Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 1
V. <-> f\< -f > 44. árgangur 150 tbl. - — ÞriSjudagur 9. júlí 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ljósmyndari Mbl., Gunnar Rúnar, brá sér í flugvél yfir íþróttaieikvanginn nýja í Laugardal í gærkvöldi. Landsleikur Noregs og Islands var að hefjast á þessu mikla íþróttasvæði, sem gefur Reykjavík glæsilegan blæ. Þetta svæði, sem á eftir að fá fleiri heimsóknir en nokkurt annað mannvirki í Reykjavík, tók við sínum fyrstu 13 þúsund gestum þetta fagra kvöld. Meðal áhorfenda voru forseti íslands, borgarstjóri, ráðherrar, sendiherrar og fleiri fyrirmenn. V M íþróttasvæði Reykjavikur í Laugardal opnað I gærkvöldi Jóhann Hafstein formaður Laugar- dafsnefndar flutti rœðu TÞRÓTTALEIKVANGUR REYKJAVÍKUR í Laugardal var tekinn í notkun í gær. — Landslið Noregs og fslands hlupu þá til leiks á þessu glæsilega íþróttasvæði. Svæðið er enn hvergi nærri fullgert, en þó þegar orðið svo glæsilegt, að það setur stórborgarbrag á Reykjavík. Það er höfuð- borginni til hins mesta sóma, og láta erlendir sem innlendir í Ijós óskipta hrifningu af því. Reykjavíkurbær hefir lagt yfir 10 millj. króna til svæðisins, og það framlag hefir gert kleift að taka það nú til notkunar. Hins vegar vex stöðugt sú fjárhæð, sem ríkið á ógoldna til íþrótta- svæðisins, samkvæmt lögum. Jóhann Hafstein bæjarfulltrúi, sem um mörg ár hefir verið for- maður Laugardalsnefndar, opnaði svæðið með eftirfarandi ræðu í gærkvöldi. Talaði hann úr heiðursstúku vallarins, en þar sátu m. a. forseti íslands, borgarstjórinn, erlendir sendiherrar o. fl. Herra forseti Islands, erlendu gestir, íþróttafólk og áhorfendur. ÞESSI fagri íþróttaleikvangur, þar sem við erum saman komin, er nú opnaður fyrir almenning og til íþróttakeppni. Ég býð yður öll hjartanlega velkomin, — íþróttamenn og áhorfendur, — í nafni Laugar- dalsnefndar og bæjarstjórnar Reykjavíkur. Laugardalsnefndinni, svokall- aðri, var á sínum tíma falið það hlutverk af hálfu bæjarstjórnar Reykjavíkur að hafa forgöngu um og forstöðu fyrir fram- kvæmdum og mannvirkjagerð hér í Laugardalnum, sem skyldu við það miðast, að hér yrði gerð- ur aðalíþróttaleikvangur lands- ins, með öllu því, sem þar til heyrir, einnig byggðar sundlaug- ar fyrir almenning og íþrótta- fólk. Allt skyldi þetta jafnframt þáttur í því, að í framtíðinni yrði Laugardalurinn allur fagurt og gróið útivistarsvæði Reykvík- inga, eldri sem yngri. Vonir hafa lengi staðið til þess, að lokið væri „dagsverki“ Laug- ardalsnefndar. En svo er því mið- ur ekki og enn er æði langt í land að settu marki. Þess vegna getum við ekki að þessu sinni haldið vígsluhátíð þessa íþróttasvæðis, en tökum það aðeins til fyrstu b^áðabirgða- notkunar að gefnu tilefni, án þess að þar með geti hafizt almenn Frh. á b’i. 'í Noregur vann ísland * með 3:0 (s#o Ws. 2 09 3) Völd Krúsjeffs voru í hættu - Molotov kallaði hann svikara Afstaða Zhukovs reið baggamunimi Kaupmannahöfn, 8. júlí. ISAAC Deutscher er einn helzti sérfræðingur í málefnum Sovét- Rússlands. Hann er Pólverji, en býr nú í Englandi og hefur skrifað margt og mikið um þróunina í Sovétríkjunum. Hann hefur skrifað bækur um Stalin og Trotsky og þykja þær báðar hin merkustu verk. í kjallaragrein í Politiken á sunnudag gerir hann grein fyrir atburðunum í Moskvu og segir m. a., að Krúsjeff hafi verið kominn í minnihluta í æðstu stjórn rússneska komm- únistaflokksins, en hann hafi síoar gengið með sigur af hólmi vegna stuðnings hersins. Rauði herinn og foringjar hans hafi á síðustu stundu ákveðið að styðja Krúsjeff til valda. Deutscher segir ennfremur, að , vitsj, Malenkov, Pervukin, Sab- af 11 meðlimum Æðstaráðsins urov og Suslov. Afstaða Voro- hafi 6 greitt atkvæði gegn tillög- ! shilovs var ekki ljós, stundum um Krúsjeffs undanfarnar vik-! studdi hann Krúsjeff, stundum ur. Þeir voru: Molotov, Kagano- greiddi hann atkvæði með Molo- tov-klíkunni. Einnig var afstaða Bulganins nokkuð á reiki. Um tíma leit ekki út fyrir annað en meirihluti ráðsins mundi sam- þykkja brottrekstur Krúsjeffs úr ritaraembættinu. Af þeim sök- um leitaði Krúsjeff stuðnings hjá miðstjórn flokksins. Þá segir Deutscher, að októ- berbyltingin í Ungverjalandi hafi styrkt aðstöðu Molotov-klíkunn- ar, sem vildi í engu breyta frá Stalínsstefnunni, og Krúsjeff hafi fengið að halda leyniræðu sína um afbrot Stalíns með að- eins eins eða tyeggja atkvæða meirihluta. SVIK KRÚSJEFFS Mikil átök urðu einkum um hina nýju iðnaðaráætlun Krú- sjeffs, þar sem gert var ráð fyrir því, að hin ýmsu héröð Sovét- ríkjanna tækju meiri þátt í yfir- umsjón með iðnaðinum en tíðk- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.