Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 4. apríl 1957 M O R GTJ N B L A Ð1Ð 13 Sveinn Arnnson fyrrv. f iskimotsst j. ■ minning F. 29. júlí 1877. D. 25. marz 1957. ÞAÐ var alltítt viðkvæði í síð- ustu viku, er menn mættust á fömum vegi: „Þá er Sveinn Arnason farinn“ — genginn til feðra sinna. Allir vissu við hvern var átt, því í þeirra hugum var ekki nema einn Sveinn Árnason. Hvað er þá annars um þenn- an mann að segja? Sveinn var fæddur í Reykja- vík 29. júlí 1877. Voru foreldr- ar hans, Árni Kilstjánsson, þá útgerðarmaður þar, síðar verzl- unarmaður í Bíldudal, og kona hans, Jakobína Jónsdóttir frá Auðnum á Vatnsleysuströnd, Eiríkssonar. Systkini Sveins voru allmörg og öll hin mannvænlegustu. — Hinn 12. nóv. 1899 kvæntist Sveinn Vilborgu Þorgilsdóttur, bónda á Stórumörk undir Eyja- fjöllum, Þorgilssonar. Vilborg var fædd 29. nóv. 1879. Hún andaðist hér í Reykjavík 18. ág. 1955. Dætur þeirra hjóna voru fimm: Ragnheiður, er starfað hefir i lyfjabúðum fjölda ára, fyrst á Seyðisfirði og síðan í Reykjavík, Ágústa, sem látin er fyrir allmörgum árum, gift Kára Forberg, núverandi símstjóra á Selfossi, Unnur, gift Snorra Lár- ussyni símafulltrúa, albróður tón- skáldsins Inga T., Nanna, gift Birni Halldórssyni verkstjóra og Gyða, nýlega gift í Lundúnum, bankamanni. Er vikið er að Sveini Árna- syni sjálfum og ferli hans, er þess fyrst að geta, að hann út- skrifaðist gagnfræðingur frá Flensborg 1898. Verzlunarmaður varð hann í Patreksfirði, Bíldu- dal, Rvílc og Hafnarfirði. I Bíldu- dal bjuggu þeir lengst af í sama húsi, hann og Þorsteinn Erlings- son, er þá var ritstjóri „Arnfirð- ings“ Péturs Thorsteinsen. — Minntist Sveinn stundum við mig á þær ánægjulegu kvöldstundir, er þeir hefðu títt átt saman, hann og Þorsteinn. í Bíldudal mun Sveinn fyrst hafa komizt í kynni við þá starfsháttu og það vandaverk, sem síðar á ævinni átti að verða hans merka aðalstarf. Það var saltfisksverkun. í Bíldudal var á þeim árum saltfiskur verkaður rneð þeim ágæíum að af þótti bera. Danir. sem þá voru helztu kaupendurnir, kölluðu hann „Bildalsfisk", og skelltu hinir umhyggjusömu saltfiskssalar í Flöfn saman einkennismerkinu á allan saltfisk, hvaðan af land- inu sem hann kom. Frá Bíldudal fluttist Sveinn aftur til Reykja- víkur og gerðist þar kaupmaður í 2 ár og þaðan til Hafnarfjarð- ar. Rak þar verzlun í 4 ár, eink- um bókaverzlun. Svo skeður það árið 1910, að hann var skipaður yfirfiskimats- maður á Austurlandi, allt frá Hornafirði til Langaness með bú- setu á Seyðisfirði. Og hafði hann því vandasama hlutverki að gegna til 1935. — Sveinn vann það starf af frábærum dugnaði og mikilli þekkingu á öllu er máli skipti. Þótti ýmsum ef til vill hann vera nokkuð strangur en sanngjarn þó, en það var öllum fyrir beztu. Það sáu menn síðar. Hann hafði það glöggt auga fyrir öllu, sem fram fór að engum dugði að reyna að svíkjast undan merkjum. Og honum var það áreiðanlega að þakka, að austfirzkur saltfiskur komst í það álit, sem hann hlaut í mark- aðslöndunum, bæði Spáni, Portu- gal og Ítalíu. Og þá urðu auð- vitað allir framleiðendur þakk- látir, eigi síður þeir, sem mest höfðu amast við athöfnum Sveins og hinni ótrauðu athyggju og samvizkusemi hans í embættis- störfum. Og það mun ekki of- mælt, að Sveinn ^mason var meðal mikilhæfustu fiskimats- manna landsins — ef til vill þeirra allra fremstur. Enda þótti alveg sjálfsagt, þegar fiskimats- stjóraembætti landsins var stofn- að 1935, að Sveinn Árnason væri þar sem sjálfkjörinn, og gegndi hann því starfi til takmarka