Morgunblaðið - 24.04.1957, Qupperneq 11
Miðvikud. 24. april 1957.
MORCVNBLAÐIÐ
11
Eldflaugar valda gerbylt-
ingu i lofthernaði
V í Ð A um lönd er nú rætt um
það, að gerbylting sé að verða
í allri hernaðarlist. Hernaðar.
tækni hefur þróazt stórkostlega
á fáeinum árum, aðallega á
tveimur sviðum.
★★ í fyrsta lagi hefur eyð-
ingarmáttur vopnanna marg-
faldazt með uppfinningu
kjarnorkusprengjunnar.
★★ í öðru lagi hefur hrað-
inn margfaldazt svo að allar
fyrritímahugmyndir hernaðar.
listarinnar hafa ruglazt ger-
samlega. Hámark þeirrar þró-
unar nú eru flugskeytin. Með
þeim verður hraðinn svo gífur
legur, að mannlegur líkami
hættir að geta fylgt þeim eftir.
Með tilkomu þeirra er fyrst
hægt að fara að tala um
„takka“-stríð, þar sem hermað
urinn stendur við rafmagns-
takka og hleypir tækninni í
öilu sinu veldi af stað með
því einu að styðja á takkann.
ÞÝZKU FLUGSKEYTIN
FRÁ PEENEMUNDE
Eldflaugnahernaður hófst árið
1944. Þjóðverjar höfðu komizt á
þá skoðun, að lofthernaður væri
ódýrari með flugskeytum, heldur
en með smíði margbreyttra flug-
véla. Þeir tóku fyrst að skjóta
yfir England V-l, sem var þrýsti-
loftsknúið flugskeyti og síðar V-2,
er var eldflaug (rakétta).
Brezki flugherinn komst fljótt
upp á að skjóta V-1 niður en
gagnvart eldflaugunum stóðu
Bretar varnarlausir. Hraði þeirra
var svo mikill, að engin tök né
tími voru að snúast til varnar og
eyðileggja þær.
Þýzku eldflaugarnar voru smíð
aðar og reyndar hjá bænum
Feenemunde á strönd Eystrasalts.
í styrjaldarlokin féll þessi bær
með öllum verksmiðjum og til-
raunasvæðum á vald Rússurn. —
Herma fregnir að þeir hafi gert
sér lítið fyrir og flutt öll tæki
með hóp þýzkra vísindamanna og
verkfræðinga austur í Úral-fjöll,
þar sem rannsóknum var tafar-
laust haldið áfram af hinum
mesta krafti. Er ekki ólíklegt, að
rússnesku valdhafarnir hafi séð
rætast i þessum tækjum von sína
um heimsyfirráð.
Peenemunde féll undir Russa,
en mikill fjöldi vísindamanna
þaðan komst þó undan á flótta
vestur á bóginn, því að af tvennu
illu töldu þeir þó betra að lenda
í höndunum á Bretum en Banda-
ríkjamönnum. Meðal þeirra sem
undan komust var yfirmaður
rannsóknastöðvarinnar í Peene-
múnde, Wernher von Braun.
Á HVÍTU-SÖNDUM
Vesturveldin náðu hins vegar
á sitt vald eldflaugnavirkjum við
Ermarsund og nokkrum sýnishorn
um af V-2. f>au voru flutt til
Bandaríkjanna og var það frekar
af forvitni og fróðleikslöngun,
sem nokkrum þeirra var skotið
upp í tilraunaskyni frá Hvítu-
söndum í Nýju-Mexíkó.
Það var ekki fyrr en 1948 eða
*49, sem Bandaríkjamenn hrukku
upp af dvala við það að fyrir-
ætlanir Rússa um heimsyfirráð
tóku að skýrast og fregnir að
berast austan að af víðtækum
eldflaugnaundirbúningi Rússa. —
Þá var það eitt fyrsta verk
Bandaríkjahers að ráða Wernher
von Braun til að veita leiðbeining
ar og gera áætlun um eldflaugna-
smíði.
