Morgunblaðið - 16.06.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1957, Blaðsíða 10
10 MORGTJTSTtLAmn Sunnudagur 1G. iúní 1957 t1T|pl#IwÍ Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Síml 1600. Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr 1.50 eintakið. Dagur sögu og gleði ÞEGAR um það er rætt til hvers 17. júní sé haldinn há- tíðlegur, verður það jafnað- arlega fyrst fyrir, að þá sé minnst sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og endurheimt fullkomins stjórnarfarslegs frelsis hennar, sem var á- vöxtur þeirrar baráttu. En það má líka segja að dagur- inn sé til að minnast lands og þjóðar á víðtækari hátt. Loks er dagurinn almennur hátíðis- og gleðidagur allra landsmanna og hefur að því leyti sjálfstætt gildi, hvað sem hinu upprunalega til- efni líður. Þá fá menn tæki- færi til að safnast saman á sumardegi, gleðjast sameig- inlega og skemmta sér. Ung- ir og gamlir eiga þar sam- leið. Það er gott að eiga slík- an dag. Hann skapar endur- minningar, jafnframt því sem hann rifjar upp hið liðna í huga þeirra, sem eru orðnir eldri. Sú kynslóð, sem lifði bar- áttu Jóns Sigurðssonar og samherja hans, má nú kall- ast liðin undir lok. Sá tími heyrir nú sögunni einni til. Þeim fækkar einnig óðum, sem muna og tóku á virkan hátt þátt í þeim kafla sjálf- stæðisbaráttunnar, sem tók við eftir daga forsetans og lauk með fullveldisviður- kenningunni, sem tengd er við 1- desember 1918. Þeir, sem muna þriðja þáttinn, sem þá tók við og endaði hinn 17. júní 1944 eru enn fjölmargir. Segja má að það tímabil, þegar menn eins og Hannes Hafstein, Björn Jónsson, Valtýr Guðmunds- son og Landvarnarmennirn- ir settu svip á frelsisbarátt- una, sé á mörkum samtíðar og sögu að því leyti, sem þeim fækkar sífelt, sem lifðu þann tíma. En loka- kaflinn, milli þess að fáninn var dreginn að hún á stjórn- arráðshúsinu í Reykjavík 1. desember 1918 og til þess að hann blakti yfir Þingvöllum 17. júní 1944, er svo að segja, hluti af samtíðinni. En því má ekki gleyma að nú rís óðum í landinu mjög fjölmenn kynslóð, sem ekkert man af þessu úr lífi sjálfrar sín, kynslóð, sem ekkert fylgdist með þeim at- burðum, sem tengdir eru sjálfstæðisbaráttunni og muna ekki einu sinni eftir 17. júní 1944. Og þessi kyn- slóð erfir land og ríki fyr en varir, en hinir hverfa. í augum þessarar kynslóðar má vel vera, að 17- júní fái annan svip en meðal hinna, sem muna lengra aftur. Hætt er við að dagurinn missi smátt og smátt hinn sérstaka, sögulega blæ í aug um þessa fólks, en verði fyrst og fremst eða jafnvel nær eingöngu hátíðar- og gleðidagur án lifandi tengsla við fortíðina. Ef svo færi væri mikið misst, dag- urinn hefði þá tapað sam- henginu við upphaf sitt og væri orðinn breyttur. Við þessu verður vafalaust ekki gert, hinn sögulegi ljómi hlýtur að blikna með nýjum kynslóðum. Þannig fer ætíð en þó má vafalaust ýmislegt gera til að minna nýjar kyn- slóðir stöðugt á sögu dags- ins. Meðal þess eru söguleg- ar sýningar, sögulegar út- varpsdagskrár, kvikmyndir og annað slíkt, sem nútíma- tækni leyfir. Hér er líka um að ræða verkefni fyrir skól- ana. Þar, sem uppfræðsla æskunnar fer fram, er hæg- ast um vik að brúa bilið milli fortíðar og nútíðar. Sýnileg- ar menjar liðins tíma eru fáar en þó er einnig ýmis- legt til í því efni, sem styðj- ast má við. Þetta er mál framtíðarinnar, því enn er svo mörgum saga dagsins í fersku minni. En bráðlega kemur að því að það þarf að rifja hana upp fyrir alla. ★ En jafnvel þó að að því komi að þessi dagur verði ekki sögulegur á sama hátt og var, þá verður hann jafn- an gleðidagur, þjóðhátíðar- dagur, hinn eini dagur, sem heitir því nafni og er það- Við höfum aðeins átt 'slíkan dag í fá