Morgunblaðið - 06.04.1957, Síða 9

Morgunblaðið - 06.04.1957, Síða 9
Laugardagur 6. aprfl 1957 MORCVNBJAÐIÐ 9 Fjárhagsáæilun Siglufjarðar SIGLUFIEÐI, 4. apríl: — A fundi bæjarstjómar Siglufjarðar í gær var gengið frá f járhagsáætlun bæjarins, fyrir yfirstandandi ár. Samkvæmt áætluninni verður jafn að niður í útsvörum á Siglufirði, kr. 4.530.000 eða um 20% hærri upphæð en sl. ár. Stærstu atvinnufyrirtækin hér í bænum eru í eign ríkis og bæjar útsvarslaus, svo þungi útsvaranna hvílir nær allur á hinum almenna gjaldanda. Aðrir tekjuliðir- áætl- unarinnar eru m.a. fasteignagjöld kr. 450.000, umsetningargjald á- fengisverzlunarinnar kr. 225.000, umsetningargjöld hraðfrystihúss og síldarverksmiðja (SR) kr. 195.000. Helztu gjaldaliðir eru til al- mennra trygginga, sjúkrasamlags, og annarra lýðhjálpar, 1.050.000 kr., menntamál þar í skólabygg- ingar og íþróttamál, 1.171.000 kr., framfærzlumál rúm 500 þús., þrifnaðarmál 249.000 kr., lög- gæzla 351.000 og stjórn bæjarins 315.000 kr. Niðurstöðutölur áætl- unarinnar eru alls kr. 5.943.000. — Stefán. Starfsmenn gefi mat- a?t á vinmislað ÞEGAR lokið er smíði rúmgóðrar matstofu og eldhúss í skrifstofu- húsnæði Reykjavíkurbæjar að Skúlatúni 2, er gert ráð fyrir því að starfsfólkið, sem vinnur þar þurfi ekki að fara heim til sín í hádegismat, heldur geti snætt þar á staðnum. Þetta upplýsti borgarstjóri á fundi bæjarstjórnar í gær. Var það í tilefni þess, að Þórður Björns- son spurði um hvort ekki ætti að breyta matmálstímum starfs- manna bæjarins. Auk þess sem slik matstofa verður að Skúlatúni 2, upplýsti borgarstjóri að í útboðsskilmálum um samkeppni að ráðhúsi Reykja- víkur, sem ráðhúsnefnd væri að ganga frá, væri gert ráð fyrir mat stofu fyrir starfsfólkið. Þannig yrði starfsmönnum gert kleift að sleppa við ferðir um hádegið. — Útsýn Framh. af bls. 8 farið víða um Spán og stanzað í París í annarri leiðinni. Ferðaáætlun Útsýnar er sam- in af þaulvönum ferðamönnum, sem hafa að baki sér margra ára reynslu af hópferðum erlendis. Það er skoðun þeirra, að forðast verði of hraða ferð, svo að þátt- takendur fái notið náttúrufegurð- ar, fróðleiks, hvíldar og skemmt- unar, enda hefur tilhögun og þjónusta í ferðurn félagsins und- anfarin sumur hlotið einróma lof þeirra, sem reynt hafa. Full- skipað var í ferðum félagsins s.L sumar, og voru allir farseðlar pantaðir á nokkrum dögum. Flest ir voru þátttakendur ungt fólk, enda er tilhögun ferðanna eink- um miðuð við hæfi þess og áhuga mál. Hópferðalög ry ðja sér æ meira til rúms um allan heim, sökum þess að þau eru ódýrari og spara ferðamanninum áhyggjur og margháttaða erfiðleika. Auk þess verður ferðalagið stórum ánægju legra í hópi glaðváerra félaga. Kostnaði er mjög stillt í hóf í ferðum félagsins, og þrátt fyrir hina nýju skatta munu þátttöku- gjöld ekki hækka tilfinnanlega frá síðasta ári. Skrifstofa Útsýnar í Nýja-Bíói við Lækjargötu er opin mánud. til föstud. kl. 5—7 síðdegis, sími 2990, og eru þar veittar allar nánari upplýsingar um ferðir fé- lagsins. Góður úrungur í öllum greinum d KR-mótinu i SUNDMÓTI KR, sem fram fór í fyrrakvöld, settu þau enn met il Guðmundur Gíslason ÍR og Ágústa Þorsteinsdóttir Á, þessar tvær skæru stjörnur í hópi sundfólksins. Guðmundur bætti met sitt í 50 m baks. um 1/10 úr sek. en gamla metið er fárra vikna gamalt. Ágústa hnekkti íslandemeti Þórdísar Árnad. í 50 m bringu- sundi; bætti það um 6/10 úr sek, en met Þórdísar hefur staðið í 7 ár. Bæði þessi met eru einnig ungiingamet. 