Morgunblaðið - 06.06.1957, Síða 1
44. árgangur
125. tbl. — Fimmtudagur 6. júní 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Inflúenzan breiðist ört ut
Unnið að þvl að framleiða bóluefni
við veikinni
BOMBAY, 5. júní. — Inflúenzufaraldurinn breiðist ört út
í Indlandi. í dag var tilkynnt, að um 350 þús. íbúar Bombay-
borgar hafi tekið veikina, en þar búa 2.840.000 manns.
Fréttir herma, að enn sé inflúenzufaraldurinn í Asíu
heldur vægur, en veikin er aftur á móti ákaflega smitandi
og hefir breiðzt ört út. Veikin hefir af sumum verið kölluð
,Taiwan-fIugan“ til aðgreiningar frá öðrum inflúenzufar-
©ldrum, svo sem „Spænsku veikinni“ svonefndu, en álitið
er, að um 25 milljónir manna hafi dáið úr henni og fylgi-
kvillum hennar á árunum 1918—1920.
Sir Macfarlane Burnet, þekkt-
ur læknir í Melbourne, skýrði
frá þvl í síðustu viku, að veira
„Taiwan-flugunnar“ sé ný af nál-
inni, en af gerðinni Inflúenza A.
— Sérfræðingar hafa brugðizt
skjótt við til að hefta útbreiðslu
veikinnar. Bakteríufræðingar í
Singapore fundu veiruna og
sendu sýnishorn af henni til Bret-
lands, Bandaríkjanna og Ástra-
líu, þar sem unnið hefir verið
að rannsóknum á henni. — Þess
má geta hér, að læknar benda á,
að við erum nú betur undirbúin
undir inflúenzufaraldur en áður,
því að nú eru t.d. til hin áhrifa-
ríkustu lyf við lungnabólgu sem
var aðaldauðaorsökin í „Spænsku
Bíða svars
BLAÐIÐ átti í gær tal
við Landlækni og spurð-
ist fyrr um það hvort
heilbrigðisyfirvöldin ís-
lenzku hefðu gert nokkrar ráð
stafanir sökum þessa inflú-
enzufaraldurs. Landlæknir
svaraði því til að í gær hefði
heilbrigðismálastjórnin sent
skeytl til stofnunar þeirrar í
Róm, sem það sérstaka hlut-
verk hefir með höndum að
fylgjast með inflúenzufaröldr-
um.
Enn hefði ekkert svar frá
henni borizt, en vafalítið
væntanlegt í dag. Landlæknir
hvað veikina mundu vera
væga, en hér væri um nýjan
stofn af henni að ræða, eftir
því sem hann bezt vissl. —
Myndi því vafalaust reynast
erfitt um vik við framleiðslu
bóluefnis og enn sem komið
er hefði ekkert verið af því
frámleitt.
veikinni“. Hvað sem því líður,
bíða menn í mörgum löndum eftir
því með eftirvæntingu, hvort
læknavísindunum tekst að vinna
bug á þessari nýju veiki.
—o—
í skeyti til Mbl. frá NTB. í
gærkvöldi segir svo um inflúenzu
faraldurinn: Fréttir frá Asíulönd-
um bera með sér, að hinn nýi
inflúenzufaraldur breiðist út til
nýrra héraða.
Vísindamenn í Bretlandi
og Bandaríkjunum vinna nótt
með degi að því að framleiða
bóluefni við veikinni, svo að
hin vestrænu lönd geti veitt
henni eins öfluga mótspyrnu
og unnt er, ef hún breiðist
þar út.
KOM UPP f JAPAN
Inflúenzufaraldurinn kom upp
í Japan, og eins og nú standa
sakir er ekkert bóluefni til við
þessari veiru, þar eð hér er um
nýja tegund að ræða. — Veikin
hefir borizt til margra landa í
Asíu og síðustu fregnir herma,
að hún sé einnig komin til Suður-
Kóreu. Þar hafa 100 manns í
bænum Uisong tekið veikina og
af þeim hafa 2 látizt. — Þá hefir
veikin einnig breiðzt ört út í
Indlandi og Malajalöndum.
WHO segir, að ómögulegt
sé á þessu stigi málsins, að
stemma stigu við veikinni;
nauðsynlegt sé að bólusetja
fjölda manns, áður en það
verði unnt. Aftur á móti segja
sérfræðingar heilbrigðismála-
stofnunarinnar, að veikin sé
væg.
