Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 8
8 MOnCVlSBL 4Ð1Ð Þriðjudagur 9. júJí 1957 m^pustMofrtfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. FaSl ÞSoSotoíSs f skjali því, sem Krúsjev gaf út til að útskýra fyrir heiminum hinar nýju hreinsanir, var lang- ur kafli um Molotoff. Aðalmni- hald þessa kafla um hinn gamla utanríkisráðherra er að hann hafi verið „þröngsýnn" í starfi sínu og stefnu og beinlínis „hindrað nauð synlegar aðgerðir í þá átt að skapa meiri ró í alþjóðamáium og frið milli þjóða“. Þessi harði dámur yfir þeim mánni, sem um mörg ár fram- kvæmdi utanríkisstefnu Sovét- Rússa er svo rökstuddur all ýtar- lega í skjali Krúsjevs. Fyrst er það nefnt, að Molotoff hafi í ráð- herratíð sinni vanrækt um lang- an tíma að bæta sambúð Rússa og Júgóslava og hvað eftir annað komið í veg fyrir aðgerðir í þá átt, sem flokksstjórnin vildi láta framkvæma. Því er lýst yfir í skjalinu, að þessi framkoma Molo toffs hafi verið fordæmd á fundi miðstjórnarinnar í júlí 1955, vegna þess að hún væri andstæð hagsmunum hins sovétska ríkis og „leniniskri stjórnarstefnu", eins og það er orðað. Þá er Molotoff gefið að sök að hafa reynt að hindra friðarsamn inginn við Austurríki. Og því er bætt við að þegar þessi samning- ingur var loks gerður, gegn vilja Molotoffs, hafi samningurinn reynzt vera þýðingarmikið skref í átt til alþjóðafriðar. I framhaldi af þessu er svo far ið mörgum orðum um, að Molo- toff hafi gert það, sem honum hafi verið unnt, til að koma í veg fyrir að sambúð Rússa og Japana hafi verið bætt. Loks kemur svo þýðingarmesta sakaratriðið, sem er að Molotoff hafi barizt af harð neskju gegn þeim tillögum, sem uppi hafi verið innan stjóvnar- innar um möguleikana á að hindra styrjaldir, undir núver- andi kringumstæðum og neitað rétti þjóða til að finna þæv leiðir til sósíalisma, sem bezt hæfi þeim. Molotoff haldi fast við úreltar kennisetningar og aðferðir og hafi engan skilnig á nýjum við- horfum og leiðum til að mæta þeim. Molotoff er sakaður um að hafa „ eintrjáningslegan og þröng sýnan skilning á marxisma — leninisma og viðurkenni ekki ályktanir 20. flokksþingsins um það í hverju hann sé nú fólginn“ Síðan kemur svo löng útskýring á því hver sé hinn nýi „marxismi — leninismi** og er sumt í því ekki vel aðgengilegt fyrir aðra en þá, sem vanir eru að lesa úr því flókna orðahröngli og kenninga- moldviðri, sem jafnan einkennir stj órnmálayfirlýsingar kommún- istaleiðtoganna eystra. Krúsjev lét ekki við það sitja, að gefa út hið langa ákæruskjal, heldur áréttaði hann það síðar í ræðu, sem útvarpað var um öll Sovétríkin, að Molotoff hefði ver- ið „samsærismaður" sem hefði ætlað að hrifsa stjórn landsins í sínar hendur, ásamt með hinum, sem nú hafa verið brottreknir. Hefði slík ákæra verið borin fram á dögum Stalins. hefði af- leiðingin verið líflát, annað hvort að undangengnum hinum al- þekktu réttarhöldum eða gersam- lega án slíkrar f?. irhafnar. En það er ekki nóg með, að Krúsjev hafi í frammi allar þess- ar ákærur, heldur tók Zukov marskálkur í sama streng í ræðu, sem han