Nú á þessu herrans ári 1957
er svo komið, a'ð rúmlega 100
þúsund manns eru starfandi
við eldflaugna-áætlunina og
ákveðið hefur verið að vcrja
4 milljörðum dollara (64
milljörðum króna) til að smíða
og gera tilraunir með eld-
flaugar. Og yfirmaður rúss-
neska flughersins, Zhigarev
hershöfðingi, hefur látið það
í ljósi, að rússneska eldflaugna
áætlunin sé sízt minni.
Loftvarnir vestrænna rikja styrktar
með Nike-flugskeytunum
HVAÐ DRAGA SKEYTIN
LANGT?
Þýzku eldflaugarnar V-2
drógu um 300 km. Það er álit
hernaðarsérfræðinga að bæði
Bandarikjamenn og Rússar
hafi nú smíðað fjölda flug-
skeyta er draga 1200 km, en
tilraunir eru hafnar eða eru
að hefjast með flugskeyti sem
draga lengra, 2500 km og 8000
km. Fyrir fáeinum dögum
lýsti Lauris Norstad, yfirhers-
höfðingi Atlantshafsbanda-
lagsins, því yfir, að hann teldi
útilokað, að Rússar væru farn-
ir að framleiða flugskeyti er
drægju yfir 2000 km. — Vel
að hafa með höndum varnir
gegn flugskeytunum.
VARNARTÆKNIN
FULLKOMNAST
Það er álitin ein grundvallar-
reglan í hernaðarfræðum, að
þegar fullkomin árásartæki eru
fundin upp, líði ekki á lÖngu þar
til eins fullkomin varnartæki eru
tekin í notkun. Þetta byggist á
því, að hægt er að jafnaði að
nota sömu tæknina í smíði varn-
artækjanna. Þó fer um þetta
með ýmsu móti. T.d. vitum við að
í flugtækninni hafa verið smíðað-
ar orustuflugvélar, sem eiga að
geta ráðið við hvaða sprengju-
í dag. Þær eru fjarstýrðar, en
síðasta spölinn leita þær með
radar sjálfar uppi skotmörk sín,
og stýra sér beint á ársarflug-
vélarnar. Þær eru búnar sterk-
um sprengikúlum, sem tæta skot-
markið í sundur. Einnig er hægt
að búa þær litlum kjarnorkukúl-
um. Ef svo vill til, að þær hafa
ekki nálgast neitt skotmark í
lofti er varnagli sleginn við því
að þær valdi ekki tjóni á jörðu.
FLUGVÉLUM TORTÝMT
Fullkomnustu sprengjuflugvél-
ar myndu nú að jafnaði fljúga
20 þúsund metra hæð í árásar-
flugi. Þessi gífurlega flughæð
hefur gert eldri loftvörnum erfitt
fyrir. Engin skot úr loftvarnar
byssum draga svo hátt og orustu-
flugvélar eru stundarfjórðung til
hálftíma að komast upp í þá hæð,
en á þeim tíma geta sprengju-
flugvélarnar verið komnar yfir
markið. En róttækasta framþró-
un loftvarnanna eru eldflaugarn-
ar. Níke-skeytin komast á nokkr
um sekúndum upp í 30 þúsund
metra hæð og geta stöðvað árás-
arflugvélarnar í 50 km fjarlægð
frá skotvirkinu.
Fyrir nokkrum dögum birtu
Bandaríkjamenn hafa skipað loftvarnavirkjum kringum borgir sinar • og strendur og eru þau búin
Níke-loftvarnaflugskeytum af þeirri tegund, sem myndin sýnir.
STAKSTEI^AR
„Hugkvæmni Bjarna“.
Alþýðublaðið birti á skirdag
grein, sem það nefnir „Hug-
kvæmni Bjarna“. Þar segir:
„Hugkvæmni Bjarna Bene-
diktssonar kemur glögglega f
ljós í Heimdallarræðu, sem fékkst
birt í Morgunblaðinu í gær. Þar
segir spekinguripn, að ályktunin
frá 28. marz sé ástæða brigzl-
yrða Rússa í garð íslendinga. Og
Bjarni þykist heldur en ekki góð-
ur af uppgötvuninni".