ár. En við þurfum að vernda hann, varðveita helgi hans og hreinleika. Því þessi dagur er sannar- lega dýrmæt eign. ÚR HEIMI I _________j BM - ungur og alhliha forsætisráhherra M, aurice Bourges-Mau- noury, hinn nýi foi-sætisráðherra Frakka, ber nafn, sem er erfitt bæði í framburði og réttritun. Það er ekki sérlega heppilegt fyrir stjórnarleiðtoga, sem er í fréttum blaða eða útvarps svo að segja l aglega. Hafa blöðin því tekið upp sama ráð og notað var, þegar Pierre Mendes-France var forsæt- isráðherra. Þá var hann kallaður (og kallaði sig jafnvel sjálfur) einfaldlega PMF. Nú nefna París- arblöðin hinn nýja forsætisráð- herra einungis BM, en undir því nafni gekk hann í síðari heim- styrjöld. BM er smávaxinn mað ur og dökkur yfirlitum. Hann var upprunalega f jármálasérfræðing- ur og tók próf frá háskóla, sem útskrifað hefur marga afburða- menn, nefnilega l’Ecole Polytecn- nique. Hann er aðeins 42 ára að aldri og þannig yngsti forsætisráð- herra, sem Frakkar hafa átt síð- an árið 1883. En hann er hins veg- ar ekki yngsti meðlimur ríkis- stjórnarinnar, sem hefur óvenju- lágan meðalaldur (49 ár) af franskri stjórn að vera. Yngstur er nýi f jármálaráðherrann, 37 ára gamall. Þess má geta hér, að með tilliti til f jármálaástandsins í Frakklandi, sem er vægast sagt ískyggilegt, ber fjármálaráðherr- ann beint viðeigandi nafn. Hann heitir Gaillard, sem útleggst á ís- lenzku „galgopi". mt að voru stríðið og and- spyrnuhreyfingin franska, sem greiddu BM götu inn í stjórn- málalífið. Hann gekk snemma í lið með de Gaulle hershöfðingja í London og fór fjölmargar lífs- hættulegar sendiferðir til Frakk- lands, sem þá var í höndum Þjóð- verja. Þar skipulagði hann deildir í andspyrnuhreyfingunni. Jr að var í einni slíkri för, sem hann hitti tilvonandi konu sína í fyrsta sinn. Hún hélt uppi sambandi milli tveggja and- spyrnuflokka, og var það lífs- hættulegt verk. Árið 1944 var BM útnefndur staðgengill de Gaulles í Frakklandi, og var 1 ann sendur í fallhlíf tii svæðisins, sem hann átti að hafa stjórn yfir. Eftir styrjöldina kastaði hann sér út í stjórnmálin og fylgdi Róttæka flokknum að málum. Var hann kosinn á þing árið 1946. íðan hefur ferill hans verið allt að því ævintýralegur. Hann hefur verið ráðherra í ekki færri en 11 ríikisstjórnum á síð- ustu 10 árum, og nú er hann orð- ínn forsætisráðherra. Hafi nokkur franskur ráðherra aflað sér al- hliða reynslu, áður en hann tók við stjórnartaumum, má segja að BM hafi gert það. Á síðustu 10 árum hefur hann verið yfirmaður flestra mikilvægra ráðuneyta inn- an frönsku stjórnarinnar. ríkisstjórn Mollets var BM landvarnaráðherra og átti mestan þátt í skipulagningu land- göngunnar í Port Said, en það virðist ekki hafa valdið honum og gengi hans neinu verulegu tjóni. * Hann hefur verið Mollet mjög tryggur samstarfsmaður, og gekk það jafnvel svo langt, að hann sagði skilið við flokksbróður sinn, Mendes-France, þegar hinn síðar nefndi hóf hatramar árásir á Mollet fyrir stefnu hans í Alsír fyrir rúmum mánuði. BMh hefur átt ýmsum öðrum erfiðleikum að mæta. Þeg- ar hann var landvarnaráðherra, sýndi hann hernum fullkomna holl ustu, þegar hann varð fyrir miklu aðkasti i'yrir nokkrum mánuðum í sambandi við grimmilegar bar- dagaaðferðir herjanna í Alsír. Bourges-Maunoury Þessi samstaða BM við herinn leiddi til þess, að margir vinstri menn, sem hann lítur á sem skoð- anabræður sína, snerust öndverðir gegn honum. kjagt er, að Parísarblöð- unum þyki leitt til þess að vita, að BM hefur engin einka-áhuga- mál, sem gætu gefið persónuleik hans aukinn lit í augum fjöldans. Hann er mjög blátt áfram maður og hörkuduglegur til vinnu. Um hann leikur ekki hið fagurfræði- lega eða náandlega