Morgunblaðið - 16.06.1957, Page 16

Morgunblaðið - 16.06.1957, Page 16
16 MORCVNBL 4ÐIÐ Sunnudagur 16. júní 1957 I I I I A ustan Edens eftir John Steinbeck 59 i = I Mennirnir tveir riðu hægt heim til Adams. Síðdegisbirtan var gul leit, þar sem geislar kvöldsólar- innar skinu í gegnum móbrúna rykmóðu loftsins. Eins og venju- lega lægði vindinn undir dag- setur, en stundum var það ekki fyrr en síðla nætur, sem rykið hafði fallið til jarðar aftur og loftið var orðið tært og hreint. „Ég vissi það alltaf að þetta var kostaland", sagði Samúel. — „Það getur hver maður séð. En mig grunaði ekki, að það væri svona gott. Það hlýtur að liggja iiér stór neðanjarðar vatnsæð ofan úr fjöllunum. Ja, þér kunnið sannar- lega að velja yður land“ Adam brosti: — „Við áttum jörð í Connecticut", sagði hann — „ Og í sex mannsaldra hefur ætt okkar rifið þar grjót úr jorðu. Eitt fyrsta sem ég man eítir er það, þegar við vorum að flytja steina á sleða og hlaða þeim í garða. Þannig hélt ég að allar jarðir væru. Hér kemui mér allt svo undarlega fyrir sjónir, næst- um syndsaml. Ef mann vantaði stein, þyrfti að fara langar leiðir til að finna hann“. „Syndin kemur fram í ólík- ustu myndum“, sagði Samúel. — „Ef einhver þyrfti að afhjúpa algerlega sinn ytri og innri mann, —□ Þýðing Sverrir Haraldsson □----------------------□ myndi honum áreiðanlega takast að fela nokkrar litlar syndir ein- hversstaðar, sjálfum sér til óþæg- inda. Þær eru það síðasta, sem við viljum skilja okkur við“ „Kannske gera þær sitt gagn með því að skapa auðmýkt hjá okkur“ „Ég ‘býst við því“, sagði Sam- úel — „Og ég held að auðmýktin hljóti að vera góður eiginleiki" „Segið mér eitthvað nánar um töfrastafinn yðar“, sagði Adam. — í hverju er kraftur hans fólg- inn? Samúel strauk með fingrinum yfir viðar teinimginn, sem hann var nú búinn að binda aftur við hnakknefið: — „Ég veit eiginlega ekki hvernig á að svara þeirri spurningu". Hann leit brosandi á Adam — „Kannske er kraftur hans alls enginn Kannske veit ég hvar vatnið er, finn það á mér. Sumt fólk hefur hæfileika til þessa eða hins. Kannske, já, kallið Fáksfélagar sem vilja selja happdrættismiða fyrir skeiðvallarhapp- drætti Fáks, til ágóða fyrir nýbyggingar á skeiðvell- inum, eru vinsamlega beðnir að taka happdrættismiða á skrifstofu félagsins, Smiðjustig 4. Opið á sunnudag 1—4, mánudag 9—12 f: h. aðra daga 9—6 e. h. Vinningur: Svartur Buick Super 4ra dyra 1956. Skeiðvallarhappdrætti Fáks. o I -l^uAATI ^ er mjög Ijúffengur 28i það auðmýkt, eða vantrú, sem knýr mig til að beita töfrum, til þess að finna það, sem ég raun- verulega veit um. Skiljið þér hvað ég meina?“ „Ég myndi þurfa að hugsa um það“, sagði Adam. Hestarnir röltu áfram í hægð- um sínum með álút höfuð og slaka beizlistauma. „Getið þér gist hjá okkur í nótt?“, spurði Adam. „Ég gæti það, en ég held að ég ætti samt ekki að gera það. Ég nefndi það ekki við Lizu, að ég myndi verða að heiman í nótt. Ég vil ekki gera hana órólega" „En hún veit hvar þér eruð“ Já, hún veit það, en ég ætla nú samt að fara heim í kvöld. Hins vegar skal ég með mestu ánægju borða með ykkur kvöldverð, ef hann stendur til boða. Og hvenær viljið þér svo að ég byrji á brunn- greftrinum?" „Núna — eins fljótt og þér get- ið“. „Þér vitið að það er mjög dýrt að afla sér vatns. Ég yrði víst að heimta af yður fimmtíu cent eða meira á hvert fet, sem ég græfi. Það gæti orðið talsvert fé, ef grafa þyrfti mjög djúpt“. „Ég á næga peninga. Ég þarfn- ast vatns, framar öllu öðru. Sjáið þér til hr. Hamilton". „Ég vildi heldur að þér kölluðuð mig Samúel". „Sjáið þér til, Samúel. Ég vil gera allt landið mitt að einum garði. Munið það, að ég heiti Adam. Hingað til hef ég ekki átt neinn Eden og þess vegna heldur aldrei verið rekin út úr neinum Eden“. „Og hvar eiga þá eplatrén að vaxa?