Morgunblaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 3
MiSvflíud. 24. aprfl 1957
MOH'CVNBl 4B1Ð
3
Olav Kielland:
Handrif íslenzkra fónskálda eru ekki
síður mikilvæg en fornu handritin
Hljómleikaháfíð íslenzkra fónskálda verður haldin
dagana 27.—30. apríl. — Fjölbreyft dagskrá
IGÆR áttu blaðamenn viðtal við stjórn Tónskáldafélags íslands
og aðra tónlistarmenn um hina fyrstu hljómleikahátíð íslenzkra
tónskálda, sem haldin verður um næstu helgi. — Æfingar hafa
staðið lengi yfir og undirbúningur vandaður eftir föngum, en á
hátíðinni koma fram margir helztu tónlistarmenn þjóðarinnar, Sin-
fóníuhljómsveitin undir stjórn Olavs Kiellands, Strengjakvartett
Bj örns Ólafssonar, auk margra beztu einsöngvara okkar og ein-
leikara. Þá taka söngflokkar einnig þátt í hátíð þessari. — Verndari
hennar er forseti íslands, en heiðorsnefnd skipa byskupinn yfir
íslandi, mennta- og utanrikisráðherrar, sendiherrar Norðurlanda
og borgarstjórinn í Reykjavík.
TILHÖGUN
Tilhögun hátíðarinnar verður
sem hér segir: Laugardaginn 27.
apríl n.k. verða Stofutónleikar
haldnir í Þjóðleikhúsinu. Hefjast
þeir með því, að blásið verður í
fornlúðra og sungið „ísland far-
sældar frón“. Það annast Björn R.
Einarsson og Guðmundur R. Ein-
arsson og Karlakór Reykjavíkur
undir stjórn Páls ísólfssonar. —
Þá flytur Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra ræðu og
opnar hátíðina.
Að því búnu leikur Strengja-
kvartett Björns Ólafssonar Strok-
kvartett eftir Helga Pálsson, en
í kvartettinum eru þessir menn:
Björn Ólafsson (1. fiðla), Josef
Felzmann (2. fiðla), Jón Sen
(Viola) og Einar Vigfússon (Vio-
loncello).
Næst á efnisskránni er Sonata
fyrir óbó og klarinett eftir Magn-
ús Bl. Jóhannsson. — Paul Pud-
elski leikur á óbó og Egill Jóns-
son á klarinett. Þá leika Einar
Vigfússon og Jórunn Viðar Ad-
ante fyrir celló og píanó eftir
Karl O. Runólfsson; Ernst Nor-
man (flauta), Egill Jónsson og
Herbert Hriberschek (horn) leika
Tríó fyrir blásara eftir Leif Þór-
arinsson. Þá verða leikin eftir-
talin verk: Fögur sem forðum
eftir Árna Thorsteinsson, Fjallið
eina eftir Björn Franzson (ein-
söngur Þorsteinn Hannesson),
Seinasta nóttin eftir Siguringa E.
Hjörleifsson, Óm ég heyrði í
hamrinum og Kom ég upp í
Kvíslarskarð eftir Sigurð Þórð-
arson; hið síðarnefnda er þjóð-
kvæði og syngur Þuríður Páls-
dóttir einsöng. Þá verða leiknir
Fimm þættir fyrir lúðra og píanó
eftir Victor Urbancic (höfundur-
inn leikur á píanó, Paul Pam-
pichler á trompet, Björn Guð-
jónsson á trompet, H. Hribers-
chek á horn, Björn R. Einarsson
á básúnu og Árni Elfar á básúnu)
og loks verður leikin Svíta arct-
ica fyrir strokhljómsveit eftir
Hallgrím Helgason. Strokhljóm-
sveit Sinfóníuhljómsveitarinnar
leikur undir .stjórn Olavs Kiel-
lands.
