Morgunblaðið - 29.03.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 29.03.1957, Síða 3
Föstudagur 29. marz 1957 MORGVNBLAÐIÐ 3 Hekla, þegar líða tók á gosið. í dag eru liðin tíu ár trá því að Hek/a gaus síðast ELDUR í HEKLU er prýðileg heimild um gosið Stúdentaráð segir sig úr hinu komm úníska alþjóðasambandi stúdenta Ágreiningur um Ungverjalandsmálin 1 DAG ERU LIÐIN tiu ár frá því að Heklugosið síðasta hófst. í til- efni af því má vekja athygli á hinni stórglæsilegu Heklubók Al- xnenna bókafélagsins, sem er ein- hver fegursta myndabók, sem hér hefir verið gefin út. í bók- inni, sem hlaut nafnið Eldur í Heklu, eru 53 myndir og ná þær flestar yfir heila síðu. Sumar eru í litum, undurfagrar. Þær eru prentaðar hjá Buchler & Co. í Bern, Svisslandi, og er frágang- ur allur hinn vandaðasti. Sigurður Þórarinsson jarðfræð ingur skrifar formála fyrir bók- inni og segir hann þar skýrum ©rðum frá gosinu og eðli þess. í þessari grein Sigurðar er ágætt yfirlit yfir sögu Heklugosanna, en hún gaus í fyrsta sinn að xnönnum ásjáandi árið 1104. Síð- an var það álit manna um alda- raðir, að Heklugígur væri aðal- inngangur Helvítis eða jafnvel Helvíti sjálft. Þó að mönnum stæði ætíð stuggur af þessu fræg- asta eldfjalli álfunnar, þá höfðu þeir kastað fyrir borð helvítis- kenningunni, þegar hún gaus síð- ast, hinn 29. marz fyrir áratug. STIKLAÐ Á STÓRU Til gamans má taka stuttan kafla úr formála Sigurðar Þór- arinssonar um Heklugosin: „Ekki er vitað með vissu,“ segir Sigurð- ur, „hvenær saga Heklu hefst, en elzt þeirra öskulaga í íslenzkum jarðvegi, sem telja má næstum öruggt að séu frá henni komin, er líparítlag, um 6400 ára gam- alt. Líklegt má telja, að Heklu- gosin séu orðin nær 100 að tölu, en af og til mun hún hafa tekið sér nokkurra alda hvíld og safnað kröftum til nýrra átaka. Hefur fyrsta gos hennar eftir slíka hvíld verið því kröftugra, sem hvíldin var lengri og uppköst hennar því súrari, sem hún hafði haldið þeim lengur niðri. Eina slíka hvíld hafði hún tekið sér nokkru áður en ísland tók að hyggjast, og lét hún ekki á sér bæra fyrr en árið 1104, en þá rumskuði hún líka svo að um munaði. Við höfum nær engar skráðar heimildir um „eldsupp- kvámu hina fyrstu í Hekiufelli“, en telja má nú nærri öruggt, að þá hafi hún gosið þeirri ljósu líparítösku, er bar til norðurs og lagði í eyði innri hluta Þjórsár- dals, byggðina á Hrunamanna- afrétti og býli í Hvítárnesi við Hvítárvatn. Er þetta annað mesta öskugos á íslandi síðan land byggðist — aðeins Öræfa- jökulsgosið 1362 er meira — og öskulagið má enn rekja í jarð- vegi víða um Norðurland“. FJÖR KENNI OSS ELDURINN .. Eins og fyrr getur, er Eldur í Heklu hin fegursta og eiguleg- asta bók, enda hafa margir á- gætir Ijósmyndarar lagt hönd að verki, og valið hefir verið úr miklum sæg Ijósmynda. Er gam- an að hafa þessa bók á boðstólum á 10 ára afmælinu, i' g er vafa- laust, að óbornar kynslóðir á fs- landi