Hér gleymir málgagn utan-
ríkisráðherrans að geta þess, að
í grein Rauðu stjörnunnar var
tekið svo til orða:
„tslenzkt land hefur verið búið
til notkunar fyrir bandaríska
herinn svo að hann geti með and-
artaks-fyrirvara notað það í árás-
arfyrirætlunum sínum gegn
Sovétríkjunum og alþýðulýð-
veldunum, og slík vopnuð árás
af íslenzku landi kann að verða
gerð gegn vilja íslenzku þjóðar-
innar og jafnvel íslenzku stjórn-
arinnar. Afstaðan sem (Guð-
mundur í.) Guðmundsson tók er
í mótsögn við ályktun Alþingis
frá 28. marz 1956, þar sem þess
var krafizt, að bandarískar her-
sveitir færu frá íslandi".
Getur nokkrum dulist, að i
þessum ummælum er ályktunin
frá 28. marz notuð sem ásta ða
til brigslyrða í garð Guðmundar
í. Guðmundssonar og þar með
íslenzku þjóðarinnar?
„Slúður um Bandaríkin**
Tíminn vill láta þegja um lána-
brask rikisstjórnarinnar í sam-
bandi við vamarmálin, þess-
vegna Segir hann á skírdag í
grein, sem heitir „Slúður um
Bandaríkin“:
„Bersýnilegt er, að slúður-
kerlingarandinn hefur náð tök-
um á Bjarna, þegar hann samdl
ræðuna, og gert honum heldur
illa glennu. Stór hluti ræðunnar
er nefnilega ádeila á Bandaríkja-
stjórn, þar sem því er haldið
fram, að hún sé að reyna að
múta íslendingum. Hafa Banda-
ríkin sjaldan verið svívirt meira
af kommúnistum hér en af
Bjarna í þessari ræðu“.
mætti vera, að þeir væru að
hefja tilraunir með þau, en
nokkur ár hlytu að liða þar
til þær tilraunir hefðu borið
árangur.
Síðastliðið sumar hófu Banda-
ríkjamenn tilraunir með tvö
flugskeyti, nefnd Þór og Júpiter,
sem eiga að draga yfir 2000 km,
en þær gengu síður en svo vel.
Ástæðan til þess er, að eftir því
sem flugskeytin eiga að draga
lengra, þurfa radíó- og stjórn-
tæki þeirra að vera nákvæman
og því oft um leið viðkvæmari,
En þau verða einnig að vera hrað
skeyttari. Hraði þeirra í byrjun
er meiri en hraði byssukúlu og
vill oft svo fara, að hin viðkvæmu
stjórntæki skemmast við rykk-
inn.
í vetur gerðu Bandaríkjamenn
fyrstu undirbúningstilraunina
með flugskeyti er dregur yfir
8000 km. Var það hið fræga
Snark-skeyti er týndist í skógum
Brasilíu. Og í sumar ætla þeir að
hefja fyrir alvöru tilraunir með
aðra tegund flugskeytis, Atlas,
sem á að draga eins langt. Verður
því skotið frá Florida og á að
falla í Atlantshafið skammt frá
eyjunni Asuncion. Bandaríkja
menn telja litlar horfur á að þess-
um flugskeytatilraunum verði
lokið fyrr en eftir fimm ár.
Þannig er þá staðan núna,
að til eru flugskeyti er draga
800 km en nokkur ár líða þar
til langdrægari skeyti verða
tilbúin. Þetta verða þeir
menn að liafa í huga, sem ciga
flugvél sem er. Samt hefur or-
ustuflugvélunum ekki tekizt að
girða alveg fyrir né hindra að
nokkrar sprengjuflugvélar kom-
ist yfir markið. Er það einkar
alvarleg staðreynd eftir að kjarn-
orkusprengjur voru fundnar upp.
En hin síðustu ár hafa þróazt
mjög fullkomnar eldflaugar til
varnar, sem benda eindregið til
þess að í fyrsta skipti sé mögu-
legt að granda hverri einustu
flugvél í árásarflugflota, svo eng-
in þeirra komist yfir markið.