andrúmsloft, sem svo oft leikur um franska stjórnmálamenn af gamla skólan- um. 1 frístundum sínum kýs hann helzt að leika tennis, enda er hann mjög leikinn 1 þeirri íþrótt og hef- "ir tekið þátt í mörgum tennis- kappleikum, sem háðir hafa verið milli þjóðþinganna. Hefur hann t.d. unnið bezta tennisleikarann í neðri málstofu brezka þingsins. Guðrtkn Árnadóttir frá Lundi sjötiu ára SAUÐÁRKRÓKI 4. júní: — Þann 3. júní sl. var sjötug skáldkonan Guðrún Árnadóttir frá Lundi. — Frú Guðrún er fædd 3. júní 1887, að Lundi í Fljótum. Árið 1910 giftist hún Jóni Þor- finnssyni trésmið á Sauðárkróki og hófu þau búskap í Bólstaðar- hlíð í A.-Húnavatnssýslu. Síðar FjársÖfnun til björgunar- . skútu Ausfurlands bjuggu þau í Þverárdal 2 ár, Breiðabólstöðum 1 ár, Valbjörg- um 7 ár, Morlandi á Skaga 18 ár, en þaðan fluttust þau til Sauð árkróks. Þau hjón eignuðust 3 börn: Hilmar Angantýr, búsettan í Grindavík, Freystein Ástvald og Maren Baldvin, bæði búsett í Reykjavík. Árið 1946 byrjaði Guðrún aS rita skáldsögur: Dalalíf: 1. Æskuleikir og ástir 1946. 2. Alvara og sorgir 1947. 3. Tæpar leiðir 1948. 4. Laun synd arinnar 1949. 5. Logn að kvöldi 1950. Sjómannadagurinn á Seyðis- firði gefur kr. 5.000.00 í sjóðinn. NÚ ÞEGAR hið myndarlega og vandaða björgunarskip ÍNorður- lands, Albert, er að verða full- búið til að hefja sitt þýðingar- mikla starf, er vaknaður mikill áhugi meðal Austfirðinga fyrir fjársöfnun til björgunarskipa fyr- ir Austfirði. Það var á 8. lands- þingi Slysavarnafélagsins sem samþykkt var tillaga frá slysa- varnadeildinni Báru Djúpavogi um, „að hafinn verði undirbún- ingur að söfnun i björgunarskútu Austurlands“. Slysavarnafélag íslands skrif- aði svo öllum félagsdeiidum á Austfjörðum og hvatti þær til þess að hafa almenna samvinnu og kjósa sér framkvæmdanefnd. Undirtektir um þetta mál hafa verið mjög góðar. Slysavarna- deildir kvenna í Neskaupstað og á Eskifirði hafa komið sér samari um að vinna að undirbúningi málsins í sameiningu, en ráðgert ei að allir fulltrúar austfirzku deildanna, er mæta á 9. lands- þingi Slysavarnafélagssins verði jafnframt fulltrúar deildanna til að skipuleggja samstarfið við söfnun til austfi^zku björgunar- skútunnar og eitt aðalverkefni næsta landsþings félagsins verður að vinna að undirbúningi þessa máls meðal annars. Það eru slysavarnakonurnar, sem fyrst hreyfðu þessu máli og þær einnig líklegastar til að færa þetta mikla nauðsynjamál fram til sigurs og nú hafa sjómennirnir á Seyðisfirði rétt þeim sína Srf- andi hönd. f gær kom Árni Vil- hjálmsson frá Seyðisfirði á skrif- stofu Slysavarnafélagssins og af- henti fimm þúsund krónur í björg unarskútusjóð Austfjarða frá sjó mannadeginum á Seyðisfirði. Stjórn Slysavarnafélagsins og slysavarnadeildir Austfjarða færa Seyðfirðingum innlegar þakkir fyrir þetta framlag þeirra. Afdalabarn 1950. Kvöldgeislar 1950. Utan af sjó 1951. Tendadóttirin: I. Á krossgötum 1952. II. Hrundar vörður 1953. III. Sæla sveitarinnar 1954. — Þar sem brimaldan brotnar 1955. Römm er sú taug 1956. Af þessari upptalningu verður séð að Guðrún hefir verið ótrú- lega afkastamikið skáld og bæk- ur hennar hafa hlotið slíkar vin- sældir að til fádæma heyrir, enda vitnar sala bókanna þar gleggst um. Þáð hlýtur að vera gleðiefni hverjum bókunnandi manni, sem þekkir Guðrúnu og hefir átt tal við hana á þessum tímamótum í lífi hennar að engin sjást þar elli- mörkin og því mikil ástæða til að vona að mega eiga þess kost að lesa enn margar óskrifaðar bækur eftir Guðrún frá Lundi. Mikill fjöldi vina og ættingja heimsótti frú Guðrúnu á afmæl- inu, á hinu litla kyrrláta heimili þeirra hjóna að Freyjugötu 5, Sauðárkróki. — jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.