Auk fyrrgreindra landa hefir
veikin herjað á Formósu, í
Thailandi, Vietnam, Filippseyj-
um og í Singapore. Augljóst er,
að hún er nú í rénun á Filipps-
eyjum, þar sem um 150 þús.
menn hafa lagzt í henni. Af þeim
hafa um 500 sjúklingar dáið úr
henni frá því hún gerði fyrst
vart við sig í byrjun maí. (Þess
má geta, að íbúar Filippseyja eru
um 17 millj.).
Fréttir í stuttu máli
A LUNDÚNUM, 5. júní. _ Á
T morgun hefst opinber heim-
sókn Sovétleiðtoganna í Finn-
landi. Þeir verða í Helsingfors í
þrjá daga. Þess er getið, að Kru-
sjeff hafi aldrei komið til Finn-
lands fyrr, en Bulganin kom þar
einhvern tíma við á leið heim til
Moskvu.
A Coty Frakkjpndsforseti hefir
W beðið Mollet um að gegna
áfram störfum forsætisráðherra,
annaðhvort með því að segja af
sér eins og hann heíir gert og
mynda síðan nýtt ráðuneyti eða
þá að taka lausnarbeiðni sína aft-
ur. Mollet vill ekki verða við þess
ari beiðni forsetans. Sagt er, að
Jafnaðarmenn séu ekki ginkeypt-
ir fyrir því að veita nýju ráðun.
forystu, en aftur á móti hafa þeir
lýst því yfir, að þeir muni styðja
hvert það ráðuneyti sem gengur
ekki í berhögg við stefnu flokks-
ins. Maurice Bourjes Mauoury
í Sósíalradíkala flokknum gerir
nú tilraun til stjórnarmyndunar.
Stjórnarkreppan hefir nú stað-
ið yfir í tæpan hálfan mánuð.
Harðnandi átök í Alsír
Skærulíðaflokkarnir berjast
innbyrðis
PARÍS, 5. júní.
ALSÍRSTRtÐIÐ hefir magnazt til muna undanfarið. Einnig hefir
ókyrrðin í Frakklandi aukizt og hafa margar kröfugöngur
verið farnar til að mótmæla hryðjuverkum skæruliða.
103 FELLU
103 skæruliðar féllu í bardaga
um virki við Kabyli. Orrustan
geisaði í 48 klst. og var barizt
grimmilega. — Einnig geisa bar-
dagar við bæinn Tlemcen í vestur
hluta Alsír.
Þjóðernishreyfingin hefir hvatt
fólk til sólarhrings sorgarverk-
falls vegna þeirra hörmungarat-
burða, þegar 302 Múhameðstrúar-
menn voru drepnir í þorpinu La
Casbah í sl. viku. Tveir skæru-
liðaflokkar berjast um völdin í
Alsír, eins og kunnugt er: Þjóð-
ernishreyfingin og Hinn þjóðlegi
frelsisher. Hafa þessir andstæð-
ingar óspart notað breiðu spjótin
hvor á annan,
og segja Þjóðernismenn, að
Þjóðlegi frelsisherinn hafi
staðið fyrir morðunum í La
Casbah.
Nýlega var skýrt frá því í fréttum, að líkur bentu til, að stjórn
Kadars hefði fyrir skömmu komizt á snoðir um samsæri gegn
henni, sem stuðningsmenn Rakosis hefðu staðið að. Hefði það
verið kæft í fæðingunni. — Kadar er einn mesti landráðamaður
sögunnar. Margir hafa undrazt örlög hans, því að hann gekk í
lið með Imré Nagy í fyrrahaust og barðist því gegn stalínistum
og Rakósi-klíkunni. En síðar þegar Rauði herinn framdi þjóðar-
morðið á Ungverjum með hinni ruddalegu árás sinni á alþýðu
landsins, þá gerðist hann undirlægja Rússa og hefir síðan verið
algjör skósveinn þeirra og staðið fyrir handtökum, nauðungar-
flutningum og hinum hryllilegustu morðum. Telja margir, að
hann hafi verið þvingaður til þess, Rússar hafi jafnvel gripið til
pyndinga í því skyni. — Hér á myndinni sést þessi ógæfusami
kvislingur og „forsætisráðherra" ávarpa þingið í Búdapest.
