Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. maí 1957 MORCVTSBLAÐIÐ II „Sveitastúlkan“ við Blekingegötu HÚN hafði hlotið snilligáfu í vöggugjöf og lifði óvenju- legu lífi, sem ekki er hægt að leggja dóm á með venjulegum hætti.“ Þannig komst Balzac að orði um frönsku skáldkonuna George Sand. Slíkt hið sama ma segja um Grétu Garbo, því að þessar merku konur líkjast hvor annarri um margt, segir John Bainbrodge í upphafi bókar, sem hann hefir nýlega gefið út um Grétu Garbo. Hún hefir eins og George Sand þorað að haga lífi sínu eftir eigin geðþótta og tekið með rósemi áfellisdómum fyrir að fylgja ekki siðvenjum síns tíma. Um Grétu Garbo hafa myndazt „goðasagnir“ í lifandi lífi, þó að það hafi verið henni sjálfri á móti skapi. Flestum hefir hún verið óráðin gáta, hugsýn, draumsjón, skuggi og þó raun- veruleg. Sjálf hefir hún ekki ósk- að þessa hlutskiptis. í æsku vildi hún verða leikkona eins og þús- undir stúlkna bæði fyrr og síðar, og henni var mjög í mun að losna úr fátæktarbasli. í sókn sinni að þessum markmiðum varð hún ein frægasta kvikmyndaleikkona síns tíma og einhver sú auðug- asta, og ef til vill einmitt þess vegna mjög einmana. „Eg hefi aldrei sagt: Eg vil verða ein- mana“, kvað Gréta hafa sagt við vin sinn. „Eg hefi aðeins sagt: Eg vil vera í friði. Á þessu tvennu er reginmunur.“ ★ ★ ★ „Sumir fæðast í rauðum tígul- steinshúsum, aðrir í hvítmáluð- um timburhúsum. Við fæðumst öll í húsi. Og ég vil ekki sjá það á prenti, að ég sé fædd í þessu húsi eða hinu og móðir mín eða faðir minn hafi verið þetta eða hitt. Þau voru foreldrar mínir, það er allt og sumt. Hvers vegna ætti heimurinn að hafa áhuga á þeim?“ Þannig svaraði Gréta eitt sinn spurningum blaðamanna um æsku hennar. ★ BÁGBORINN EFNAHAGUR En Gréta fæddist hvorki í rauðu tígulsteinshúsi né hvítu timburhúsi, heldur á Söder- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 18. Fyrsta grein um ævi Gretu Garbo Gréta litla átti lítið af leik- föngum og brúðum, þar sem efnahagur fjölskyldunnar var fremur bágborinn. Síðar reyndi hún að bæta sér þetta upp með því að kaupa sér safn af brúðum. Hún átti þær nokkur ár, seldi þær síðan á uppboði í Stokk- hólmi, en lagði blátt bann við því, að sagt væri frá því, að Gréta Garbo hefði átt þær. ★ ★ ★ Vinir hennar hafa oft furðað sig á því og jafnvel hneykslazt á því, hvers'u aðgætin hún er í fjármálum. En það á sínar or- sakir. Er Gréta var 14 ára, varð faðir hennar alvarlega veikur. Móðir hennar, systir og bróðir unnu fyrir heimilinu, en það kom í hlut Grétu að hjúkra föð- ur sínum. Vikulega fór hún með hann á almenningslækninga- stofu, og það fékk mjög á hana að sjá föður sinn sárþjáðan verða að bíða þar klukkustundum sam- an. Hún hét því þá að reyna að verða efnahagslega sjálfstæð. skrá PUB. Deildarstjórinn hafði sem sé uppgötvað ,að flestir hatt- ar klæddu Grétu mjög vel. Gréta var einnig kvikmynduð í fyrsta skipti á vegum PUB í auglýsingamynd. Frægir kvik- myndajöfrar í Hollywood unnu með Grétu í þrettán ár, áður en það rann upp fyrir þeim, að hún var ágætur gamanleikari, en stjórnanda PUB-auglýsingamynd arinnar varð þegar ljóst, að gam- anhlutverki gæti hún gert góð skil. Grétu voru það að vísu von- brigði, að hún skyldi ekki vera aðalstjarna myndarinnar, en stjórnandinn, Ring kapteinn, var svo ánægður með frammistöðu hennar, að hann fékk hana skömmu síðar til að leika í ann- arri auglýsingamynd. ★ ★ ★ Um skeið leit svo út sem það mundi verða hlutskipti Grétu í lífinu að standa bak við búðar- borð. Satt var það, að Gréta tal- aði mikið um fyrirætlanir sínar um að verða leikkona, en fram- Oréta Garbo í hlutverki Elísa- beíar Dohna i „Göstá Berlings sögu“. sept. 1905. Hún var komin af bændafólki í sex ættliði. Það virðist því ekki vera að