Morgunblaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 10
10 Moncvnni/Afíin Miðvikud. 24. apríl 1957. Halastjarnan er í 82 millj. km. fjarlægð tJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingctr: Ámi Garðar Kristinsson. Ritsíjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Cerhardsen sva ra r BuIganin ÞEGAR það var kunnugt fyrir skömmu, að Búlganin forsætis- ráðherra Sovétríkjanna hafði skrifað Einari Gerhardsen for- sætisráðherra Norðmanna hótun- arbréf vegna þátttöku Noregs í Atlantshafsbandalaginu vakti það mikla athygli og óhug meðal vetrænna þjóða. Nokkru síðar rit aði forsætisráðherra Sovétríkj- anna danska forsætisráðherran- um svipað bréf. Loks birtust um svipað leyti svæsnar ádeilur á hendur íslenzku þjóðinni í mál- gagni Rauða hersins í Moskvu. Allt sýndi þetta að Sovétstjórn in hafði í hyggju nýja sóknar- lotu í „kalda stríðinu“ á hendur smáþjóðum Vestur-Evrópu. Yfir- leitt var þessum bréfum og hót- unum Rússa tekið á einn veg af almenningi á Norðurlöndum. Fólkið fordæmdi harðlega þessi afskipti rússnesku kommúnista- stjórnarinnar af inanlandsmálum norrænna þjóða. Það eru Norð- menn, Danir og íslendingar, sem ráða því sjálfir, hvernig þeir treysta öryggi sitt og sjálfstæði eu. ekki stjórnin í Kreml. Enginn þarf hins vegar að undrast það þótt leiguþý Rússa á íslandi taki undir hót- anir Bulganins og Rauða hers- ins um tortímingu islenzku þjóðarinnar. „Þjóðviljinn" er málgagn Rússa en ekki ís- lenzku þjóðarinnar. Sú stað- reynd verður aðeins ennþá ljósari nú en áður. Norðmenn svara í upphafi páskavikunnar var birt svar Einars Gerhardsen við hótunarbréfi Bulganins. Er það hið athyglisverðasta. Forsætisráð herra Norðmanna tekur þar á einarðan en kurteislegan hátt af- stöðu til hótana Rússa. Hann lýs- ir því hiklaust yfir „að norska stjórnin muni aldrei eiga hlut að stefnu, sem felur í sér árásarfyr- irætlun og að hún mun ekki heimila afnot af"norsku landi í þeim tilgangi“. Tilgangurinn að koma í veg fyrir styriöld Einar Gerhardsen kemst síðan að orði á þessa leið í svarbréfi sínu: „Ákvæðin í Atlantshafssáttmál anum um skyldu þjóðanna til að koma hver annarri til aðstoðar koma því aðeins til framkvæmda, að eitthvert þátttökuríkjanna verði fyrir árás. Þessi ákvæði sanna svo ekki verður um villzt, að eini tilgangurinn með þessu al- þjóðasamstarfi er að veita þátt- tökuríkjunum öryggi gegn utan- aðkomandi árás og að reyna með styrkri samstöðu að koma í veg fyrir styrjöld. Norska þjóðin hefur ekki síð- ur áhuga á því en yðar þjóð, að friður sé varðveittur og efldur. Það sjónarmið ásamt tilliti til örýggis landsins hefur ráðið norskri utanríkisstefnu". Greinilegra er varla hægt að undirstrika það, að Norður-Atl- antshafsbandalagið er fyrst og fremst varnarbandalag friðsamra þjóða, sem eiga þá ósk heitasta að varðveita heimsfriðinn og bægja ógnum nýrra styrjaldar frá dyrum allra þjóða. Grundvallarlögmál samstarfsins Gerhardsen ræðir síðan þá stað hæfingu Bulganins, að Norðmenn muni gegn vilja sínum verða neyddir til þess að leyfa bæki- stöðvar fyrir sprengiflugvélar, herskip og kjarnorkuvopn í landi sínu. Kemst hann síðan að orði á þessa leið: „Norska ríkisstjórnin verður að taka það ákveðið fram, að þessi skoðun yðar hlýtur að byggjast á misskilningi. Það er einmitt grundvallarlögmál í samstarfi Atlantshafsþjóðanna, að hvert þátttökuríki hefur fullkominn sjálfsákvörðunarrétt, — og þá að sjálfsögðu í svo þýðingarmiklu máli, sem hér um ræðir. Það eru því norsk stjórnarvöld sjálf, sem ákveða með hliðsjón af ástand- inu í alþjóðamálum, hvort