Skynsamur - Skynsamari — Skynsamastur!
Dagens Nyheder segir :Meirihlutastjórn sem íslendingar
geta snuið sér til — en hún er klofin i handritamálinu
ÍLIÁLGAGN danska íhaldsflokksins „Dagens Nyheder“, birti ritstjórnargrein um handrita-
máhð í fyrradag. Segir þar m.a., að Alþingi íslendinga hafi nýlega lokið lengstu
setu sinni með því að samþykkja einróma ályktun þess efnis, að ríkisstjórninni sé fahð
að taka á ný upp samningaumleitanir við Dani um að handritunum verði skilað.
„Ike“ vill semja
um kjurnorku-
bunn
WASHINGTON 5. júní. — Eisen-
hower Bandaríkjaforseti sagði á
vikulegum blaðamannafundi, sín-
um í dag, að Bandaríkjamenn
vildu láta setja ákvæði um bann
við kjarnorku- og vetnissprengju
tilraununum í sáttmála stórveld-
anna um afvopnum. Aftur á móti
gætu þeir ekki hætt þessum til-
raunúm, ef ekki næðist samkomu
lag um bann. Það væri ekki hægt
af öryggisástæðum, því að allt
benti til, að kjarnorkuvopn yrðu
notuð, ef til styrjaldar drægi. —
Forsetinn minntist á þá tillögu
Krusjeffs, að Bandaríkjamenn cg
Rússar kölluðu heim allan her
sinn í Evrópulöndum og sagði, að
hér væri um áróðursherbragð að
ræða. Með þessu reyndu Sovét-
leiðtogarnir enn einu sinni að
reka fleyginn í varnarkerfi vest-
rænna ríkja og æsa bandamenn
Bandaríkjamanna í Evrópu gegn
þeim.
í greininni segir ennfremur: „Einkatillaga, sem var lögð fram
á Alþingi, þess efnis að Dönum yrði „refsað“ með því að þeir
fengju ekki nýjan ambassador ,þegar Sigurður Nordal prófessor
lætur af störfum fyrir aldurssakir í sumar, var ekki einu sinni
rædd. Það kom sem sé á daginn, eins og bent hefur verið á hér,
að á íslandi hefur fljótfærnislegum og vanhugsuðum tillögum,
sem aðeins sköðuðu samband þjóðanna, og þó fyrst og fremst ísland,
verið vísað á bug, svo hægt væri að taka upp raunhæfa samninga".
Bent er á, að danska stjórnin
verði nú að taka málið til með-
ferðar innan skamms, eftir að
það hefir legið í láginni árum
saman. Bæði minnihlutastjórn
Vinstri flokksins og íhaldsmanna
og minnihlutastjórn Jafnaðar-
manna undir forustu Hans Hed-
tofts höfðu á prjónunum tillögur
um lausn á málinu, en hvorug
þeirra gat lagt þær fram; hinni
fyrri vannst ekki tími til þess,
en hin síðari var stöðvuð áður
en skriður komst á málið, með
því að íslendingar þvertóku fyrir
að ræða danskar tillögur um sam
eiginlega eign. En nú hefur
ástandið breytzt.
Komin er meirihlutastjórn,
sem íslendingar geta snúið
sér til og fengið greið svör
hjá um afstöðu Dana. Stjórnin
getur nú fengið vilja sínum
framgengt á þingi.
En því miður hefur stjórnin
klofnað um þetta fyrsta nor-
ræna vandamál, sem fyrir
henni liggur, segir „Dagens
Nyheder". Það er alkunna, að
forsætisráðhr. er fylgjandi já-
kvæðri lausn, þ.e.a.s, að hand
ritunum verði skilað. Sama er
að segja um ráðherrann, sem
fer með norræn málefni,
Bertel Dahlgaard, og flokks-
bróður hans Jörgen Jörgensen
menntamálaráðherra, sem
tjáði „Kristeligt Dagblad“, að
hann hefði mikinn áhuga á
- lausn málsins.
En naumast var prentsvertan
þurr á blaðinu, sem flutti um-
mæli Jörgensens, þegar Viggo
Starce lét „Berlingske Aften-
avis“, hafa þau orð eftir sér, að
íslendingar hefðu fengið þau
handrit, sem þeim bæri, en Danir
ættu lagalegan og siðferðilegan
Framh. á bls. 15.
»