Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. júlí 1957 MORVVNBL'Afíl* 9 Fólki dvaldist lengi við að skoða bæjarrústirnar að Stöng, sem eru elztu minjar um bíbýli forn- manna sem fundizt hafa á íslandi. Hafa þær varðveitzt í vikri í 6 aldir að því er haldið er. Ekki er þó álitið að rústir þessar séu af bæ Gauks Trandilssonar, heldur séu þær yngri. Verið er nú að refta yfir rústirnar að Stöng, eins og sjá má af myndinni og er verkið unnið undir eftirliti þjóðminja- varðar, dr. Kristjáns Eldjárns. (Myndina tók Gunnar Rúnar) hádegisverður í matpökkum, sem stjórn félagsins hafði látið útbúa í verzluninni Borg, svo og ölföng. Gekk afgreiðsla matarins mjög vel og fljótt fyrir sig og tók fólk þar vel til matar. HLÝTT Á ERINDI AÐ STÖNG Að hádegisverði loknum, flutti Árni Óla snjallt erindi um Þjórs- árdal. Drap hann þar á helztu við burði sem sögur fara af á þessum slóðum og þó sérstaklega að Stöng, en þar eru gleggstu og merkustu minjar um híbýli forn- manna, sem fundizt hafa hér á landi. Þá er staðurinn og sögu- frægur af býli Gauks Trandils- .sonar þar og rakti Árni Óla, eins og hann komst að orði, þau brot úr lífi Gauks sem sannastar heim ildir þykja um. Var gerður góð- ur rómur að máli hans. AÐ SKÁLHOLTI Frá Stöng var haldið niður Þjórsárdal og nú ekki staðnæmzt fyrr en á Álfaskeiði. Þar var staðurinn skoðaður. Á Álfaskeiði var staddur Sigmundur Sigurðs- son, oddviti og bóndi að Syðra- Langholti. En Álfaskeið er í landi hans. Sýndi hann komumönnum staðhætti og ræddi við fólkið. Þótti ferðafólkinu mikið til um fegurð staðarins. Síðan var haldið yfir Brúarhlöð og niður í ©iskups tungur. Farið var að Skálholti og staðurinn skoðaður. Var dvalizt þar alllanga hrið. f Skálholti var snæddur kvöldverður, sem fram- reiddur var á sama hátt og há- degisverðurinn og af engu minni Ágcet þátttaka í skemmtiferð VarBar um Árnessýslu sl. sunnudag Um 500 hundruö manns tóku þátt í förinni SÍÐASTLIÐINN sunnudag 7. júlí, í alla staði og mjög rómuð jafnt fór Landsmálafélagið Vörður hina árlegu skemmtiför sína. Að þessu sinni tóku þátt í ferðalag- inu um fimm hundruð manns, og er það fjölmennari hópur en nokkru sinni fyrr. Veður var ákjósanlegt lengst af. Smá-hita- skúr gerði þó að Stöng og tölu- vert rigndi að Brúarhlöðum, en þar varð fólkið að ganga yfir brúna sökum ótraustleika henn- ar. Ferðin var hin ánægjulegasta laust. Rúmlega 30 þjóðir senda listaverk á sýninguna, eða taka þátt i henni óbeint með því að styrkja hana fjárhagslega. Meðal þeirra þjóða er að sýningunni standa eru Danmörk og Svíþjóð. ýnlngunnl verður skipt í deildir, t.d. landbúnaðar- deild og iðnaðardeild, byggingar- list verður í sérstakri deild á sýn- ingunni o.s. frv. Elztu listaverkin á sýningunni eru frá 16. öld eftir Tinoretto, Signorelli, Metsu, Bossan og Ri- balta. Meðal listaverka frá 17. öld eru verk eftir Baursse, Maes og de la Tour. Meðal 18. og 19. alda listaverka má nefna verk eftir Gericault, Goya, Millet, Courbet og van Gogh. Sérstök sýningardeild verður fyrir list-vefnað. Rí Lúmlega 800 fuiltrúar frá verkalýðsfélögum, vinnuveit- endum og ríkisstjórnum sátu 40. alþjóðaþing Alþjóðavinnumála- skrifstofunnar, sem haldið var i Genf í júni. Forseti þingsins var Harold Edward Holt, verkamála- ráðherra Ástralíu, A íu þjóðir hafa sent hcr lið ti! eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Eftir- taldar þjóðir hafa þar hersveitir: Brasilía, 530 manns, Kanada 1180 manns, Colombia 520, Danmörk 380, Finnland 250, Indland 970, Júgóslafía 760, Noregur 470, og Svíþjóð 330. af ungum sem gömlum. Farar- stjóri var formaður félagsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson. UM ÁRNESSÝSLU Farið var um mikinn hluta Ár- nessýslu, eða hlíðabyggð sýslunn ar. Var ferðin þannig skipulögð, að fólki gæfist kostur á að sjá sem flestar sveitir sýslunnar og hina breytilegu náttúrufegurð, sem þar er. Ekið var um Ölfus, Flóa, Skeið, Hreppa, Biskupstung ur, Grímsnes og Þingvallasveit. í fyrsta áfanga var ekið sem leið liggur frá Reykjavík um Hellisheiði að Selfossi. Þar bætt- ust í hópinn Sigurður Óli Ólafs- son, þingmaður Árnesinga og frú hans. Voru þau síðan með alla ferðina þar til komið var í Gríms nes. á heimleið. Veitti Sigurður samferðafólki sínu margvíslegan fróðleik og upplýsingar um sýsl- una, rneðan hans naut við á ferða- laginu. Sá háttur var hafður á, að í bílunum voru fróðir menn um byggðarlagið er útskýrðu leiðina. í MERKURHRAUNI Á SKEIÐUM Frá Selfossi var ekið austur Flóa og upp á Skeið. Staðnæmzt var í Merkurhrauni. í Áshildar- mýri í Merkurhrauni er varði sá er Árnesingafélagið í Reykjavík lét reisa til minningar um Áshild- armýrarsamþykktina 1496 og er hann eigi alllangt frá veginum. Fór margt af ferðafólkinu að skoða varðann. Þegar áð hafði verið nokkra stund í Merkurhrauni, var ferð- inni haldið áfram upp Skeið, framhjá Skeiðaréttum upp að Sandlæk, en þar eru hreppaskil Skeiða og Gnjúpverjahrepps. Síðan var haldið áfram sem leið liggur upp Gnúpverjahrepp og inn í Þjórsárdal, inn með Gauks- höfða og ekki numið staðar fyrr en hjá Hjálparfossi. Þar var enn staðnæmzt um hríð, fossinn skoð- aður og síðan haldið yfir Fossá og að Stöng. SNÆDDUR HÁDEGISVERÐUR Þegar komið var á hinn forna sögustað Stöng, voru mannvirki Böðvar, Akranesi þar skoðuð. Eftir að ferðafólkið hafði skoðað fornminjar þar, var gengið í Gjána, hið furðulega töfrasmíði náttúrunnar, þar sem Rauðá steypist niður gljúfrið í fögrum fossi. Var þar blæjalogn og glaða sólskin. Mun ferðafólk- inu lengi minnisstæður unaðs- leiki þessa umhverfis. Tveir hlaðnir matarbílar voru með í ferðinni. Var fólkinu veitt- ur að Stöng mjög rausnarlegur rausn. Frá Skálholti var haldið niður í Grímsnes. UM ÞINGVÖLL í Þrastaskógi. skildist Sigurð- ur Óli Ólafsson, alþingismaður og kona hans við hópinn. Héldu þau niður að Selfossi en ferðabílarnir upp með Sogi og um Þmgvöll. Til Þingvalla var ekki komið fyrr en um miðnætti og var því tafar- laust haldið um Mosfellssveit til Reykjavíkur. Almenn ánægja ríkti yfir ferða lagi þessu. Var það mjög vel skipulagt og þeim er að því stóðu til hins mesta sóma í hvívetna. Síldaraflinm 207 þús. mól og tunikur SÖKUM ogæfta lá síldveiði niðri frá 28. júní til 4. júlí. Að morgni 5. júlí var komið allgott veiðiveður og mátti heita ágæt veiði á föstudag og laugardag. Síðastliðinn laugardag (6. júlí) á miðnætti var sildaraflinn sem hér segir (Tölur í svigum sýna aflann á sama tíma í fyrra): f bræðslu .......n 192.317 mál (18.172) f salt ...-....... 11.130 upps. tn. (51.298) í frystingu ...... 3.524 uppm. tn. ( 2.784) til Samtals mál og tn. 206.971 (72.254) Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur nú gefið út veiðileyfi handa 224 skipum. Á -þeim tíma, sem skýrsla þessi miðast við, var vitað um 202 skip, (í fyrra 152) sem fengið höfðu einhvern afla, en af þeim höfðu 144 skip (í fyrra 59) aflað 500 mál og tunnur samanlagt eða meira. Afli einstakra sltipa er sem hér segir: Botnvörpuskip: Jörundur, Akureyri 2188 Mótorskip: Aðalbjörg, Höfðakaupstað Akraborg, Akureyri Akurey, Hornafirði Arnfirðingur, Reykjavík Arsæll Sigurðsson, Hafnarf. Ásgeir, Reykjavík Auður, Akureyri Baldur, Dalvík 516 1656 1201 1474 912 1614 712 1732 Baldvin Þorvaldsson, Dalvík 2894 Bára, Keflavík 1768 Barði, Flateyri 536 Bergur, Yestmannaeyjum 2334 Bjargþór, Ólafsvík 672 Bjarmi, Dalvík 2684 Bjarmi, Vestmannaeyjum 2013 Bjarni Jóhannesson, Akran. 