Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.1957, Blaðsíða 11
nmmtudagur 4. apríl 1957 MORCVNBLAÐ1Ð 11 ATLANTSHAFSBANDALAGI® — NATO — ar 8 ára í dag, en stofnskrá þessa mikilvæga varn- arbandalags r'rjálsra lýðræðis- þjóða var undirritað í Washing- ton 4. apríl 1949. Áttunda starfsár NATO hefur verið hið viðburðaríkasta á starfs ferli þess. Um tíma á þessu ári hafði friðarhjal Kússa leitt til þess, að ýmsir hinir skammsýn- ustu menn í lýðræðisríkjunum vildu leggja framtíð þjóða sinna „hinum friðsömu Kússum" á vald og leysa upp varnarsamtökin. En við lok starfsársins, er hin brýna nauðsyn þessa landvarnar- samstarfs mönnum augljðsari en nokkru sinni fyrr. Atburðir árs- ins hafa sannað, að fyrirætlan- ir Rússa um heimsyfirráð eru allt af hinar sömu þótt þeir breyti stundum um aðferðir. Hér verður gerð stuttlega gx-ein fyrir helztu atburðum lið- ins starfsárs NATO. ★ FriðarHjolið Um það bil, sem áttunda starfs ár NATO var að hefjast var nokkuð rætt um það í sumum þátttökuríkjanna, að Rússar hefðu nú tekið upp slíka sátta- og frið- arstefnu, að óþarfi væri að leggja á sig þungar byrðar landvarna. Ábyrgir aðilar i öllum NATO-ríkjunum bentu þó á það, aS Rússar hefSu ekki sýnt friSarvilja iiin í verki. Hiír væri lika um aS tefla fjöregg og frelsi vestrænna þjóða og því rétt að fara hægt í sakirn- ar. Þeir sem ákafast lofuðu frið- arvilja Rússa voru kommúnistar, sem vilja rússneska undix-okun og svo nokkur hópur skammsýnna og heimskra tækifærissinna. Eng- in hinna vestrænu þjóða varð sér til jafnmikillar skammar með trúgirni sinni og Islendingar, þar sem jafnvel foringjar tveggja iýðx-æðisflokka urðu til að grafa undan varnarsamtökunum. Eftir að rússneska hervaldið sýndi víg- tennurnar ? Ungverjalandi, hurfu þessir menn frá villu síns vegar, en hver getur treyst þeim sem einu sinni hafa sýnt slíka óaf- sakanlega skammsýni í máli er varðar framtíðaröryggi og frelsi þjóðarinnar. Nú er að sinni þagnaður áróð- urinn um friðarvilja Rússa. Ræða Krúsjeffs Þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað 1949 staðhæfðu komm únistar, að það væri með öllu ó- þarft fyrir vestrænar þjóðir að fara að stofna til hervarna gegn Rússum. Þeir fullyrtu að Sovét- ríkin vildu aðeins frið og bræðra- lag allra þjóða. Á þessum for- sendum gátu þeir æst f jölda fólks til götuuppþota gegn stofnun NATO. En hvað skyldi það fólk sem kommúnistum tókst að villa sýn, hafa hugsað, þegar sjálfur Nikita Krúsjeff upplýsti það á 20. flokksþingi rússneska kommún- istaflokksins, að Josef Stalin ein- ræðisherra, hefði verið brjálaður fjöldamox’ðingi, einmitt um það leyti, sem NATO var stofnað. MeS ræSu sinni hefur Krús- jeff sannaS þá skoSun lýSræS- issinna, aS Veslur-Evrópa hafi búiS viS hina óskaplegustu hættu af rússneskri ofbeldisár- ás. Hættan var jafnvel meiri er nokkrum kom til hugar ár- iS 1949. ★ Árásin á Súez Þegar tvær bandalagsþjóðir hófu skyndilega hernaðarárás á Skjöldur vestrænnur menningur Stofndagurinn 4. apríl Egypta í októbermánuði voru hoi'furnar þungar fyrir NATO. Með árásinni voi-u brotin þau grundvallax'lögmál, sem Atlants- hafsbandalagið byggist á. Þeim mun alvarlegra var þetta, sem það gerðist á sama tíma og ófi'ið- ai'hætta vofði yfir í Evrópu. Var Atlantshafsbandalagið þá