erkibysk- upinn hyggst halda, en hann má fara frá Seychell, strax og ferð fellur.- Helzt er búizt við því, að hann fari til Grikklands eða jafn Framh. á bls. 2 AÐVÖRUN RÚSSA LUNDÚNUM, 28. marz. — Rúss- neska fréttastofarl Tass skýrði í dag frá því, að Rússar hefðu sent stjórnum ísraels og Frakklands aðvörunarorðsendingu, þar sem þeir hóta að grípa í taumana, ef ísraelsmenn (með aðstoð Frakka) láta enn til skarar skríða gegn Egyptum. Segir í orðsendingunni, að öfgamenn í löndum þessum reyni að skvetta olíu á eldinn í nálægum Austurlöndum. Ef ísra- elsmenn ráðast gegn Egyptum, segir ennfremur, mun það hafa hinar hörmulegustu afleiðingar í för með sér. Rússar halda því fram, að ísraelsmenn ráðgeri innrás í Egyptaland og segja, að Frakkar hafi lofað að styðja þá, bæði með því að senda þeim her- gögn og gera loftárásir á egypzk- ar borgir. — Reuter. Ætla Rússar að hefna ófara Nassers? CAPETOWN, 28. marz: — Að- alritari Zionistasamtakanna, Harry Hurwitz, sagði hér í borg í dag, að Sínaí-styrjöld- in hefði flett ofan af fyrirætl- unum Rússa um að ná tangar haldi á nálægum Austurlönd- um. Máli sínu til sönnunar sagði hann, að ísraelsher hefði fundið í Sínaí vopn og vistir handa 5000 manna her, neðan- jarðarsjúkrahús og bækistöðv ar fyrir þrýstiloftsflugur. — Hefði þetta allt verið af rúss- neskum rótum runnið. Ilann bætti því við, að heiður eg- ypzka hersins hefði rokið út í veður og vind í Sínaí-styrjöld inni, en nú hygðust Rússar hefna ófara Nassers. — Reuter. v Tel Aviv, 28. marz. Einkaskeyti til Mbl. FRÉTTIR frá Tel Aviv herma, að ísraelsstjórn hafi álcveðið að senda skip frá Haifa inn í Súezskurð tii að fá úr því skorið, hvort Egyptar leyfa ísraelsskipum að sigla um skurðinn. ísraelsstjórn ætlar þó ekki að senda þetta „tilraunaskip" sitt til Súez, fyrr en Bretar og Frakkar hafa komizt að samkomulagi við Nasser um greiðslu á siglinga- gjöldum. Eins og kunnugt er, greinir Breta og Frakka á við Nasser, hvernig haga skuli greiðslu fyrir siglingar um Súez. Óstaðfestar fregnir herma, að Nasser hafi tilkynnt Hammar- skjöld, að hann muni skjóta þvi til alþjóðadómstólsins í Haag, hvort skip frá ísrael eigi rétt á því að siga um Súez. 1 Yfirlýsing í ritstjórnargrein Alþýðublaðsins: Verkfallinu 1955 „ætlað að skapa fjárhagsöngþveiti í þjóðfélaginu" Bréf Bulganins minnir á afskipti Hitlers Kommúnistar „létu það verða sitt fyrsta verk — að taka alla kauphœkkunina — af verkafólkinu með nýjum sköttum44 ^LÞÝÐUBLAÐIÐ birtir í gær ritstjórnargrein um verka- lýðs- og efnahagsmál, sem telja verður hina athyglis- verðustu. Er því þar lýst yfir hiklaust og hreinskilnislega, að kommúnistar hafi efnt til verkfallanna veturinn 1955 „í þeim tilgangi að brjótast til valda án minnsta tillits til hagsmuna þess verkafólks, sem þeir drógu út í verkfallið“. Hafi verkföllunum verið ætlað að skapa „fjárhagsöngþveiti í þjóðfélaginu“. „Þetta hefur þeim tekizt“, segir Alþýðu- blaðið. Þar með hefur aðalmálgagn Alþýðuflokksins stað- fest þá kenningu Sjálfstæðismanna, að skemmdar- starfsemi kommúnista hafi fyrst og fremst leitt þá efnahagserfiðleika yfir íslenzku þjóðina, sem liún hefur nú um skeið átt við að etja. Allt blaður vinstri fylkingarinnar um „arfinn frá íhaldinu“ sé blekking ein og yfirborðshjaL Kaupm.hðfn, 28. marz: BRÉFI Bulganins til norsku stjórnarinnar er af dönsku blöðunum jafnað við frekleg- ustu afskipti Hitlers af innan- ríkismálum Norðmanna á sín- um tíma. BERLINGATÍÐINDI segja, að Rúlganin reyni með bréfi sínu að veikja varnir Atlantshafs- bandalagsins og bætir því við, að Rússar reyni að sá fræi ör- yggisleysis og ógnana á sama tíma og smáríkin efla hervarnir sínar með fjarstýrðum vopnum. Þegar Búlganin tali um árásar- fyrirætlanir Vesturveldanna, hitti hann Rússa sjálfa allóþægl- lega. Kommúnistar viti vel, að NATO er einungis varnarbanda- lag, og ef Rússum þykl að sér þrengt vegna landvarna annarra þjóða, geti þeir engan um sakað nema sjálfa sig. Viðbrögð Vestur- veidanna séu einungis afleiðing af utanríkisstefnu Rússa. — Þá bendir blaðið á, að kúgunin í Ungverjalandi hafi sýnt lýðræð- isþjóðunum, að nauðsynlegt sé, að þau séu vel á verði. Atburð- irnir i Ungverjalandi hafi aukið á tortryggnina í garð Rússa. — SOCIALDEMOKRATEN bendir á, að Búlganin hyggist með hót- unum fá Norðmenn til að ganga úr Atlantshafsbandalaginu. Bréf- ið sé enn ein sönnun þess, að athygli Rússa beinist æ meir að Norðurlöndum. — DAGENS NY- HEDER tekur í sama streng og segir, að Rússar hafi nú hafið áróðursherferð gegn Norðurlönd- um. Blaðið segir, að ætlun þeirra sé, að veikja enn veikasta hlekk Atlantshafsbandalagsins. En Norðurlönd hafi séð hið rétta andlit rússneska bjarnarins í Ungverjalandi og eflzt til and- stöðu við stefnu Sovétstjórnar- innar. Af þeim sökum hafi Rúss- ar nú hafið áróðursstríð gegn löndum þessum. Lækka herúlgjöld. KAUPMANNAHÖFN, 28. marz: Danska þjóðþingið samþykkti í dag með atkvæðum jafnaðar- manna, vinstri manna (nema Thorkils Kristensens, fyrrum f j ármálaráðherra), kommúnista og fjögurra þingmanna Retsfor- bundet að lækka útgjöld til land varna um 60 milljónir danskra króna. Gegn þessu greiddu íhalds menn atkvæði, auk Kristensens. Tillaga kommúnista þess efnis, að herskyldutíminn yrði styttur, var hins vegar felld. „SKEMMDARVERK“ KOMMÚNISTA í þessari forystugrein sinni ræðir Alþýðublaðið fyrst um „skemmdarverk“ kommúr.ista í Iðju og óreiðu þeirra í stjórn fé- lagsins. Kemst það síðan að orði á þessa leið: „Með bolabrögðum hefur Iðja verið dregin út í hvert ævintýrið af ööru, sem komm- Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.