Morgunblaðið - 24.04.1957, Page 9
Miövikud. 24. april 1»57.
MORGllNBr 4 ÐIÐ
9
innar með algerum sigri Þingey-
inga. Má með sanni segja að þeir
áttu daginn. í 17—19 ára ílokki
luku 8 kepninni eða jafn margir
©g skráðir voru til leiks og í
15—16 ára flokknum luku 12
keppninni, einn mætti ekki til
leiks og þrir hættu í keppni.
Má af þessu sjá að enn er mikill
éhugi fyrir þessari skemmtilegu
grein skíðaíþróttarinnar og virð-
ast á henni engin dauðamörk,
en svo var óttast fyrir nokkrum
árum.
MARTA OG JAKOBÍNA
ENN I SÉRFL.OKKI
Skírdagur rann upp bjartur og
fagur. Fjöldi fólks lagði leið sína
upp í Hlíðarfjall. Keppni hófst
kl. 2 eftir hádegi með stórsvigi
kvenna. Hinar tvær snjöllu skiða
konur frá ísafirði þær Marta B.
Guðmundsdóttir og Jakobína
Jakobsdóttir háðu einu sinni enn
harða keppni um fyrsta sætið.
Jakobína keppir nú fyrir Reykja
vik, en það breytir engu. Jafn
ánægjulegt var að horfa á þær
stöllur nú sem fyrr. Að þessu
sinni var það Marta, sem sigraði.
Annars urðu úrslit sem hér segir:
1. Marta B. Guðmundsd. í 2.06,2
2. Jakobína Jakobsd., R 2.08,9
3. Karólina Guðmundsd., R 2.17,2
4. Þuríður Arnadóttir, R 2.28,8
5. Arnheiður Árnadóttir, R 2.39.5
Stórsvig karla hófst þegar að
lokinni kvennakeppninni. Mér
fannst það á skorta í báðum þess-
um keppnum að brautirnar voru
ekki nógu erfiðar og hraðinn í
þeim ekki nægur, Fannst mér
ekki skilja nógu vel milli hinna
snjöllu og þeirra lakari þó ég
vilji á engan hátt láta að því
liggja að þeir sem unnu hafi
ekki verið réttilega að sigrinum
komnir. Eysteinn Þórðarson varð
að láta sér nægja annað sætið,
því hann datt efst í brekkunni.
Hins vegar er ég ekki í neinum
vafa um það að hann er færast-
ur okkar skíðamanna í alpagrein
unum.
HEIMSKUNNUR SVIGMABUR
SEM GESTUR
Austurríkismaðurinn Toni Spi-
ess keppti sem gestur á þessu
móti. Hann lagði einnig allar
svig-, brun- og stórsvigsbrautir.
Toni Spiess er mikill aufúsugest-
ur á þessu skíðamóti. Hann er
löngu heimskunnur svigmeistari,
hefir frá þvi 1951 verið meðal
beztu svigmanna veraldar. Spiess
er frá Tyrol í Austurríki og eru
helztu skíðafélagar hans Ólympiu
meistarinn Tony Sailer, heims-
meistarinn í bruni Christian
Pravda og A. Molterer. Er þessi
kvartett talinn einn hinn sterk-
Bsti frá nokkru einstöku landi.
Spiess varð þó í þessari keppni
*ð láta sér nægja annan bezta
tímann, 2 mín 22,6 sek.
Að öðru leyti urðu úrslit sem
hér segir:
1. Stefán Kristjánsson, R 2.22,3
2. Eysteinn Þórðarson, R 2.24.0
3. Úlfar Skæringsson, R 2.26,1
4. Einar V. Kristjánsson, R 2.26,7
5. Haukur Sigurðsson, í .. 2.27,7
Færi var harða hjarn, með of-
urlitlum nýjum snjó í dældum
avo lítið eitt kenndi misrennslis.
TVÖFALDUR SIGUR
ÞINGEYINGA
Meðan á keppni í stórsvigi stóð
hófst 4x10 km boðganga. Kepptu
fjórar sveitir, tvær skipaðar Þing
eyingum, ein frá ísfirðingum og
ein skipuð Fljótamönnum.
Ekki getur þessi boðganga hafa
talist spennandi. A-sveit Þingey-
inga fékk þegar forskot og B-
sveitin kom stutt á eftir. Beztan
brautartíma hafði Jón Kristjáns-
son 34 min. 11 sek. annar var
Árni Höskuldsson frá Isafirði á
35 mín. 35 sek., en þriðja bezta
brautartíma hafði Steingrímur
Kristjánsson bróðir Jóns, en hann
gekk endasprettinn fyrir B-sveit
Þingeyinganna. I sigursveitinni,
A-sveit Þingeyinganna voru þess-
ir menn og gengu í þeirri röð,
sem hér er talið: Helgi Vatnar,
Hreinn Hermannsson, ívar Stef-
Skákmótið:
Friðrik efstur eftir
5 umf. með 5 v.