um tíma sem lamað. Var jafnvel rætt um það, að reka Frakka og Breta úr því, eða leysa það upp, ef þeir ekki stöðvuðu árásina tafarlaust. Það sem þvingaði Breta og Frakka til að láta af þessari fólskulegu árás, var ótti þeirra við að vestræn vai'narsamtök lið- uðust í sundur. Hinar opinberu umræður um þetta mál fóru fram á þingi Sameinuðu þjóðanna, en það voru önnur þátttökuríki í NATO sem áttu stærsta þáttinn í að koma vitinu fyrir þessar bandalagsþjóðir sínai'. ræða margfalt ofurefli gegn land- herjum NATO. Nú hafa þeir atburðir gei'zt, að Rússar geta ekki lengur treyst herjum leppríkjanna. Samtímis hefur hernaðaraðstaða þeirra á landi versnað verulega. 1 Ung- verjalandi einu eru 8 rússnesk herfylki upptekin af að kæfa upp- reisn þjóðarinar og ef til styrj- aldar kæmi er enginn vafi á því að þjóðir Austur-Evi'ópu mundu jafnskjótt rísa upp og valda rúss- neskum árásarherjum mestu bú- sifjum. Einnig vinnst Vestur-Ev- rópuþjóðunum nokkur tími til við- búnaðar, því að mótstaða í lepp- ríkjunum gerir Rússum örðugt fyrir um skyndi-herflutninga. Paul Henri Spaak tekur við síöðu framkvstj. NATO. Með þessum viðbrögðunt hefur NATO sannað að það er ekki árásarbandalag. Það er siðferðislega öflugt og fordæm- ir ofbeldi, hvar sem því er heitt og liver sem beitir því. Árásin á Ungverjaland hefur sýnt á áhrifaríkan hátt, en því miður með hinum hræðileg- ustu blóðfórnum, hverjar hinar endanlegu fyrirætlanir kommún- ista eru. Áður en atburðirnir í Ung- verjalandi gerðust höfðu Rúss- ar farið hinum fegurstu orðum um „hlutleysið44. Nú rengu þeir tækifæri til «ð sýna viðhorf sín í verki til lilutleysisins. Stjórn Imre Nagys lýsti yfir algeru hlutleysi í deilunum milli aust- urs og vesturs. Þá fyrst hófu Rússar lokaárás sína í Ung- verjalandi. Ættu menn að taka vel eftir því, að það var árás á ríki sem liafði formlega lýst yfir ,,hlutleysi“. ★ Uppreisnir leppríkjanna Byltingai'nar í Póllandi og Ung verjalandi og víðtæk ókyrrð í öll- um leppríkjum Rússa hefur á þessu liðna ári dregið verulega úr styrkleika landhers kommún- ista. Talið er að Rússar sjálfir hafi 175 herfylki eða 3 milljónir manna undir vopnum. Þar að auki reiknuðu þeir með 80 herfylkjum leppríkjanna. Var hér um að Flugskeyta- hótanirnar Það virðist skoðun rússneskra valdhafa af einhverjum óskiljan- legum ástæðum, að þeir þurfi að halda við ótta Vestur-Evrópu- þjóðanna, og láta þær vita, að rússneski heraflinn sé öflugastur allra. Má vera að slíkt eigi að hafa ákveðin áhrif á kommúnista- x ndirlægjui-nar, sem fyrirfinnast í öllum löndum. Þegar svo var komið, að land- hers-styrkur Rússa hafði veikzt fyrir uppi'eisnir leppx-íkjanna, tóku þeir að tala digur- barkalega um flugskeyti og atóm- sprengjur, sem þeir ráða yfir. — Fyrstu flugskeytahótunina sendu þeir Bretum og Frökkum, þegar Súez-árásin var gerð, en athyglis- vei'ðastar ei'U þó síðustu hótanir þeix-ra við Norðmenn og Dani. Efni orðsendinganna ti'- þess- ara tveggja norrænu þjóða var í samandregnu máli á þessa leið: — Ef þið lialdið áfram þátttöku í Atlantshafsbandalaginu, þá eig- um við til flugskeyti og atóm- sprengjur, sem geta lagt land ykkar í rúst. Norðurlandaþjóðirnar tvær hafa tekið þessum hótunum með jafn- aðargeði. Og þær vita, að ef At- lantshafsbandalagið