Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 10
10 MORVVNBLAfílTt Föstudagur 10. maí 1957 imuntMftMfe tJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. UTAN UR HEIMI Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Launajafnréttið og kaupgjalds- stefna ríkisstjómarinnar HINN 13. apríl árið 1954 var samþykkt á Alþingi þingsálykt- unartillaga um staðfestingu samþykktar Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna. Flutningsmenn þessarar tillögu voru 7 þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Var tillaga þeirra svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undir- búa nauðsynlegar ráðstafan- ir til þess, að samþykkt Al- þjóðavmnumálastofnunarmn- ar um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæta vinnu geti orðið staðfest á fslandi". í framhaldi af þessari tillögu Sjálfstæðismanna, lagði ríkis- stjórnin í vetur fram tillögu um heimild sér til handa til þess að fullgilda fyrir hönd íslands sam- þykktina um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf, sem gerð var á 34. þingi Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar í Genf árið 1951. Alþingi samþykkti í fyrradag þessa tillögu og jafnframt við- bótartillögu frá Ragnhildi Helga- dóttur um að þingið feli ríkis- stjórninni að gera hið fyrsta ráð- stafanir til að samþykktin kom- ist í framkvæmd hér á landi. Merkilegt spor Vissulega er hér um að ræða merkilegt spor í rétta átt. Kon- ur eiga að hafa jöfn laun og karlar fyrir sömu, eða jafnverð- mæta vinnu. Réttlætismál hefur því hér náð fram að ganga. En á það má benda, að ríkis- stjórnin hefur ekki ennþá fram- kvæmt þingsályktunartillöguna frá 1954 eins og til var ætlazt. Með henni var stjórninni falið „að undirbúa nauðsynlegar ráð- stafanir, til þess, að samþykkt Alþj óðavinnumálastof nunar innar um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafn verðmæta vinnu geti orðið staðfest á íslandi“. Það er nefnilega ekki nóg að stáðfesta samþykkt hinnar al- þjóðlegu stofnunar um jöfn laun karla og kvenna. Þar er fyrst og fremst um almenna stefnuyfir- lýsingu að ræða, um það, að laun karla og kvenna skulu vera jöfn. Hinar raunhæfu ráðstafanir til launajafnréttis felast fyrst og fremst í tvennu: Annars vegar frjálsu samkomulagi milli vinnu- veitenda og vinnuþiggjenda og hins vegar í beinni lagasetn- ingu. Fyrir frumkvæði Sjálfstæðis- manna voru fyrir nokkrum ár- um sett lög um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins. Þar var það ákvæði tekið í lög, að konur 1 og karlar skuli hafa jafnan rétt til opinberra starfa og sömu laun fyrir sömu vinnu. Kjarni þessa máls nu er sá, að þing og stjórn hafa mark- að stefnuna. Hér skal vera jafnrétti í launagreiðslu milli kvenna og karla. Hins vegar þarf enn að gera ýmsar ráð- stafanir til þess að þessi stefnu yfirlýsing taki gildi og verði framkvæmd í þjóðfélaginu yfirleitt. Þýðir launahækkun Um það þarf hins vegar ekki að fara í neinar grafgötur að framkvæmd launajafnréttis karla og kvenna hér á landi þýðir launahækkun til allmikils fjölda fólks, víða allverulega. Núver- andi ríkisstjórn virðist því enn hafa gengið verulega á svig við þá stefnu sína að berjast gegn öllum kauphækkunum með því að samþykkja fyrrgreinda til- lögu um jöfn laun karla og kvenna. Annaðhvort felur þessi til- laga í sér raunverulega viðleitni til þess að hækka kaup kvenna til samræmis við laun karla eða hún byggist á hreinni sýndar- mennsku og er tilraun til þess að skapa sér pólitíska skrautfjöður. Ýmislegt bendir til þess að það vaki