Morgunblaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 6
6
MORGVNBl 4ÐW
Miðvikud. 24. apríl 1957.
Ari Arnalds
ARI JÓNSSON ARNALDS, fyrr-
um ritstjóri, alþingismaður, sýsiu
maður og bæjarfógeti, er til
grafar borinn í dag.
Hans mun lengi verða minnzt,
fyrst og fremst sem eins af helztu
foringjum Landvarnarmanna, en
þeir áttu sem kunnugt er ómet-
anlegan þátt í því að vekja með
þjóðinni trúna á eigin málstað og
viljann til sjálfstæðis. — Fyrir
þeirra atbeina var hrundið sam-
bandslaga- „uppkastinu" 1908 og
þeir ásamt þeim sem þeir fengu
til liðs við sig öfluðu frelslskröf-
unum þess fylgis sem leiddi til
fullveldisviðurkenningar lands-
ins 1918 og stofnunar lýðveldis-
ins 1944. ___
í öðru lagi mun Ara minnzt
sem snjalls rithöfundar og ræðu-
manns.
í þriðja lagi sem skörulegs og
vinsæls yfirvalds í nærri aldar-
fjórðung.
Það má segja um Ara Arnalds
eins og Gísli Sveinsson, fyrrum
Alþingisforseti og Landvamar-
maður, kvað svo hnittilega að
orði um sjálfan sig: „Að hann
hafi lifað frá landnámstíð til
vorra daga“.
í æsku Ara var flest í sama
gamla farinu hér á landi sem það
hafði verið um aldir. Hann lifði
breytinguna miklu. Lagði ótrauð-
ur fram sitt lið sjálfstæðisbar-
áttunni. Hann og samherjar hans
skildu, að öflun stjórnarfarslegs
frelsis og varðveizla þess er
grundvöllur og forsenda allra
framfara og velmegunar þjóðar-
innar.
Ari átti við fátækt að stríða á
skólaárum sínum og veiktist al-
varlega í miðju lagaprófi úti í
Kaupmannahöfn, en heilladísir,
sem fylgt höfðu honum úr föður-
garði, brugðust honum ekki, svo
að alltaf fékk hann hjálp góðra
manna, þegar mest á reið og bet-
ur rættist úr, en á horfðist.
Ari naut alla ævi óvenjulegrar
hylli og vinsælda hjá þeim, sem
hann hafði saman við að sælda,
enda var hann maður ráðholiur,
góðviljaður, fróður og svo
skemmtilegur i viðræðum, að af
bar.
★ ★
Á ofanverðri nítjándu öld
bjuggu að Hjöllum við Þorska-
fjörð um 40 ára skeið hjónin Jón
Finnsson, hreppstjóri, og Sigríður
Jónsdóttir, ljósmóðir. Voru þau
bæði komin af góðkunnum breið-
firzkum ættum. Þeim hjónum
varð 11 barna auðið, 10 drengja
og einnar stúlku. Komust 8 synir
og dóttirin til fullorðins ára og
var Ari yngstur barnanna, sem
upp komust. Hann var fæddur
7. júní 1872.
Ari var vel gefinn eins og þau
systkin og komu snemma í Ijós
afbragðsnámsgáfur hans. Átti
Ari þá ósk heitasta, að hann yrði
settur til mennta í Latínuskólan-
um í Reykjavík. Sjálfur segir
hann svo frá hugrenningum sín-
um í æsku: „Hugurinn dvaldi
alltaf við það, þegar ég var að
smala og sitja hjá ánum um næt-
ur og daga, þegar ég var að fara
á milli engja og bæjar með hey-
band, þegar ég var að slá á túni
og engjum, þegar ég var að láta
í meisana í heyhlöðunni á vet-
urna og þegar ég sat í vefstóln-
um, — alltaf það sama áform, —
að reyna að komast í skóla“.
Ekki blés byrlega um skóla-
gönguna, því að foreldrar Ara
áttu fullt í fangi með að sjá fyiir
barnahópnum eins og þá var hátt-
að. Eldri synirnir áttu inni í bú-
inu og þurftu á sínu að halda til
þess að reisa bú sjálfir.
Nóttina eftir fermingardag
sinn dreymdi Ara á Hjöllum
merkilegan draum, sem sagði að
sumu leyti fyrir örlög hans.
Skýrir Ari skemmtilega og fróð-
lega frá því í Minningum sínum
hvernig draumurinn rættist.
mmnmg
Hugurinn ber menn hálfa leið
og svo varð um skólagöngu Ara.