embættisaldurs. Hann fór sendi- ferðir dl Miðjarðarhafslanda og víðar í þágu sjávarútvegsins. Sveinn hafði jafnan ýmislegt a prjónum í þágu starfs síns, ýmislegt, er til nýlundu gæti talizt um fiskverkun. Hélt hann því áfram hér í Reykjavík, sem mun geta komið að góðu gagni, og hann hafði fengið einkaleyfi á. Forseti Fiskideildaþings Aust- fjarða var hann um skeið og í síldarverlcsmiðjunefnd ríkisins 1934. Það mætti skjóta því hér inn, um athafnasemi Sveins, að á Seyðisfirði rak hann brauðgerð allmörg ár og verzlun í sambandi við hana, svona utanveltu aðal- starfsins, og hafði á því tíma- bili nokkra bakarasveina. Það gat ekki hjá því farið, að svo fjölhæfum manni, sem Sveinn Árnason var, yrðu falin ýmis störf í þágu bæjarfélagsins. Hann var kjörinn í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1918, og átti þar sæti, að undanteknu fárra ára bili, þar til hann fluttist frá Seyðisfirði. Form. fasteigna- nefndar 1928. í sóknarnefnd, skattanefnd. skólanefnd, niður- jöfnunarnefnd o. fl. Þótti gott að vinna með honum að þessum störfum, því hann var glögg- skygn á það er til heilla horfði, og eklti skorti athafnasemi og ötulleik. Og frambjóðandi var hann fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1931, er Jóhannes Jóhannesson lét af þingmennsku en náði ekki kosningu. Sveinn var félagslyndur mað- ur og „glaðr ok reifr“ til hinztu stundar. Hann var mjög ljóð- elskur, listkær og söngvinn ógæt- lega, og eftir honum sótt af fé- lögum er skemmfikrafta var leit- Upplýsingabæklingui um mólningu og mólningoróhöld á vegum Neyfendasamfakanna ^RÉTTAMENN áttu nýlega viðtal við formann Neytendasamtak- anna, Svein Ásgeirsson, og skýrði hann þeim frá nýjum bækl. ingi sem út er kominn á vegum félagsins. Er það bæklingur um málningu og málningaráhöld. Alls hafa þá komið út á vegum fé- lagsins sjö bæklingar, sem flytja margs konar fróðleik og upplýs- ingar fyrir neytendur. Þá skýrði Sveinn Ásgeirsson frá þvi, að tveir bæklingar til viðbótar væru um það bil að koma út og fjalla þeir um notkun tékka og fleira varðandi bankastarfsemi og peninga- sendingar og loks um blettahreinsun. að. Hann gat verið prýðilegur leikari, enda hafði hann snemma byrjað á þeirri gamansemi í Hafnarfirði og Bíldudal og loks á Seyðisfirði. — Á heimili þeirra hjóna, Vilborgar og Sveins, ríkti jafnan glaðværð og gestrisni, og dæturnar sýndu að þær voru uppaldar í lofti söngs og gleði. Varð þangað tíðförult, auk manna alvarlegra erinda, ýmsum listamönnum og fannst sem öðr- um fara þar vel um sig. Drenglyndur maður var Sveinn og hjálpfús, þótt eigi hefði hann ætíð fullar hendur fjár, en hafði tíðum ráð undir rifjum, er að haldi komu. Og engan vissi ég, er til hans leitaði, „ganga bón- leiðan til búðar.“ Sveinn var vöxtulegur maður, svipmikill, röskur á velli, svar- aði sér vel og gekk keip- réttur. Síðustu árin hafði hann átt við vanheiisu að stríða og legið öðru hvoru allerfiðar legur í sjúkra- húsi. Og síðasti sjúkdómurinn hafði end.urtekið sig, sem var hjartabilun, og varð hans bana- mein. Tæpri viku fyrir andlátið hafði ég séð hann á gangi rösk- an í spori sem að vanda. En síðasta sjúkrahúslegan tók ekki nema rúman sólarhring — þá var stundin komin — og hann nærri áttræður. Sveinn er hlýlega kvaddur af vinum og vandafólki. Sig. Arngrímsson. Nokkru eftir stofnun Neytenda samtakanna fyrir þremur árum hófu þau útgáfu málgagns, Neyt- endablaðsins. Var það selt til kynningar á hlutverki slíkra sam- taka. Síðar var hafin útgáfa leið- beiningabæklinganna, en útgáfu