1353 Björg, Eskifirði 792 Björg, Neskaupstað 830 Björgvin, Keflavík 1076 Björn Jónsson, Reykjavík 856 770 Dux, Keflavík 950 Einar Hálfdáns, Bolungarv. 1297 Einar Þveræingur, Ólafsf. 1119 Erlingur III, Vestm.eyjum 1348 Erlingur V, Vestm.eyjum 2382 Fákur, Hafnarfirði 1158 Faxaborg, Hafnarfirði 659 Fiskaskagi, Akranesi 684 Fjalar, Vestmannaeyjum 604 Flóaklettur, Hafnarfirði 1970 Fram, Akranesi 886 Fróðaklettur, Hafnarfirði 744 Garðar, Rauðavík 1113 Geir, Keflavík 1439 Gjafar, Vestmannaeyjum 971 Glófaxi, Neskaupstað 946 Grundfirðingur, Grafarnesi 1412 Grundfirðingur II, Grafarn. 1910 Guðbjörg, Sandgerði 956 Guðbjörg, ísafirði 1959 Guðfinnur, Keflavík 1154 Guðm. Þórðarson, Rvík 1634 Guðm. Þórðarson, Gerðum 940 Gullborg, Vestm.eyjum 1704 Framh. á bls. 15 8TAK8TEII\1AR Samskipti höfuðnauðsjn Gisli Jónsson menntaskóla- kennari á Akureyri hélt hinn 17. júní s. 1. mjög athyglisverða lýðveldisræðu á íþróttaleikvang- inum á Akureyri. íslendingur birti ræðuna og segir þar m. a.: „Sagan hefur kennt okkur, að samskipti við aðrar þjóðir eru okkur höfuðnauðsyn. Þótt ein- angrunin hefði áður fyrr sína kosti, fylgdu henni einnig aug- ljósir gallar, og nú á tímum er svo komið, að hún er hvorki æskileg né hugsanleg". Eina spurningin í þessu er, hvort einangrunin hafi nokkurn tíma haft teljandi kosti. Hin fornfræga menning íslendinga varð ekki til fyrir einangrun heldur vegna hollra samskipta við aðra. Mest varð niðurlæging þjóðarinnar, þegar einangrun hennar var fullkomnust. Þykir eitthvað að varðveita Síðar í ræðu sinni segir Gísli: „Þegar forráðamenn íslenzkir samþykktu á sínum tíma, að hér skyldi vera erlendur her, þar til íslenzkum yfirvöldum sýndist annað, var heimsástand svo ískyggilegt, að hinum vestræna heimi var talin hætta búin, og hér mátti ekki vera ónýtur hlekk ur í varnarkeðju vestrænna ríkja. Hersetan hér og þau óþæg- indi, sem henni kunna að fylgja, er því framlag íslands til sam- eiginlegra varna vestrænnar menningar en í staðinn hljótum við öryggi það, sem þátttaka í Atlantshafsbandalaginu veitir. Við sýnum sem sagt í verki, að okkur þyki eitthvað að varð- veita og eitthvað í sölurnar að leggja, þar sem er vestrænt lýð- ræði og mannréttindi. Allstór hópur íslenzkra manna metur hins vegar vestræna þjóðskipu- lagsháttu lítils og hefir barizt harðri baráttu gegn hersetunni hér. Er sú afstaða auðvitað eðli- Ieg og skiljanleg". Hér ræðir Gísli meginatriði þessa máls af mikilli skarp- skyggni. Eðlilegt er, að þeir, sem andstæðir eru þjóðskipulaginu vilji ekki láta verja það. En til þess að segja það berum orðum, hafa þeir aldrei haft kjark. Ábyrgðartilfinning við aukin völd Enn segir Gísli: „Athyglisvert er f sambandi við hermálin, að allar ríkisstjórn- ir, hversu sem skipaðar hafa verið, er setið hafa, síðan herinn kom, hafa séð'þann kost vænst- an að láta hann sitja áfram, hvað sem því veldur. Stundum er það svo, að mönnum eykst skilningur og ábyrgðartilfinning við aukin völd, og er það vel, en margir mættu nú óska þess að hafa ekki metið til landráða gerðir and- stæðinga sinna, þær er þeir nú sjálfir staðfesta í verkum sínum. Hins ber svo ekki að dyljast, að herseta hér í landi eða hvaða landi, sem er, er síður en svo eftirsóknarverð í sjálfri sér. Þeg- ar úr rætist á sviði heimsmál- anna og friðarhorfur verða bjart- ar orðnar, verður að láta herinn víkja“. Allt, sem Gísli segir um þetta, er sannmæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.