hélt á föstudaginn var. Markskálkurinn sagði, að Molotoff hefði verið „samsæris- maður“ og væri mikið unnið við fall hans. Molotoff hefði alls ekki skilið Lenin, eins og það var orðað, hann hefði gleymt skyld- um sínum, en einbeitt sér að klíkustarfsemi, en fyrir slíkt hefðu Sovét-ríkin enga þörf. Svo djúpt var fall Molotoffs. % Á Vesturlöndum hefur kalda stríðið og afleiðingar þess verið tengdar nafni Molotoffs meir en nokkurns annars stjórnmála- manns, að Stalin sjálfum ur.dan- teknum. Þær ákærur, sem vest- rænir menn hafa á liðnum áium haft uppi gagnvart stjórnarstefnu Rússa eru allar staðfestar í skjali Krúsjevs. Molotoff var í augum vestrænna stjórnmálamanna og raunar alls almennings, hinn staðfasti maður nei-sins, málpípa Stalins, sem ætíð sagði nei, þegar tillögur komu fram, sem miðuðu að lausn deilumála og þar með að því að draga úr viðsjám kalda stríðsins. Þegar Stalin var afhjúp aður var allt það staðfest og meira til, sem sagt hafði verið á Vestur- löndum um harðstjórn og grimd- aræði hans. Á sama hátt er nú viðurkennt í ákærunum gegn Molotoff að það sé rétt, sem hald- ið hefur verið fram að hann hafi verið vargur í véum á alþjóða- þingum til að bæta sambúð þjóða. En það er ekki iangt síðan að stéfna sú, sem Molotoff túlkaði, var stefna allra kommúnista, hvar sem var í heiminum. í hvert skipti , sem þessi voldugi maður sagði nei, endurrómaði það meðal allra kommúnista hvar sem var. Er það að vonum að gamlir að- dáendur Molotoffs, bæði hér og annars staðar, verði nokkuð átta- viltir, a.m.k. nú fyrst í stað. Það munu fáir gráta hið mikla fall Molotoffs. Það er nú haft eftir Awé’rell Harriman, sem eitt sinn var sendiherra Roosevelts í Moskvu, að hann hafi í 16 ár hlakkað til þess tíma, þegar skuldadagar Molotoffs kæmu. Þegar eftir að Rússar urðu þátt- takendur í stríðinu, kveðst Harri- man hafa skýrt forsetanum frá þeirri skoðun sinni, að samstarf mundi aldrei takast við Rússa, meðan Molotoff hefði þar áhrif. Það á svo eftir að sjást hvort fall Molotoffs, boðar raunverulega tímamót í afstöðu Rússa í alþjóða málum, eða hvort hér er aðeins um að ræða einn þáttinn í þeim blóðuga hrikaleik, sem kallaður hefur verið valdabaráttan í Kreml. Hingað til hefur engin breyting orðið til batnaðar, frá vestrænu sjónarmiði, hvað sem orðið hefur ofan á í valdastyij- öldunum í Moskvu. Þess er nú vert að minnast að allir þeir þrír, sem tóku við af Stalin, Beria, sem drepinn var, Malenkoff og Molotoff, eru horfn- ir. Þeir hafa orðið fórnardýr valdabaráttunnar. Má nú enn einu sinni rifja upp hin gamal- kunnu orð Pierre Vergniaud: „Það er ástæða til að óttast, að byltingin muni, rétt eins og Sat- urnus, éta börn sín upp til agna, I eitt eftir annað“. UTAN UR HEIMI 190 jbús. flúðu Ungverjaland I yfirliti um efnahags- mál Evrópulanda, sem nær yfir fyrsta árshelming þessa árs, gerir Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (ECE) grein fyrir ástandi og horfum í þessum efnum í álfunni. í yfir- litinu, sem birt er í tímariti nefnd arinnar segir, að jafnvægi sé nú að skapast í efnahagsmálum