ástæðu- lausu, að vinir hennar segja hana vera bóndastúlku í hjarta sínu. Frá því er Gréta Lovísa Gustafsson fæddist og þangað til hún yfirgaf Svíþjóð, bjó hún ásamt fjölskyldu sinni í óþægi- legri fjögra herbergja íbúð í leigusambýlishúsi við Blekinge- götu. í því hverfi bjó efnalítið fólk. Þar var sæmilega þrifalegt, en umhverfið var grátt og ömur- legt, hvergi voru grasfletir, tré né blóm. Grétu hefir aldrei fallið vel að standa fáklædd frammi fyrir kvik- myndavélinni. Hún hefir aðeins verið kvikmynduð tvisvar í bað- fötum. Þótt undarlegt megi virðast, var hér um að ræða fyrstu kvikmyndina (Loffer-Petter t. v.) og síðustu (Two-faced Woman t. h.) ★ GRÉTA ÁTTI ALDREI NEINA ÆSKU „Ég var yngst, en þau um- gengust mig alltaf eins og ég væri elzt. Enginn leit á mig sem litla stúlku“, sagði Gréta mörg- um árum síðar. Hún átti raunar aldrei neina æsku. Veikindi föð- ur hennar og sú ábyrgð, sem henni var lögð á herðar, höfðu þroskað hana. Hún var bráð- þroska líkamlega og fullorðins- leg í framkomu. Er faðir hennar dó 1920, ákvað hún að hætta í skólanum og fara að vinna fyrir sér. ★ ★★ „Við vorum öll hrifin af henni. Hún var eins og sólargeisli“, segir frú Ekengren, en Gréta starfaði um skeið á rakarastofu Ekengrenshjónanna við að sápa karlmennina undir raksturinn. En hana dreymdi ekki um að verða rakari, hún ætlaði sér að verða leikkona. Engar sögur fara af leiklistarhneigð í ætt henpar. Forfeður hennar höfðu ekki fengizt við neitt dramatískara en mjólka kýr og plægja, og sjálf hafði hún aðeins farið nokkrum sinnum í leikhús. ★ HATTAR OG AUGLÝSINGAMYNDIR Grétu þótti það gefa lítið í aðra hönd að sápa á rakarastofu. Hún ákvað því að sækja um stöðu sem afgreiðslustúlka hjá PUB í Stokkhólmi, og hún var ráðin. Gréta kann að gleyma því, að hún hafi unnið hjá PUB, en það mun ekki gleymast í PUB. Þangað kemur á ári hverju fjöldi ferðamanna, sem spyr. „Hvar vann Gréta Garbo?“ Píla- grímunum er vísað upp á fimmtu hæð. Hún vann í hattadeildinni, og fyrstu myndirnar, sem birtust af henni á prenti voru í vöru- kvæmdirnar voru ekki að sama skapi miklar. Henni var ekki vel Ijóst, hvaða leið hún átti að fara. Eitt sinn kom kvikmyndafram- leiðandinn Erik Petschler til að verzla í PUB, og næsta dag herti Gréta upp hugann og hringdi í Petschler og bað um að fá að hitta hann. Petschler varð hrif- inn af vaxtarlagi hennar og feg- urð og bauð henni hlutverk í kvikmynd. Gréta gleypti við þessu og flýtti sér til PUB til að reyna að fá sumarleyfi sínu breytt, svo að hún þyrfti ekki að segja upp atvinnunni vegna kvikmyndunarinnar. ★ ÖRLAGARÍK ÁKVÖRÐUN Þetta tókst ekki. Gréta varð því að taka örlagaríka ákvörðun. Myndin var tekin af Grétu, er hún réð sig til PUB. LjóshærS og glaðvær stúlka, og hlátur hennar var smitandi. Hún hafði þá ánægju af að kynnast fólki og eignaðist fljótt vini. Átti hún að sleppa öruggri at- vinnu eða hafna fyrsta tækifær- inu til að verða leikkona? Á starfsseðli hennar í PUB stend- ur fullum stöfum: „Ástæða fyr- ir uppsögn: Að verða kvik- myndaleikkona". Gréta varð ekki að kvikmynda stjörnu á einni nóttu. En leikur hennar í kvikmynd Petschlers varð til þess, að hún var í fyrsta skipti nefnd á prenti. í sænska tímaritinu „Swing" stóðu þessi orð undir mynd af henni: Greta Gustafsson. Ef til vill verður hún sænsk kvikmyndastjarna. Ástæðan er sú, hversu Englend- ingsleg hún er“. Þessi fyrsta kvikmynd Grétu, „Loffer-Petter“, var efnislítil. Gréta leikur þar baðdís. En Petschler var ánægður með hennar skerf. „Hún var ákveð- in stúlka og lagði sig alla fram. Hún hafði enga reynslu og hreyf- ingar hennar voru mjög klaufa- legar, en mín skoðun var sú, að hún hefði talsverða hæfileika til að verða kvikmyndaleikkona“ sagði Petschjer. En þegar „Loff- er-Petter“ var lokið, var