þau telja að landi okkar sé ógnað“. Hafa gert hreint fyrir dyrum sínum Norska þjóðin hefur með þessa hreinskilnislega og skorinorða svari forsætisráð- herra síns gert hreint fyrir dyrum sínum. Hún hefur vís- að svigurmælum og hótunum Sovétstjórnarinnar á bug, sýnt fram á það með óvéfengjan- legum rökum, að aðild henn- ar að Atlantshafsbandalaginu hyggist eingöngu á nauðsyn hennar til þess að leita sjálf- stæði sínu og öryggi skjóls og verndar. Hún hefur engar ár- ásarfyrirætlanir í huga. Tak- mark hennar er eingöngu varð veisla friðar í heiminum og sjálfstæður Noregur. Upureisn heillar hióðar í upphafi svarbréfs sín víkur Einar Gerhardsen aðeins að at- burðunum í Ungverjalandi á sl. hausti. Um þá kemst hann að orði á þessa leið: „f sambandi við Ungverjaland get ég ekki látið hjá líða, að lýsa því yfir, að norska stjórnin er á sömu skoðun og yfirgnæf- andi meirihluti þátttökurikjanna í S.Þ., að þar hafi verið um að ræða uppreisn heillar þjóðar fyr- ir frelsi sínu og sjálfstæði11. Einnig um þetta munu flestir fslendingar vera Einari Gerhard- sen sammála. Uppreisn Ungverja var uppreisn og frelsisbarátta heillar þjóðar, sem búið hafði við langvarandi kúgun og of- beldi. Þá uppreisn bældu Rússar niður með blóðugum hernaðarað- gerðum. Sá blóðblettur verður aldrei af Sovétstjórninni þveginn. Það er athyglisvert, að einmitt sá álitshnekkur, sem blóðbaðið í Ungverjalandi bakaði Sovét- ríkjunum hefur nú orðið tilefni þess að þeir hefja nýja sókn í „kalda stríðinu“. í dag beinist þessi sókn gegn hinum friðsömu þjóðum Norðurlanda. Á morgun kann hún að snúast gegn ein- i hverjum öðrum. 1. yrr á öldum vöktu halastjörnur mikla skelfingu meðal fólks. Þær voru undarleg- ustu himintákn sem fólk gat séð og því tengdi það þær hugmynd- inni um heimsendi. Þær virtust koma aðvífandi einhvers staðar utan úr himingeimnum, reikular í rásinni, og hlýddu engum regl- um venjulegra himintungla og því ímyndaði fólk sér að svo gæti farið að þær rækjust á jörð- ina, svo allt kvikt myndi farast. Ekki bætti það úr skák, að stund- um kom fyrir að jörðin sigldi gegnum „halann“ og orsakaði það ákaflega tíð „stjörnuhröp", stundum „stjörnuregn“. Hélt fólk þá að vafalaust væri upprunninn dómsdagur. En nú vita menn, að halastjörn urnar fylgja sinni ákveðnu braut. Þær snúast umhverfis sólina, en í stað þess að fylgja hinni reglu- legu braut reikistjarnanna, hafa þær sporöskjulagaðan feril. Þær fylgja sínu lögmáli, koma inn í sólkerfið með vissu millibili, en þeysast þess á milli út úr því aft- ur óraleiðir út í geiminn. i að var enski stjörnu- fræðingurinn Edmund Halley, sem uppgötvaði það á 18. öld, að ferð halastjörnunnar væri bundin föstu lögmáli. Þá kom í ljós á himninum mikil og björt halastjarna. Halley fór nú að líta í gamla annála og komst hann að því að alltaf hafði birzt með 76 ára millibili mjög björt og greinileg halastjarna. Taldi hann það allt sömu stjörnuna. Hún hlaut nú nafnið Halleys- halastjarnan og er hin frægasta sinnar tegundar. Hún er ein sú bjartasta og hefur birzt reglu- bundið á himninum. Síðast sást hún 1910 og næst mun hún birt- ast 1986. Halastjarnan, sem nú sést á himninum er hin bjartasta frá því Halleys-stjarnan birtist '1910. Mun hún sjást greinilega á næt- urhimninum fram undir mánaða- mót. Hún ber alþjóðlega heitið Arend-Rowland í höfuðið á tveimur belgískum stjörnufræð- ingum, er fyrst urðu hennar var- ir s. 1. haust. • egar stjörnufræðing- ar verða halastjarnanna fyrst varir, líta þær út eins og venju- legar stjörnur. Þær þekkjast þá helzt við samanburð á tveimur ljósmyndum, sem