Morgunblaðið - 16.06.1957, Page 8

Morgunblaðið - 16.06.1957, Page 8
i MORCVNRT 4 Ð1Ð Sunnudagur 16. júní 1957 Á áttatÍLL ára afmæli ísafoldar- prentsmLÓju er fagnað stórmerku menningarstarfi hennar Björn Jónsson Ólafur Björnsson Herbert Sigmundsson Gunnar Einarsson Pétur Ólafsson Bjarni Benediktsson: ísafoldarprentsmiðja 80 ára í dag Um 2500 bókatitlar hata komih út á forlagi Isafoldar I' SAFOLDAR-prentsmiðja er áttatíu ára gömul í dag. Hún er með elztu atvinnufyrirtækjum hér í bæ. Við hana hefur mikill fjöldi manna starfað öll þessi ár, og hún hefur unnið þýðingar- mikið þjónustu-starf fyrir al- menning. En hún hefur einnig verið mikil menningarmiðstöð. Þar voru lengst af prentuð áhrifa- mestu blöð þjóðarinnar og þar hafa verið gefnar út margar góð- ar bækur, er hafa orðið til gagns, fróðleiks og skemmtunar fjölda manns, ungum sem gömlum. Á þann veg hefur einnig verið létt undir með mörgum rithöfundum og þeim gert auðveldara en ella að stunda störf sín. Upphafsmaður ísafoldarprent- smiðju var Björn Jónsson. Að honum kvað löngum meira en flestum eða öllum öðrum í stjórn málum þjóðarinnar og marghátt- aðri menningarviðleitni hennar. Þegar Björn tók við ráðherra- dómi, varð Ólafur sonur hans forstjóri fyrirtækisins. Hans naut skammt við, því að hann dó ung- ur að árum en bar með sér þann glæsibrag, er gerði hann hugljúf- an öllum, sem honum kynntust. Eftir Ólaf tóku við tveir dug- miklir framkvæmdarmenn, fyrst Herbert Sigmundsson og síðan Gunnar Einarsson. Herbert er látinn fyrir allmörgum árum og hafði áður hafið sinn eiginn rekst ur. Hann var maður vinsæll og vel virtur. Gunnar Einarsson er enn í fullu fjöri en hefur nú tekið við eigin fyrirtæki. Dugn- aður Gunnars er alþekktur og jók fyrirtækið mjög starfrækslu sína undir hans stjórn. Nú er forstaða fyrirtækisins á ný komin í ætt Björns Jónssonar. Pétur Ólafsson hefur tekið við henni. Pétur fetaði í fótspor föð- ur síns og afa og lagði í æsku stund á blaðamennsku. Til henn- ar hafði hann óvenju ríka hæfi- leika, svo sem engir þekkja bet- ur en aðstandendur þessa blaðs. Önnur störf kölluðu hann þó frá blaðamennskunni, nú síðast for- staða þessa mikla fyrirtækis. Er það allra von, að það megi enn eflast og dafna undir stjórn hans. Margir hafa ríka ástæðu til að þakka ísafoldarprentsmiðju á þessum tímamótum og enginn þó fremur en Morgunblaðið. Ólafur Björnsson var annar aðalstofn- andi blaðsins. í ísafoldarprent- smiðju hefur blaðið lengst af ver- ið prentað og gott samstarf við hana gerði blaðinu mögulegt að koma sér upp sinni eigin prent- smiðju. Úr húskynnum Isafoldar fór Morgunblaðið fyrst fyrir rösku ári. Að því ógleymdu, að vikuútgáfa Morgunblaðsins ber nafn ísafoldar hins fornfræga blaðs Björns Jónssonar og Ólafs sonar hans. Fyrir alla þessa sam- vinnu þakkar Morgunblaðið um leið og það árnar ísafoldarprent- smiðju heilla í framtíðinni. IDAG er fsafoldarprentsmiðja áttræð, stofnuð hinn 16. júní 1877. Við þann dag er miðað, vegna þess að þá kom út fyrsta tölublaðið af ísafold, sem prent- að var í ísafoldarprentsmiðju, en það hóf göngu sína undir forystu Björns Jónssonar, þegar hann kom heim frá Höfn 1874. f fyrstu var blaðið prentað í Landsprent- smiðjunni, en síðar lagði Björn Jónsson drög að því að eignast sína eigin prentsmiðju, sem ann- azt gæti útgáfu blaðsins. Björn Jónsson var, eins og kunnugt er, einn helzti forystumaður þjóð- arinnar á sínum tíma. Ekki sízt lagði hann mikið af mörkum til blaða og bókaútgáfu og lagði grundvöllinn að prentsmiðjunni, sem hann stjórnaði sjálfur í meira en þrjátíu ár, eða þar til hann varð ráðherra 1909. Það ár hætti hann einnig ritstjórn ísa- foldar og tók Ólafur sonur hans við henni og prentsmiðjunni. Var hann síðan ritstjóri blaðsins þar til 1919. Árið 1913 stofnaði hann Morgunblaðið ásamt Vilhjálmi Finsen. — Þess má geta hér, að ísafold, hið gamla blað Björns Jónssonar, hefir, eins og kunnugt er, komið út óslitið allt frá stofn- un þess og fram á þennan dag, að undanskildum nokkrum árum, þegar Þorsteinn Gíslason var rit- stjóri. Mbl. Þau ár féll útgáfa ísafoldar niður, en Lögrétta kom í hennar stað. 13 ARKIR Fyrstu ár prentsmiðjunnar voru afköst hennar í