7/10 UR SEKUNDU Þó metin að þessu sinni yrðu ekki fleiri, náðist góður ár- angur í flestum greinum. Þann ig vann Helgi Sigurðsson ör- uggan sigur í 200 m sundinu og var 7/10 úr sek. frá metinu. í skriðsundi drengja vantaði Guðm. Gísiason 7/10 úr sek. til að jafna drengjamet Péturs Kristjánssonar, en Guðmund- ur var í sérflokki í þessari keppni. I boðsundinu skorti sveit Ármanns 7/10 úr sek. upp á metið. Þannig brustu margar vonir um ný met. FAIXA FLEIRl Keppni mótsins var í flestum greinum skemmtileg. Athyglis- verðar eru framfarir stúlknanna í 50 m bringusundi. Sú hin yngsta þeirra, Hrafnhildur, hefur nú þrisvar keppt í vetur, fyrst náði hún rúml. 44 sek., síðan rúml. 43 og nú 42,1 sek. Kannski það verði hún sem hnekkir fleiri metum Þórdísar. 200 m skriðsund karla: 1. Helgi Sigurðsson Æ 2:19,7. 2. Pétur Kristjánsson Á 2:20,6. 3. Gylfi Guðmundsson ÍR 2:26,4. 4. Guðm. Gíslason ÍR 2:27,2. 100 m skriðsund kvenna: 1. Ág- ústa Þorsteinsdóttir Á 1:10,6. 2. Margrét Ólafsd., Á 1:28,4. 3. Hjör ný Friðriksdóttir Á 1:32,2. 100 m bringusund karla: 1. Þor- geir Ólafsson Á 1:16,9. 2. Ólafur I Guðmundsson Á 1:17,4. 3. Torfi Tómasson Æ 1:20,5. 4. Magnús Guðmundsson ÍBK 1:22,7. 100 m bringusund drengja: 1. Einar Kristinsson Á 1:21,2. 2. Hörður Finnsson ÍBK 1:22,5. 3. Birgir Dagbjartsson SH 1:22,6. 4. Emil Ingólfsson Á 1:24,2. 50 m baksund karla: 1. Guðm. Gíslason ÍR 32,7; met. 2. Ólafur Guðmundsson ÍR 33,1. 3. Stein- þór Júlíusson Á 35,5. 50 m baksund kvenna: 1. Helga Haraldsdóttir KR 38,5. 2. Helga Þórðardóttir KR 44,5. 50 m baksund telpna: 1. Ágústa Þorsteinsdóttir Á 40,3. ísl. met. 2. Sigríður Sigurbjörnsdóttir Æ 41,0. 3. Bergþóra Lövdahl ÍIl 41,5. 4. Hrafnhildur Guðmunds- dóttir ÍR 42,2. 50 m skriðsund drengja: 1. GuS mundur Gíslason ÍR 28,1. 2. Sólon Sigurðsson Á 29,9. 3. Gunnar Benediktsson SH 31,7. 4. Guðl. G. Jónsson Á 32,0. 4x50 m bringuboðsund karla: 1. Ármann 2:21,4. 2. Ægir 2:26,0. 3. ÍR 2:27,3. 4. B-sveit Ármanns 2:32,5. Vilhjálmur Einarsson reynir enn við metið í hástökki án atrennu, en hann hefur hætt það um 13 sm í vetur! Frjólsíþróttoi cð Hólegolaiidi d morgun Á morgun verður hald'ð að Hálogalandi innanhússmót í frjálsum íþróttum. Er það Frjáls íþróttaráð Reykjavíkur sem sér um þetta mót, en það er haldið í tilefni af 25 ára afmælis ráðsins, sem var 1. marz. Keppt verður í atrennulausu stökkunum, þrístökki og lang- stökki, hástökki með og án at- rennu, stangarstökki og kúlu- varpi. Meðal keppenda má nefna Vilhjálm Einarsson sem á metin í öllum atrennulausu stökkun- um, Valbjörn Þorláksson í stang- arstökki og Guðmund Hermanns- son og Skúla Thoroddsen í kúlu- varpi. Nú eru allir frjálsíþrótta- mennirnir komnir í góða þjálfun og má því búast við góðum ár- angri og harðri keppni. Mótið hefst kl. 2 e.h. Af erl. vettvangi ÞÝZKT KVENNALANDSLIÐ í KNATTSPYRNU Þýzkar konur hafa nú nokkuð almennt tekið að leggja stund á knattspyrnu. f septembermánuði s.l. fór fram landsleikur í knatt- spyrnu milli kvennaliða Þýzka- lands og Hollands og unnu hinar þýzku með 2:1. Nú leita þýzku stúlkurnar víða fyrir sér utan lands síns að mótherjum. Hefur m.a. komið til greina Svíþjóð, England, Rússland og Danmörk. Danir telja hæpið að þeir myndi landslið, þó