NÍKE-LOFTVARNAR-
SKEYTIN
Þekktast þessara varnar-
vopna er bandaríska eld-
flaugnategunin NÍKE, sem svo
er nefnd eftir grísku sigur-
gyðjunni. Það er rétt að gera
íslenzkum lesendum það ljóst,
að uinhverfis allar stórborgir
Bandaríkjanna hefur verið
komið upp urmul af Níke-
skotvirkjum. Þau hafa einnig
verið sett upp hvarvetna með
fram ströndum Bandaríkj-
anna og í Norður-Kanada og
nýlega hafa borizt fréttir um
það, að Evrópuþjóðir séu að
fá þessi flugskeyti í stórum
stíl frá Bandaríkjunum. Þá
hafa sænskir hermálasérfræö-
ingar krafizt þess, að sænska
ríkisstjórnin geri einnig ráð-
stafanir til að afla þessara
mikilvægu varnartækja.
Níke-eldflaugarnar hafa slíkan
hraða, að þær geta á örskammri
stundu elt uppi fullkomnustu
þrýstiioftsflugvélar, sem til eru
Rússar í fyrsta skipti hótanir
um loftárásir á ísland. — Það
hlýtur að vekja furðu, að ekki
hefur orðið vart við að núver-
andi íslenzk stjórnarvöld hafi
hirt hið minnsta um að kynna
sér nýjustu þróun í tækni her-
varna. Hafa hótanir Rússa
vakið upp spurningu um það,
hvort ríkisstjórnin ætli ekkert
að skeyta um þótt loftvarnir
þær sem Bandaríkjamenn
hafa hér á landi séu með öllu
orðnar úreltar. Eru Banda-
rikjamenn þó skyldir að verja
ísland fyrir loftárásum. ís-
lenzk stjórnarvöld virðast
ekkert taka eftir því, að hvar-
vetna í hinum vestræna heimi
er nú verið að byggja full-
komið virkjakerfi eldflaugna-
stöðva, sem menn gera sér
vonir um að geti tortýmt
hverri árásarflugvél, sem að
sækir.
Sem stendur er það álit hern
aðarsérfræðinga, að Rússar
eigi engin flugseyti, er dregið
geti alla leið til íslands, en
þeir geta smíðað þau eftir
nokkur ár.
VARNIR GEGN
FLUGSKEYTUM
Þegar Þjóðverjar skutu síuum
illræmdu V-2 flugskeytum yfir
Bretland árin 1944—45, höfðu
Bretar engin tök á að verjast
skeytunum. En þeir tóku eftir því
að ferill skeytanna markaðist á
radar-skífurnar. Er álitið að rad-
ar-varðmenn hafi tekið þannig
eftir um 70% af öllum flugskeyt-
Framh. á bls. 19
Frásögn Bandaríkja-
manna
Tíminn þegir um það, að hinn
26. nóv. s. 1. birti New York
Times grein eftir Felix Belair,
þar sem skýrt er frá efni samn-
inganna, sem þá höfðu staðið
yfir í Reykjavik. Þar segir:
„Bandaríkin fallast ennfremur
á að veita Islandi efnahagslega
og fjármálalega aðstoð á þeim
örlagaríku fjórum mánuðum,
sem nú eru framundan“.
Og í blaðinu daginn eftir var
talað um að til stæði að „greiða
fslendingum gjald fyrir að þeir
fallast á að láta verja sjálfa sig“.
Þessi frásögn fékk staðfestingu
seint í desember þegar ísland
fékk 4 mlilj. dollara lán hjá
Bandaríkjastjórn og sagði hún
svo um lánveitinguna í tilkynn-
ingu sinni.
„Fé til dollaralánsins er fengið
úr sérstökum sjóði, sem forseti
Bandaríkjanna ræður yfir sam-
kvæmt heimild Bandaríkjaþings
og aðeins má nota til ráðstafana,
sem forsetinn telur mikilvægar
fyrir öryggi Bandaríkjanna“.
í frásögn ísl. ríkisstjórnarinnar
var þessu sleppt.
Ný staðfesting fékkst með síð-
ustu lántökunni, nú í apríl, þeg-
ar því var lýst af hálfu Banda-
ríkjastjórnar, að lánið væri veitt
til að „styrkja framtíðar sam-
vinnu“ landanna. Undir þetta tók
Vilhjálmur Þór vestan hafs og
Bandaríkjastjórn sagði frá því
í fréttatilkynningu sinni, en ís-
lenzka stjórnin hefur vandlega
1 þagað um þessa forsendu lán-
veitingarinnar.