“ spurði Samúel hlæjandi. „Ég myndi ekki rækta nein epla tré“, svaraði Adam. „Slíkt væri bara til að bjóða hættunni heim“. „Hvað segir Eva um það? Þér verðið að muna að hún hefur at- kvæðisrétt í því máli. Og Eva elsk ar epli“. „Ekki mín Eva“. Augun í Adam ljómuðu. „Þér þekkið ekki Evu mína. Hún samþykkir áreiðanlega uppástungu mína. Ég held að eng- inn geti gert sér grein fyrir því, hversu góð hún er“. „Þá eigið þér sannarlega fá- gætan dýrgrip. Betri gjöf get ég naumast hugsað mér“. Þeir voru komnir í minni litla þverdalsins, þar sem Sanzhes-hús- in stóðu og sáu ávalar krónur stóru eikanna. „Gjöf“, sagði Adam hljóðlega. „Þér getið ekki gert yður í hug- arlund hvílík hún er. Það getur cnginn. Allt líf mitt var grátt og omurlegt, hr. Hamilton — Samú- el. Ekki svo að skilja að það væri verra en margra annarra, en ég hafði alls ekkert til að lifa fyrir. Ég veit ekki hvers vegna ég er að segja yður þetta“. „Kannske af því að mig langar til að heyra það“. „Móðir mín dó fyrir mitt minni. Stjúpmóðir mín var góð kona, en útslitin og heilsulaus. Faðir minn var harður og strangur maður — kannske mikill maður“. „Og yður gat ekki þótt vænt um hann?" „Ég fann til sömu tilfinninga gagnvart honum og ég finn til í k.rkju, — ekki svo lítill ótti“. Samúel kinkaði kolli. „Ég skil -— og sumir menn vilja hafa það þannig". Hann brosti angurvært: „Þannig hef ég aldrei verið. Liza segir að það sé mín veika hlið“. „Faðir minn sendi mig í herinn, til þess að berjast við Indíánana". „Þér sögðuð mér það. En þér hugsið ekki á hermanna vísu“. „Ég var heldur aldrei góður her maður. — En hvað er ég annars að hugsa. Hér sit ég og þreyti yð- ur á einkamálum mínum“. „Þér þarfnist þess eflaust, að létta af hjarta yðar. Orsakir liggja til alls“. „Góður hermaður hlýtur að vilja gera þá hluti sem við vorum neyddir til að gera. — Hann má a. m. k. ekki vera þeim andsnúinn. Ég gat ekki fundið neina gilda á- stæðu til þess að myrða menn og konur og skildi þær heldur ekki, þegar þær voru útskýrðar fyrir okkur“. Þeir riðu þögulir um hríð. Svo hélt Adam áfram talinu. „Þegar ég losnaði úr hernum, flakkaði ég um í langan tíma, áður en ég hélt Afhending nýju símaskrárinnar 1957 Til þess að greiða fyrir fljótri afgreiðslu, verður nýja símaskráin afhent símanotendum þriðjudaginn 18. júní til laugardagsins 22. júní n. k. að báðum dögum meðtöldum í Góðtemplarahúsinu, uppi. Opið kl. 13—19 (1—7) hvern dag. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent símanotendum á sama tíma í landssímastöðinni, Austurgötu 11. Þetta nær þó ekki til þeirra símanotenda, sem fá nýjan síma í sumar. Bæjarsími Reykjavíktur og Hafnarfjarðar. M ARKÚS Rftir Ed Dodd “ ” PAT, í OON'T UKE YOUR. BRINSINS JOHN WALKIN6 AWAY WERE / I’M FLVING TÓ »ST. LOVITE FOR THE BLOOD. MR. HILLEV/ but tmis is a CASE OF LIFE AND DEATH, - DAD ...OLD JOHN WILL DIE UNLESS HE HAS THE PROPER CARE AND SOME WHOLE BLOOD. you?/. VES, DO VOU HAVE A WEATHER REPORT FROM THAT AREA ? A 1) — Peta, ég vil ekki tð þú komir með Jóa hingað. — Já, en hér er um líf og dauða að tefla. Jói gamli deyr, er hann lær ekki góða hjúkrun. 2) — Ég fer í flugvélini tinl St. Lovite eftir blóði, Halur. — Þú? NO, WE DON'T HAVE A STATION THERE, BUT JUDGINS FROM NEARBV REPORTS IT SHOULD BE. ljust fine/ 3) — Já, hefirðu gert nokkrar veðurathuganir á flugleiðinni? — Nei, við höfum enga veðurathug- unarstöð hér, en hún er skammt VOU MAV RUN INTO SOME LOW SCATTERED CLOUDS ON VOUR RETURN, BUT VOU'LL HAVE GOOD I VISIBILITV/ héðan og segir að veðurútlitið sé ágætt. Þú lendir ef til vill í einhverjum skýjum, en skyggni verður annars gott. heim á leið, til staðar sem ég mundi eftir, en unni ekki“. „En faðir jjðar?