Séra Guðmundur í Gufudal og
séra Arnór Árnason í Felii
kenndu Ara undir skóla og tók
hann inntökupróf í 2. bekk
Latínuskólans 21 árs gamall vorið
1893. Stúdentspróf tók Ari vorið
1898 og lauk lögfræðiprófi við
Kaupmannahafnarháskóla árið
1905.
Ari hafði veikst alvarlega af
berklum í Kaupmannahöfn árið
1904. Fékk hann þá styrk hjá
dönskum vinum sínum til þess að
fara til Noregs sér til heilsubótar
og meðmæli þeirra til þekktra
manna í Noregi. Dvaldist hann I
Noregi om tíma undir læknis
hendi, en hafði ferilvist og fór
heilsa hans batnandi. — Komst
hann í kynni við marga þekkta
Norðmenn, m. a. hin stórmerku
hjón, Sigurd Ibsen, ráðherra
Norðmanna í Stokkhólmi 1904—5,
einkason Henriks Ibsens, og konu
Sigurðar, Bergljótu, dóttur
Björnstjerne Björnson.
Ari varð blaðamaður við „Verd
ens Gang“, eitt helzta blaðið í
Ósló, frá því um vorið 1905 fram
á haust sama ár.
Á þessu tímabili varð koll-
hríðin í sjálfstæðisbaráttu Norð-
manna og fylgdist Ari með sjálf-
stæðisbaráttu þeirra af brennandi
áhuga, enda var vart um annað
rætt í Noregi árið 1905 en frelsis-
mál landsins.
Svo vildi til að samþykkt
norska þjóðþingsins um, að for-
sætisráðherrann Michelsen skyldi
fara með konungsvald Noregs,
vegna þess að konungurinn
(sænski) starfaði ekki lengur
sem norskur konungur, var gerð
7. júní 1905 á 33. afmælisdegi Ara.
Varð þetta atvik Ara til hvatn-
ingar.
Gerðir þjóðþingsins voru síðan
samþykktar með þjóðaratkvæði
og samkomulag náðist milli Norð-
manna og Svía um skilnað land-
anna og sjálfstætt konungsdæmi
Ari Arnalds i skrifstofu sinni, — sjötugur að aldri.
var stofnað í Noregi í nóvember
1905.
Skilnaður Noregs og Svíþjóðar
hafði talsverð áhrif á íslendinga
og gaf forustusveit þeirra í sjálf-
stæðisbaráttunni, Landvarnar-
mönnum, byr í seglin.
Ari var nú fastráðinn blaða-
maður við „Verdens Gang“, en
fékk orlof til íslandsferðar haust-
ið 1905. f þeirri ferð réðist það,
fyrir atbeina Björns Jónssonar,
ritstjóra og síðar ráðherra, að Ari
stofnaði til blaðaútgáfu á Eski-
firði, en þeir voru þremenningar
að frændsemi Björn og Ari.
Skyldi blaðið prentað í nýrri
prentsmiðju, sem stórkaupmaður
af íslenzkum ættum, búsettur í
Kaupmannahöfn, hafði ákveðið
að setja á stofn á Eskifirði, að
áeggjan íslenzkra stúdenta í
Kaupmannahöfn. Sagði Ari lausu
starfi sínu í Noregi og hélt aftur
heim til íslands í árslok 1905.
Hóf Ari útgáfu blaðsins „Dag-
fara“ í ársbyrjun 1906. Fylgdi
blaðið frá öndverðu Landvarnar-
mönnum að málum.
Landvarnarflokkurinn hafði
verið stofnaður árið 1902 og um
áramótin 1902—1903 hófu tvö
blöð hans göngu sína, Landvörn,
ritstjórar Benedikt Sveinsson,
Einar Benediktsson og Einar
Gunnarsson, og Ingólfur. Rit-
stjóri hans var Bjarni Jónsson
frá Vogi tvö fyrstu árin og síðan
Benedikt Sveinsson 1905 og 1906
og Ari Jónsson Arnalds ásamt
honum 1907 til 1909, en Benedikt
aftur frá vorinu 1912 til miðsum-
shrifar úr
daglega lifinu
ÞÁ eru páskarnir horfnir hjá.
Okkur blaðamönnunum er
einkar hlýtt til páskanna.
Uppáhaldshátíð
blaðamannanna
ÞEIR eru okkar uppáhaldshútíð,
og það er vegna þess að þá
fáum við okkar lengsta frí á ár-
inu. Síðasta blaðið kemur út á
skírdag og svo ekki fyrr en aftur
á miðvikudag, í dag.
