Morgunblaðið - 06.06.1957, Page 8
r
MORCPlVBtiBín
Flmmtudagur 6. iúní 1957
tfttgttttfrliiM
Otg.: H.i. Arvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Nýskipon bankamálanna
ÞÁ HEFUR verið komið í fram-
kvæmd þeirri nýskipan
bankamálanna, sem ákveðin
hafði verið. Af því, sem enn er
kunnugt, virðast 14 stjórnargæð-
ingar hafa haft nýjar stöður eða
titla upp úr krafsinu.
Afdrifaríkust verða eflaust
yfirráð kommúnista í bönkunum.
I fyrsta skipti fá þeir nú íhlut-
an um stjórn Landsbankans. Ein-
ar Olgeirsson er orðinn banka-
ráðsmaður og ber því, meðan svo
stendur, ábyrgð á rekstri Lands-
bankans, þeirri stofnun sem
hann hefur fyrr og síðar svívirt
meira en nokkra aðra. Fá menn
nú að kynnast þeim úrræðum,
er Einar hefur til að bæta úr
fjárskortinum. Sennilega fer ekki
mikið fyrir þeim. Hitt er víst,
að öll áherzla verður lögð á að
búa svo um, að kommúnistar
komist í lykilstöður. Ingi R.
Helgason hefur þegar verið val-
inn í stjórn Seðlabankans og Jón
Grímsson til þess vera aðalbók-
ari og þar með til að gegna
banakstjórastörfum í forföllum
bankastjóra Viðskiptabankans.
Ráðning Jóns er einkennandi
fyrir sfarfshætti stjórnarliðsins
nú. Hann hafði lengi áður fyrri
verið starfsmaður Landsbankans
en síðustu árin gegnt forstjóra-
starfi í KRON. Á þeim árum hef-
ur KRON vegnað illa. Tíminn
hefur hvað eftir annað sagt, að
það væri vegna þess að fyrir-
tækið væri ekki n'ógu vel rekið.
Nú er þeim manni, sem öðrum
fremur ber ábyrgðina á hinum
lélega rekstri KRON að undan-
förnu, fengin ein þýðingarmesta
staða fjármálalífsins. Auk hinna
ríku áhrifa í Landsbankanum,
hafa kommúnistar fengið Lúðvík
Jósefsson í bankaráð Útvegs-
bankans og Finnboga R. Valde-
marsson sem bankastjóra þar.
Eins hafa kommúnistar fengið
einn mann í bankaráð Fram-
kvæmdabankans.
Mikil deila mun hafa staðið
meðal stjórnarliða eftir .þingslit,
sérstaklega um formennsku
bankaráðs Útvegsbankans. Full-
yrt er, að Stefán Jóhann Stefáns-
son hafi fengið setningu í hana
einungis til bráðabirgða, enda sé
ætlunin, að hann verði sendi-
herra í Kaupmannahöfn með
haustinu. Kommúnistar voru
mjög andvígir setningu Stefáns,
þó að til skamms tíma væri, og
heimtuðu þessa stöðu.
Nýir menn af hálfu Alþýðu-
flokksins eru Guðmundur
I. Guðmundsson í bankaráði Út-
vegsbankans og Jón Axel Péturs-
son í stjórn Seðlabankans og Em-
il Jónsson sem bankastjóri Við-
skiptabankans. Því er ekki að
neita, að Alþýðuflokkurinn hef-
ur hér, eins og oftast áður, séð
vel fyrir sínum flokksbroddum,
enda eru þeir Gylfi Þ. Gíslason
og Baldvin Jónsson látnir halda
stöðum sínum, annar sem banka-
ráðsmaður í Framkvæmdabank-
anum en hinn sem bankaráðsmað
ur í Landsbankanum.
Mest áberandi er þó, hve
Framsókn hefur orðið fengdrjúg.