Sunnudaginn 28. apríl verða
haldnir Kirkjutónlcikar í Dóm-
kirkjunni og verða þar leikin
eftirtalin verk: Tilbrigði við
„Dýrð sé guði í hæstum hæðum'*
eftir Björgvin Guðmundsson
(Victor Urbancic við orgelið),
Þrjú sálmalög til kirkjusöngs
eftir Jón Leifs (Dómkirkjukór-
inn syngur undir stjórn Páls ís-
ólfssonar), Atburð sá ég anda
mínum nær eftir Áskel Snorra-
son (Dómkirkjukórinn syngur),
Sónata fyrir orgel eftir Þórarin
Jónsson (Victor Urbancic við
orgelið), Inngangsþáttur og fúga
1951 fyrir strokkvartett eftir
Hallgrím Helgason (strengja-
kvartett Björns Óláfssonar), Tvö
íslenzk sálmalög eftir Jón Þórar-
insson (Dómkirkjukórinn syn-g-
ur), Ó faðir, gjör mig lítið ljós
eftir Jónas Tómasson (Dóm-
kirkjukórinn syngur), Þrjár
preludíur eftir Friðrik Bjarna-
son (Victor Urbancic við orgelið)
og Tveir þættir úr Skálholtskan-
tötu eftir Pál Isólfsson (Dóm-
kirkjukórinn syngur, einsöngv-
arar eru Þuriður Pálsdóttir og
Guðmundur Jónsson, en höfund-
ur verksins leikur á orgelið).
Þriðjudaginn 30. apríl verða
haldnir Sinfóníutónleikar í Þjóð-
leikhúsinu; Sinfóníuhljómsveit
íslands leikur undir stjórn Olavs
Kiellands. Á efnisskránni eru
þessi verk: Sogið, forleikur fyrir
hljómsveit eftir Skúla Halldórs-
son, Canzone og vals eftir Helga
Pálsson, „Draumur vetrarrjúp-
unnar", sinfónisk mynd eftir Sig-
ursvein D. Kristinsson, Tvö söng-
lög: Fyrr var landið fjötrað
hlekkjum og Heimir eftir Pál ís-
ólfsson, síðara lagið sungið af
Guðmundi Jónssyni. Þá verður
flutt Hljómsveitartilbrigði við
rímnalag eftir Árna Björnsson,
Sinfonietta seriosa eftir Jón Nor-
dal, Tvö sönglög: Vöggulag og
Máninn líður eftir Jón Leifs, hið
síðara sungið af Kristni Hallssyni
og loks verður flutt Minni ís-
lands, forleikur op. 9 eftir Jón
Leifs (Þjóðleikhúskórinn syng-
ur). — Áður en tónleikar þessir
hefjast flytur heiðursforseti Tón-
skáldafélagsins, dr. Páll Isólfsson,
ávarp.
ÍSLENZK TÓNLIST
í ÚTVARPI
Hér að framan hefur dagskrá
þessarar fyrstu hljómleikahátíð-
ar íslenzkra tónskálda verið rak-
in að mestu, en því má þó bæta
við, að dagana, sem hátíðin stend-
ur yfir, verða nær eingöngu leik-
in verk eftir íslenzk tónskáld í
útvarpið. Auk þess flytur dr.
Hallgrímur Helgason útvarps-
fyrirlestur n.k. sunnudag og
nefnist hann: Þróun söngs og
tónlistar á íslandi.
GÓÐIR HÆFILEIKAR
OG HUGMYNDAFLUG
I Þá má ennfremur geta þess, að
byskup íslands hefur ritað pró-
föstum og lagt svo fyrir, að prest-
ar landsins minnist hins almenna
bænadags þjóðarinnar 5. sunnu-
dag eftir páska „gildis fagurs
söngs og tónlistar fyrir heimili
landsins og uppeldi æskulýðsins"
eins og stjórn Tónskáldafélagsins
kemst að orði í fréttatilkynningu
til blaðanna. Olav Kielland
hljómsveitarstjóri minntist sér-
staklega á þetta atriði í ræðu sem
hann flutti á blaðamannafundin-
um í gær og kvaðst líta svo á, að
það mundi hafa hina mestu þýð-
ingu og væri hið fegursta for-
dæmi. Kielland sagði ennfremur,
að hann minntist norrænu tón-
listarhátíðarinnar 1954 með sér-
stakri gleði, en þá hafi því mið-
ur verið leikið lítið af íslenzkum
tónverkum. Nú fái hann aftur á
móti tækifaéri til að stjórna ís-
lenzkum tónverkum og sé hann
mjög þakklátur fyrir það traust
sem íslenzkir starfsbræður hans
hafi sýnt honum með því. Hann
kvaðst vera þeirrar skoðunar, að
tónlist sé mikilvægari í litlu
þjóðfélagi en margan grunar.