eiga eftir að hnýsast í hana og minnast orða þjóðskáldsins: Fjör kenni oss eldurinn. . . . Og bókin verður ætíð kærkomin gjöf til erlendra íslandsvina, enda er hún einkar áhrifarík heimild um tröllslega fegurð ís- lenzkrar náttúru. SJÖUNDA einvígisskák þeirra Friðriks Ólafssonar og Pilniks var tefld í fyrrakvöld. Hafði Pilnik hvítt og lék að venju e4. Friðrik beitti nú Aljekin-vörn og er staðan fór í bið að 42 leikjum loknum, hafði Friðrik peð yfir. Staða hans er mjög líkleg til vinnings, en biðskákin verður tefld í kvöld. Skákin tefldist svona: Hvítt: Pilnik. — Svart: Friðrik. 1. e4, Rf6. 2. e5, Rd5. 3. d4. d6. 4. Rf3, g6, 5. Bc4, c6. 6. exd, Dxd. 7. o—o, Bg7. 8. Rbd2, 0—0. 9. Hel, Bg4. 10. h3, BxR. 11. RxB, Rd7. 12. Bb3, e6. 13. Bg 5, R5b6, 14. De2, a5. 15. a4, Rd5, 16. Hadl, Hfe8, 17. Re5, h6. 18. Bd2, RxR, 19. exR, Dc7. 20. h4, h5, 21. c3, Db6. 22. Dc4, Had8, 23. Bcl, Re7. EFTIRFARANDI bréf barst Mbl. í gær: Á fundi sínum hinn 27. marz síðastl. ákvað Stúdentaráð Há- skóla íslands að segja sig úr Alþjóðasambandi stúdenta (I. U. S.), sem aðsetur hefur í Prag. Úrsögnin ásamt meðfylgjandi greinargerð var samþykkt mót- atkvæðalaust, en fjórir fulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Greinargerðin sendist yður hér með í von um að þér sjáið yður fært að birta hana í blaði y.ðar. Virðingarfyllst. F. h. Stúdentaráðs Háskóla ísl&nds, Bjarni Beinteinsson form. Á árinu 1954—1955 ákvað þá- verandi Stúdentaráð að gerast aðili að Alþjóðasambandi stúd- enta (I. U. S.). Skoðanir voru þá mjög skiptar meðal stúdenta gagnvart I. U. S. Mikill hluti stúdenta taldi, að vegna sögu og starfshátta I. U. S. undanfarin ár kæmi aðild að sambandinu ekki til greina. Bentu þeir á, að sambandið hefði alla tíð í öll- um sínum ályktunum og aðgerð- um fylgt nákvæmlega utanríkis- stefnu Sovétríkjanna. Haldið uppi látlausum áróðri gegn hin- um vestrænu ríkjum og jafnvel sakað þau um stríðsæsingar. — Hins vegar hefði sambandið aldrei séð ástæðu til þess að mót- mæla einu orði, þótt Sovétríkin gerðust sek um margfalt stór- felldari brot á akademisku frelsi og frumstæðustu réttindum stúd- enta og heilla þjóða í nýlendu- kerfi Sovétríkjanna í A-Evrópu. Sem dæmi um fylgispekt L U. S. við Sovétríkin bentu andstæð- ingar aðildarinnar m. a. á, að I. U. S. taldi enga ástæðu til að mótmæla hrottalegum aðgerð- um hinnar kommúnistisku stjórn- ar Tékkóslóvakíu gegn tékknesk- um stúdentum í sambandi við valdarán kommúnista þar 1948. Auk þess var bent á, að nokkru eftir að Tító féll í ónáð í Kreml, Á FUNDI EFRI deildar í gær var m. a. mála frv. Sigurðar Ó. Ólafs- sonar um sjúkrahússjóð og talna- happdrætti til 1. umr. Hafði Sig- urður framsögu í málinu og rakti m. a. vandkvæði þau er væru á byggingu sjúkrahúsa af völdum 24. HxH, HxH. 25. Bg5, Hd7. 26. He2, Rf5. 27. Bc2, Dxb2. 28. Bxf5, Dalý 29. Kh2, gxf5. 30. He3,Hdl. 31. Kg3, Hhl. 32. Bf6, Ddl, 33. BxB, KxB. 34. Df4, Dg4f 35. DxD, hxD, 36. Hd3, b5. 