“ „Hann var dáinn og heimilið var einungis þak yfir höfuðið, staður þar sem maður þrælkaði sér út og beið dauðans". „Aleinn?“ „Nei, ég á bróður". „Hvar er hann? Þrælar hann áfram og bíður?“ „Já — það er einmitt það sem hann gerir. En svo kom Cathy. —• Kannske segi ég yður frá því ein- hvem tíma seinna, þegar ég get sagt frá og þér viljið hlusta á mig“. „Ég vil ekkert fremur", sagði Samúel. — „Ég gleypi í mig sög- ur, eins og lostætustu ávexti". „Það var líkast því sem björtu ajUtvarpiö Summdagur 16. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Jakob Jónsson. — Organleikari: Páll Halldórsson). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16.30 Veðurfregnir. — Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Þórs- höfn). 17,00 Sunnudagslögin. 18,30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). 19,30 Tónleikar (plöt- ur). 20,20 Tónleikar (plötur). — 20,35 Erindi: Séra Bjarni Gissur- arson í Þingmúla, — austfirzkt skáld á 17. öld (Stefán Einarsson prófessor). 21,00 Tónleikar (plöt- ur). 21,25 „Á ferð og flugi“. Stjórnandi þátarins: Gunnar G. Schram. 20,05 Danslög (plötur). — 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 17. júní: (Þjóðhátíðardagur íslendinga). Fastir liðir eins og venjulega. 10.30 Útvarp frá Bessastöðum: — Lúðrasveitir reykvískra drengja heimsækja forseta Islands. 10,50 Tónleikar: íslenzk kór- og hljóm- sveitarverk (plötur). 12,00 „Óður- inn til ársins 1944“ eftir Eggert Stefánsson, lesinn af höfundi. 13,15 Sinfónískir tónleikar (plöt- ur). 13,55 Frá þjóðhátíð í Rvík. —■ Hátíðin sett (Þór Sandholt skóla- stjóri, formaður þjóðhátíðarnefnd ar). 14,30 Hátíðarathöfn við Aust urvöll. Forseti íslands leggur blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Ræða forsætisráð- herra. Lúðrasveitir leika. — 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,00 Frá barnaskemmtun þjóðhátíðar- dagsins (á Arnarhóli). Lúðrasveit ir drengja leika, svo og önnur skemmtiatriði. 17,00 Frá þjóðhá- tíð f Reykjavík: Tónleikar við Austurvöll. Sinfóníúhljómsveit ís- lands leikur. Stjórnandi: dr. Páll ísólfsson. Einsöngvarar: Krist- inn Hallsson og Þorsteinn Hannes son. — Karlakórinn Fóstbræður syngur. Söngstjóri: Ragnar Björnsson. 17,45 Lýst íþrótta- keppni í Reykjavík (Sigurður Sig- rcðsson). 19,30 Tónleikar: íslenzk píanólög (plötur). 20,20 Frá þjóð- hátíð ' Reykjavík: Kvöldvaka á Arnarhóli. Ýmiss konar skemmtiat riði. 22,05 Danslög (útvarpað frá skemmtunum á Lækjartorgi, Lækj argötu og Aðalstræti). Hljómsveit ir Kristjáns Kristjánssonar, Ósk- ars Cortes, Björns R. Einarssonar og Aage Lorange leika. Söngvar- ar: Sigrún Jónsdóttir, Ragnar Bjarnason, Sigurður Ólafsson og Haukur Morthens. 02,00 Hátíðar- höldum slitið frá Lækjartorgi. — Dagskrárlok. Þriðjudagur 18. júnt: Fastir liðir eins og venjulega. 19,00 Hús í smíðum; XIV: Mar- teinn Björnsson verkfræðingur tal ar um vetrarsteypuna. 19,30 Þjóð- lög frá ýmsum löndum (plötur). 20.30 Erindi: Um uppruna goða- valdsins í íslenzka þjóðveldinu (Bergsteinn Jónsson kand. mag.). 21,00 Dagskrá Kvenréttindafélags Islands í tilefni af minningardegi kvenna 19. júní. 22,10 íþróttir —■ (Sigurður Sigurðsson). — 22,25 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens sjá um flutnings hans. 23,25 Dagskrár lok. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.