Morgunblaðið - 24.04.1957, Page 16
!€
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikud. 24. apríl 1957.
A
ustan
Edens
eítir
John
Steinbeck
18 I
og svörtum buxum úr vönduðu
klæði, með svartan, barðastóran
hatt á höfði, í frakka með loð-
kraga og með göngustaf úr íben-
viði, sem minnti á sverð í hendi
hans. Og Cyrus hegðaði sér eins
og mikill maður. Hann talaði hægt
og rólega, eins og hann hugsaði
vandlega hvert orð, beitti miklum
handahreyfingum og nýju tenn-
íirnar settu einhvern slóttugan
refssvip á allt andlitið.
Jafnvel þegar Adam var orðið
Ijóst, að þetta var faðir hans,
biðu hans ný undrunarefni. Fað-
irinn gat bæði kreppt hnéð og rétt
úr því og á fætinum hafði hann
gljáfægða leður-legghlíf. Hann
var að vísu örlítið haltur í gangi
ennþá, en ekkert líkt því sem áð-
ur hafði verið.
Cyrus veitti tilliti sonarins at-
hygli: „Yélrænn útbúnaður —
fjaðrir og hjörur. Þarf ekki að
haltra neitt lengur. Ég skal sýna
þér allan útbúnaðinn, þegar ég tek
fótinn af mér. Komdu nú með
mér“.
Adam sagði: „Ég er hingað
kominn samkvæmt skipun. Ég á
□-------------------□
Þýðing:
Sverrir Haraldsson
□-----------------—□
að tilkynna Wells ofursta komu
mína“.
„Ég veit það vel. Það var ég
sem fékk Wells til að kalla þig
hingað. Komdu nú, drengur
minn“.
Adam sat við sinn keip. „Fyr-
irgefðu, en ég held að það sé bezt
fyrir mig að tilkynna Wells of-
ursta komu mína“.
Faðir hans varð alvarlegur á
svipinn. „Ég var einungis að
reyna þig“, sagði hann hátíðlega.
„Mig langaði til að vita, hvort
nokkur agi væri í hernum lengur.
Vel mælt, drengur minn. Ég vissi
að þú myndir hafa gott af því.
Þú ert maður og hermaður, son-
ur minn“.
„Ég er hér samkvæmt skipun",
sagði Adam. Þessi maður var
honum framandi og hann fann til
óljósrar óbeitar. Eitthvað var
öðruvísi en það átti að vera. Eitt
hvað var ekki alveg sannleikan-
um samkvæmt. Og þessi tilfinn-
ing hvarf honum ekki, þegar of-
urstinn tók á móti þeim með auð-
mjúkri lotningu og sagði:
„Ráðherrann bíður komu yðar,
sir“.
„Þetta er sonur minn, hr. ráð-
herra — óbreyttur hermaður eins
og ég var sjálfur, óbreyttur liðs-
maður í bandaríska hernum".
„Ég var gerður að liðþjálfa,
sir“, sagði Adam. Hann heyrði
naumast skjallyrðin sem flugu
manna á milli. Hann hugsaði: —
„Þetta er hermálaráðherrann. —
Getur hann ekki skilið það, að fað
ir minn er raunverulega alls ekki
svona? Hann er að leika. Hvað
gengur eiginlega að honum? Það
er undarlegt að ráðherrann skuli
ekki gera sér grein fyrir því“.
Þeir gengu til gistihússins, þar
sem Cyrus bjó og á leiðinni þang-
að benti hann syni sínum á allt
hið markverðasta er fyrir augun
bar, byggingar og sögulega staði,
með öruggu látbragði kennarans.
„Ég bý á gistihúsi", sagði hann.
„Mér hefur dottið í hug að kaupa
hús, en vegna hinna sífelldu ferða
laga minna, myndi það varla
svara kostnaði. Ég er á einlægum
þveitingi um landið, þvert og endi
langt, allan ársins hring“.
Þegar til gistihússins kom var
sömu sögu að segja. Dyravörður-
inn hneigði sig auðmjúklega, kall-
aði Cyrus „senator" og hét því
að útvega Adam hei'bergi, jafnvel
þótt hann yrði að kasta einhverj-
um öðrum dvalargesti á dyr, til
þess.
„Gerið svo vel að senda flösku
af góðu viskí upp í herbergið
rnitt", sagði Cyrus í myndugum
rómi.
„Á ég að senda ís líka, sir?“
„ís?“ endurtók Cyrus. „Sonur
minn er hermaður". Hann barði
stafnum í tréfótinn svo að small
í. „Ég hef sjálfur verið hermaður
— óbreyttur hermaður. Til hvers
skyldum við vilja ís?“
Adam undraðist mjög hversu
faðir hans barst á. Hann hafði
ekki aðeins svefnherbergi, heldur
og líka setustofu til umráða og
snyrtiklefinn var inni í svefnher-
berginu.