teknar eru með nokkru millibili. Nákvæmt auga stjörnufræðingsins sér þá að þessi eina stjarna hefur færzt til og þá er ekki um það að efast, að það er halastjarna, sem tekin er að nálgast sólkerfið. Það er ekki fyrr en halastjarn- Ljósmynd af Arend-Roland halastjörnunni. an er komin mjög nálægt sólinni, sem halinn fer að koma í ljós og vekja eftirtekt. Menn ættu að veita því athygli,‘að halinn snýr Ferill halastjörnunnar er spor- öskjulagaður. Hún beygir kring- um sólina og snýr halinn ætíð út frá sólu. Síðan hverfur hún út í geiminn. ætíð út frá sólaráttinni, enda er hann ekki annað en lofttegundir, er sólin blæs aftur af halastjörn- unni. Hali stjörnunnar getur virzt geysilangur á himninum. Stundum getur hann náð alla leið frá sjóndeildarhring og upp í hvirfilpúnkt, stundum er hann styttri en margskiptur og glitrar á næturhimninum. íðan Arend-Roland halastjarnan var uppgötvuð í nóvember sl. hafa stjörnusérfræð ingar víða um heim beðið þess með eftirvæntingu, að hún nálg- aðist jörðina. Því að þeir hafa nú fullkomnari tæki til stjörnu- rannsókna en nokkru sinni fyrr. Þannig sést halastjarnan á kvöldin nokkru eftir sólsetur dagana 18.—28. apríl. Hún er nú tekin að fjarlægjast sólina. Hafa stjörnufræðingar átt HtiS frí yfir páskana, því að þá var halastjarnan næst jörðu eða 82 milljónir km í burtu. Stjörnufræðingarnir vortast til að geta nú leyst ýmsar gátur halastjarnanna. Menn vita t.d. ekki. hvaða efni er í sjálfri stjörn unni. Getur það hugsazt, að hala- stjörnurnar hafi verið til allt frá því sólkerfi okkar myndaðist eða milljónir, milljónir ára. Þetta má e. t. v. fá upplýst með litrófssjám, er marka hvaða efni sé i stjörn- unni. Nákvæmustu ljósmyndir verða teknar af stjörnunni í öll— um stellingum og fullum litum. Menn eru ekki lengur hræddir við halastjörnur, heldur verða vísindamenn ánægðir og upptekn ir þegar þær birtast á himninum. Ríkið kaupir rafveilu ESKIFIRÐI, 17. apríl: — Raf- magnsveita ríkisins, keypti fyrir nokkru rafstöð Eskifjarðar. Kaup verð var 890 þús. kr. Rafmagns- veitan tekur þó ekki við relcstri hennar fyrr en Grímsárvirkjunin tekur til starfa, nema því aðeins að virkjunarframkvæmdir við hana dragist óeðlilega. Þanagð til hefur Eskifjarðarhreppur raf- stöðin á leigu. Strenging raflínu milli Grímsár og Norðfjarðar er nýlega hafin. Byrjað vard á Eskifjarðarheiði. Er heiðin nú svo til snjólaus. Byggingarfélagið Snæfell hefur telcið að sér línulögn þessa. Það félag hefur nú nýlokið við bygg- ingu verkstæðis- og áhaldahúss hér 450 ferm. að stærð. — Gunnar. Dægurlagakeppnin FYRSTA dægurlagakeppni Fél. ísl. dægurlagahöfunda er nú lok- ið og fór fram verðlauna-afhend- ing á nýju dönsunum s.l. þriðju- dag í Þórscafé, en þar hefir keppnin verið háð. Eftirfarandi lög hlutu verð- laun: Ljúfa vina, og reyndist höfund ur lags og ljóðs vera Þórir Roff. Eg sakna þín, og reyndist höf- undur þess vera frú Þórunn Franz en textahöfundur Valgerð- ur Ólafsdóttir. Vegna minninganna og er höf- undur þess Valdimar Auðunsson en textinn eftir Núma. Urslit í gömlu dönsunum urðu þau, að lögin: Stungið af, eftir Skugga, varð nr. 1, Ást við fyrstu sýn, eftir ö. nr. 2 og 3 Sigguvals- inn eftir Hjartagosa, en hverjir eru höfundar þessara laga verður ekki sagt fyrr en á sumardaginn fyrsta en þá fer fram verðlauna- afhending í gömlu dönsunum að Þórscafé. Leiðrétting í FRÁSÖGN af stofnfundi Frjálsr ar menninar var sagt að einn stjórnarmeðlima hefði verið kjör- inn Þorsteinn Einarsson, en það átti að vera Þorsteinn Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.