37. Hd6, bxa4. 38. Hd4, Hel. 39. Hxa4, Hxe5. 40. Hc4, He2. 41. Hxc6, Hc2. 42. Hc4. Hér lék Friðrik biðleikinn. sá stjórn I. U. S. ástæðu til þess að reka júgóslavneska stúdenta- sambandið úr samtökunum án nokkurra saka. Að síðustu töldu stúdentarnir, að aðild S. H. í. að I. U. S. kæmi ekki til greina vegna þess að sam- bandið væri að mestu myndað af stúdentasamböndum, sem ekki gætu talizt fulltrúar stúdenta yf- irleitt í heimalandinu. Annað hvort vegna þess að þau hefðu aðeins lítinn hluta stúdenta í við- komandi landi innan sinna vé- banda (þá yfirleitt aðeins komm- úníska stúdenta), eða samtökin væru vegna ákvæða félagslaga þeirra hluti af einráðum stjórn- málaflokkum og störfuðu undir beinni stjórn flokkanna og ákvarð anir flokkanna væru bindandi fyrir samtökin o. s. frv. Þannig er t. d. ástatt um stúdentasam- tökin í A-Evrópu. Aðrir héldu þvi hins vegar fram, að þrátt fyrir alla þessa galla á I. U. B. mætti greina nokkra tilhneigingu hjá samband inu í átt til batnaðar, sem sjálf- sagt væri að virða. Þetta sjónar- mið réði því síðan, að S. H. í. gerðist aðili að I. U. S. árið 1955. Á því tímabili, sem siðan er liðið hafa ekki brðið neinir sér- stakir árekstrar milli S. H. í. og I. U. S., enda hafa ekki komið upp nein mál, þar sem sérstaklega reyndi á einlægni I. U. S. um að standa vörð um réttindi stúdenta hvar sem er í heiminum. Svo kom þar, að á síðastliðnu hausti hófu stúdentar í Ungverja- landi uppreisn gegn valdhöíunum og kröfðust aukins akademisks frelsis og að frumstæðustu mann- réttindi og lýðræði væru virt í landinu. Öll ungverska þjóðin gerði kröfur stúdentanna um auk- in mannréttindi og lýðræði að sínum og barðist hetjulegri bar- áttu fyrir frelsi sínu, þar til hin sviksamlega ihlutun Sovéthersins braut byltinguna á bak aftur á fjárskorts og þá miklu skulda- söfnun er sjúkrahúsabyggjendur yrðu að stofna til m. a. vegna þess að ríkissjóður ætti erfitt með að standa skil á þeim fram- lögum til bygginganna er hon- um bæri samkvæmt lögum. Þá gat Sigurður og þess að talnahappdrætti, er hér væri lagt til að hafa sem tekjustofn sjúkra- húsasjóðsins væri mjög vinsælt þar sem það tíðkaðist erlendis. Málinu var að lokinni framsögu vísað til heilbrigðis- og félags- málanefndar. í GÆR talaði Alfreð Gislason fyr- ir frv. sínu um sérsköttun hjóna í Efri deild. Frumvarpið felur í sér þá höfuðbreytingu frá nú- gildandi lögum, að giftri konu, sem vinnur utan heimilis, skuli heimilt að telja sérstaklega fram tekjur sínar til skatts, enda sé teknanna ekki aflað í fyrirtæki sem maður hennar er meðeigandi að, og skal síðan leggja á hana samkvæmt því. hinn hryllilegasta hátt. 10—15% ungverskra stúdenta neyddust til að flýja land og halda námi sínu áfram í öðrum löndum. Öllum er kunnugt hver afstaða íslenzkra stúdenta er til þessa máls. Þeir styðja af heilum hug baráttu ungversku stúdentanna og þjóðarinnar allrar fyrir