Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 2
• > 2 ITimmtudagur 4. apríl 1957 ifr O P. C tT y ? T. * ? ! £* Friðrik vann Pilnik í einvíginu 4V2—316 Samid um jafntefli i siðustu einvigisskákinni SÍÐASTA einvígisskák þeirra Pilniks og Friðriks var tefld í fyrrakvöld í 5 klst. Þá fór hún í bið og átti að teflast í gær- kvöldi. Friðrik hafði hvítt, og fékk frjálsari stöðu. f 21. leik fóm- aði hann peði í von um sóknarmöguleika. Þá fékk hann, náði peði af Pilnik, svo þeir stóðu aftui' jafnir að mönnum, og nokkru síðar náði Friðrik öðru peði óbættu. Hann komst í tímahrak undir lokin og lék þá 2 slæma afleiki (38. og 39. leik) og missti þá peðið, sem hann hafði yfir. En þrátt fyrir þetta voru taldar miklar líkur á að skákin yrði jafntefli. Upphaf skákarinnar tefldist svo: 1. e4 c5; 2. Rf3 Rc6; 3. d4 cxd4;' 4. Rxd4 Rí6; 5. Rc3 d6; 6. Bg5 e6; 7. Dd2 a6; 8. 0—0—0 h6; 9. Bh4 Db6; 10. f4 DxR; 11. DxD RxD; 12. HxR Bd7; 13. Be2 Bc6; 14. Bxf6 gxf6; 15. Bh5 Hg8; 16. g3 Bc7; 17. Hfl Hg7; 18. Hd2 b5; 19. Hel b4; 20. Re2 e5; 21. Rgl exf4; 22. Re2 fxg3; 23. Rxg3 Hg5; 24. Hd4 Hb8; 25. Rf5 Kf8; 26. Be2 a5; 27. h4 Hg2; 28. Rxh6 d5; 29. Bf3 Hg6; 30. exd Bd7; 31. d6 Bd8; 32. Rg4 Bb6; 33. Hf4 f5; 34. Re5 Hxd6; 35. RxBf HxR; 36. Hxf5 Hbd8; 37. h5 a4; 38. Be2 He7; 39. h6 Be3t 40. Kbl Bxh6 — og Friðrik lék biðleik. ABCDEFGH Biðskákin var tefld í gærkvöldi og lauk henni þannig: 41. Hdl HxH; 42. BxH Hel; 43. Hd5 Be3; 44. b3 axh; 45. cxb Hgl; 46. KC2 Bg5; 47. Be2 Hg2; 48. Kd3 Be7; 49. Ke3 Hg3t; 50. Ke4 Hg2; 51. Bc4 Hxa2; 52. Hf5 f6; 53. Hb5 Hal; 54. Hb8t Kg7; 55. Hg8t Kh7; 56. Hg2 Ha5; 57. Hh2t Kg7; 58. Hg2f Kh6; 59. Hh2f Kg5; 60. Hg2t Kg4; 61. Hg7 f5; 62. Kí'3 Bc5; 63. Hg2 Ba7; 64. Hg6 Ha2; 65. Hg2 Ha5; 66. Hg6 Hc4; 67. Ha6 Bb8; 68. Hb6 Hc8; 69. Hxb Kg5; 70. Hb5 He8; 71. Be6 og hér var samið jafntefli. Áfengisvarnarnefnd kvenna ÁFENGISVARNANEFND kvenna í Reykjavík og Hafnar- firði hélt aðalfund sinn 27. marz sl. — Form. nefndarinnar, frú Viktoría Bjarnadóttir, baðst und- an endurkosningu. Hafði hún gegnt formennsku í 8 ár, og hefur nefndin á þeim árum unnið mikið og árangursríkt starf að bind- indis- og menningarmálum, t. d. hafp „tómstundakvöld kvenna“, verið starfrækt í 6 ár, yfír vetr- armánuðina. Sömuleiðis hefur nefndin opna skrifstofu 2 daga í viku í Veltusundi 3, þar sem fram hefur farið leiðbeininga- og hjálp- arstarfsemi — Stjórnina skipa nú þessar konur. Form.: Guðlaug Narfadóttír, varaform.: Fríður Guðmundsdóttir, gjaldkeri: Sess- elja Konráðsdóttir, ritari: Sigríð- ur Bjömsdóttir. — Meðstjómend- ur: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Þóranna Símonardóttir og Jako- bína Mathiesen. 