Morgunblaðið - 06.06.1957, Síða 16
Samniíigaviðræður
um ioftferða-
samning
SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa
nú yfir í Stokkhólmi um loft-
ferðasamning milli fslands og
Svíþjóðar.
í samninganefndinni íslenzku
eru þeir Magnús V. Magnússon,
ambassador, formaður, Agnar
Kofoed-Hansen, flugmálastjóri,
og Páll Ásgeir Tryggvason, deild-
arstjóri í utanríkisráðuneytinu.
(Frá utanríkisráðuneytinu)
Bögglapóststofan
flytur í Hafnar-
hvol
ÞRIÐJUDAGINN 11. júní verður
Bögglapóststofan í Reykjavík
flutt úr Pósthúsinu við Austur-
stræti í Hafnarhvol við Tryggva-
götu.
Þar fer fram viðtaka böggla til
innlendra og erlendra póstliúsa
og afhending böggla frá póst-
húsum innanlands.
Sól og sumar í Reykjavík í gœrdag
Maður skaddasf alvarlega
á höfði undan felguhring
¥ ÆKNAR Landsspítalans vóru í gær nær sex klukkustundir með
stórslasaðan mann á skurðarborði spítalans, en maður þessi
varð fyrir járnhring af bílhjóli, er kom af afli í höfuð hans.
Maðurinn heitir Eiríkur
Ólafsson og er stýrimaður hjá
Eimskipafélaginu, til heimilis að
Ásvallagötu 61.
GÖMUL GERÐ
Um klukkan 2 í gærdag var
hann að dæla lofti í bílgúmmí,
sem sett hafði verið á sjálft hjól-
ið, felguna. Hér var um gamla
gerð af bílhjólum að ræða. —
Gúmmíið er fest á hjólið með
stálhring, sem situr í falsi.
VAR A» DÆLA 1 HJÓLIÐ
Eiríkur var með hjólið á benzín
og olíustöð BP á Klöpp við Skúla
götu, og er loftmu dælt frá loft-
pressu. Eiríkur beygði sig yfir
hjólið með gúmmíinu á og
hleypt síðan lofti inn á. Þegar
svo mikið loft var komið í gúmmí
ið að reyna tók á stálhringinn,
hrökk hann af feiknaafli í höfuð
Eiríks og varð af svöðusár mikið
en Eiríkur lá eftir í öngviti.
Var hann þegar fluttur í Lands-
spítalann. Var hann um klukkan
8 nýlega kominn af skurðarborð-
inu og var enn í öngviti. Eiríkur
er maður milli fertugs og fimm-
tugs.
Slys sem þetta eru ekki fátíð
og fyrir nokkrum dögum meiddist
maður á handlegg og fæti er slík-
ur hringur, sem kallaðir eru felgu
hringir, hrökk af, er verið var að
dæla lofti í bílgúmmí.
Ferð Heimdallar
um hvítasunnuna
EINS og undanfarin ár efnir
Heimdallar FUS til skemmti-
ferðar fyrir meðlimi sína um
hvítasunnuna.
Þrjú síðastliðin ár hefur verið
farið með skipum skipaútgerðar
ríkisins til Vestmannaeyja og
tekið þátt í hátíðahöldum ungra
Sjálfstæðismanna þar. Hafa ferð-
ir þessar átt miklum vinsældum
að fagna.
Að þessu sinni hafði félagið
hugsað sér að halda uppteknum
hætti og fara til Vestmannaeyja,
en það reyndist ókleift, þar eð
skipaútgerðin hafði þegar ráð-
stafað skipinu til annars aðila.
Nú efnir Heimdallur til
skemmtiferðar um Breiðafjarðar
eyjar um hvítasunnuna. Verður
lagt af stað frá félagsheimili fé-
lagsins Valhöll kl. 2 á laugardag.
Verður ekið til Stykkishólms
og gist þar. Að morgni hvíta-
sunnudags verður haldið á bátum
út á Breiðafjörð og skoðaðar
nokkrar helztu eyjarnar. Komið
verður að landi að Hnjúki á Fells
strönd. Þaðan verður ekið, sem
leið liggur í Bjarkarlund og gist
þar. Á hvítasunnumorgun verður
nágrenni staðarins skoðað og m.
a. komið að Reykhólum. Eftir
hádegi verður lagt af stað til
Reykjavíkur og komið þangað
um kvöldið.
Heimdellingar eru eindregið
hvattir til# að taka þátt í þessari
fjölbreyttu ferð og tilkynna þátt-
töku sína sem allra fyrst og ekki
síðar en í dag.
Þess skal getið, að aðeins tak-
markaður fjlödi getur farið í
þessa ferð. Allar upplýsingar um
ferðina eru gefnar á skrifsfofu
félagsins í Valhöll við Suðurgötu
frá kl. 10—7, í síma 7103.
ÞAÐ var sérstaklega ánægjuleg-
ur dagur í Reykjavík í gær. ■
Hvert sem litið var, ríkti gleði
og út úr hverju andliti skein
ánægja. Og hvað var það, sem
olli þessu: Hlýjasti og sólríkasti
dagurinn á sumrinu, sögðu allir.
Blessuð júnísólin hellti heitum
geislum sínum af heiðríkum
himni, svo hvergi sá skýhnoðra.
Allir voru í sannkölluðu sólskins
skapi. Alls staðar voru börnin
snöggklædd að leik, og í görðun-
um, t. d. Hljómskálagarðinum,
var komið með börn úr Grænu-
borg til þess að þau gætu
notið veðurblíðunnar. — í
grasbollunum, þar sem grasið
var óbælt, stóðu fallegir fíflar
teinréttir í sólinni. Meira að segja
suður í Nauthólsvík var slangur
af fólki í gær. Verkamenn voru
snöggklæddir við vinnu sína, og
undir kvöldið voru þeir orðnir
rauðir sem karfar á skrokkinn.
