Morgunblaðið - 16.06.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.06.1957, Qupperneq 3
Sunnudagur 16. júni 1967 MORGVNBLAÐIÐ s IIr verinu Togarornir TÍÐIN var ágset fram af fyrri viku, en um miðbik hennar gerði vestan storm, sem hafði það í för með sér, að miðin austan við Grænland, þar sem skipin hófu karfaveiðarnar, lokuðust alveg af ís. Rak ísinn yfir með feikna hraða, jafnvel 12 mílna. ís getur horfið þarna um þetta leyti jafn skjótt og hann kemur. Eitt skip, Hvalfell, hitti þarna í ágætan þorskafla, fékk 7 poka í „hali“. Þeir, sem voru heppn- astir, fylltu skip sín á 4—5 dög- um. ísinn er enn á syðri karfamið- unum við Austur-Grænland, en sum skipin leituðu lengra norður á bóginn og gátu þá lokið „túrn- um“, en önnur fóru á heimleið. Sum skipin fóru alla leið vestur fyrir Grænland í leit að karfa. Hjá skipum þeim, sem veiða í salt fyrir vestan Grænland, var tregt framan af fyrri viku, en hefur verið betra upp á síðkastið, og eru skip þau, er fyrst fóru, að fylla sig. Á heimamiðum var allgóður þorskafli út af Horni hjá sumum eins og Surprise, sem kom inn í vikunni með ágætan afla, en misjafn hefur hann verið eins og gengur og gerist. FISKLANDANIR voru óvenjumiklar fyrri viku, en aðeins 2 skip í síðustu viku: ’lúðu, við 35 kg. að þyngd, fengu tþeir þetta 5—6 slíkar lúður eftir yk klukkustundar tog, einnig ijnokkuð af sjaldgæfum fisktegund fum svo sem gjölnir, sem líkist )einna helzt lax í lögun. )fISKFORÐABÚR ÍSLENDINGA Halinn hefur um langt áraoil verið fiskforðabúr íslendinga, en Þórir Kr. Þórbarson, dósentz KRAFTUR GUÐS HÖLDUM nú áfram við Efesus- | afla, allt sækir þetta á og meat Geir 303 tn. 10. d. Marz 216 11 — Úranus 304 9 — Karlsefni 290 11 — Hallv. Fróðad. . 240 11 — Neptúnus 150 7 — Hvalfell 260 9 — Ing. Arnars 12 saltfiskur .. .. 124 12 — Egill Sk.gr.s 14 saltfiskur .. .. 119 12 — Jón forseti 124 9 — Askur 334 — 12 — Bdtarnir Undanfarna viku hefur verið reytingsafii á handfæri, komizt upp í 1000 kg á mann yfir dag- inn. Keflavík Tíðarfarið var gott hér sunnan lands í fyrri viku, norðlæg átt og hægviðri og mikill þurrkur, en í þessari viku brá til sunnanáttar með vætu. Afli var lítill hjá reknetjabát- unum í vikunni sem leið, hjá þeim 6—7 bátum, sem enn voru með reknet, þó fengust framan af þeirri viku 50—80 tunnur á bát og komst upp í 140 tunnur hjá einum, en síðari hluta vikunnar var enginn afli og heldur ekki í þessari viku, og tók síðasti bát- urinn upp netin í fyrradag. Síldin kom ekki nær yfirborð- inu 300 faðma, en það er allt of djúpt, til þess að hægt sé að veiða hana í net. Fjöldinn af þeim bátum, sem fara norður, fara í næstu viku fyrir og eftir 20. júní. Afcranes Ekkert aflast í reknet fyrri viku, og tóku allir upp netin í vikulokin. Síldin liggur við botn og hreyf- • ir sig ekki og er að öilum líkind- um að hrygna. Unnið er nú nótt og dag í bát- um þeim, er norður eiga að fara. Fara 17 bátar að þessu sinni, en 11 í fyrra. Akurey kom i dag af Græn- landsmiðum með fullfermi af salt fiski. Trillurnar afla ekkert. FISKILEIT BRIMNESS Nú eru komnar nokkru fyllri fréttir af fiskileit togarans Brim- ness. Það var 24. maí, sem skipið fann fyrst karfa út af Angmag- saglik, sem er við sólarhrings- siglingu frá Hvarfi fyrir norð- austan Jónsmið. Það verður ekki sagt, að þarna hafi verið um ný mið að ræða. Karfinn stoð þarna á litlu svæði. í fyrsta „halinu“ fengu þeir 3 poka eða 9 lestir, sem er ágætt eftir 40 mínútna tog. Þá létu þeir strax þau skip vita, sem eru í sama „kvótafélagi“ og Brimnes. Þá færðu þeir sig suðvestur eftir á Fylkismið og fengu þar ágætis afla fyrst, er þeir komu þar. En þarna fór brátt ís yfir