I Útvegsbankanum heldur hún
einum bankaráðsmanni eins og
áður, Gísla Guðmundssyni, og
hefur einn bankastjóra en hef-
ur haft mannaskipti og látið Jó-
hannes Elíasson koma í stað Val-
týs Blöndals. Valtýr er svo gerður
að formanni í bankaráði Lands-
bankans. Fær Framsóknarflokk-
urinn þar með tvo bankaráðs-
menn þar, Valtý og Steingrím
Steinþórsson. Þá fær hún aðal
bankastjóra Séðlabankans, Vil-
hjálm Þór, og einn af stjórnend-
um Seðlabankans, Ólaf Jóhann-
esson. Hún er því eini flokkur-
inn, sem fær tvo menn af stjórn-
endum Seðlabankans, en lætur
sér nægja einn mann, Svanbjörn
Frxmannsson, af bankastjórum
Viðskiptabankans. Þá hefur hún
tryggt sér tvo af fimm banka-
ráðsmönnum Framkvæmdabank-
ans og hreinan meirihluta í
bankaráði Búnaðarbankans, eins
og hún hafði raunar áður ásamt
bankastjóranum þar. Þegar á
það er litið, að Sjálfstæðismenn
hafa einn af fimm bankaráðs-
mönnum Landsbankans, Útvegs-
bankans og Framkvæmdabank-
ans og einn af þremur banka-
stjórum í Viðskiptabanka LafTds-
bankans og Útvegsbankanum en
einn af fimm í stjórn Seðlabank-
ans, sést hversu fráleit sú full-
yrðing er sem stjórnarliðið hef-
ur haldið fram, að með þessari
nýskipan ætti að koma á sama
hlutfalli um stjórnendur bank-
anna og er >'• - ^’lgi flokkanna
með þjóðinn nðisflokkur-
inn fær mik hlut en hon-
um ber og var auövitað ætíð við
því að búast.
Magnús Jónsson er látinn
hverfa úr formennsku banka-
ráðs Landsbankans. Átti hann þó
eftir nær þrjú ár af skipunartíma
sínum og hefur verið í bankaráð-
inu frá því, að það var
fyrst stofnað. Magnús Jónsson
hefur gegnt því starfi sem öðr-
um af frábærri skyldurækni og
mun þessa viðskilnaðar við hann
lengi minnzt.
Þá er Gunnar Viðar ekki ráð-
inn aftur sem bankastjóri Út-
vegsbankans og er í því efni látið
ganga hið sama yfir hann og
Valtý Blöndal. Valtý Blöndal
mun raunar hafa verið gefinn
kostur á að lýsa yfir því, að hann
óskaði ekki eftir endurráðningu,
en við Gunnar Viðar mun yfir-
leitt alls ekki hafa verið rætt,
fyrr en allt var um garð gengið.
Gunnar Viðar hefur lengi haft
mikil skipti af fjármálum, ver-
ið í bankaráði Landsbankans,
Landsbankastjóri og nú síðast
bankastjóri Útvegsbankans. Um
heiðarleik hans og óhlutdrægni
befur enginn efazt. Jafnvel nú-
verandi ríkisstjórn hefur sýnt
honum verðskuldað traust með
því að endurskipa hann sem for-
mann ríkisskattanefndar ekki
alls fyrir löngu. Hann er sá eini,
sem hér kemur við sögu, sem hef-
ur hagfræðimenntun og minnst
allra hefur tekið þátt í stjórn-
málaerjum. En hann hefur aldrei
farið leynt með, að hann væri
kjósandi Sjálfstæðisflokksins og
ræður það eflaust framkomunni
gegn honum.
Aftur á móti er það eftirtektar-
vert, að Jóhann Hafstein og Pétur
Benediktsson, sem stjórnarflokk-
arnir hafa gert sérstakar árásir
á að undanförnu, voru báðir
i endurráðnir.
UTAN UR HEIMI
Tveir AVOanna lifðu af kúlnaregnið
U,
allan hinn vest-
ræna heim fylgdist fólk með
frelsisbaráttu Ungverja á liðnu
hausti með eftirvæntingu og
samúð. Þegar leið að fréttasend-
ingum útvarpsstöðvanna safnað-
ist fólk við viðtæki sín á heimil-
um og á vinnustöðvum til þess
að hlíða á nýjustu fréttirnar. Það
varð þögult og vonsvikið, er á
leið og sýnt var, að ofbeldið ætl-
anlegir fyrr en myndir þessara
frökku ljósmyndara fóru að birt-
ast á prenti.