Cyrus settist í djúpan hæginda
stól og andvarpaði. Svo skrúfaði
hann fótinn af sér og reisti hann
upp við stólinn.
„Það er dálítið lýjandi að ganga
á honum lengi í einu án hvildar",
sagði hann við Adam, eins og til
skýringar.
Það var ekki fyrr en eftir að
Cyrus hafði tekið af sér fótinn,
sem hann varð raunverulega aft-
ur hinn sami og Adam minntist
frá bernskuárum sínum. Hann
hafði til þessa kennt sterkrar
óbeitar, en nú íann hann aftur
til óttast frá æskudögunum, virð-
ingarinnar, hatursins og það var
því líkast sem hann yrði aftur lít-
ill drengur, og reyndi að gera föð-
urnum til geðs og þóknast honum,
til þess að komast hjá ávítunum
og refsingum.
Cyrus fór sér að engu óðslega,
hellti úr flöskunni í glas sitt,
saup á og losaði um flibbann að
framan. Því næst leit hann á
Adam: — „Jæja?“
„Hvað, sir?“
„Hvers vegna léztu endurskrá
þig í herinn?“
„Ég veit það ekki, sir. Mig lang
aði bara til þess“.
„Þér geðjast ekki að hermennsk
unni, Adam“.
„Nei, sir“.
„Og hvers vegna fórustu þá aft
ur í herinn?"
„Mig langaði ekki til að fara
heim“.
Cyrus andvarpaði aftur og
barði með fingrunum í stólbrík-
urnar: „Ætlarðu að vera í hern-
um eftirleiðis?"
„Ég veit það ekki, sir“.
„Ég get komið þér í herskólann
í West Point. Ég hef talsvert að
segja í þeim málum. Ég get feng-
ið þig lausan úr hernum, svo að
þú getir farið í herskólann".
„Ég hef enga löngun til þess“.
„Ertu að bjóða mér byrginn?"
spurði Cyrus rólega.
Adam varð seinn til svars og
hugur hans leitaði árangurslaust
að einhverri undankomuleið, áður
en hann svaraði:
„Já, sir“.
Cyrus sagði: „Helltu dálitlum
sopa í glasið mitt, sonur sæll“, og
þegar Adam hafði gert það, hélt
hann áfram: „Þú veist víst ekki
hversu áhrifamikill ég er í raun
og veru. Ég get komist til hinna
æðstu metorða í hernum, ef ég
kæri mig um slíkt. Jafnvel ráð-
herrann sjálfur leitar míns álits
og minna ráða í vandasömum mál-
efnum. Ég get steypt ráðherrum
úr sessi og ég get ráðið því, hverj
ir hljóta störf og stöður. Ég get
bjargað mönnum og ég get eyði-
lagt menn. Veistu það, drengur
minn?“
Adam vissi það og hann vissi
meira. Hann vissi að Cyrus var
að verja sjálfan sig með hótun-
Húsmœður:
Hafið fiér reynt
ROYAL
ávaxfahlaup (Gelatin)
6 bragðtegundir:
JARÐARBERJA ANANAS
APPELSÍNU HINDBERJA
SÍTRÓNU KIRSUBERJA
ROYAL ávaxtahlaup inniheldur C bætiefni.
Það er ljúffengt og nærandi fyrir yngri sem
eldri og mjög fallegt til skreytingar á tertum.
Reynið ROYAL ávaxtahlaup á fermingar-
tertuna.
FramköUnm og kopienun
FILHVB
Fljót afgreiðsla — Vönduð vinna.
Afgreiðsla í Orlofsbúðinni, Hafnarstræti 21.
>>«5** <• <9
MARKÚS Eftir Ed Dodd
PAT CARUNS, \M-tEN
AEE VQJ <301NS TO
S GIVE UP THIS
fSTUPIO NURSIN3
f BUSINESS...X HAVE
y A NICE INCOME y.
7 ANO VOU DONT Y
V. NEED TO y
*5wl 00 »t/ S'
VOU WOUUDNIT OBJECT
IF I NUIBSEQ ONLV
• VOJE FEIENDS. \
WOUUO VOLt CAD* }
NO, I WOULDNT: 4
BUTXHATETO &
SEE vou voacvV
. VOUE HEART
V? OUT ON THOSE
‘>7 WOETHLESS J
5iklNDIANS/r
1) Þú veist það Peta, að mig
hefur alltaf langað að eiga Bern-
harðshund, frá því ég var lítill
drengur.
Já ég er svo glöð yfir því
að við höfum eignast hann. Hann
verður góður félagi í veiðiferð-
um.
3) Peta min, hvenær ætlarðu að
hætta þessari hjúkrun.
hætta þessari hjúkrun. Ég hef
nógar tekjur fyrir okkur bæði og
þú þarft ekki að vinna.