1 varastjórn: Guðiún Sigurðar- dóttir, Jóhannna Egilsdóttir og Ragnhildur Þorvarðardóttir. Á fundinum ríkti mikill einhug ur í baráttunni gegn áfengisböl- inu og £ fundarlok stóðu konur upp og þökkuðu fráfarandi for- manni ágætt starf. Úthlutunar- nefnd kjorin í GÆR fór fram á Alþingi kosn- ing fjögurra manna í nefnd til að úthluta greiðslum til rithöf- unda og listamanna. Fram komu tveir listar. Á öðr- um þeirra voru nöfn Kristjáns Eldjárns, fornminjavarðar, Sig- urðar Guðmundssonar ritstjóra og Helga Sæmundssonar rit- stjóra. Á hinum var nafn Þor- steins Þorsteinssonar fyrrv. sýslu manns. Voru þeir allir sjálf- kjörnir. Kosning virðist sýna það að núverandi menntamálaráðherra hefur gefizt upp á fyrirætlunum sínum um stofnun sérkennilegr- ar „akademíu“, enda munu þær tillögur ekki hafa fengið góðan byr hjá listamönnum. Samkomul. um við- skipti milli islands og Danmerkur HINN 2. apríl var undirritað í Reykjavík samkomulag um við- skipti milli Islands og Danmerk- ur, er gildir fyrir tímabilið 15. marz 1957 til 14. marz 1958. Samkvæmt samkomulagi þessu munu dönsk stjórnarvöld veita innflutningsleyfi fyrir íslenzkum vörum á svipaðan hátt og áður hefur tíðkazt og íslenzk stjórnar- völd munu einnig heimila inn- flutning frá Danmörku eins og að nndanfömu, að svo miklu leyti, sem gjaldeyrisástand landsins leyfir. Samkomulagið undirritaði fyrir Islands hönd Guðmundur 1. Guð- mundsson utanríkisráðherra og fyrir hönd Danmerkur ambassa- dor Dana í Reykjavík, E. A. Knuth greifi. Sonuið um svui KHÖFN, 3. apríl. H. C. HANSEN, forsætis- ráðherra Dana, mun snemma í fyrramálið fara flugleiðis til Osló til við- ræðna við Einar Gerhard- sen um bréf Bulganins til Dana og Norðmanna- — Vilja þeir með þessu hafa samráð um svar við bréf- unum. — Um kvöldið snýr danski forsætisráðherrann aftur heim. — NTB EGILSSTÖBUM, 3. apríl. — Sl. laugardag fór fram fjöltefli í Eiðaskóla. Þórir Sæmundsson, útibússtjóri tefldi fjöltefli við Eiða-menn og menn úr nágrenni Eiða. Teflt var á 36 borðum. Þór- ir vann 26 skákir, gerði 7 jafn tefli og tapaði 3 skákum. — AB. VESTMANNAEYJAR, 3.' marz. — Undanfarna tvo daga hefur aflinn yfirleitt verið mjög sæmi- legur hjá flotanum hér. Sumir bátar verið með afbragðs góðan afla, en svo eru þess einnig dæmi um aðra að þeir hafa lítið sem ekkert haft. 1 fyrradag mún dag- aflinn hafa verið um 1000 tonn, í gær um 600. — 1 dag fóru bátar seint í róður og voru ekki vænt- anlegir fyrr en eftir kl. 8 úr róðri. Veður var ekki sem bezt á mið- unum en síðdegis tók að brima nokkuð. — BG. ★ GRAFARNESI, 3. apríl. — Heild arafli Grundarfjarðarbátanna frá vertíðarbyrjun til marzloka er 2694 lestir, miðað við óslægð- an fisk. Aflahæstu bátarnir eru Páll Þorleifsson með 403 lestir í 55 róðrum, Grundfirðingur 2. með 382 lestir í 55 róðrum og Sigurfari 366 lestir í 53 róðrum. Skipstjóri á Páli Þorleifssyni er Björn Ásgeirsson. Undanfarið hafa bátarnir héð- an einkum veitt steinbít, vestur við Látrabjarg. Afli hefur verið misjafn, suma dagana góður, eða allt að 20 lestir á bát, aðra daga lítið sem ekkert. Enginn þorskur fæst nú á línu við Snæfellsnes. — Emil. - SVIAR Nýlega hefur verið fundið upp nýtt tækl til bólusetninga. Er engin nál notuð, heldur er bólu- efninu þrýst gegnum húðina með loftþrýstingi. Þykir þetta hentug og góð uppfinning, því margir, einkum þó börnin hafa kveink- að sér við sársaukanum, þegar sprautu er stungið í húðina. — Myndin sýnir hið nýja tæki í notkun. Frumsýning