kvennalið hafi þar oft sézt leika knattspyrnu. KUTZ VANN * PARÍS Nýlega fór i,jm fyrir tilstilli franska blaðsins l’Humanité 10 km víðavangshlaup og var mörg- um boðin þátttaka. Sigurvegari varð Kutz, Rússinn sem vann bæði 5 og 10 km hlaupið í Mel- bourne. Tími hans var 29:58,6. — Annar varð Pólverjinn Krzysz- kowiak á 30:06,0, en Rússinn Bassalaev og Þjóðverjinn Por- badnik urðu jafnir í 3. sæti á 30:0,8,0. HINN frægi enski knattspyrnu- maður, Stanley Matthews, lék ekki með liði sínu Blackpool um sl. helgi. Ástæðan var sú að hann meiddist á fæti er hann lék tennis við 12 ára gamlan son sinn. Ekki er vitað hvort Matthews verður orðinn það góður í fætin- um að hann geti leikið með lands- liðinu gegn Skotlandi, en sá leik- ur á að fara fram í kvöld (6. apríl). Vilhjálmur Einarsson: Um Ólympmbókina í MBL. fyrir skömmu birtist greinarkorn eftir Thorolf Smith blaðamann, sem hét: „Engill sem flýgur lóðrétt". Var grein þessi svar við yfirlýsingu, sem Jakob Hafstein formaður Í.R. gerði við- víkjandi klausu sem birtist í Mánudagsblaðinu þ. 25. marz. Það má því segja að upphaf þess- ara skrifa hafi verið næsta lítil- fjörleg, þar sem Mánudagsblað- ið er, en úr því að leikurinn er hafinn, þykir mér rétt að útskýra nokkuð mitt sjónarmið í sam- bandi við umræddar línur í Ólympíubókinni, sem eru 34 tals ins, þar sem skoðanir fyrrnefnds blaðamanns eru til umræðu. Þegar ritað er um undirbúning- inn undir Ólympíuförina, hvað er þá eðlilegra en að getið sé um skoðanir, sem koma fram í út- varpinu og eru bein ádeila á gerð ir Ólympíunefndar, sem þá hafði fyrir skömmu ákveðið að senda tvo þátttakendur til Melbourne. Auðvitað átti blaðamaðurinn mjög góða möguleika á því að segja á eftir: „Þetta sagði ég!“ Víst voru líkurnar 10:1 að hér væri „uppsláttaratriði“ fyrir Th. Smith. Það kemur svo fram í fyrr- nefndri blaðagrein Th. Smith að hann hafi ekki álitið ranga þátt- töku íslands í Ólympíuleikunum, heldur aðeins talið rangt að senda spretthlaupara til leikanna. Sé þetta rétt, og ef útvarpser- indið var aðeins umkvörtun um hverjir sendir skyldu, á ádeila mín í bókinn engan rétt á sér, og bið ég Th. Smith auðmjúk- lega afsökunar. Það er þó' svo, að ég fæ ekki gleymt ummæl- um í þá átt að enginn mundi sakna íslenzka fánans í Mel- bourne, að þýðingarlaust væri að senda okkar menn almennt keppm við storveldin. Benti Th. Smith e. t. v. á einhverja aðra en spretthlaupara sem átti að senda? Það hefur enn ekki komið fram þýðingarmikið atriði í sambandi við umrætt útvarpserindi, en hins vegar hefur orðið misræmi í um mælum síðar. Mánudagsblaðið segir: „. . . í ritinu (Ólympíu- bókinni) er grein, þar sem ráðist er ómaklega á einn blaðamann fyrir skoðanir hans á utanferðum íþróttamanna . . .“ Það er alls ekki um að ræða skoðanir á ut- anferffum íþróttamanna, heldur á þátttöku í Oíympíuleikunum. Sé til nokkurt íþróttamót í heim inum, þar sem árangur skiptir í raun og veru litlu máli, þá eru það einmitt Ólympíuleikarnir. Leikarnir hafa slíkt menningar- gildi, og þjóðirnar kappkosta svo mjög að taka þátt í þeim þrátt fyrir litla sigurmöguleika, en ein- mitt þetta gerir leikana slíka íþróttahátíð, sem þeir eru. Kjör- orð leikanna er að mikilvægast sé að taka þátt í þeim og keppa drengilega, ekki að sigra. Frá þessu sjónarmiði, sem allir þeir menn þelrkja sem mikið hafa fengizt við framkvæmd þessara