4) Ef ég aðeins hjúkraði og lækn-
aði vini þína, þá myndirðu ekki
hafa á móti því.
Nei, en ég skil ekki í þér að
vera að fórna þér fyrir þessa ein-
skinsnýtu Indíána.
um. „Já, sir. Ég hef heyrt það
sagt“.
„Ég gæti fengið þig fluttan til
Washington".
„Ég vildi heldur verða settur í
gömlu herdeildina mina aftur,
sir“. Hann sá að skuggi ósigurs-
ins myrkvaði andlit föðurins.
„Kannske hefur mér skjátlast.
Ég sé að þú hefur lært hina
heimskulegu þrjósku hermanns-
ins“. Hann andvarpaði. „Ég skal
sjá til þéss, að þú verðir settur
í gömlu herdeildina þína. Þú get-
ur þá haldið áfram að lifa hunda-
lífi hermannaskálanna".
„Þökk fyrir, sir“. Eftir stund-
arþögn spurði Adam: „Hvers
vegna gerir þú ekki boð eftir
Charles?"
„Vegna þess að ég. — Nei, Char
les er bezt kominn þar sem hann
er — bezt kominn þar sem hann
er“.
Adam mundi raddhreim föður-
ins og svipinn á andliti hans. Og
hann fékk nægan tíma til að
muna, því að hann hélt áfram að
lifa hundalífi herskálanna. Hann
mundi, að Cyrus var einmana og
yfirgefinn — og vissi það sjálfur.
3.
Charles hafði hlakkað til heim
komu Adams, eftir fimm ára fjar
veru hans. Hann hafði málað hús-
ið og hlöðuna og þegar heim-
komutími Adams nálgaðist, fékk
Charles kvenmann til að gera hús
ið hreint — raunverulega hreint,
Þetta var þrifin, nostursöm,
gömul kona. Hún leit á öskugráu,
mölétnu gluggatjöldin, reif þau
síðan niður og saumaði önnur ný
í staðinn. Hún hreinsaði sótið úr
eldavélinni, sem fengið hafði að
liggja óhreyft og safnast fyrir,
síðan móðir Charles lézt og hún
skúraði hin sótblökku, fitustorknu
óhreinindi af veggjunum. Hún
skrúbbaði gólfin upp úr sterkum
sápulút og þvoði ullarteppin úr
salmíakvatni um leið og hún
tautaði sífellt fyrir munni sér:
„Ja, þvílíkur maður, herra minn
trúr. Svona eru þessir karlmenn
— verri en nokkur svín. Undar-
legt að nokkur kvenmaður skull
líta við þeim. Það er óþefur af
þeim öllum. Þeir þrífast hezt í
sinum eigin saur og óhreinindum".
Charles hafði flutt sig út I
Sfllltvarpiö
Miðvikudagur 24. apríl;
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50—14.00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 18.00 Ingib.jörg Þor-
bergs leikur á grammófón fyrir
unga hlustendur. 18.30 Bridge-
þáttur (Eiríkur Baldvinsson). 18.
45 Fiskimál. 19.00 Þingfréttir. 19L
30 Óperulög (plötur). 20.25 Dag-
legt mál: (Arnór Sigurjónsson,
ritstjóri). 20.30 Dagskrá háskólá-
stúdenta: Samfelld dagskrá una
skólalíf á Islandi fyrr á tímum.
22.10 Létt lög. 23.45 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 25. april.
(Sumardagurinn fyrsti).
Fastir liðir eins og venjulega.
8.00 Heilsað sumri: Ávarp (Vil-
hjálmur Þ. Gíslason, útvarps-
stjóri). Vorkvæði (Lárus Pálsson
leikari les). Sumarlög (plöturk.
9.00Morgunfréttir. 9.10 Morguiv
tónleikar (plötur). 11.00 Skóta-
messa í Dómkirkjunni( Prestur
Sr. Þorsteinn Björnsson. Organ-
leikari Kristinn Ingvarsson). .13.
15 Útvarp frá útihátíð barna 1
Reykjavík: Lúlrasveit drengja
leiga, söngur og upplestur. 18.30
Barnatími (Baldur Pálmason).
19.30 Tónleikar. 20.20 Náttúra ís*
lands; II. erindi: Farfuglarnir
‘Agnar Ingólfsson, menntaskóla-
nemandi). 20.445 Kórsöngur:
Karlakórinn Fóstbræður synguc.
Söngstjóri Ragnar Björnsson. Ein
söngvarar: Þuríður Pálsdóttir,
Einar Kristjánsson, Kristinn
Hallsson og Sigurður Björnsson.
Píanóleikari Ásgeir Beinteinsson.
21.40 Upplestur: Guðbjörg Vig-
fúsdóttir les sumarkvæði. 22.03
Banslög, þ.m. leikur danshljóm-
sveit Svavars Gests. 01.00 Dag-
skrárlok.