Morgunblaðið - 29.03.1957, Side 9

Morgunblaðið - 29.03.1957, Side 9
Fostudagur 29. marz 1957 Monciiynr/AÐiÐ 9 Brynleifur Tobiasson segir frá skoð- unum bindindismanna á áfenga biórnum, hófdrykkju og „vinstúkunni" ¥1VER er stefna íslenzkra bindindismanna? Telja þeir * * að algjört bann sé framtíðarmálið í bindindis- starfsemi hér á landi? Hver eru helztu ráðin til þess að fá menn til að hætta að drekka? Er hófdrykkjan í rauninni svo hættuleg, þegar allt kemur til alls? Eða sterka ölið? Áfengismálin eru tízkumál á íslandi og þessar spurn- ingar eru mjög ræddar manna á milli og þar sýnist sitt hverjum. En svörin geta hindindismenn sjálfir hezt gefið og því fór ég einn morguninn í vikunni út í Veltusund og hitti þar að máli Brynleif Tobiasson, fyrrum yfirkennara á Akureyri, hinn ágætasta bindindismann. Brynleifur er löngu þjóðkunn. ur maður og á að baki lang- an og árangursríkan starfsdag í þágu Reglunnar, og í gær voru 40 ár liðin frá því að hann átti drýgstan þátt í að stúkan Mín- erva var stofnuð hér í Reykjavík, en til hennar töldust eingöngu stúdentar og skólapiltar. Þá var Brynleifur í Menntaskólanum hér. Nú hefur hann látið af kennslustörfum og var 1954 skip- aður fyrsti áfengisvarnaráðu- nautur ríkisstjórnarinnar, er það embætti var stofnað, auk þess sem hann er æðsti maður Regl- unnar hér á landi. Fróðari mann um bindindis- og áfengismál er því varla að hitta — né raun- særri í þeim efnum. sem áfengisneyzlan hefur á hag heimilanna í landinu, áhrifin á konu og börn. Enn er að geta þess, hvílíkur glæpavaldur áfengið er og fé- þjófur, hve mikil verðmæti eru oft eyðilögð í drykkjuskap. Á- fengisneyzlan kostar þjóðfélagið of fjár í lögreglu, fangelsum, drykkjumannahælum, sjúkra- húsum, margs konar slysum o. s. frv. Áfengisneyzlan hefur aldrei fyrr verið svo hættuleg sem nú í dag. Ástæðan er einfaldlega sú, að þjóðfélagið er nú svo ákaflega bundið og háð vélatækninni, og um meðferð véla má svo litlu muna, að ekki hljótist stórslys og manndauðar af. Aldrei fyrr hefur Brynleifur Xobiasson. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) FYRSTA STAUPIÐ Vandamál þau sem við bind- indismennirnir berjumst við eru sífellt þau sömu, segir Bryn- leifur, þegar við höfðum spjallað saman dálitla stund. Barátta okk- ar miðast fyrst og fremst að því að koma i veg fyrir það tjón, sem áfengisneyzlan bakar einstakling- um og þjóðfélaginu, og bjarga þeim, sem hafa gengið áfeng- inu á vald. Og tjónið er augljóst og áþreifanlegt. Það kemur fram á þeim einstakling- um, sem neyta áfengra drykkja, líkamlegri veiklun þeirra og and- legri. Þá er og annað mikið atriði um neyzlu áfengra drykkja. Það er hið mikla vinnutap, sem af henni sprettur og er til skaða fyrir þjóðfélagið gjörvallt. Og loks ber að geta þeirra skaðlegu áhrifa | Drykkjuskapur er óvinur alls sparnaðar og veldur því fátækt og efnahagslegu umkomuleysi. íslendingar drekka minna áfengi en flest- ar aðrar þjóðir. Þó eyddi hvert mannsbarn á landinu til jafnaðar 532 kr. á ári fyrir áfengi árið 1955, eða hver 5- manna fjölskylda <3 jafnaði 2660 krónum. Myndin sýnir áhrifin sem vínið hefur á manninn sem það drekkur. Maðurinn er kenndur þegar magnið er 0,3—0,4% í blóðinu, en þegar það er komið upp í 1% er maðurinn greinilega drukkinn. Þegar það fer yfir 5 deyr maðurinn. Maður sem vegur 70 kg. lætur lífið á stuttrl stundu ef hann drekkur 2/3 lítra af brennivíni á stuttri stundu. vélin verið jafnríkur þáttur í lífi mannsins sem nú á tímum og aldrei hafa jafnmargir fengizt við stjórn þeirra. Og því getum við bindindismenn nú á tímum fært fleiri og gildari rök að algjöru bindindi en nokkru sinni fyrr hefur verið unnt. Það er viður- kennd staðreynd, að áfengig- neyzla, jafnvel í örlitlum mæli, veldur sljóvgun á líffærastarfinu en þó fyrst og fremst á siðgæðis- og ábyrgðartilfinningunni, bæði gagnvart manni sjálfum og öðr- um. Hömlurnar slakna, það losnar um aðhald í sálarlífi mannsins og eftir stendur maður með aivar- lega truflaða sjálfstjórn. Og þar rheð er beinlínis skotið loku fyrir þá starfsemi, sem lífsnauðsynleg er í nútíma vélaþjóðfélagi, þar sem árvekni, nákvæmni og að- gæzla í meðferð t.d. ökutækja er lífsnauðsynleg, ef ekki á slys og dauði að hljótast af. Þess vegna teljum við bindindis menn að fyrsta staupið, sem ryð- ur öðrum