hefði ekki verið til, þá hefði hin rússneska hótun nú aðeins hljóðað svo: — Ef þið ekki viljið láta inn- lima ykkur í Sovétríkin —— þá eig- um við til flugskeyti og atóm- sprengjur, sem geta lagt land ykkar í rúst. Rússar hafa komið sér upp röð eldflaugnastöðva meðfram suður- og austurströnd Eystrasaltsins. Með þv£ hafa þeir í rauninni virt að vettugi hlutleysi Svía, því að síöðvum þessum er einnig beint gegn þeim. Vex þeirri stefnu því fylgi i Svíþjóð, að óhjákvæmilegt sé að Svíar gangi í NATO og fái sjálfir sér til varnar flugskeyti og kjarnavopn. Nú stendur yfir kapphlaup milli austurs og vesturs um smíði langdrægra flugskeyta. Er álit manna að notkun þeirra kunni að valda miklum breytingum í hern- að irfræðum. Ekki er þetta þð enn ljóst og færustu sérfræðingar segja, að landher verði aldrei úr- eltur. En þess her að geta, að jafn- framt því sem smíði flugskeyt- anna þróast, eru og 'undnar varnir gegn þeim. Mörg flug- skeytannna munu hafa gífur- Iegan hraða, eða yfir 10 þús- und km á klst. En gegn þeim eru einnig smiðuð mjög full- komin radar-tæki, og sjálfvirk- ar eldflaugar, sem eiga að geta elt þau uppi og grandað þeim áður en þau valda tjóni. Má bú- ast við því að miklar breyting- ar þurfi að gera á næstu árum á varnarkerfi NATO-ríkjanna, sem felist e.t.v. í því að fjölgað verði radar-stöðvum og komið upp fjölda loftvarnarstöðva til eyðingar á árásarskeytum. NATO-ríki sættast Fyrir áhrif NATO tókust sætt- ir að sinni í landhelgisdeilu íslend inga og Breta. Bandalagið reyndi einnig að sætta Breta og Grikki í hinni hörðu Kýpur-deilu. Hefur útlitið aldrei verið jafngott og nú fyrir samkomulag í henni. — Ráðherrafundir Atlantshafsbanda lagsins hafa reynzt hinn hag- kvæmasti vettvangur til að setja niður deilur milli þátttökuríkjanna og þróast þar nú örum skrefum skilningurinn á þörf samheldni véstrænna þjóða á stjórnmálasvið inu. Alit þremenninganna Á sl. ári fór fyrst að verða vart ýmissa þverbresta í samstarfi NATO-ríkjanna. Það er auðvitað að landvarnirrar hafa lagt þjóð- unum allþungar byrðar á herðar, ýmist fjárhagslegar eða þær hafa orðið að þola erlent varnar- lið í landi sínu. Undir niðri hlýt- ur óhjákvæmilega að vaka löng- un til að losna við þessar byrðar. Sú löngun var ein helzta undir- rót þess, að óskhyggja og skamm- sýni fékk suma menn til að trúa friðarhjali Rússa. Kom þetta al- varlegast fram, þegar meirihluti Alþingis íslendinga gekk á bak orða sinna við bandalagsþjóðir sínar og krafðist brottfarar varn- arliðsins án þess að ráðfæra sig við Atlantshafsráðið. Til þess að fyrirbyggja slík mis tök var þremur mikilsvirtum mönnum, þeim Halvard Lange, Gaetano Martino og Lester Pear- son falið að rannsaka þessi mál og gera tillögur til úrbóta. Tillögur þeirra komu fram eftir árásina á Ungverjaland og er það skoðun þeirra, sem var samþykkt af öllum þátttöku- ríkjunum, að nauðsynlegt væri að þau ráðfærðu sig fyrirfram sín á milli um allar meiri háttar breytingar á utanríkis- og varn- armálastefnu sir.ni. Þetta væri hornsteinn stjórnmálasamstarfs lýðræðisríkjanna.f STAKSTEIMAR Herinn situr enn sem fastast“ Svo er að sjá sem Þjóðviljinn hafi í lengstu lög vonað, að hald- ið yrði upp á ársafmæli sam- þykktarinnar frá 28. marz í fyrra með því að hafa tilburði til