Morgunblaðið - 16.06.1957, Page 11

Morgunblaðið - 16.06.1957, Page 11
Sunnudagur 16. júní 1957 MoncvnnT 4fíiÐ 11 Reykjavíkurbréf: Laugardagur 15 júnl \ irSulegiir gleðidag - Límmæii Péturs - ur - Nýr rektor - Kosnmgaúrslitin í Kanada - Tengsli fslands og Kanada Talað tungum tveim - Yesaldómiir Ivarls -Kommunistar nota sér sjálfir eig- in vesöld - Tíminn og Kanadakosningarnar - Stefnuíesta Eysteins - Lágmarkskröfur - Hegg- ur nærri sjálfum sér Virðulegur gleðidagur NÝR 17. júní gengur nú í garð. Um allt land búast menn hátíða- búningi og fegra umhverfi sitt eftir föngum. í þéttbýlinu et víða komið fyrir ýmis konar skreyt- ingu, góðir menn minnast dagsins í ræðum og á annan hátt, en loks tekur gleðin við, með æskuna í broddi fylkingar og þá er stiginn dans. Það hefur verið mikið fagnað- arefni hve 17. júní hefur að jafn- aði verið haldinn virðulega há- tíðlegur, ef svo má orða það. Lítið hefur borið á óreglu og ólátum. Menn hafa fundið að slíkt hæfir ekki þessum degi, sem nú rennur upp. Allir eiga að taka höndum saman um að gera dag- inn sem virðulegastan, hátíðleg- astan og gleðilegastan fyrir sjálfa sig og aðra og þannig á það að vera á þesum nýja degi og öllum slíkum dögum framtíðarinnar. Nýr rektor KRISTINN ÁRMANNSSON hef- ur nú verið skipaður rektor Menntaskólans í Reykjavík. — Rektorsembættið er eitt af elztu, virðulegustu og þýðingarmestu embættum landsins. Kristinn Ar- mannssön er vel að því kominn. Hann er maður vel að sér og hefur allan sinn starfstíma unn- ið við Menntaskólann. Oft hef- ur hann gengt rektorsstörfum í forföllum hins skipaða rektors. Hæverska hans, lipurð og góð- vild er við brugðið. Hann hefur ti) að bera þá eiginleika, sem þeir hafa verið gæddir, er rekt- orsstarfið hefur farið bezt úr hendi. Gamlir nemendur Krist- ins rektors og allir unnendur Menntaskólans sameinast um að óska hinum nýja rektor og skóla hans heilla á þessum tímamót- um. Kosningaúrslitin í Kanada KOSNINGAÚRSLITIN í Kanada vekja alheimsathygli. Vestur-ís- lendingar, sem voru hér á ferð fyrir skömmu og fylgjast vel með, töldu sigur gömlu stjórnar- innar vísan. Sama var að sjá af heimsblöðunum. Sagt var þó í síðustu fregnum, að stjórnin ætti í meiri erfiðleikum en menn höfðu búizt við. Var því ráðgert, að meirihluti hennar á þingi yrði minni en áður, en að hún héldi velli. Hér kom enn fram, sem marg- reynt er, að engin getur með vissu sagt fyrir úrslit kosninga. Úrslitin eru ætíð óviss þangað til búið er að telja atkvæðin. Forystumenn frjálslynda flokksins í Kanada eru mjög mikilhæfir nienn. Á það bæði við um forsætisráðherrann, sem ver- ið hefur St. Laurent og utanríkis- ráðherrann Lester Pearson. Hann hefur nú um margra ára bil þótt einna tillagnabeztur á alþjóða- þingum og hefur unnið sér og þjóð sinni sívaxandi álit. Hann er í hópi nokkurra stjórnmála- manna frá hinum „minni“ þjóð- um, sem almennrar viðurkenn- ingar njóta. í þeim hópi eru auk hans menn eins og Spaak frá Belgíu og Lange frá Noregi. Má nú búast við því, að Pearson hverfi um sinn af alþjóðavett- vangi og er ekki um það að fást, því að sá er gangur lífsins. Fyrir íslendinga er það sérstakt tjón, því að Pearson er einn