brautina, sé ennþá hættulegra í dag en það hefur verið nokkru sinni fyrr. Félags- legu afleiðingarnar af einu staupi eru mörgum sinnum hættulegri nú en áður fyrr. Nú á dögum getur drukkinn bílstjóri stofnað lífi fjölda manns í bráða hættu. Og rannsóknir, sem fram fóru á vegum sænsku bindindisnefndar- innar 1944, þar sem sænsku þjóð- inni var skipt í sex flokka, leiddu í ljós að þar stóðu bind- indismenn með pálmann í hönd- unum og þurftu m.a. miklu sjaldn ar á opinberri aðstoð að halda i lífinu. HÖFDRYKKJAN Hvað segir þú um hófdrykkj- una, Brynleifur? Er hún meinlítil? Ó, nei. Ekki aldeilis. Okkar stefna er þar skýr. Bölið af áfengisneyzlunni verður ekki útilokað fyrr en allt áfengi er úr sögunni til neyzlu, því notk- un áfengis fylgir ávallt ofnautn, og fordæmið er hættulegt. Og þótt menn drekki sáralítið hefur það þó áhrif á ökumenn sem aðra, og því er algjört bind- indi óhjákvæmilegt á sviði um- ferðarmála. Engin hófdrykkja er viður- kennd leyfileg þeim, sem aka vél- knúnum ökutækjum. Það eru æ fleiri, sem hallast að bindindi manna, sem taka þátt í umferðinni, eftir því sem niður- stöður rannsókna um áhrif lítilla áfengisskammta á bílstjóra hafa. Það eru eðlileg viðbrögð almenn- ings við þeim slysum og dauða, sem hann sér leiða af ölvun við akstur. Þannig er umferðin í nú- tíma þjóðfélagi smám saman að verða eins konar bindindis- og siðgæðisfrömuður, sem kveður töluvert að. Bindindisfélag öku- manna var stofnað hér á landi Framh. á bls. 10 STAKSTElilAR Harður dómur Tímans yfir Eysteini Tíminn segir svo í gær: „Fyrstu tölur úttektarinnar. Mbl. kvartar undan því í gær, að ekki fréttist neitt af úttekt- inni, sem ríkisstjórnin hafi ætl- að að láta framkvæma á efna- hagsástandinu, er hún tók við völdum. Aðrir en Mbl. munu þó ekki telja það ómerkilegar upp- Iýsingar um þetta efni, að ríkið verður að afla 1200—1300 millj. kr. tekna vegna ríkissjóðs og út- flutningssjóðs á þessu ári, þar af um nær 500 millj. vegna út- flutningsuppbóta og niðurborg- ana. Ekki er nema von, að Tíminn hafi þessar töhir við hendina, því að þarna er um að ræða dónt- inn yfir fjármálastjórn Eysteins Jónssonar óslitið frá því snemma á árinu 1950. Brenna fylgiskiölum* Tíminn nefnir ekki Iðjusukkið einu orði, en Alþýðublaðið gerir það í ritstjórnargrein í gær að umræðuefni og segir: „Svo sem vænta mátti kom það í ljós að kommúnistar hafa umgengizt sjóði Iðju af sömu taumlausu eigingirninni, sömu fyrirlitningunni fyrir velferð félagsins og einkennt hefur allt starf þeirra í Iðju. Stjórn komm- únista í Iðju hefur lánað sjálfri sér fé úr sjóði félagsins og svo kemur Björn Bjarnason og til- kynnir að þeir hafi verið með þessu að „ávaxta“ það. Björn og aðrir stjórnarmeðlimir hafa geng ið í sjóð Iðju eins' og það hafi verið þeirra eigið fé. Þegar þeir svo tapa félaginu og sjá, að þeir verða að standa skil á fjárreið- um félagsins, þá er tekið það ein- falda ráð að brenna fylgiskjöl- um og Halldór Pétursson lýsir því svo yfir að hann hafi haldið að fylgiskjöl væru aðeins til að brenna. Það er ekki að ástæðu- lausu að Dagsbrúnarmenn hafa spurt hvern annan: Hvernig skyldu fjárreiðurnar vera hjá kommúnistastjórninni í Dags- brún, sem setið hefur samfleytt í um það bil 15 ár?“ „Varla skafið yfir blóðug spor“. Alþýðublaðið birtir í gær grein um „Menningartengslin“ við Rússa eftir Alfred Skog. Má mikið vera ef þessi sama grein hafði ekki fyrir skömmu birzt í Morgunblaðinu, en niðurlag henn ar hljóðar svo: „Það er von okkar, að allir þeir, sem hafa ekki enn sann- færzt um, að Ráðstjórnarríkin eru einveldi af nokkuð sérstakri gerð, geti að minnsta kosti gert sér grein fyrir því nú, að enn er ekki kominn tími til þess að taka upp aftur þessi svonefndu menntaskipti við Rússa. Menn verða fyrst að gera sér þetta ljóst, áður en hægt er að fara að ræða um endurnýjun slíkra sam- skipta. Varla hefur enn skafið yfir blóðug spor eftir aðfarir rússneskra skriðdrekasveita i Ungverjalandi". „Nauðsyn enn frekari úrbóta á kjörum“. Þjóðviljinn segir í gær: „Þarf það þó engan veginn að þýða að íslenzkir fiskimenn sjái ekki nauðsyn enn frekari úrbóta á aðstöðu sinni og kjörum“. Mundi Tíminn ekki telja þetta, ef Morgunblaðið hefði sagt það, hvatningu til nýrra kaupkrafa og verkfalla?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.