Gréta á lausum kili. Atvinnulaus. Hún fór frá einum kvikmyndafram leiðandanum til annars, en árang urslaust. Allt benti til þess, að hún yrði að gerast afgreiðslu- stúlka á nýjan ieik. ★ ★ ★ „Hún var hlýleg og aðlaðandi í framkomu. Eg var snortin af alvöru hennar“, sagði Signe En- wall, sem tók Grétu í einkatíma fyrir atbeina Petschlers til að búa hana undir inntökupróf í leikskóla Dramatenleikhússins. Signe Enwall var mjög ánægð með, hversu fljót Gréta var að læra utanbókar og skilja hlut- verkin, þó að hún væri lítt kunn- Framh. á bls. 12 Gréta Garbo og Mauritz Stiller, er þau komu tii New York í j 1925. Stiller hafði búizt við því, að tekið yrði höfðinglega á m þeim, en því fór fjarri. í móttökunefndinni voru fulltrúi frá M< og einn myndasmiður. Þetta var fyrsta för Grétu Garbo til Vest heims og jafnframt í síðasta skiptið sem hún steig á land í Bam ríkjunum, svo að lítið bar á! STAKSTIINAR Ekkert nema >otí eitt“ Alþýðublaðið tók í forystu- grein sinni hinn 3. maí svo til orða: „Morgunblaðið gerir sér þessa dagana harla tíðrætt um Iðju- samningana. A það varla nógu sterk og stór orð til að lýsa þvi tímanna tákni, sem þessir samn- ingar séu. Og að sjálfsögðu er ekkert nema gott um samning- ana að segja“. Timinn gerði daginn eftir grein þessa að umræðuefni og prentaði upp mikinn hluta henn- ar. En hinum tilvitnuðu orðum, sem þó voru upphaf greinarinn- ar og meginefni sleppti Tíminn. Astæðan leynir sér ekki. Tím- inn og Þjóðviljinn eru sammála um að gera Iðju-samningana sem allra tortryggilegasta. Þess vegna má ekki koma fram, að málgagn sjálfs iðnaðarmálaráð- herrans, Gylfa Þ. Gíslasonar, hafi sagt: „— — að sjálfsögðu er ekkert nema gott eitt um samningana að segja“. Nýir samningar við vfirvöldin“ En það er fleira, sem Timinn keppist við að þegja um þessa dagana. Hinn 3. maí birti Þjóð- viljinn þessa fregn: „Auknu skattfríðindin ná til allra sjómanna á fiskiskipum. Breytingar á upphaflega frum- varpinu vegna nýrra samninga við yfirvöldin. Stjórnarfrumvarpið um aukinn skattfrádrátt til handa skipverj- um á fiskiskipum var afgreitt sem lög í gær. Var samið um skattfríðindi þessi ásamt öðrum kjarabótum til sjómanna um ára- mótin. Nú fyrir skömmu hafa tekizt hliðstæðir samningar við yfir- menn á fiskiskipum og hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir að ákvæffin um aukning á skatt- fríðindum þeirra verða einnig tekin i lögin“. Athyglisvert er, að fjármála- ráðherra skýrði ekki frá þessum samningum, þegar hann lagði breytingartillögu sína um skatt- fríffindin fram á Alþingi og Tím- inn hefur enn ekki sagt frá þeim. Hins vegar hefur hann ekki brugðið Þjóðviljanum um, að hann hafi verið að hleypa af stað kauphækkunaröldu með frásögn sinni, þó að hann hafi borið Morgunblaðið slíkum sökum af sams konar tilefni. „En það er allt öðru máli að gegna“, eins og þar stendur. 40% hækkun Hitt er rétt, að hinir „nýju samningar við yfirvöldin“, sem Þjóðviljinn sagði frá, voru þar lítt raktir efnislega. En sam- kvæmt því, sem Morgunblaðið sagði hinn 7. maí og ekki hefur verið mótmælt, voru breyting- arnar þessar: „Breytingar þær sem gerðai verða á kjörum yfirmanna verka aftur fyrir sig og gilda frá 1. jan. sl. Samkvæmt hinum nýju samn- ingum hækkar orlof úr 5% í 6%. Einnig hækka aflaverðlaun og eru hækkanirnar í því fólgnar að sjómönnum eru reiknuð .afla- verðlaun af hærra fiskverði en áður var. Nemur hækkunin 5—10% af nýjum fiski, en 11 til ca. 40% á saltfiski“. 8. 9 hækkunin Hér er því um að ræða enn eina kauphækkunina ,sem sjálf ríkissstjórnin á hlut að á síð- ustu 4—5 mánuðum. Mun hún vera sú áttunda í röðinni. Hin níunda var samþykkt á Alþingi sl. miðvikudag með ályktuninni um jöfn laun kvenna og karla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.