mála, sér í lagi Ólympíunefndin, verður sjónarmið Th. Smith enn hæpnara. Og hví að vera að kveða upp úr eftir að þetta var útkljáð? Hefði ekki verið upp- byggilegra að vara við vítinu í tíma? Ég hef þegar útskýrt að nokkru þær „dulrænu hvatir“ sem urðu til þess að fyrrnefnds útvarpser- indis var getið í Ólympíubókinni. Til frekari skýringar, vil ég geta um fyrirkomulág míns þátt- ar í bókinni: Vegna þess hve ferðin var mér happasæl, fannst mér rétt að nota þætti úr dag- bókinni, sem upphaflega voru ekki ætlaðir til birtingar, en sýna bgtur hugarfarið og hugsanagang inn á hverjum tíma í ferðinni, en lýsing á eftir getur gert. Vegna þess að ég álít að allur árang- ur byggist að miklu á sálará- standinu, þótti mér sem þetta gæti orðið íþróttamönnum að gagni. Umræddur kafli, þar sem vikið er að Th. Smith var skrif- aður í flugvél, 21. okt. eins og bókin ber með sér, og við vorum að leggja af stað að heiman. Ég hafði fyrir nokkrum vikum ver- ið gestur í Tivoli við fegurðar- samkeppnina No. 2 sama sum- arið og þar hafði Thorolf Smith gengið fram og verið kynnir. Rétt áður en við lögðum upp í ferðalagið bárust úrslit keppn- innar frá London, sem kunn eru, og í saiaa mund kom Th. Smith fram í útvarpinu með áðurnefnt erindi. Mér datt í hug að reynsl- an úr fegurðarkeppninni hefði valdið afstöðu hans til þátttöku á Ólympíuleikunum. Þegar að því kom að ákveða hvort þetta skyldi fellt niður úr dagbókinni, og vissulega kom það til álita, fannst mér það ástæðulaust, hér væri í hæsta lagi um að ræða misheppnaða fyndni, sem kæmi harðast niður- á þeim sem not- aði hana. Ef einhver sér ástæðu til þess að lesa persónulega árás á Th. Smith úr þessum línum, eða á milli þeirra, harma ég miö'* að hafa ekki í tíma fjarlægt þær. Það væri fjarri mér að standa í illindum við Thorolf Smith. Þvert á móti hef ég ávallt haft hinar mestu mætur á honum sem blaðamanni, en hefi aldrei talað við hann persónulega, er ókunn- ugur um hans einkalíf og hef aldrei ætlað mér að gera árás á hann, aðeins umrætt erindi. Ég get ekki neitað því, að erind- ið olli mér vonbrigðum, ekki sízt vegna þess að það kom frá Thorold Smith og alls ekki vegna þess að ég teldi nærri mér höggvið. Ég varð enn fyrir von- brigðum er ég las umrædda grein í Morgunblaðinu. Ég vissi að Ólympíubókin yrði ekki óaðfinn- anleg, en í von um að hún gæti orðið einhverjum til gagns eða gamans, skrifaði ég hana á ó- nógum tíma og við erfið skil- yrði. Útgáfudagur var bundinn við 11. marz (50 ára afmæli f.R.) og ég í starfi utan bókarskrift- anna. Þess vegna slæddist eitt orð inn í texíann, sem mig skorti góða þýðingu á. Þetta orð var „celebrate", sem í setning- unni varð „celebarte“. Segja má að allt þetta hafi ekki orðið til einskis, því þetta undraorð, „celebarte", verður uppistaðan í grein Thorolfs Srnith, sem skort- ir hugkvæmni til að víxla a og r, en til að leysa úr þessari torráðnu gátu mætti fræða Th. Sm.th á því, að celebrate er enska, og Þýðir að halda hátíðlegt, halda upp á hátíð, o. fl. Að endingu þakka ég Th. Smith fyrir það óbeina hrós, sem því fylgir að hann hefur lesið Ólympíubókina, a. m. k. aftur að bls. 66. Það sýnir sig einnig að bókin hefur ekki komið út til einskis, því með henni hefu. nafn Th. Smith verið gert ódauðlegt, svo sem hann sjálfur segir. Vilhjálmur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.