Hann kvaðst vona, að þessi tón-
listarhátíð verði hinu opinbera
hvatning til að styrkja íslenzk
tónskáld og tónmennt yfirleitt
eins og frekast er kostur og þó
vel sé gert á ýmsan hátt, sé hinn
opinberi styrkur enn oflítill. Því
viðvíkjandi benti hann á, að e.t.v.
væru handrit tónskáldanna ekki
síður mikilvæg fyrir menningu
þjóðarinnar en hin fornu handrit.
Verk íslenzku tónskáldanna bæru
vott um góða hæfileika og hug-
myndaflug. Kielland kvaðst vilja
leggja áherzlu á, að undirstaða
tónlistarlífs væri sinfóníuhljóm-
sveit, sem reist væri á traustum
grunni, og ekkert væri tónskáld-
um eins mikil lyftistöng og starf-
andi sinfóníuhljómsveit, sem þau
gætu skrifað tónverk fyrir. I Nor-
egi hefði tónmenntun t. d. fleygt
fram eftir að Sinfóníuhljómsveit-
in í Ósló komst á traustan grund-
völl 1919. Spáði hann því, að eins
mundi fara hér.
★ ★ ★
AÐ lokum má geta þess, að Tón-
skáldafélag Islands heldur
hátíð þessa sem framhald af nor-
rænu tónlistarhátíðinni 1954 í til-
efni af 10 ára afmæli sínu 25. júlí
1955, en vegna fjárhagsörðugleika
var ekki unnt að efna fyrr til
hátíðarinnar. — Framkvæmda-
stjóri hennar er Skúli Halldórs-
son tónskáld, sem jafnframt er
varaformaður Tónskáldafélags ís-
lands. Aðrir í stjórn þess eru: Jón
Leifs formaður og Siguringi E.
Hjörleifsson gjaldkeri.
Morgunblaðið var óvenju stórt á skírdag, 24 síður og
En þessi blaðburðarsnáði dó ekki ráðalaus þrátt fyrir
Lesbók.
það!
ísland þýðingarmikið til varnar gegn
kafbátum og sem hlekkur í radar-kerfi
Jerauld Wright flotaforingi, yfirmaSur
Atlantshafsflotans gistir ísland
SEINNI hluta páskavikunnar dvaldist hér í bæ Jerauld Wright
flotaforingi, sem er yfirmaður alls flotastyrks NATO á At-
lantshafinu. Hann ræddi við íslenzk stjórnarvöld á skírdag, síð-
an skoðaði hann bækistöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Héðan flaug hann svo seinnihluta laugardagsins til Rómaborgar,
en hann er nú að heimsækja höfuðborgir aðildarríkja NATO.
Skömmu áður en Wright fór héðan, eða á laugardag, átti hann
fund með íslenzkum blaðamönnum. Við þá ræddi hann ýmis við-
horf í varnarmálum Atlantshafssvæðisins og var fróðlegt að
kynnast ýmsum skoðunum þessa áhrifamikla og mikilsvirta flota-
foringja.
VIÐBRÖGÐ VIÐ HOTUNUM
Wright flotaforingi kvaðst hafa
rætt við íslenzk stjórnarvöld.
Ekki gat hann þess að rætt hefði
verið um nein sérstök mál, þetta
væri í annað skipti sem hann
kæmi hingað og hefði hann það
fyrir venju að ferðast um þátt-
tökuríki NATO til að kynnast
sjónarmiðum stjórnarvalda og
herforingja.