SKÁKÞING ISLANDS stendur þessa dagana norður á AkureyrL
Mótið er um það bil hálfnað eftir að teflt hefur verið daglega
yfir páskana. A föstudagskvöldið kemur lýkur mótinu, en biðskákir
verða tefldar á laugardaginn. Taflfélag Akureyrar sér um mótið og
er teflt í Landsbankahúsinu nýja. Láta skákmenn mjög vel yfir að-
stæðum, og segja þær jafnvel betri en þeir hafi kynnzt áður hér á
landi. Friðrik Ólafsson hefur forystu í mótinu eftir 5 umferðir, ea
Freysteinn Þorbergsson er % vinning á eftir.
Hér sjáum við skiptingu í boðgöngunni. tvar Stefánsson skilar til
Jóns Kristjánssonar.
ánsson og endasprettinn gekk Jón
Kristjánsson. Tími sveitarinnar
samanlagður var 2 klst. 24. mín.
16 sek. Tími B-sveitarinnar var
2 klst. 29 mín. 41 sek. Isfirðing-
ar hlutu 3. sæti og Fljótamenn
hið fjórða.
SKEMMTILEG
SVEITAKEPPNI
Síðasta keppnisgrein dagsins
var sveitakeppni í svigi. Toni
Spiss lagði nú mjög skemmtilega
og erfiða svigbraut. Var hún svo
flókin að hreinasta gestaþraut
Sigurður Jónsson var annar
þeirra á mótinu, sem lengst
hafa keppt á íslandsmótum.
Hann tók að þessu sinni þátt
í boðgöngunni.
var að komast í gegnum hana.
Ekki voru mjög hættuleg hlið
fyrr en í seinasta bratta kafla
brautarinnar, en þar varð mörg-
um hált á einni hárnálinni, meira
að segja Austurríkismanninum
sjálfum, en hann fór sem undan-
fari í keppninni, datt í erfiðasta
kaflanum og missti af sér skíðið.
Þessi svigkeppni var ákaflega
spennandi. Auðséð var að sumir
áttu bágt með sig á glerhörðu
hjarninu, en þeir beztu skiluðu
sér þó örugglega í mark.
Eftir fyrri ferð þótti sýnt að
A-sveit Reykjavíkur myndi sigra,
ef ekkert sérstakt óhapp kæmi
fyrir. Eysteinn hlaut í þeirri ferð
beztan brautartíma 55,5 sek.
Hlaut hann einnig samanlagðan
beztan brautartíma 112,3 sek. Alls
kepptu 7 sveitir, 2 frá Reykja-
vík, 2 frá Akureyri, 2 frá Siglu-
firði og ein frá ísafirði. ísfirð-
ingarnir jnæta nú veikari til
leiks, en þeir hafa lengi gert áð-
ur. Sl. fjögur landsmót hafa þeir
átt sigursveitina í svigi. Einn
þeirra bezti maður var nú í svig-
sveit Reykvíkinga og annar var
erlendis. En þannig fer það. Enda
laust getur sá sami ekki sigrað.
Baráttan um annað sætið stóð
milli B-sveitar Reykjavíkur og
sveitar ísfirðinga. Lauk þeirri
baráttu með sigri ísfirðinga.
Úrslit urðu þessi:
A-sveit Reykjavíkur .. 486,6 sek.
Sveit ísafjarðar..... 497,3 sek.
B-sveit Reykjavíkur .. 498,5 sek.
1 sigursveit Reykvíkinganna
voru þessir menn: Eysteinn Þórð-
arson, Stefán Kristjánsson, Einar
Valur Kristjánsson og Ásgeir
Eyjólfsson.
Þar með lauk skemmtilegum
keppnisdegi í góðu veðri.
í síðari grein mun verða sagt
frá þeim keppnisgreinum sem
eftir eru: bruni karla og kvenna,
stökki bæði meistarakeppni og
norrænni tvíkeppni, svigi karla
og kvenna og 30 km göngu. Segja
má þegar, að allar þessar keppn-
ir voru mjög skemmtilegar.
— Vignir.
Íslondsglímon
ÍSLANDSGLÍMAN 1957, 47.
glíma, verður háð í Í.B.R.-húsinu
að Hálogalandi föstudaginn 10.
maí n.k. kl. 20.30.
Þátttökutilkynningum ber að
skila til Glímudeildar Ármanns
fyrir 3. maí n.k. Glímufélagið Ár-
mann sér um mótið.