í gær á „Dr. Knock". SJÓNLEIKURINN „Doktor Knock“ eftir Jules Romains, var frumsýndur í gærkvöldi í Þjóð- leikhúsinu. Eiríkur Sigurbergs- son hefur þýtt leikinn á íslenzku. Leikstjóri var Indriði Waage. Leiknum var ágætlega tekið af áhorfendum og var leikhúsið fullsetið. Frh. af bls. 1. athygli í Svíþjóð og er þess að vænta, að hún verði mjög til að vekja fólk til umhugsunar um hlutleysið og hina alvar- legu vamarstöðu Svíþjóðar. Erfitt er að segja í stuttri blaða grein frá hinu víðfeðma efni þess arar bókar, en einna mesta at- hygli hafa vakið ummæli Helge Jungs hershöfðingja. Hann segir, að vonin um varanlegan frið geti ekki rætzt, meðan Sovétríkin vinni að því öllum árum að ná yfirráðum yfir heiminum. Sam- einuðu þjóðirnar hafi íieldur ekki bolmagn til að leysa stórpólitísk deilumál. EVRÓPU BJARGAÐ Þá kemur Helge Jung að því, að styrkur og stefna Bandaríkj- anna hafi um víða veröld stöðvað útþenslu Sovétríkjanna. Það hafi sennilega bjargað Vestur-Evrópu að Bandaríkin afneituðu einangr- unarstefnunni eftir heimsstyrj- öldina, ella væri hún fallin Rússum í hendur. Hann segir, að til þess að verja Vestur Evrópu í styrjöl i sé nauösynlegt öflugt fótgöngu og vélalið.en það verði að hafa yfir að ráða kjamorkuvopn ísEenzk jólamerki“ 9? GEFIN hefur verið út bók fyrir þá, sem safna vilja íslenzkum jólamerkjum, en allmikið er nú orðið um slíkt. Árið 1904 fékk danskur póst- meistari, Einar Holböll, hug- myndina um útgáfu jólamerkja og það sama ár var fyrsta jóla- merkið gefið út í Danmörku. Síðan var hugmyndin tekin upp víðs vegar um heim og nú eru jólamerki gefin út í um það bil 50 löndum. Þessi einfalda hugmynd um jólamerki hefur orðið til bless- unar fyrir milljónir manna í heiminum, því að andvirði þeirra hefur fyrst og fremst verið notað til þess að kosta baráttuna við útbreidda sjúkdóma, einkum berklaveikina. í Finnlandi, Sví- þjóð, Danmörku og Noregi hafa stórvirki verið unnin í barátt- unni við sjúkdóma. í Bandaríkj- unum var árið 1946 búið að reisa 800 heilsuhæli með 70.000 rúm- um fyrir andvirði seldra jóla- merkja. Fyrir nokkru skrifaði Bardagar í Alsír ALGEIRSBORG, 3. apríl. — Upp- reisnarmenn í Alsír hafa síðasta sólarhring ráðist á 15 búgarða í nágrenni Oran. Fimm evrópskir menn og fjórir múhameðstrúar- menn féllu í þessum átökum. — Fimm uppreisnarmenn voru felldir í dag í bardögum nálægt borginni Constantina. — Reuter. blaðamaður á þá leið, að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar færu að skýra það, hvernig sigr- azt hefði verið á berklaveikinni í Bandaríkjunum, þá myndi það verða upplýst, að það var hug- myndin um jólamerkið frá Dan- mörku, sem með sínum gleðilegu jólum hefði unnið bug á berkla- veikinni þar. Hér á íslandi hófst útgáfa jóla- merkja einnig árið 1904, fálka- merkin þrjú, til ágóða fyrir barnahæli, og síðan 1913 hefur Thorvaldsensfélagið í Reykjavík gefið út jólamerki óslitið að und- anskildu árinu 1917 og unnið með því óeigingjamt og fagurt starf. Á Akureyri hefur Kvenfélagið Framtíðin gefið út jólamerki mörg undanfarin ár til styrktar fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri og lagt þar með sinn ágæta skerf til þessa mannúðar- og nauðsynjamáls. Árið 1917 voru gefin út tvö jólamerki í Önundarfirði, þriggja og fimm aura, en af merkinu var prentað afbrigði, þannig, að á því stendur ÖNFIRÖ í stað ÖNFIRÐ. Mörg íslenzku jólamerkjanna eru sérstaklega fögur, enda teikn uð af ýmsum færum dráttlistar- mönnum svo sem Tryggva Magn- ússyni o. fl. Að minnsta kosti tvö af Reykjavíkurmerkjunum, 1924 og 1955, eru teiknuð af Jóhannesi Kjarval. Bókin „íslenzk jólamerki" er fyrsta tilraunin svo vitað sé hér á landi til þess að gera mönnum unnt að safna íslenzkum jóla- merkjum í eina bók, en áhugi á þeim hefur farið vaxandi bæði hér á landi og víða £ öðrum löndum. um. Það sé nauðsynlegt að her væða Þjóðverja til þess að styrkja varnirnar í Mið-Ev- rópu. Hervæðing Þýzkalands sé mjög þýðiugarmikil fyrir vamir Evrópu. Á sama hátt líti Rússar svo á, að það sé þýðingarmest af öllu að reyna að hindra hervæðingu Vestur Þýzkalands. AÐ ATLANTSHAFINU — YFIR SVÍÞJÓÐ Þá kemur Helge Jung að hern aðarstöðu Svíþjóðar. Hann segir, að ef styrjöld brytist út, yrði miklum mun örðugra fyrir Svía að halda sér utan þeirra átaka en í síðustu styrjöld. Sundin fram hjá Suður-Svíþjóð og Dan- mörku verði eitt hernaðarlega þýðingarmesta svæði Evrópu. — Rússar muni og leggja áherzlu á að ná Atlantshafsströnd Nor- egs. Eru líkur til að þeir myndu þá ekki skirrast við að gera árás- ina þvert yfir Svíþjóð. Ef til vill myndu Rússar reyna að semja við Svía um heimild til að nota flutningaleiðir yfir landið og beita hótunum til þess. LIDSAUKI FRÁ NATO Helge Jung segir, að Svíar verði að treysta á að. þeim berist liðsauki og hjálp frá Atlantshafs bandalaginu. Nú er það hins veg- ar mjög vafasaint hvort þeir fá slíka hjálp, meðan þeir eru ó- bundnir þeim samtökum. Siðferð islega ber Atlantshafsbandalag- inu engin skylda til að koma hinni hlutlausu Svíþjóð til hjálp- ar. En hitt er annað mál, að það er einnig hernaðarlega þýðingar- mikið fyrir NATO, að koma í veg fyrir að Rússar nái Svíþjóð á sitt vald. Telur Jung, að ákvörðun NATO um liðsauka til Svíþjóð ar muni, ef til þess kemur, fara mjög eftir því, hverja mót stöðu Svíar geíi veitt Rússum á fyrstu dögum árásar. Ef varnir þeirra hrynji, muni verða talið vonlaust að hjálpa þeim og verja umrætt svæði. Standi þeir hins vegar Rúss- um snúning nokkra daga, þá fari mjög vaxandi líkurnar fyrir að NATO telji þess virði að efia varnir þar. Samkvæmt þessu er það álit Helge Jungs, sem og annarra nefndarmanna, að það sé aug- ljóst, að sænska stjórnin verði að afla sér kjamorku- vopna til að vega upp á móti hótunum Rússa um beitingu slíkra vopna. — Eisenhower Framh. af bls. 1. þeirra um Akaba-flóa verði ekki stöðvaðar og að deilan um Gaza- svæðið verði leyst samfara lausn á öðrum deilumálum Araba og ísraelsmanna. Að lokum .leitaði Eisenhow- er mjög ákveðið fyrirspurn um það hvort hann hefði i hyggju að draga sig í hlé þeg- ar aðstaðan í heimsmálunum hefði batnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.