þeirra stjórnmálamanna, sem gert hafa sér far um að setja sig inn í mál- efni okkar. Kom hann og hingað í opinbera heimsókn á síðastl. hausti eins og mönnum mun í minni. Hann hafði áður komið snöggvast til Reykjavíkur eins og forsætisráðherrann St. Laurent hafði einnig gert. Tengsli íslands og Kanada FYRIR okkur íslendinga skipta atburðir í Kanada meira máli en framvindan í flestum löndum öðrum. í Kanada er tiltölulega stór hópur af íslenzku bergi brot- inn, sem lætur sér /.nnt um þjóð- arhag okkar. Kemur það t. d. fagurlega fram í því að enn senda Vestur-íslendingar nær hvert einasta ár fulltrúa á aðalfund Eimskipafélags íslands. Önnur enn raunhæfari bönd tengja löndin þó saman. Kanada- menn, þeir, er vit hafa á, telja, að landi sínu og þjóð væri mikill háski búinn, ef árásaraðili næði fótfestu á Íslandi. Þess vegna telja þeir, að öruggar varnir landsins séu sér mikils virði. — Fram hjá þeim sameiginlegu vandamálum, sem af þessari staðreynd spretta, verður ekki komizt. Til þess að ráða fram úr þeim og öðrum svipuðum, er Atlantshafsbandalagið stofnað. Þar eru allir aðilar jafn réttháir og hinum voldugri ekki fenginn neinn ráðstöfunarréttur á þeim, sem minnimáttar eru. Því miður virðist stundum gagnstæðs hugs- unarháttar gæta hjá fulltrúum stórveldanna. Þetta kom fram hjá öldungardeildarmanninum Knowland, þegar hann bauð hlut- leysi Noregs gegn hlutleysi Ung- verjalands. Hvaða heimild hefur hann til þvílíks tilboðs? Norð- menn eiga sjálfir ráðstöfunar- rétt á landi sínu en ekki Banda- ríkj amenn. Þvílík vandamál rísa og þau verðu^.'hð leysa með alþjóðlegri samvinnu, ella er sjálfstæði smá- ríkjanna teflt í meiri voða, en menn í fljótu bragði gera sér grein fyrir. Ummæli Péturs ATHYGLI vekur, að Alþýðu- blaðið skyldi s.l. miðvikudag 12. júní, segja áberandi frá ummæl- um Péturs Péturssonar alþingis- manns í útvarpinu deginum áð- ur. Fyrirsögn Alþýðublaðsins er: „ísland verður að taka virkan þátt í störfum Atlantshafsbanda- lagsins, sagði Pétur Pétursson alþingismaður í fréttaauka í gær- kveldi.“ Þessi ummæla voru tekin úr viðtali, sem Pétur Pétursson hafði átt við fréttamann útvarps- ins vestur í New York. Með frá- sögn sinni gerir Alþýðublaðið mun meira úr ummælum Péturs en hinni frægu Bonn-ræðu utan- ríkisráðherrans, Guðmundar 1. Guðmundssonar. Þá ræðu hefur Alþýðublaðið enn ekki birt né sagt frá henni einu orði. 1 beinu framhaldi þeirrar þagnar minnt- ist Guðmundur í. sjálfur ekki á utanríkismál í ræðu sinni í eld- húsumræðunum. Leyndi sér ekki, að um samantekin ráð var að ræða. Samstarfsmenn Guðmund- ar í ríkisstjórninni höfðu auð- sjáaniega sett á oddinn, að þagað yrði um Bonn-ræðuna, og ráð- herrann viki ekki að þessum efn- um í eldhússræðu sinni. Vinstri mennirnir í Alþýðuflokknum hafa knúið fram þögn Alþýðu- blaðsins og Guðmundar sjálfs í því skyni að þóknast kommún- istum. Nú er höfuðkempa þeirra, Gylfi Þ. Gíslason, staddur er- lendis og þá bregða hægri kr'atar sér á leik á ný. Talað tungum tveim SEGJA MÁ, að ummæli Péturs Péturssonar hafi ekki mikla þýð- ingu fyrir okkur Islendinga, hún og Bonn-ræða Guðmundar í., séu fyrst og fremst ætlaðar út- lendingum. Þær séu aðeins