Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. apríl 1957 MORCV1VBLAÐ1Ð 15 Lítil rauðmagaveiði DJÚPAVÍK, 1. apríl. Lítil rauð- magaveiði hefur verið hér fyrir norðan undanfarið. Hafa verið að jafnaði 2—3 rauðmagar í net. Kenna sjómenn því um, að ufsi sem er 8—10 þumlunga langur, spilli veiðinni, en hann kemur í stórum torfum og flækir netin í einn streng. Menn sem voru að leggja há- karlalóðir í gær sáu stóra loðnu- torfu austan við Barð. Keyndu þeir til að veiða loðnuna í háf, en háfurinn rifnaði í öðru kasti og náðu þeir mjög litlu af loðnu. ■— íþróttir Framh. á bls. 12 Ur úr en efni standa til vegna þess að hinir skilja hann oft ekki. En liðið er skipað jöfnum mönn- um ,sem náð gætu miklu betri árangri með meiri æfingu. f»eir ráða oft ekki við hraðann, þó hann sé kannske ekki mikill. En Val gátu þeir unnið ef þeir hefðu einbeitt sér að því. ★ AÐ HAFA KNÖTTINN MEÐ Vaismenn eiga á þessu móti sundurlausara lið en um mörg ár. Fum einkennir oft leikinn og ráðleysi. Það einkenndi þá oft eins og Aftureldingar-menn, að þeir ráða ekki við hraðann. Það á við þá sem Aksel Kolste hefur sagt, að það er gott að hafa knöttinn með í cókninni. En Valsmenn hafa verið ó- heppnir. í síðasta leik vantaði Ásgeir. Nú vantaði Val Ben. vegna meiðsla. Þetta hefur veikt liðið gífurlega, V ★ LOKUÐ VÖEN í síðari leiknum léku Fram og ÍR. Þetta var fyrirfram talinn tvísýnn leikur og það var eins og bæði liðin gerðu sér það ljóst. ÍR-ingar náðu forskoti snemma og héldu því leikinn út og juku. 5 mörk skildu í hálfleik, 7 í leiks- lok, lokastaðan var 21:14’ ÍR í vil. Það sem fyrst og fremst réði úrslitum var að ÍR-ingar lokuðu vörn sinni betur en nokkru sinni fyrr. Fram-menn fengu ekki að gert, línumenn þeirra komu ekki að notum nema að litlu leyti og ótalmörg skot höfnuðu í varnar- veggnum. Við Frammarkið fengu ÍR-ingar hins vegar ruglað Fram- vörnina oftar en maður hefði aetlað. Drýgstur var þar Her- mann, sem dansaði á línunni og tók örugglega við knettinum frá félögum sínum og skoraði 8 mörk. Hann öðrum fremur færði ÍR þennan eftirsótta sigur yfir Fram sem er í hópi betri liða á þessu móti. RAFGEYMAR Hlaðnir og óhíaðnir 6 volta 90 — 105 — 125 — 150 — 225 ampertíma. 12 volta 60 — 75 — 90 ampertíma. Rafgeyma-sambönd, allar stærðir. SMVRILL, Húsi Sameinaða, sími 6439. Vor- og snmorhattar NY SENDING MARKAÐURINN LAUGAVEGI 100 Ýsu- og þorskanet til vorveiða Útgerðarmenn, sem ætla að fá hjá okkur hin viður- kenndu ýsu- og þorskanet til vorveiða, eru beðnir að gera pantanir sínar sem allra fyrst. Nefaverksmiðjan BjÖrn Benediktsson hf, Reykjavík Húseignin Grettisgata 55B er til sölu. Húsið er 1 hæð, 2 herbergi og eldhús (hægt að gera að þrem herbergjum). í kjallara eru 1 herbergi og eldhús. Húsið er til sýnis eftir hádegi í dag og á morgun. HÚSMÆÐUR: REYNIÐ KÖLDU ROYAL BÚÐINGANA Bragdtegundir: Karamellu, Vanilla, Hindberja og Súkkulaði Ðúðingurinn er tilbúðinn til mat* reiðslu, aðcins þarf að nræra hann saman við 1/2 líter af mjólk, láta liann standa í nokkrar mínútur og framrciða síðan í glösum eða skál. „HEIÐIN HÁ' ljóð eftir Grétar Fells. Bók þessi er úrval úr ljóðum höfundarins, ásamt nokkrum nýjum ljóðum, geíin út í tilefni af 60 ára afmæli hans. Þorsteinn skáld Valdimarsson ritar formála og segir þar meðal annars: „ . . . Það er reyndar ekki spá, heldur vissa, að sum þessara ljóða eiga miklu meira en venjulega ástsæld og langlífi fyrir sér“ — Bókin fæst hjá bóksölum. íbúð til leigu 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í einu af nýju sambýl- ishúsunum við Eskihlíð, er til leigu frá 15. maí nk. Tilboð merkt „Eskihlíð —2541“, með upplýsingum um fjölskyldustærð, símanúmer og atvinnu leigu- taka sendist afgr. Mbl. NOTIÐ ÓDÝRAN INNLENDAN HITAGJAFA ------ SPARIÐ VERÐMÆTAN GJALDEYRI Ralgeislahitun er hitun frumtíðurinnur Holl hitun — Algerlega sjálfvirk — Hljóðdeyfandi — Engin lykt, óhreinindi eða hávaði — Sparneytin — 100% orku- nýting — 90' heitt vatn í krönum — Á bitaloftum sparast klæðning, en á steinloftum múr. Önnumst teikningar og upp- setningu ESWA-rafgeisla- hitunar í hús af öllum stærðum og gerðum. Ennfremur allar almennar raflagnir. Oarðastræti 6. Reykjavík. Sími 4284. Pósthólf 1148. NOTIÐ ÓDÝRAN INNLENDAN IIITAGJAFA Skrifstofuhús Fa. A. Jespersen & Sön Nýr- opsgade, Kaupmanna- höfn, sem er 400 ferm., 7 hæðir, er hitað upp með ESWA-rafgeislahit un ásamt tugum ann- arra húsa í Danmörku, þó rafmagnið kosti 15— 16 aura danska hver kwst. (en hér 14—20 aura ísl.). Hér á landi hefir þriggja ára reynsla sýnt að ESWA-rafgeisla hitun er þægileg og ó- dýr í rekstri. ESWA-rafgeislahitun hefir verið í notkun í Noregi í 18 ár og má segja að viðhaldskostn- aður sé enginn á þeim kerfum. SPARIÐ VERÐMÆTAN GJALDEYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.