setningu um 13 arkir (um 200 s.) á mán.) Nú er hægt að setja jafnmikið í prent smiðjunni á einum degi eða skemmri tíma, enda eru nú í prentsmiðjunni átta setjaravélar og margar nýtízku prentvélar, auk annarra véla. Það þótti mikl- um tíðindum sæta, þegar Björn Jónsson keypti á tuttugu ára af- mæli prentsmiðjunnar hrað- pressu, sem knúin var af stein- olíumótor og „eyddi ekki nema einum lítra á klukkustund“. MIKIL BÓKAÚTGÁFA Fyrsta áratuginn var prent- smiðjan í svokölluðu „Doktors- húsi“ (Aðalstræti 9), en árið 1886 hafði Björn Jónsson lokið við að reisa Austurstræti 8 og flutti prentsmiðjuna þangað. Var hún þar til ársins 1943, er hún var flutt í núverandi húsakynni að Þingholtsstræti 5. — Strax á fyrstu árum prentsmiðjunnar hóf Björn nokkra bókaútgáfu og voru fyrstu bækurnar, sem út voru gefnar: Dýrafræði eftir Benedikt Gröndal, „með 88 myndum", tæpar 200 blaðsíður, verð kr. 2.25, og Steinafræði eftir sama höfund. Dýrafræðin kom út snemma árs 1878. Þess má geta hér til gamans, að í það mund kostaði 10 arka bók (160 síður) kr. 1.50 óbundin, en kr. 1.75 í bandi. — Bókaútgáfan jókst eft- ir því sem árin liðu, svo að ára- tug eftir stofnun prentsmiðjunn- ar höfðu 106 bækur komið út á forlagi ísafoldar. Það mun láta nærri, að ísafoldarprentsmiðja hafi gefið út um 2500 bókatitla á þessum áttatíu árum, sem lið- in eru frá stofnun hennar. For- lagið hefir gefið út margar stór- merkar bækur, heildarútgáfur á ritum Jónasar Hallgrímssonar, Bólu-Hjálmars, Sig. Breiðfjörðs, Ben. Gröndals, Einars Benedikts- sonar, Nonna og Matthíasar Jochumssonar, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Þá má og nefna ísl. úrvalsljóð, Sögur ísafoldar, Þjóðsagnasöfn Guðna Jónssonar o. fl. o. fl. í undirbúningi er heild arútgáfa af verkum Þorsteins Erlingssonar. ----o---- ITILEFNI af áttræðisafmælinu koma út hjá ísafold margar bækur. Má þar nefna m.a. síðara bindið af ljóðmælum Matthíasar og þriðja og síðasta bindið af Sögum herlæknisins. Komin er út fslenzk-dönsk orðabók eftir Ágúst Sigurðsson og í haust er væntanleg Dönsk-íslenzk orða- bók, um 1200 blaðsíður. Annast Ágúst útgáfuna, sem er að nokkru leyti endursaínin upp úr orðabók Freysteins Gunnarsson- ar. í haust eru einnig væntanleg tvö hefti af Kauðskinnu Jóns Thorarensens (lokabindin), — lokabindin í heildarútgáfunni af ritverkum Nonna, en í nóvember n.k. eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. — Undanfarna daga hafa komið út hjá forlagi ísafoldar sjö bækur: Gulu bækurnar svo- nefndu, fjórar skáldsögur eftir nafnkunna erlenda höfunda. Með al þeirra er metsölubók brezku skáldkonunnar Daphne du Maur- ier, Fórnarlambið, (The Scape- goat), í þýðingu Hersteins Páls- sonar. Aðrar bækur, sem komnar eru út í þessum flokki, eru: Morð inginn og hinn myrti, eftir Hugh Walpole (í þýð. Sig. Haralz), Snjór í sorg, eftir Henry Troyat (í þýð. Herst. Pálssonar) og Cata- lína, eftir Maugham (í þýð. And- résar Björnssonar). Nokkrar aðrar bækur í þessum flokki eru væntanlegar í næsta mánuði. — Þá má geta þess, að í haust koma út nokkrar bækur eftir ísl. höf- unda í sérstökum bókaflokki og má þar nefna skáldsögur 'eftir Guðmund L. Friðfinnsson, Guð- mund Daníelsson og Sigurð Helga son. Þá má geta þjóðsagnasafns Guðna Jónssqnar „fslenzkir sagn- þættir og þjóðsögur“, sem nú fæst í heild, með því að fyrstu bindin hafa verið prentuð af nýju. Loks má svo geta tveggja merkra bóka, sem út koma á næstunni: eru það ný útgáfa af ísland í myndum, sem Jón Ey- þórsson hefir séð um (í bókinni Úr vélasal. — Tveir starfsmenn prentsmiðjunnar ásamt Jóni Eyþórssyni, sem sér um útgáfu hinnar nýju glæsilegu myndabókar, sem ísafoldarprentsmiðja er að senda frá sér um þessar mundir: ísland í myndum. I bókinni eru margar mjög fallegar og sérkennilegar myndir. Formáli eftir Jón er bæði á íslenzku og ensku. ísafoldarprentsmiðja er nú til húsa að Þingholtsstræti 5 hér í bæ, en þangað flutti hún úr gamla húsinu í Austurstræti. — I Þing- holtsstræti 5 eru hin vistlegustu húsakynni, en þau eru undirstaða þess, að jafnstórvirkt fyrirtæki og ísafoldarprentsmiðja geti haldið uppi viðunandi starfsemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.