end- urómur þess, sem borið er í eyru erlendra manna um okkar mál- efni og lýsi alls ekki hug ís- lenzkra ráðamanna í raun og veru. Víst skal ekki tekið fyrir, að svo kunni að vera. Þó er á það að líta, að Bragi Sigurjónsson bar beinlínis fyrir nokkrum vik- um fram um það tillögu á fundi Alþýðuflokksfélagsins í Reykja- vík, að samið yrði um varanlega vist varnarliðsins hér á landi. Alþýðublaðið birti þá tillögu at- hugasemdalaust og engum mót- mælum hefur verið hreyft gegn þeirri túlkun, að tillagan væri einmitt þessa efnis. Ef þessu mætti trúa, virðist sá hiuti stjórnarliðsins, sem með ut- anríkismálin fer, vera að undir- búa algert brotthvarf frá yfir- lýsingunni 28. marz 1956 og stefna til varanlegri hersetu en aðrir íslendingar hafa gert til- lögur um. Samtímis þessu bregður Þjóð- viljinn svo ætíð öðru hverju við og fullyrðir, að samþykktin frá 28 marz sé enn óhögguð, og mál- gagn forsætisráðherrans „Tím- inn'y tekur undir það. En segir einnig, að galdurinn sé ekki ann- ar en sá, að tala með þeim hætti um varnarmálin, að hver geti lagt þann skilning í, sem honum þóknast, eins og í Tímanum stóð 3. maí sl. Vesaldómur Karls ÞEGAR allt þetta er haft í huga, verður skiljanlegri vesaldómur- inn, sem kom fram í eldhústæðu Karls Guðjónssonar, málsvara kommúnista, þegar hann sagði: „Rétt er það, að okkur er það vonbrigði að hafa enn ekki náð því marki að ísland verði með öllu frjálst land og laust við her- setu. En hvaða tilgangi hefði það þjónað að slíta stjórnarsamvinn- unni vegna þess ágreinings, sem var og er milli stjórnarflokkanna um það, hvenær skuli óskað eftir brottför Bandaríkjahers af Is- landi?“ Já, hvaða tilgangi þjónar það að fylgja stefnu sinni? Kommúnistar komast ekki með neinu móti hjá því, að þeir bera stjórnskipulega ábyrgð á vist varnarliðsins hér. Tal þeirra um, að þeir ætli einhvern tíma síðar að taka málið upp gerir vesaldóm þeirra einungis enn átakanlegri. Hitt er svo rétt, að þeir hafa alveg ákveðnar ástæður til þess að leiða þessa vesöld yfir sig. Þeir segja sjálfir fyrir munn Karls Guðjónssonar, að ef þeir hefðu fylgt marggefnum fyrir- heitum sínum: „Þá hefði Sjálfstæðisflokkur- inn náð því þráða marki sínu að komast inn í ríkisstjórnina." Kommúnistar nota sér eigin vesöld KOMMÚNISTAR vita ofur vel, að Sjálfstæðismenn hefðu ekki gengið til samstarfs við neinn af núverandi stjórnarflokkum án þess, að nýjar kosningar hefðu farið fram áður. Úrslit slíkra kosninga hefðu auðvitað orðið þau, að ekki hefði verið hægt að mynda nýja ríkisstjórn án þátt- töku Sjálfstæðismanna og fylgi kommúnista hefði stórminnkað. Það er þessi ótti við algert hrun, sem ræður gerðum kommúnista nú. Annars vegar hugga þeir sig við loforð Hermanns Jónassonar um, að herinn skuli rekinn á braut bráðlega. Hins vegar vilja þeir hafa skjól í stjórnarráðinu á meðan mesta hættan steðjar að þeim vegna andúðar almenn- ings á þeim út af Ungverjalands- málunum og loforðasvikunum hér heima. Viðurkenna verður og og kommúnistar kunna að nota þennan biðtíma rétt. Með- an á honum stendur búa þeir bet- ur um sig en nokkru sinni fyrr í þjófélaginu. Þeir hafa ráðherra 5 ríkisstjórn, forseta í Alþingi, fulltrúa