blaðsins hætt í bili. Nú hefur blaðið hafið göngu sína á ný og verður gefið út ásamt leiðbein- ingabæklingunum. Er blaðið nú í sama broti og bæklingarnir og sent meðlimum félagsins. — Eru þegar komin út tvö blöð í hinu nýja broti. í bæklingnum um málningu og málningaráhöld eru leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast móla sjálf- ir, en það hefur farið mjög í vöxt hin síðari ár. í bæklingnum eru leiðbeiningar um undirbúning á yfirborðinu, val á innan- og utan- hússmálningu og meðferð og notkun á málningaráhöldum. Sveinn Ásgeirsson kvað einn veigamesta og vinnufrekasta þátt samtakanna þann, að veita með- limum sínum lögfræðilega aðstoð og upplýsingar, ef þeir hefðu tal- ið sig blekkta í viðskiptum. — Fjöldi fólks sneri sér til samtak- anna í þessu skyni og í langflest- um tilfellum hefði tekizt að leiða málin farsællega til lykta. Þeir sem vilja gerast meðlimir Neytendasamtakanna geta snúið sér til skrifstofunnar, Aðalstræti 8, sími 82722, sem er opin til kl. 7 á kvöldin. Inga Þórðardóttir og Bryndís Pétursdóttir í sjónleiknum „Brosinu dularfulla“ eftir Aldous Huxley. Kirsten Kjær, listmálari: Um leikhús, óhoríendur og bóhmenntir LEIKHÚS! AD VERA til skemmtunar og uppeldis bæði sjálfum sér og öðrum, það er starf leikarans. Á hverjum degi verður hann að fægja og slípa fleti gáfna sinna, svo að þeir skíni og skjóti gneistum, þegar gráðugir áhorf- endur sitja frammi í myrkrinu, og kröfur þeirra og eftirvænting streyma yfir sviðljósin upp á leiksviðið. Að velja réttan leikara í á- kveðið hlutverk er starf leik- stjórans, eftir að leikhússtjórinn hefur ráðið við sig hvaða leik rit hann eigi að bjóða áhorfend um sínum. Þá byrjar mikilvæg starf: að skapa sýningu þar sem allt verður ein heild. Á GLÓANDI SÚLUM Leikbókmenntir heimsins eru risavaxnar, innlend leikritun ung og óreynd, en Þjóðleik- hús íslands stendur á glóandi súlum til þess að gera skil alls konar kröfum. Frá þeim degi sem íslendingar eignast t.d. skáld eins og Holberg fer leikhúsið und ir eins að skapa virðulegar erfða venjur eins og orðið hefur í þjóð- leikhúsum Norðurlanda, en nóg- ur er tíminn að safna leikhúsryki og kyrrstöðu. Enn er svo margt sem samhæfa þarf eldgamalli há- menningu, svo mikil orka og einstaklingsbragur, sem temja þarf og móta, að útlendingur verður orðlaus, þegar hann kemst að raun um hve miklu þessi fámenna þjóð hefur þegar afkastað. Þegar ég er heima hjá mér í Kaupmannahöfn og sé hinn heil- aga eld listarinnar í fórnarskál- unum á þaki nágrannahúss míns, Konunglega leikhússi. s, þá veit ég að á þessu kvöldi ausa lista- mennirnir á leiksviðinu út dýr- um gjöfum til hungraðs mann- fjöldans frammi í dimmum saln- um. MUSTERIN ÞRJU í Gautaborg standa musterin þrjú, listasafnið, leikhúsið og hljómleikahöllin hátt yfir strit- andi borginni eins og lýsandi tákn. Margar milljónir króna hafa kaupmannaættir Gautaborg ar gefið þessum þremur háu höll- um. í Stokkhólmi er leikmenn- ing á svo háu stigi eins og er, að leikendur frá Dramatíska leik- húsinu voru kallaðir fram seyt- ján sinnum, þegar þeir léku Ung- frú Júlíu á leikhúshátíð í Paris fyrir þremur árum. Þessi mikli sómi fyrir norræna menningu var nærri því farinn í hundana, af því að leiksviðsstjórinn ákvað að fara í sumarfrí þremur dögum áður en allur hópurinn átti að fljúga til Parísar! Gierow leik- hússtjóri kallaði þá hinn bráð- snjalla hæfileikamann Yngve Larsson inn í skrifstofu sína og spurði hann hvort hann treysti sér til að takast á hendur ábyrgð- ina á sviðsbúnaðinum í „Föðurn- um“ og „Ungfrú Júlíu“ — og það á erlendu sviði, í sjálfri höf- uðborg listanna, París, — og hann átti að vera ferðbúinn eft- ir hálfa þriðju klukkustund. Þetta varð tveggja sólarhringa hvíldarlaust strit með túlkum og skapheitum frönskum sviðsmönn um. En hvílíkt öryggi fyrir leik- hússtjóra að vita, að starfslið hans er svo traust, svo brennandi af áhuga á starfinu, að bresti einn hlekkur í festinni, þá er annar reiðubúinn að koma í hans stað. ÆSKUHRIFNING. Hið unga ríkisleikhús Noregs, — en upphafsmaður þess er Fritz von der Lippe, sem menn muna eftir frá leiklistarþinginu í Reykjavík í fyrra, — er ná- kvæmlega jafngamalt Þjóðleik- húsinu íslenzka. RíRisleikhúsið hefur m.a. sýnt „Þrískildings- óperu“ Bert Brechts í Lófót. Á ferðum mínum um Lappland hef ég séð stórkostlegan Pétur djákna hjá þessu leikhúsi, og tvisvar hefur það leikið fyrir norska sjómenn í Hollandi, auk daglega stritsins. Að ég nefni ríkisleikhús Nor- egs síðast mustera hinna þriggja gömlu menningar- og leikhús- landa ken»ur af því, að ég hef orðið vör við sams konar æsku- hrifningu hér í Þjóðleikhúsinu ís- lenzka. Þetta gulfallega leikhús stendur hér í miðri veraldar- hyggju Reykjavíkur, og þar er unnið frá morgni til kvölds af brennandi áhuga og listrænum skilningi á starfinu, sem kemur ókunnugum á óvart — svona ungt leikhús og svona mikil og margbreytt verkefni leyst af hendi. Og þegar grennslazt er eftir og spurt — já, sú var tíðin, að við höfðum öll einhverja at- vinnu á daginn til að hafa ofan í okkur og á kvöldin æfðum við og lékum í Iðnó, í Leikfélagi Reykjavíkur. Eldur listarinnar hefur því kviknað á gamla svið- inu og orðið undirrótin að því hvað langt Þjóðleikhúsið hefur komizt í listinni. — Þetta sér hver sem kynnzt hefur tveim- ur síðustu sýningunum, jafn-ó- líkar og þær eru, Don Camillo og Brosið dularfulla. Við þreifum fyrir okkur um leikstjóra og þýðanda síðara leikritsins. Við vitum að hann er góður söngvari auk annars, og að hann er engu síður.mikill leikari, sannaði hann 1 afburðagóðum leik cem Bjelke í leikriti Sigurðar Einarssonar, Fyrir kóngsins mekt. En að láta leikara, sem við höfum séð í lít- ilfjörlegri hlutverkum, lúta lista mannsvilja sínum og móta skap- gerðir, svo að áhorfendum finnst þeir vera komnir að sjálfum mergnum í sköpunarstarfi leik- ritahöf undarins! BROSIÐ DULARFULLA Nú veitir Brosið dularfulla, eftir Huxley, fæddum leikara ó- venjuleg tækifæri til að lyfta leiklistinni á hæstu svið, og margar aðalpersónurnar eiga að taka á því sem þær eiga til. Pers ónurnar lifa áfram innra með manni, sjálfstæðar og öháðar, og ekki verður komizt hjá að hugsa um hver verði örlög þeirra. Samstilltur leikur, eins og stund um hefur sézt hjá Brita von Horn á Kammerscenen í Stokk- hólmi. Og við verðum fjúkandi vond, um leið og við aumkum fólkið sem missir af þessu tæki- færi til að njóta listar. Leikhúsinu ber m.a. skylda til að sýna úrval af stefnum og hrær ingum, sem ofarlega eru á hverj- um tíma, en þá er það vissulega engu síður skylda áhorfenda að koma í leikhúsið og sjá árangur- inn af allri fyrirhöfninni. Alltof oft eru áhorfendur líkastir súkkulaðijórtrandi krakka, sem vill sjálfur ákveða hvað sýna skuli. Sé lögð méiri áreynsla á heilabúið en það sem síast inn um annað eyrað og út um hitt, láta áhorfendur ekki sjá sig, en það er ekki nóg að borga leikar- anum fyrir vinnu hans um hver mánaðamót, hann verður líksa að fá hvatningu og uppörvun, svo að hann geti látið ljós sitt skína eins og vera ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.