Þeir sem ’klæddu af sér‘ sumar-
blíðuna, sögðu við hina: Þið mun-
uð eiga órólega nótt fyrir hönd-
um, því það er ekki með
öllu óþægindalaust að leggjast út
af svona á sig kominn. Búðar-
stúlkurnar gripu hvert tækifæri,
sem gafst til að stinga nefinu út
í sólina, — og er vinnunni lauk,
hópaðist fólk í Sundlaugarnar og
Sundhöllina, til þess að njóta
kvöldsólarinnar, sem enn skein
glatt. ,
Um 6000 manns hafa gleymt sér
í GÆRDAG spurðist Morgun-
blaðið fyrir um það í Heilsu
verndarstöðinni hversu áfram
miðaði síðari bólusetningunni
gegn mænuveikinni, sem stað-
ið hefur yfir undanfarið.
Það er sannast mála,
að henni miðar eiginlega
ekkert áfram. Það er engu lík-
ara en fólk hafi gleymt því,
að fnumbólusetningin nægir
ekki, heldur þarf það að koma
aftur og siðan í þriðja skipt-
ið að ári liðnu, til þess að um
fullkomna mænsóttarbólusetn
ingu sé að ræða.
Hjúkrunarkonur Heilsni-
verndarstöðvarinnar fara í
sumarleyfi um miðjan þennan
mánuð, og fyrir þann tíma
Belgar unnu íslendinga
með 8:3
í GÆR léku íslendingar lands-
leik í knattspyrnu við Belga og
fóru leikar þannig að Belgar
sigruðu með 8 mörkum gegn 3.
Voru þau úrslit svipuð því sem
menn hér heima höfðu búizt við.
Leikurinn fór fram í Brússel, á
Haysel leikvanginum, en það er
mjög stór og glæsilegur völlur
og rúmast þar um 70.000 manns á
áhorfendasvæði. Leikurinn fór
fram kl. 6.30 eftir staðartíma,
5.30 eftir ísl. tíma og voru áhorf-
endur 10.000. Fyrir leikinn spáðu
belgisku blöðin glæsilegum sigri
Belga, einkum eftir að úrslitin
við Frakka voru kunn.
Belgar gerðu 7 mörk í fyrri
hálfleik, en íslendingar 1 mark I
en Belgar 1 og Islendingar tvö í
þeim seinni. Mörkin gerðu þeir
Ríkharður Jónsson og Þórður
Þórðarson. Helgi Daníelsson
markvörður meiddist í leiknum
við Frakka og lék Björgvin Her-
mannsson í hans stað.
Þess má geta að þegar Frakkar
léku nýlega landsleik við Belga
í Frakklandi sigruðu þeir með
6:3. Belgar þykja harðir knatt-
spyrnumenn og kappsfullir, og
eru því oft nefndir „rauðu djöfl-
amir“.
í dag halda íslenzku knatt-
spyrnumennirnir til London og
koma heim á föstudagskvöld.
verður annarri bólusetning.
unni að vera lokið.
Fram til 15. þessa mánað-
að verða að koma til annarrar
bólusetningar um 6000 manns,
sem virðast gjörsamlega hafa
gleymt sér.
Vinningar 5ÍBS
í GÆR var dregið í 6. flokki Vöru
happdrættis S.Í.B.S. — Dregið
var um 350 vinninga að fjárhæð
460 þúsund krónur alls.
Þessi númer hlutu hæstu vinn-
ingana:
100 þús. kr.
39538 (selt á ísafirði).
50 þús. kr.
38322 (selt í Aust. 9)
10 þús. kr.
7889 26921 30603 36531 36775
44135 45035 53133
5 þús. kr.
3447 10903 15271 31876 33094
43626 50458 51532 64374 64565
(Birt án ábyrgðar.)
Flugfreyjur fá kjarabœtur
er nema 6% kauphœkkun
SAMNINGAR hafa tekizt milli flugfreyja og flugfélag-
anna um kaup og kjör þeirra. Eru þetta fyrstu heild-
arsamningarnir sem Flugfreyjufélag Islands gerir síðan það
var stofnað. Ekki er um beina kauphækkun að ræða heldur
lagfæringu og samræmingu á kjörum flugfreyjanna, sem
munu nema rúmlega 6% kauphækkun.
Samningar þessir, sem nú hafa verið gerðir milli flugfreyja
og flugfélaganna gilda til 1. febrúar 1960, sem samningar
annarra flugliða. Áður voru kjör flugfreyjanna dálítið
mismunandi eftir því hjá hvoru flugfélaganna þær störfuðu.
Nú hefir þetta verið samræmt og ná heildarltjör til þeirra
allra.
Mánaðarkaup helzt óbreytt, en flugstundaþóknun hækk-
ar nokkuð. Eftir 6 mánaða starf hækkar hún úr kr. 1.50
í kr. 3.00 og eftir tveggja ára starf í kr. 3.50. Flugfreyjur
fá eftirleiðis einkennisbúninga einu sinni á ári, en áður
fengu þær búninga aðeins annað hvert ár.
Ýmis önnur smærri atriði voru einnig lagfærð i samn-
ingunum til hagsbóta fyrir flugfreyjurnar. Má ætla að
kjarabætur þær sem fengizt hafa með nýju samningunum
nemi rúmlega 6% kauphækkun.