En þótt okkur komi fríið vel,
þá eru ekki allir jafnánægðir með
það. Yfir páskana hittir maður
alla jafnan margt fólk að máli og
oft heyrist sú athugasemd, að illt
sé að sjá ekkert blað í fimm daga.
Vafalaust er sá söknuður ekki
sprottinn af því að mönnum þyki
svo geysilegur fengur í því að fá
dagblöðin í hendur fyrir ágæti
þeirra, heldur ræður hér trúlega
vaninn að vakna til að lesa þau á
hverjum morgni. Maðurinn er
þræll vanans, eins og margir
vitrir menn hafa mörgum sinnum
sagt, og því heimta þeir sín dag-
blöð á hverjum morgni og vilja
þar engar refjar.
Mat á dagblöðum
STUNDUM heyrir maður um
það spjallað hve íslenzku
dagblöðin séu léleg og tilkomu-
lítil. Oft eru það menn, sem dval-
izt hafa lengi erlendis, sem helzt
hafa þetta á orði, stúdentar og
aðrir. Og víst situr það ekki á
blaðamönnunum að hæla dag-
blöðunum, sem hér eru gefin út.
Þar á heilbrigð gagnrýni við ekki
síður en annars staðar.
En hitt hef ég rekið mig á, að
stundum leynist nokkur ósann-
girni í þessum dómum manna,
einkum vegna þess, að þeir líta
ekki til aðstæðnanna hér heima
fyrir. Fjárhagur íslenzku dag-
blaðanna hefur frá upphafi skor-
ið þeim stakk sem er mjög miklu
þrengri en blöðum Norðurlanda-
þjóðanna, svo eitthvert dæmi sé
tekið. Við blöð erlendis, sem eru
svipuð að stærð og íslenzku blöð-
in, vinnur stórum meiri fjöldi
blaðamanna og þar eru tæki og
efni til þess að gera blaðið úr
garði miklum mun betur en unnt
hefur reynzt hér á landi. Því
verður að gæta þess í dómum um
íslenzk blöð og tímarit, að mann-
fæðin hér á landi, lesendafæðin
sníður þeim svo þröngan stakk
að útilokað er að bera þau sam-
an við erlend stórblöð og tímarit
í milljónalöndum.
Fáir á f jöllum
EN svo við snúum okkur frá
spjalli um dagblöðin og
páskahelgina, þá vakti það at-
hygli, hve fáir leituðu í páskafríi
sínu til fjalla að þessu sinni. Upp-
lýsingar frá ferðaskrifstofum og
frásagnir þeirra sem á fjöllum
voru yfir bsenadagana bera það
með sér, að óveniu fáir hafa
stundað skíðaíþróttína, þrátt fyr-
ir allgott veður flesta dagana.
Auðvitað hafa mestu áhugamenn-
irnir. um skíðaíþróttina leitað
norður til Akureyrar á skíðamót-
ið, sem þar fór fram, og það er
eðlilegt. En hinir sátu margir
hverjir heima, þeir sem ekki
leggja það í vana sinn að fara á
skíði til þess að taka þátt í keppn
um og reyna að verða fyrstir.
Tilgangur íþróttanna
ÞAÐ er illa farið, vegna þess
að íþróttirnar eru fyrst og
fremst til þess að hressa líkam-
ann og gleðja sálina, en ekki til
þess að afla mönnum silfur- og
gullpeninga á mótum. Mótin eru
að vísu nauðsynleg og þau hvetja
menn ávallt mjög til þess að
leggja stund á íþróttir, en að því
hlýtur að verða stefnt, að sem
flestir leggi stund á þær og öðlist
við það heilbrigði og hreysti. Það
er þess vegna, að norræna sund-
keppnin og landsskíðagangan
voru svo ágætar hugmyndir. Þær
keppnir fengu almenning til þátt-
töku í íþróttunum og þegar mað-
ur er einu sinni kominn af stað
er ísinn brotinn og ekki ósenni-
legt að eftirleikurinn verði auð-
veldari.
En það er oftar hægt að fara á
skíði en um páskana. Fjöllin í
kringum Reykjavík eru þakin dá-
samlegum snjó, og nú virðist
veðráttan hafa snúizt upp í sum
arblíðu.
Hvers vegna skreppum við ekki
eftir vinnutíma á daginn, hálf-
tíma ferð í hin prýðilegustu skíða
lönd, skammt frá bæjardyrunum?
ars 1915, að blaðið hætti að koma
út.