frekar fyrir vinstri stjórninni heldur en hitt að hrinda réttlætismáli í fram- kvæmd. Má m. a. marka það af því að bæði kommúnistar og Framsóknarmenn hafa ráð- izt á Iðju-samningana, sem gerðir voru um daginn undir forystu hinnar nýju stjórnar félagsins. Breytingarnar á þeim samningi voru þó fyrst og fremst í því fólgnar að hækka laun lægst launuðu kvennanna til nokkurs sam- ræmis við laun karla. Fyrir þetta hafa kommúnistar og Framsóknarmenn skammað Sjálfstæðismenn blóðugum skömmum. Nú koma þessir sömu flokkar og þykjast fagna því ákaflega að Alþingi hefur samþykkt til- lögu um að ísland skuli stað- festa alþjóðlega samþykkt um jöfn laun karla og kvenna. Ef þetta er ekki hræsni og yfirdrepsskapur, hvað er það þá?!! Hverjir hafa barizt fyrir kauphækkunum? f sambandi við raus Tímans um að Sjálfstæðismenn hafi beitt sér fyrir kapphlaupi milli kaup- gjalds og verðlags undanfarið er rétt að rifja enn upp eftirfar- andi: Sú hækkun sem, leiðir af launajafnrétti karla og kvenna og núverandi ríkisstjórn hælir sér af að hafa beitt sér fyrir, er níunda kauphækkunin, sem verð- ur undir forystu stjórnarinnar, ýmist fyrir beinan atbeina henn- ar og flokka hennar eða í skjóli hennar. Auk þess hafa svo tugir verkalýðsfélaga sagt upp samn- ingum sínum nú um þessar mundir. Þessar kauphækkanir sýna auðvitað að því fer víðs fjarri að stjórnin hafi stöðvað kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verðlags með hinum margfyr- irheitna „starfsfriði" komm- únista. Dýrtíðarskrúfan er í fullum gangi, ekki sízt vegna hinna stórkostlegu nýju skatta og tolla, sem ríkis- stjórnin hefur lagt á þjóðina. TEG. SPENDÝRA ERU M. argir vilja halda því fram, að maðurinn sé að bygg- ingu ósköp tilkomulítill miðað við mörg skyldmenni hans. Hann getur jú státað af full- komnum heila, en meira er það ekki, segja þeir. Afkvæmi hans eru t. d. meira ósjálfbjarga en afkvæmi flestra spendýra. Mað- urinn er einnig talinn hafa milljón ára þróunarferil að baki, en spendýraflokkurinn er hins vegar sagður rekja rætur allt að því 180 milljónir ára aftur í tímann. Þó er fyrsta tímabil spendýranna aðeins reiknað frá hinu svonefnda tertier-tímabili, sem hófst fyrir um 60 milljón- um ára. Maðurinn er því, mið- að við margt af skylduliði sínu, tiltölulega ungur, mjög ungur. 0, g nýlega er komin á markaðinn erlendis nýstárleg vesturhluta Bandaríkjanna fannst fyrir nokkru mikil „nýlenda" steppuhunda. Voru þeir dreifðir á 60.000 ferkílómetra svæði — og taldar um fjögur hundruð milljónir á þessu svæði. Já, minna gæti það verið. Nagdýr- in eru talin fjölmennust spen- dýra, og svo mikið er víst, að nóg er af þeim. kJ érstæðast er dýralífið í Ástralíu — og ástæðan er, eins og við vitum, að Ástralía hefur um svo langt skeið verið ein- angruð frá öðrum heimshlutum. Pokadýrin eru sérstæðust — og sögð vanþróuð. Annars er það margt í sambandi við spendýrin, sem athyglisvert er. Ekki ein- göngu hvernig þau eru gerð úr garði af náttúrunni, heldur og hversu þeim hefur tekizt að laga sig eftir staðháttum. Úlfar og Auðvelt er að temja margar apategundir. Sumar tegundir eru þó erfiðar viðureignar. En yfirleitt þykir öllum þcim öpum, sem í mannahendur komast, hvort sem þeir eru ótemjur eða ekki, buff og laukur hið mesta sælgæti. bók um þessi efni eftir Banda- ríkjamann, Ivar T. Sanderson að nafni. Sanderson bregður upp skemmtilegum myndum úr lífi og sögu spendýranna og segir frá ýmsu, sem hingað til hefur sennilega ekki verið kunnugt meðal almennings. Hann segir m. a. frá því, að spendýrin séu óveru legur