T
Ivær efstu myndirnar
hér á síðunni eru einna frægast-
ar mynda þeirra, sem birzt hafa
frá átökunum. Þær eru teknar af
blaðaljósmyndara og eru vissu-
lega hrollvekjandi. Þær bera
vott haturs Ungverja á kommún-
istastjórninni og leiguþýi henn-
sem þeir stóðu afvopnaðir í
hnapp (efsta myndin). Síðan létu
frelsissveitirnar vélbyssuskothríð
dynja á hópnum og sýnir næsta
mynd ljóslega sórsauka AVO-
anna, er þeir falla fyrir skothríð-
inni. Ljósmyndarian var í fylgsni
í mikilli fjarlægð og tók mynd-
irnar með aðdráttarlinsu.
O ennilega hefur engum,
sem séð hefur þessar myndir,
dottið í hug, að einhver þessara
manna hafi risið upp aftur. Fyrir
skemmstu varð það þó uppvíst,
að tveir úr þessum hópi höfðu
komizt lífs af. Og báðir þessir
menn sjást á myndunum frægu.
Þeir eru Lajos Somogyi, lengst
til vinstri á efstu myndinni, og
Jozsef Farkas, lengst til hægri á
sömu mynd. Frásagnir þeirra af
þessum atburði hafa birzt í blöð-
um bæði austan og vestan járn-
tjalds. Eiga þeir starfsmönnum
Rauða krossins líf sitt að launa,
en hjúkrunarliðið kom á vett-
vang um 15 mínútum eftir skot-
hríðina og færði þá, sem lífsmark
var með, í hjúkrunarstöð.
xJ omogyi var særður 9
skotsárum og í sjúkrahúsi varð
að taka af honum hægri fót.
Farkas særðist einnig mjög mik-
ið, sérstaklega á fótum, og hefur
hann skýrt svo frá atburði þess-
um, að frelsis-
sveitirnar hafi
safnað lögreglu-
mönnunum saman
utan við bygging-
una. Skothríð hafi
heyrzt í nágrenn-
inu. „Éinhver hróp
aði. Skjótið ekki,
þeir eru fangar
okkar. En félagar
mínir féllu eins og
flugur. .. Einhver
skaut á okkur af
hálfs meters færi.
Ég féll á andlitið og fann heita
blóðgusuna. Umhverfis mig
heyrði ég skothríð, öskur, stun-
ur og grát. Ég lézt vera dauður.
Um 15 mínútum síðar komu ein-
hverjir mér til hjálpar".
•_______________ __________________________________
Hjúkrunarliði bograr yfir Somogyi.
aði að sigra. Fjöldi fréttaritara
hætti lífi sínu í þessum hildar-
leik til þess að veita fréttastof-
um sinum sem bezta þjónustu og
ekki ber síður að geta fréttaljós-
myndara heimsblaðanna, sem
hvarvetna voru í eldlínunni. —
Margir gerðu sér naumast grein
fyrir því hvað atburðirnir í Ung-
verjalandi voru í rauninni átak-
ar, því þetta eru hinir svonefndu
AVOAR (öryggislögreglumenn),
sem frelsissveitir smöluðu sam-
an í hóp til lífláts. Myndirnar
eru teknar í Búdapest, fyrir utan
bækistöðvar kommúnistaflokks-
ins. Frelsissveitir náðu bygging-
unni á sitt vald, hröktu alla lög-
reglumennina, sem inni voru, 45
að tölu, út undir húsvegginn þar
Sólríkur en kaldur
maímánuður á BlÖndósi
BLÖNDUÓSI, 5. júní — Tíð hef-
ur verið köld í maí-mánuði, en
þó sólríkt með næturfrostum.
Jörð er mjög klakalítil á þessum
árstíma og því gróður í meðal-
lagi í maílok.
Sauðburður vanhaldalítill, en
mikið fóður fór til fésins þar til
því var sleppt af húsi síðarihluta
mánaðarins. — Túngróður er orð-
inn sæmilegur fyrir kýr og er
allt útlit fyrir að grasvöxtur geti
orðið með eðlilegum hætti ef
Farkas
hlýnar í veðri. Kalskemmdir eru
engar í túnum þrátt fyrir að frost
hafi verið sumar maí-nætur.
Syndið 200 mefra
Nú gensm xsomogyi við tvær
hækjur. Hann hefur orðið að láta
af fyrri iðju og klæðist nú
borgaralega.