Meðal annarra helztu forustu-
manna Landvarnarflokksins voru
þeir bræður Jón Jensson yfirdóm
ari og séra Sigurður Jensson í
Flatey á Breiðafirði, þingmaður
Barðstrendinga.
f byrjun var meginfylgi Land-
varnarflokksins meðal ungra
menntamanna, þar á mcðal í
Stúdentafélaginu.
Landvarnarmenn töldu, að all-
ir sannir íslendingar ættu að
stefna að fullkomnu sjálfstæði
landsins. Þeir trúðu því, að ís-
lendingar hefðu þrótt og þor til
þess að verða sjálfstæð þjóð,
enda ætti að miða allt við það að
svo yrði.
Landvarnarmenn hófu barátt-
una fyrir íslenzkum fána, sem
sýnilegu tákni þess, að íslending-
ar væru sérstök þjóð, sem vildi
verða frjáls.
Barátta þessara ungu manna
var borin uppi af hugsjónum
þeirra og óskum um að vegur
þjóðarinnar yrði sem mestur og
hag hennar sem bezt borgið. Eigi
skort.i þá áhuga né fórnarvilja,
en mjög var þeim fjár vants og
háði það starfsemi flokksins.
Var vrð ramman reip að draga
1 fyrstu þar sem á annan bóginn
var sinnuieysi, kjarkleysi og von-
leysi Isler.dinga sjálfra og á hinn
bóginn verzlun, fjármál og stgl-
ingar landsins að mestu leyti I
höndum Dana. Ráðherra íslands
var að vísu búsettur í landinu frá
árinu 1904, en bera varð málefni
íslands upp í danska ríkisráðinu,
Danir fóru með utanríkismál,
margir íslenzkir embættismenn
dansklundaðir, þjóðin fátæk og
vankunnandi í verklegum efnum.
Ari Jónsson hikaði samt ekki
við að styðja af alefli flokk
hinna ungu hugsjónamanna. —
„Dagfari" Ara fylgdi Landvarnar
mönnum fast að málum.
Afleiðingarnar komu líka fljótt
í ljós. Prentsmiðjueigandinn, sem
búsettur var í Danmörku og háð-
ur Dönum um viðskipti, sagði
Ara upp samningnum um prent-
un blaðsins, svo að útgáfa þess
var úr sögunni að ári liðnu. Upp-
sagnarbréfið sýnir vel við hvaða
örðugleika Ari og aðrir forustu-
menn í frelsisbaráttunni áttu þá
við að etja, en kafli úr því hljóð-
ar svo:
.....Einn af menntamönnun-
um íslenzku hér í Kaupmanna-
höfn hefur gefið mér álit sitt á
blaðinu „Dagfara“ svohljóðandi:
„Dagfari er ekkert annað en
dulbúið skilnaðarblað. Rítstjór-
inn Ari Jónsson hefur drukkið 1
sig skilnaðarveigar Norðmanna 1
sinni löngu dvöl í Noregi. Vil ég
beda á tvær greinar í b'aðinu
eftir þenna skilnaðarpostula: a)
stefnuyfirlýsingu Dagfara í fyrsta
tölublaði og b) greinina „Verið
á verði“ í 29. tölublaðinu. Og á
einum stað í Dagfara stendur:
„Skilnaðurinn einn veitir fglend-
ingum það, sem er kjarninn í
kröfum þeirra“. Slíkt blaí er
hættulegt og óhæfilegt gagnvari
Dönum. . ..“
.... Af framangreindum ástæS-
um er ég neyddur til að segja
upp prentsmiðjusamningnum fré
1. janúar 1907.“
Ari fluttist nú frá Eskifirði til
Reykjavíkur. Þar gerðist hann
meðritstjóri „Ingólfs“ árin 1907
til 1909. Jafnframt varð hann
málafærslumaður við yfirréttinn.
Tók hann mikinn þátt í stjórn-
málum á næstu árum. Hann átti
drjúgan þátt í undirbúningi þjóð-
fundarins, sem haldinn var á
Þingvöllum 29. júní 1907. Tók
hann þátt í þjóðfundinum og hef-
ur ritað ágæta frásögn af honum
í Minningum sínum og hefur
minnzt hans víðar.
Hann hefur ritað svo um þjóð-
fundinn:
„Aðalsamþykkt fundarins var
svohljóðandi:
„Fundurinn krefst þess, að
væntanlegur sáttmáli við Dani
um afstöðu landanna verði gerð-
ur á þeim grundvelli einum, að
íshmd sé frjálst land í konungs-
sambandi við Danmörku með
fullu jafnrétti og fullu valdi yfir
Framhald á bls. 12.