Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 4. apríl 1957 MORCVNBLAÐIÐ 17 Kvikmyndir: KÁT OC ÆÐRULAUS MYND þessi, sem nú er sýnd í Nýja Bíói, er amerísk söngva- og gamanmynd af léttara tagi, en notalega skemmtileg, enda prýði lega l^ikin. — Fjallar myndin um listferxl söng og dansmeyjarinnar Evu Tanguay, sem hefst í raun- inni með því að hún er rekin úr vistinni í veitingahúsi vegna þess að hún gleymdi sér þar í dans- og sönggleði sinni. ■— Leikari, sem þar er viðstaddur, sér þegar hvað í henni býr og kemur henni á framfæri í listaheiminum og þjálfar hana fyrir leiksviðið. Hin unga listakona er geðþekk og glaðvær og fellur áhorfendum þegar vel í geð, enda vinnur hún fljótlega hvern sigurinn af öðr- um á leiksviðinu og verður að lokum dáð „stjarna“. Þokki hennar vekur, sem vænta mátti, athygli karlmannanna, enda undirrcttur og hæstiréttur Löggiltur dómtúlkur og skjalþýðandi í ensku. — Smiðjustíg 4. Sitni 80332 og 7673. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 8. — Sími 7752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Gísli Einarsson héraðsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 82631. $ ...■■■ ........ 1 ■ i Gunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti og hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 81259. Drengjabækurnar, sem allir rösk- ir drengir keppast um að lesa! Annað bindið er koinið. verða þeir flestir hugfangnir af henni. Ungur söngvari, Larry Woods, og undirleikari hans Charles Bennett, heyja einvígi með hefunum út af henni, en Larry, sem er snotur maður, vinnur ástir hennar. Verður sú saga ekki rakin hér frekar. — í myndinni er mikið sungið, og fjölda glæsilegra dans- og skemmtikrafta getur þar að líta, svo að engin hætta er á því, aðl áhorfendur láti sér leiðast. Mitzi Gaynor, sem leikur aðalhlutverk- ið, Evu Tanguay, er ung og mjög aðlaðandi, — „kát og kærulaus“, og kann sína hluti ágætlega. — David Wayne, er leikur Ed Mc Coy, leikarann, er sá Evu í veitingastofunni, er einnig mjög viðfeldinn leikari og fer vel með hlutverk sitt. Hið sama er reynd- ar að segja um aðra leikendur, svo sem Bob Graham, er leikur Larry og Oscar Lævant, er leikur Bennett píanóleikara. — Sem sagt, — myndin er fjörug og skemmtileg. Ego. Bíll óskast til kaups sendiferða- eða „Station“-bíll óskast. Staðgreiðsla. Uppl. í sími 80978, eftir klukkan 7 í dag. Duglegir karlmenn helzt vanir skógerðarvinnu, óskast. Uppl. í síma 1092. Skógerðin, Rauðararstíg 31 Auglýsing nr. 1/1957 frá Innflutningsskrifstofunni. Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. des- ember 1953 um skipan innflutnings- og, gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. apríl til og með 30. júní 1957. Nefnist hann „ANNAR SKÖMMT- UNARSEÐILL 1957“, prentaður á hvítan pappír með brúnum og grænum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR; Smjörlíki 6—10 (báðir meðtaldir), gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hver fyrir sig fyrir 250 gr. af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL 1957“, afhendist að eins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1957“, með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 1. apríl 1957. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN „Polla"-buxur Verð frá kr. 88.00 ALLT \ BHfl ó sama stað ★ Drengja- og telpna L ! t i r : Rauðar, bláar, grænar, gular, svartar. Verð frá kr. 98.00 AUSTURSTTRÆTI 12 — SÍMI: 1181. ^ Sendiráð Bandaríkjanna, Laufásvegi 21, vill selja notaða FORD-BI FREIÐ 4ra dyra Sedan 1953. Væntanlegir kaupendur geri svo vel að gera skrifleg tilboð á eyðublöð, sem sendiráð lætur í té. — Bifreiðin verður til sýnis frá kl. 10—12 9.—12. apríl. — Nánari upplýsingar hjá Óttari Proppé, í sendiráðinu, ekki í síma. IMÝR RÉTTIJR Sjóðíö makkarónur á venju- legan hátt. Blandið slðan vel með tómötuxn, sykri, salti og pipar. Þekið yfir með rifnum ostl og bakið 1 ofni 1 hæfileg- um hita (163 gr. Celsius.) 1 15 mínútur. Makkarónur, þskkíar m allan heim ED 10, Heildsölubirgðir: ert CJrió tjánóson. & Co. lif. Spánskir KVENSKÓR með amerísku sniði — með háum hæl og kvarthæl. VERZLIÐ þar sem úrvalið er mest Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 — Snorrabraut 38 — Garðastræti 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.