svæðið, og urðu þeir að færa sig. norðaustur eftir. ís truflar þarna oft veiðar á vorin, þar sem hann er á reki suðvestur með landinu. Eftir að Brimnes fann þarna karfann, þyrptust skipin að og fengu þarna ágætan afla, sem kunnugt er. Eftir því sem menn kynnast betur víðáttu fiskimiðanna þarna við austur Grænland, verð- ur fiskivonin meiri. Slikar rann- sóknarferðir eru því hinar mikil- vægustu og þar að auki stórgróða lynd fyrir ríkissjóð, sem fær nú orðið sjálfsagt ekki minna en 35—40% tolltekjur af hverri krónu, sem fæst fýrir útflutn- ingsverðmæti, eða trúlega eina 50—60 aura miðað við hráefnis- kíió. TOGAÐ Á MIKLU DÝPI Brimnes reyndi mikið fyrir sér á mjög djúpu vatni, dýpra gn ís- lenzkir togarar almennt hafa tog- að á áður eða 390 faðma, oftast þó á 300—360 faðma dýpi. Reyndu þeir fyrir sér á þessu dýpi bæði fyrir sunnan og vestan land út af Víkurálum, en gaf ekki góða raun. Þótt allstaðar yrði vart, var fiskmagnið lítið. Urðu þeir þarna varir við stóra nú er fiskur farinn mjög að minnka þar, eins og einna gleggt kom fram í vetur. Það er allí, sem bendir til þess, að miðin við Græn land verði aðalfiskmið íslendinga í náinni framtíð, bæði hvað karfa og þrosks, snertir. Það er einnig mjg trúlegt, að íslendingar sæki þangað á vélbátum af stæðinni 200—300 lestir, sem þeir koma nú til með að eignast meira af á næstunni, en hingað til hefur ver- ið mjög lítið um skip af þeirri stærð. Það er ætlunin, að Brimnes fari aftur í fiskileit um miðjan mánuðinn og þá sjálfsagt einnig til Grænlands. Er það vissulega mikilvægt. Miðin eru þar enn tiltölulega lítt könnuð af íslend- ingum og kort ófullkomin. Skip- stjóri verður væntanlega áfram hinn sami, Sæmundur Auðuns- son. LÁGT FISKVERÐ í árbyrjun var lágmarksverð af numið á fiski í Vestur-Þýzka- landi. 206 togarar eru meðal þátt- takenda í fiskveiðum Þjóðverja, og hefur í vor borizt mjög mikið að af fiski og verðið verið ótrú- lega lágt, t.d. hefur verð á ufsa verið öllu lægra en hér heima eða innan við 60 aura kg. Verð á ýsu hefur verið enn lægra. Útgerðarmenn ráðgera nú að binda eitthvað af skipum sínum. Einnig er kunnugt um, að 6 skip hafa tekið að veiða í salt til lönd- unar í Portúgal. Þjóðverjar telja sig ekki frekar en aðrir geta hald ið skipum sínum úti með stór- felldu tapi. MIKIL DRAGNÓTAVEIÐI Það voru dragnótaskip, sem lögðu á land 44% af öllum nýjum fiski í Skotlandi á s.l. ári. PÓLVERJAR KAUPA MIKLA FREÐSÍLD Nýlega hafa Pólverjum verið seld 2500 tonn af frosinni síld, 400 tonn verða vorsíld og hitt haustveidd Faxasíld. Er þetta mjög mikilvæg sala fyrir rek- netaútgerðina sunnanlands. Pól- verjar keyptu líka síldarmagn á s.l. ári. bréfið, þar sem frá var horfið síðast. I síðari hluta fyrsta kapí- tulans talar Páll um kraft Guðs í lífi manna, um sigurmátt trúar- innar, sem megnar að umbreyta lífi voru, gjöra það sterkt og heilt. Hann talar um þá speki, sem gjör- ir oss kleift að sjá til botns í sjálf- um oss til fjalla í ríki andans, að sjá tign þess takmarks, er hann hefir sett oss og þann sálarstyrk og andans mátt, sem stendur oss til boða, viljum vér aðeins þiggja hann. Páll skrifar: Hefi ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir yður, er ég minnist yðar í bænum mínum, oö biðja Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið gjorþekkt hann, og að upp lýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefir kallað ^ður til, hver ríki- dómur þeirrar dýrðar, sem hann ætlar oss að erfa meðal hinna hei- lögu, og hver hinn yfirgnæfandi I mikilleiki máttar hans gagnvart oss, sem trúum. Tvennt leggur Páll áherzlu á hér: speki og opinberun annars vegar og ríkidóm dýrðar Guðs