á Alþjóðarráðstefnum og í öllum helztu ráðum og nefndum. Nú síðast hafa þeir haldið innreið sína í bankana. Þó telja þeir sig ekki enn hafa fengið þar nóg í sinn hlut og heimta formennsku í bankaráði Útvegsbankans. Ráðið til þess segja þeir vera, að Stefán Jóhann verði settur „í rúm á elliheimili erlendis." Á meðan öllu þessu fer fram, ferðast þeir svo um erlendis, Guðmundur í. Guðmundsson, Vilhjálmur Þór, Pétur Pétursson, Gylfi Þ. Gíslason og aðrir slíkir, til að segja, að á íslandi hafi kommúnistar engin áhrif! Tíminn og Kanadakosningarnar TÍMINN var ekki lengi að draga ályktanir af úrslitum kosning- anna í Kanada. Hann fullyrðir, að þær sýni, að Sjálfstæðismenn hljóti og eiga að tapa bæjar- stjórnarkosningunum hér í Rvík af því, að þeir hafi farið hér svo lengi með völd. Ef sá lærdómur einn ætti að duga, hvernig færi þá fyrir Framsókn sjálfri? Tím- inn hælir sér alltaf öðru hvoru af því, að Framsókn háfi lengst af verið v*ð völd frá því, að flokkurinn var stofnaður, 1916. í þessu er alltof mikið satt. Fram- sóknarmenn eru alltof lengi bún- ir að plága íslenzkt þjóðfélag. Það væri vissulega hollur lær- dómur fyrir þá sjálfa og þjóð- ina að þeir fengu að hvíla sig um stund. Allt hefur sinn tíma. Framsókn er þeirrar náttúru, að hún getur með öllum unnið, og þakkar sjálfri sér ætíð það, sem vel hefur verið gert en kenn- ir öðrum um það, sem miður hef- ur farið. Þó að hún hlaupi þann- ig á milli flokka, þá er það síður en svo hennar eigin stefnuleysi að kenna, eftir því sem Tíminn segir, því að stefnan er ætíð ein og óhagganleg! Stefnufesta Eysteins UM Eystein Jónsson segir Tím- inn t. d. s.l. laugardag: „Afstaða Eysteins Jónssonar til núverandi ríkisstjórnar er í fullu samræmi við afstöðu hans fyrr og síðar. Hann hefir með öllu stjórnmálastarfi sínu sýnt að hann vinnur fyrst og fremst eftir málefnum. Hann vann með Sjálf- stæðisflokknum, meðan það var eina stjórnarsamstarfið, sem völ var á--------“. í stjórn verður Framsókn sem sagt ætíð að vera. Það er stefnan, sem fylgt er. En er það þá rétt, að Fram- sóknarflokkurinn hafi fyrst nú átt völ á stjórnarsamstarfi við aðra en Sjálfstæðismenn? Sann- leikurinn er sá, að öll þau ár, sem samstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar hefur staðið öðru hvoru frá 1939, hefur Framsókn- arflokkurinn haft þingstyrk til þess að mynda samstjórn með núverandi samstarfsflokkum sín- um, ef hún sjálf vildi. Og ekki hefur staðið á komm- únistum. Því hefur sífellt verið yfirlýst af þeim að þeir vildu ólmir með Framsókn vinna. Ávít- ur þeirra í hennar garð hafa hing að til fyrst og fremst verið þess efnis, að hún vildi ekki sinna þessum sí endurteknu eftirgangs- munum. Gegn þessu stoðar ekki að halda fram, að kommúnistar nú séu annað en þeir voru. Tím- inn sjálfur marglýsti því fyrir kosningar, að Alþýðubandalags- heitið væri blekkingin ein, flokk- urinn væri einn og hinn sami og hann ætíð hefði verið. Auðvitað vita þetta alhr. Það, sem gerzt hefur, er, að kommúnistar hafa náð í fleiri handbendi sér til þjónustu en þeir áður höfðu, þ. Framh á bls. 19 Á Þingvöllum 17. júní 1944.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.