hluti af dýrum jarðarinn- ar. Um ein milljón mismunandi dýrategunda þrífst á jörðunni, en meira en helmingur þessa fjölda eru skordýr. Aðeins um 35.600 þeirra eru hryggdýr — og þar af eru spendýrategund- irnar 3.500 talsins, krabbadýr og pöddur alls konar eru 5.500, fuglategundir 8.600 og 18.000 fiskategundir. sækýr hafa t. d. eins konar barn- fóstrufélagsskap — þ. e. a. s. ekki sameiginlega, heldur er sá háttur hafður á innan hvorrar tegundarinnar um sig, að þau Fíllinn hefur eins konar „blóð- kælí“ í eyrunum. kvendýr, sem ekki hafa fyrir afkvæmi að sjá gæta afkvæma annarra kvendýra um veiðitím- ann. í eyrum Afríkufílsins fer fram eins konar blóðkæling. Eyrun eru mikil að flatarmáli — og fíllinn getur einnig dingl- að þeim til og aukið á kælinguna á þann hátt. Stærsta spendýrið, bláhvelið, vegur fullvaxið 170 smálestir, eða sama og 35 full- orðnir fílar eða 2380 meðalmenn. f lok síðustu aldar lá við að Grænlandshvalinum yrði út- rýmt, því að skíðin úr honum voru notuð sem lífstykkjateinar. Tígrisdýrið er ekki grimmast spendýra, eins og flestir halda, því að háhyrningurinn er talinn enn skæðari. Þessu til stuðnings er bent á, að eitt sinn hafi verið handsamaður geysistór háhyrn- ingur — og í maga hans fund- ust leifar 13 marsvína og 14 sela, sem hann hafði etið í heilu lagi. Músartegund ein, er líka sögð mjög matgráðug, því að hún verður að eta á hverjum sólarhring tvöfaldan eigin þunga af fæðu. Annars deyr hún úr sulti. Gíraffinn óttast margt, en samt ekkert jafnmikið og vatn- ið. Gorillan er stærstur apa, en hins vegar er hún í flestum til- fellum meinlaus. Þess eru mörg dæmi, að gorilla hafi verið tamin. Svo er og um orangutan og sumum þeirra þykir ekki annað gómsætara en hakkað buff með miklum lauk. Þetta er lítið sýnishorn úr bók Sandersons, sem er sérlega skemmtileg og fróðleg. N< I ú, en hvað um það. Enda þótt tegundir spendýra virðist ekki ýkjamargar miðað við tegundafjölda annarra flokka, þá er fjöldi spendýranna víst nógu mikill. Það fannst a. m. k. Bandaríkjamönnunum, sem fyrir nokkru fundu helli einn mikinn, sem sægur leðurblaka hafðist við í. Voru þær um 20 milljónir talsins. í óbyggðum í „KvennalangeIsiðM KVIKMYND þessi sem STJÖRNUBÍÓ sýnir fjallar um lífið innanveggja í einu af hin- um miklu kvennafangelsum í Ameríku. — Forstöðukonan er full af sálsýkislegri grimmd og hörku við fangana og er ber- sýnilegt að hún nýtur þess að þjá þá og misþyrma á alla iund. Gengur forstöðukonan svo langt í þessu efni að það veldur dauða eins fangans. — En einkum beinir hún þó ofsóknum sínum að ungri konu sem dæmd hefur verið saklaus og er nýkomin í fangelsið. — Fangelsisiæknir- inn sér hversu ástatt er um sálarlíf forstöðukonunnar og gerir allt sem hann getur til þess að hindra hana í illverkum hennar. — Að lokum gera þó fangarnir uppreisn og þjarma svo að forstöðukonunni að hún verður vitstola og er þar meS lokið fólskuverkum hennar og stöðu í fangelsinu. En unga konan sem dæmd hafði verið saklaus, fær fulla uppreisn og flýgur í fang eiginmanns síns er bíður hennar fyrir utan fangelsisdyrn- ar. — Margt óhugnanlegt ber við í þessari mynd, en einnig sumt broslegt, svo sem skemmtilegar eftirhermur eins fangans. — í myndinni er mikil spenna og hún er viðburðarík og atbuiða- rásin hröð. Hún er yfirleitt vel leikin en einkum er athyglis- verður leikur Idu Lupino í hlut- verki forstöðukonunnar, Jan Sterling, er leikur Brendu Martin, eina af föngunum og Howards Duff i hlutverki læknis- ins. Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.