og mikilleik máttar hans hins vegar. Hvoru tveggja er beint til ein- staklingsins. Honum á aí veitast speki og skilningur á ríkidómi og mætti Guðs, og í lífi hans á mikil- leiki máttar Guðs að verða auð- sær. Hverjum þeim manni, er vill sigrast á sjálfum sér, er skilning- urinn hin fyrst nauðsyn. Sá sem á við sjálfan sig að stríða (og hver á það ekki?), þarf fyrst að skilja eðli þeirrar freistni, sem hanr, bíður, og þeirra erfiðleika persónulífsins, sem hann á við að búa. Hann þarf að skilja sjálfan sig. Það er forn regla og orðuðu hinir fornu grísku heimspekingar hana svo: gnóþí seáton, eða þekktu sjálfan þig. En ekki er nóg að kynnast sjúk- dóminum, lækningaraðferðina þarf líka að þekkja. Hver maður fer að einhverju leyti og að einhverju marki úr skorðum á geðsmunum og geðlífi einhverntíma á ævinni og jafnvel endrum og eins. Þetta mál á því erindi til allra. Þreyta, vonbrigði, augnabliks vonleysi og uppgjöf, ástríða tveggja óskyldra Kvillar í kúm — Margar ær tvílemhdar, ollt upp í 90 prósent ú bæ — Vorverkum uð Ijúka MYKJUNESI, 10. júní. — Vorið hefur verið fremur kalt til þessa og hefur gengið á ýmsu með tíð- arfarið. Stundum hafa verið stór- rigningar, en aðra stundina hafa verið næturfrost. Síðustu vikuna hefur verið norðaustanátt og þurrkar, kalt í veðri og stundum allhvasst. Hinum venjulegu vorverkum er nú að mestu lokið, svo sen: að bera á túnin og setja í garða. Þá eru kýrnar komnar úr vetrar- prísundinni í fjósunum og farnar að vera úti fyrir nokkru. Svo til allir beita nú kúnum á tún, a.m.k. fram eftir sumrinu. Nokkuð hef- ur borið á kvillum í kúm frarn að þessu, t.d. drápust tvær kýr á einum bæ hér í sveit er þær komu út og sú þriðja var hætt komin. Talið er að taðan í íyrra hafi verið mjög steinefnasnauð og hefur það komið fram gagn- vart fénu síðarihluta vetrar og í vor. T.d. hafa verið þó nokkur brögð að því að ær fengju ein- hvers konar doða og hafa sumar drepist en aðrar verið læknaðar þannig að sprautað hefur verið í þær venjulegu kúakaikí. Helzt hafa það verið fallegustu ærnar er þannig hafa farið, en fé mun yfirleitt hafa verið vel fram gengið. Sauðburður er víðast hvar fyrir nokkru um garð genginn. Hefur hann gengið ærið misjafnt eins og oft vill verða. Á stöku stað hefur frétzt um mjög mik- inn lambadauða, en sums staðar hefur vart nokkurt lamb mis- farizt. Á fáum bæjum hefur þó, sem betur fer, verið um mikið tjón að ræða og yfir heildina lit- ið mun útkoman vera góð. Víða hefur verið mjög mikið tvílembt, svona frá hetrningi ánna og upp í % eða vel það En eftir því sem ég veit bezt mun metið vera hjá Karli Péturssyni, bónda á Skammbeinsstöðum. Hjá honum er 90% tvílembt og lifir allt. Verður það vissulega að teljast góð útkoma. Er þetta ann- að árið í röð, sem ærnar eru flestar tvílembdar hjá Karli. Á stöku stað hafa komið þrílembur, en ekki er það í stórum stíl. Góður gróður er nú kominn bæði á tún og úthaga og má gera ráð fyrir að sláttur hefjist síðari- hluta þessa mánaðar, ef tíð verð- ur hagstæð. Enda þótt vorverkum sé að mestu lokið er margháttuðum verkefnum að sinna við viðhald mannvirkja og búreksturinn sjálfan. Annars munu beinar framkvæmdir hjá bændum, t.d. við byggingar, ekki hafa verið í eins smáum stíl og nú síðan á kreppuárunum. Munu slíkar framkvæmdir verða sáralitlar í sumar hér í sýslu. Ekki stafar það af því að þörfin sé ekki fyrir hendi, enda þótt mikið hafi á- unnizt í þeim efnum, heldur staf- ar það af þeirri óvissu, sem ríkir í efnahagsmálunum, umbúða- laust, stjórnarfarinu í landinu. — H. G. þegar hæst er stefnt. Geðlif sitt þarf hver að gjör- þekkja en hann þarf eigi síður a4 gjörþekkja þá mynd, sem