frelsi og mannréttindum. Því olli það undrun og jafn- framt hneykslun allra íslenzkra stúdenta, er I. U. S., sem telur sig standa vörð um réttindi stúd- enta hvar sem er í heiminum, tók þann kost að þegja um þetta máL Sambandið gerði hins vegar mjög harðorða ályktun um milliríkja- mál eins og Súezdeiluna, sem ekki snertir stúdentamálefni sérstak- lega. S. H. f. vildi ekki una þessu og sendi I. U. S. til samþykktar ályktun um Ungverjalandsmál- ið, sem túlkaði skoðanir íslenzkra stúdenta í þessu efni. Ályktun þessi var tekin fyrir á fram- kvæmdanefndarfundi I. U. S. nú í marzmánuði, en hlaut þar eng- an hljómgrunn og var felld. Hins vegar gerði fundurinn ályktun um málið, sem ekki felur í sér nokkra fordæmingu á ofbeldinu og tekur í rauninni enga afstöðu í málinu. Verður því að álykta að I. U. S. hafi með þögn sinni lagt blessun sína yfir ofbeldis- verk Sovéthersins og leppstjórn- arinnar í Ungverjalandi. Forystumenn I. U. S. hafa að undanförnu rætt mikið um, að þeir viðurkenni hin miklu mis- tök sambandsins á umliðnum ár- um og fullyrt, að framvegis mundu svo stórvægileg mistök ekki koma fyrir, enda hefði stefna og starfshættir sambandsins ver- ið endurskoðuð. Af hálfu S. H. f. er litið svo á, að afgreiðsla Ungverjalands- málsins hafi verið nokkurs kon- ar prófsteinn á, hvort mark væri takandi á þessum fullyrðingum. En I. U. S. féll á prófinu og gerði um leið hrapallegustu „mis- tökin“ í sögu sambandsins. S. H. í. telur, að gagnrýni sú á I. U. S., sem fram kemur í upphafi þessarar greinargerðar, sé enn í fullu gildi. Þau atriði ásamt með afstöðu I. U. S. í Ung- verjalandsmálunum telur S. H. í. valda því, að áframhaldandi að- ild að L U. S. komi ekki til greina og lýsir því hér með yfir úrsögn sinni úr Alþjóðasambandi stúd- enta (I. U. S.) EGILSSTÖÐUM, 27. marz — Um miðbik héraðsins eru nú komnir sæmilegir hagar fyrir sauðfé. Á Héraði er þeit allgóð, en lítil snöp á Jökuldal. Rakti Alfreð síðan nokkuð það misrétti, sem gift fólk væri beitt í þessum efnum umfram ógift fólk, er þó byggi saman. Nefndi hann í þessu sambandi nokk- ur töluleg dæmi máli sínu til sönnunnar. Páll Zóphoníasson kvaddi sér hljóðs og kvaðst mótfallinn því að giftum konum sem ynnu úti og vanræktu heimili sín og upp- eldi barna sinna væri ivilnað með skattfríðindum þegar slikt væri ekki látið gilda með t. d. hús- mæður í sveitum og konur sem vegna anna á heimili sínu hefðu ekki tækifæri til þess að vinna utan þess. Beindi hann þeim til- mælum til nefndar þeirrar, sem fengi málið til meðferðar að at- huga þetta mál. Að umræðu lokinni var málinu vísað til fjárhagsnefndar. IJPPBOÐ á kjallaraíbúð á Öldugötu 5, hér í bænum, til slita á sameign, fer fram á eigninni sjálfri laugardaginn 30. marz 1957, kl. 2% síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík Friðrik d góða vinn- ingsmöguleika I 7. skdkinni Sérsköttun hjóna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.