að standa við hana. Þess vegna hafi blaðið þagað um sjálft afmælið en helgar svikunum, sem orðið hafa, þeim mun meira rúm tveim dögum seinna. í for- ystugrein Þjóðviljans hinn 30. marz segir: „Bandaríski herinn situr enn sem fastast og ekkert hefur ver- ið samið um brottför hans, þrátt fyrir samþykktir og yfirlýsing- ar; meira að segja hefur ver- ið um það rætt að undanförnu að herinn hefji stórframkvæmdir á nýjan leik“. Svíkja oof blekkia“ 1 sama blaði birtist löng grein eftir Olgeir Lúthersson, sem nefnist „Á vegi helstefnunnar". Þar er m.a. tekið svo til orða: „Fyrsta tækifæri íslendinga til að segja upp herstöðvarsamningn um er farið hjá garði“. Síðan segir: „Gengu þingmenn Framsóknar flokksins og Alþýðufiokksins á bak orða sinna og viljayfirlýs- ingu Alþingis 28. marz 1956. — — — Gengu þeir enn inn á þá löðurmannlegu braut að svíkja og blekkja þjóðina------- Hrýs hugur við ummælum Tímans“ Með þessu er stóryrðunum i garð samstarfsmannanna engan veginn lokið, því að sagt er: „Hrýs okkur ekki hugur við þeim ummælum „Tímans" ný- lega að hér þurfi að vera tiltæk hernaðarmannvirki — — —“. Og enn: „Getum við efazt um bráða nauðsyn þess að taka fram fyrir hendur helstefnumanna á íslandi. sem bersýnilega vita ekki hvað þeir gera?“ Mannaskipti Á þessu ári lét Alfred Gruenth- er af yfirstjórn herja NATO eftir fimm ára frábært starf í þágu bandalagsins. Er nú talað um hann sem hugsanlegan utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ef Dull- es lætur af því starfi og myndu Evrópuþjóðir mjög fagna því ef svo yrði. Við starfi hans hefur tekið Lauris Norstad, bandarískur flug- liðsforingi af norskum ættum. Lauris Norstad hinn nýi yfir- hershöfðingi NATO. Þá óskaði Ismay lávarður einn ig að láta af störfum sem fram- kvæmdarstjóri NATO fyrir ald- urs sakir. Voru honum þökkuð mjög góð störf í þágu bandalags- ins, en við tekur belgiski stjórn- málamaðurinn Paul Henri-Spaak. Mikil óhamin<na“ Ekki er látið þar við sitja heldur bætt við: „Þess vegna eiga margir erfitt með að skilja það framferði þing manna Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins að ganga á bak gefnum yfirlýsingum um að her- inn skuli látinn fara.----“ Freisting væri að rekja fleira úr þessari 30. marz grein en þetta verður að nægja: „Þessi hægri og vinstri mennska í flokkunum leiðir að sjálfsögðu til margs konar „hrossakaupa“ innan þeirra um stefnuna, og kemur þetta eðlilega fram í spilltu stjórnmálasiðgæði, og af þessu stafar meðal annars óheilindin í framkomu forustu- liðs þessara flokka í herstöðva- málinu. Og mikil óhamingja er það þjóðinni að eiga örlagamál sín undir úrskurði slíkra rnanna". Hitta siálfa si« harðast í öllum þessum fáryrðaflaum er eftirtektarverðast, að komm- únistar skuli ekki skilja, að svo illa sem harðyrðin hitta sam- starfsmenn þeirra, þá bitna þau þó enn verr á þeim sjálfum. Þetta sannaðist t.d. glögglega af um- mælum sænska ritstjórans Hjörne, sem frá var sagt hér í blaðinu í gær. Það er einmitt þátttaka kommúnista í þeirri ríkisstjórn, sem haft hefur að engu yfirlýsinguna frá 28. marz 1956, sem hvarvetna vekiur mesta athygli. Með gífuryrðunum í garð samábyrgðarmanna sinna vekja þeir aðeins athygli á eigin eymd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.