Einstakar umferðir hafa farið
þannig:
1. nmferð: Freysteinn Þor-
bergsson vann Kristján, Bjarni
Magnússon vann Stíg Herlufsen,
Friðrik Ólafsson vann Eggert
Gilfer, Arinbjöm Magnússon
vann Braga Þorbergsson, Ingimar
Jónsson vann Júlíus Bogason.
2. umferð. Friðrik vann Braga;
Gilfer vann Stíg; Kristján og
Bjarni, jafntefli; Freysteinn vann
Júlíus; Ingimar og Arinbjörn,
jafntefli.
3. umferð: Júlíus vann Bjarna;
Gilfer vann Kristján; Bragi vann
Stíg; Friðrik vann Arinbjörn;
Freysteinn og Ingimar, jafntefli.
4. umferð: Arinbjörn vann
Stíg; Bragi vann Kristján; Frey-
steinn vann Bjarna; Friðrik vann
Ingimar; Júlíus á biðskák váð
Gilfer.
5. umferð: Freysteinn vann
Gilíer; Július vann Braga; Arin-
bjöm vann Kristján; Friðrik
vann Stíg og biðskák varð hjá
Bjarna og Ingimar.
Að fimm umferðum loknum er
staðan þessi:
Friðrik Ólafsson 5 vinninga;
Freysteinn 4Í4, Arinbjörn 3%;
Eggert Gilfer, Júlíus Bogason og
Ingimar 2 vinninga og biðskák
hver; Bragi 2 vinninga; Bjarni
1% og biðsk.; Kristján % og Stág-
ur engan vinning.
Bridgemótið :
Sveit Harðar Þóriar-
sonar ísL meistari
LANDSMÓT Bridgesambandsins fór fram á Akureyri um
páskana. Var spilað alla dagana, tvær umferðir flesta daga.
Var mótinu lokið á 5 dögum. Sigur og íslandsmeistaranafn-
bót 1957 hlaut sveit Harðar Þórðarsonar, en í henni spiluðu nú
Einar Þorfinnsson, Gunnar Guðmundsson, Kristinn Bergþórsson,
Lárus Karlsson og Stefán Stefánsson.
Keppnin var geysihörð, en úr-
slit urðu:
1. Hörður Þórðarson Rvík 12 stig
2. Árni M. Jónsson Rvík 11 stig
3. Óli Kristinsson Húsav. 8 stig
4. Ásbjörn Jónsson Rvík 8 stig
5. Eggert Benónýss. Rvík 5 stig
6. Mikael Jónsson Akure. 5 stig
7. Karl Friðrikss. Akure. 4 stig
8. Sig. Kristjánss. Sigluf. 3 stig
★
Sveit Harðar tapaði aðeins fyr-
ir sveit Árna og það 1 annari
umferð, en vann sig síðan upp
í efsta sæti.
Sveit Harðar vann síðast ís-
landsmeistaratitil 1953. íslands-
meistari frá í fyrra sveit Brynj-
ólfs Stefánssonar komst nú ekki
í lokakeppnina en keppni um það
er afarhörð.
Spilað var þar sem Lón heitir
á Akureyri. Var mótið þar sett
sl. miðvikudag af form. Bridge-
sambands íslands Ólafi Þorsteins
syni. Fór mótið vel fram og var
hið ánægjulegasta.
— Iþróttir í stuttu múli —
A Sundknattleiksflokkur Ár-
manns er fór til Berlínar hefur
lokið leikum sinum. BlaðiS veit
hins vegar ekki úrslit nema hins
fyrsta, en þá mætti liðið úrvals-
Þessi mynd er tekin í hriðinni á svigmótinu. Áhorfendur létu ekki á sér standa þótt veðrið væri vont.
liði frá Prag. Ármann tapaðS
leiknum með 11 mörkum gegn 3.
Á leiðinni til Berlínar fóru Ár-
menningar um Kaupmannahöfn
og léku þá við danska landsliðið.
Úrslit urðu þau að landslið Dana
vann með 11:3. Síðast er tslend-
ingar mættu Dönum í þessari
grein var það á Norðurlandamót-
inu 1954. Þá unnu Danir með 11:1.
Á Handknattleiksmótinu var
fram haldið bæði á skírdag og í
gærkvöldi. ÍR vann Ármann i
Ieik á miðvikudaginn með 26
mörkum gegn 19. f gærkvöldi
vann FH Val með 19 mörkum
gegn 17. Og það sama kvöld vann
Þróttur knappan sigur yfir Aft-
ureldingu, sem ekki mætti með
sitt fullskipaða lið og bezta, en
sigur Þróttar er eigi að síður
athyglisverður. Það fer því ekk-
ert lið frá þessu móti án sigurs.
Eftir eru nú í hinu langa móti
3 leikkvöld, en margir spennandi
Ieikir t.d. KR gegn FH, ÍR gegn
KR og FH gegn ÍR.