því er ætlað að hafa, fullkomnur.armynd þess. Að vera og að verða eru tvíl sjónawnið sama máls og má hvor- ugt annars missa við. Að verða það sem maður er í raun og veru eða ætti að vera, er takmark mannsins hið æðsta, því þá stefnir hann að því marki, sem Guð setti manninum í sköpuninni. Vegna þess segir Páll og biður Guð „að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið gjör- þekkt hann'f Að gjörþekkja Guð er að komast í samband við upp- sprettulind allrar heilbrigði. Sjúk dómurinn í hverri þeirri mynd, er hann birtist, er bein andstæða Guðs. Það §jáum vér bezt á frá- sögunum um líf Krists. Hvar sem hann kom, viku sjúkdómar «g dauði. Kraftaverk hans segja oss þá sögu, að þar sem Guð er, er allt heilt, heilbrigt, sælt og fagn- andi. Að gjörþekkja Guð er að eygja möguleikann að verða algerlega heill á sál og líkama, að lifa í eft- irvæntingu vonarinnar, trúarinn- ar, sem væntir Guðs hjálpar. Það er að ljúka upp hugskoti sínu fyrir Guði, er hann vill við oss tala, að segja fram bænarorð og ; ð vera hljóður fyrir Guði í senn, og að umvefja aðra menn kær- leika. Síðari þáttur þess máls, sem Páll flytur hér, er að mátÞ'r Guðs og dýrð Guðs hefji upp, auðgi og göfgi líf þess, sem trúir. Hann segir: „. . . svo að þér skiljið . . . hver hinn yfirgnæfandi mikilleiki máttar hans (er) gagnvart oss sem trúum“. Guð leiðir oss í allan sannleika um sjálfa oss, er oss Motnast „andi, speki og opinber- unar“, og er vér höfum komizt að raun um, hver Guð er, höfum vér jafnframt séð stórmerki hans í lífi voru, því það eitt að skilja hver Guð er, er stórmerki Guðs. En hver er þessi mikli Guðs máttur, sem vér getum veitt inn í líf vort? Páll svarar því, er hann heldur áfram: „En þetta ev sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn, sem hann lét koma fram á Kristi, er hann vakti hann frá dauðum". Sá kraftur Guðs, sem framkvæmdi kraftaverk upprisunnar, megnar að umbreyta lífi manna og hefir gert það í þúsund ár. Páll var sjálfur kallaður og honum snúið við á lífsbrautinni. Ágústínus hlýddi á kall Guðs, er hóf hann upp á tinda mikilmenna sögunn- ar. Lúther heyrði kallið og gafst upp fyrir Guði og lauk upp fyrir mætti Guðs, er gjörði líf hans eitt hið öflugasta og djarfasta, er um getur. Er kki líf séra HaH- gi'íms gleggstur vottur þess, er siguróður upprisunnar brýzt fram af mætti andans í miðjum hörm- um? Þetta reyndi Páll og reyna kristnir menn allra tíina þótt nöfn þeirra sé ekki að finna á spjöldum sögunnar. Sigurmáttur trúarinnar í lífi einstakljngsins. Það er fyrir- heitið og vort að þiggja. 4 luku burtfararprófi TÓNLISTARSKÓLANUM var sagt upp föstudaginn 31. maí. 147 nemendur voru innritaðir í skólann á vetrinum, 102 í undir- búningsdeild og 45 í framhalds- deild, 91 námsmær og 56 náms- sveinar og lögðu langflestir, eða 92 nemendur stund á píanóleik sem aðalnámsgrein. 25 námu fiðluleik, 11 söng, 11 tónfræði, 4 organleik.oooodo.. 4 organleik, 4 lærðu á klarinettu, 3 á knéfiðlu og 1 á trompet. Nokkrir nemendur höfðu tvær eða fleiri aðalnámsgreinar. 4 nemendur luku burtfararprófi, allir með mjög góðum vitnis- burði: Hildur Karlsdóttir *g Selma Gunnarsdóttir báðar í píanóleik sem aðalnámsgrein, Jón G. Þórarinsson í organleik sem aðalnámsgrein, og loks Atli Heimir Sveinsson, er lauk fulln- aðarprófi í píanóleik einvörð- Ungu. Prófdómendur voru frú Jórunn Viðar og Páll Kr. Páls- son organleikari. Opinberir nemendatónleikar voru haldnir að venju, og fóru þeir fram í Austurbæjarbíói, ea þar komu fram 20 nemendur 1 ýmsum greinum. Auk þess voru haldnir mánaðarlegir nemenda- tónleikar innan skólans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.