Þá minntist hann á hótanir þær
sem Rússar hafa haft í frammi
við NATO-ríkin. Taldi hann að
hótanir þessar hefðu öfug áhrif
við það sem Rússar myndu ætl-
ast til, því að þær yrðu til að
sanna almenningi í NATO-ríkjun
um áþreifanlega, að þau yrðu að
standa saman. Kvaðst hann fagna
því að viðbrögð íslendinga við
hinum rússnesku hótunum hefðu
orðið hin sömu og í öðrum NATO-
ríkjum. Hefði það t.d. komið
greinilega í ljós í hinni djarf-
mæltu ræðu Guðmundar f. Guð-
mundssonar.
LÍFÆÐIN YFIR HAFIÐ
Blaðamennirnir báðu Wright
flotaforingja að gera nokkra
grein fyrir því, hvaða þýðingu
það hefði fyrir NATO-ríkin að
hafa yfirráð yfir Atlantshafinu.
— Allar þjóðir NATO eiga
land að sjó og allar binda þær
afkomu sína og atvinnulíf á því
að siglingaleiðir til þeirra séu
opnar. Þarf ég ekki annað en að
nefna olíuflutningana, sem fara
fram á sjó. f styrjöld liggur líf-
æð NÁTO yfir Atlantshafið. Það
er að vísu hægt að annast nokkra
flutninga í lofti og senda skeyti
og upplýsingar með útvarpi. En
þegar uta er að ræða hinar mörgu
og þungu smálestir nauðsynja-
varnings og hergagna, þá fellur
allur þunginn á skipin. Og það
er mitt verk og félaga minna í
SACLANT í Norfolk að halda
siglingaleiðinni yfir Atlantshaf-
ið opinni.
BRETAR DRAGA ÚR
HERKOSTNAÐI
— Hvað segið þér um ákvörð-
un Breta að draga úr vörnum
sínum?
— Ég veit ekki enn, hvaða á-
hrif ákvörðun Breta mun hafa
á flotastyrk Atlantshafsbanda-
lagsins. Þeir hafa tilkynnt að þeir
ætli í heild að draga úr herkostn-
aðinum, en eftir er að vita,
hvernig sparnaðurinn deilist nið-
ur á ýmsar greinar herstyrks
þeirra.
Bretar hafa ákveðið að taka úr
notkun orrustuskip sem þeir eiga.
Ég álít að þessi ákvörðun þeirra
dragi ekki úr krafti Atlantshafs-
flotans, því að ég tel að orrustu-
skip þeirrar tegundar, sem komu
við sögu í síðustu styrjöld séu
orðin úrelt með öllu. í staðinn
fyrir munu Bretar leggja áherzlu
á herskip, sem eru búin flug-
skeytum eða flugvélamóðurskip
og ætti þessi breyting fremur að
verða til að styrkja flotann.
Bretar tóku ákvörðun um að
minnka útgjöld til hervarna.
Þetta mun sennilega um tíma
Jerauld Wright
veikja nokkuð herstyrk NATO.
Orsök þessa er, að Bretar telja
efnahag sinn ekki geta borið
sömu byrðarnar og áður. Það er
ekki síður mikilvægt fyrir
NATO, að taka i hvert skipti fullt
tillit til fjárhagslegrar getu hvers
þátttökuríkis.
MIKILVÆGI ÍSLANDS
Þá var flotaforinginn spurður,
hvaða þýðingu fsland hefði í
vörnum NATO, svaraði hann:
— Framlag íslands er m.a.
fólgið í því að veita bækistöðv-
ar einkum í baráttunni gegn
kafbátunum og til að reka rad-
ar-stöðvar, sem eru mikilvægur
liður í radar-kerfi NATO.
Radar-stöðvarnar á fslandi eru
þættir í víðtæku radar-kerfi.
Sams konar stöðvar eru í Kan-
ada, Grænlandi, Noregi og svo
alla leið austur í Tyrkland. Það
er ekki rétt að halda því fram
að þessar stöðvar séu byggðar til
að vernda allt NATO-svæðið í
heild. fslenzku stöðvarnar eru
sérstaklega Þýðingarmiklar,
vegna þess að hefðum við þær
ekki væri alger eyða í Radar-
kerfið á þessu svæði. Gegnum
þá eyðu gætu árásarflugvélar
læðst hvort sem væri til árása
á Ameríku eða Evrópu. En þess-
Framh. á bls. 17