Ev- rópu, þótt enn vanti nokkuð á að algjört jafnvægi sé komið á. Það er t.d. bent á, að launasveiflur hafi ekki verið eins örar á þessu ári og undanfarin ár. Hins veg- ar séu verðsveiflur, sem orðið hafa á fyrra helminig ársins sök Súez-vandamálsins og hefði sennilega verið hjá þeim komizt ella. Fæstar ríkisstjórnir Evrópu hafa séð sér fært, að létta á við- skiptahöftum og öðrum ráðstöf- unum, sem gerðar voru í þeim tilgangi að forðast verðbólgu. etta er í stuttu máli niðurstöður nefndarinnar um efnahagsmálin í Evrópu, en þau eru rædd mjög nákvæmlega í skýrslu ECE. Bent er á, að Finn- land og Vestur-Þýzkalnd hafa heldur hert á ráðstöfunum til þess að koma i veg fyrir verð- bólgu og ríkisstjórnir, sem til þessa hafa ekki séð ástæðu til þess að beita ströngum efnahags- legum ráðstöfunum vegna verð- bólgu, t.d. franska stjórnin, hafa nú gert ráðstafanir í þessa átt. ECE telur, að ekki sé hægt að reikna með, að framleiðslan í Vestur-Evrópulöndunum aukizt að sama skapi eins og hún gerði á árunum 1954—1956. Það séu meiri líkur til þess að framleiðsl- an verði álíka mikil og hún var árið sem leið. I efnahagsyfirliti ECE er sérstakur kafli helgaður efna- hagsmálum í Sovét-ríkjunum og Austur-Evrópuríkj unum. Þar seg ir t.d., að Sovét-ríkin hafi neyðzt til að endurskoða 5 ára áætlun sína, sem nú stendur yfir (1955— 1960). Það hafi komið í Ijós, að ekki sé hægt að gera ráð fyrir jafnmikilli framleiðsluaukningu árið 1957 og gert hafi verið ráð fyrir upphaflega. Þess er getið, að eldsneytis- vandamálið sé erfitt viðureignar í Austur-Evrópulöndunum. Sagt er að ríkisstjórnir Rúmeníu, Búlg- aríu og Ungverjalands neyðist til að draga úr fjárfestingu sinni miðað við fjárfestinguna 1955 í þessum löndum. Um efnahagsmálin í Ungverjalandi segir í yfirliti ECE, að iðnaðarframleiðslan þar í landi hafi hrapað ískyggilega síðustu mánuði ársins 1956 vegna stjórnmálaástandsins í landinu, en í marzmánuði hafi verið svo komið að iðnaðarframleiðslan hafi verið komin upp i 80% af því, sem hún hafði verið fyrir byltinguna. Framleiðsla nauðsynjavarnings er sögð hafa verið 10% meiri í Ungverjalandi á fyrstu mánuðum ársins, en á sama tíma árið áður. Það er tekið fram, að tekizt hafi að varðveita kaupmátt launanna, þrátt fyrir þessar sveiflur í efnahag lands- ins. Þetta hefir þó ekki tekizt án þess, að gengið hafi verið á birgð ir í landinu. Þjóðin hafi tekið víxla út á framtíðina með því að ríkisskuldirnar hafi hækkað. Fjárfesting hafi minnkað til muna. Það ríði á miklu fyrir Ung verjaland, segir í yfirlitinu, hvort því tekst að fá lán erlendis til hrá efnakaupa fyrir iðnaðinn og elds neytis kaupa. Loks tekur yfirlitið fyrir hið ískyggilega ástand í allri álfunni hvað snertir skort á faglærðu verkafólki. Talið er, að hér sé mikið vandamál á ferðinni, sem verði æ ískyggilegra. Frá því að fyrri heims- styrjöldinni lauk hefir ríkt flótta- mannavandamál í heiminum. í hvert sinn, sem útlit hefir verið fyrir að það væri að leysast hef- ir eitthvað gerzt, sem hefir auk- ið vandamálið á ný. Hin mikla út- rás flóttafólks frá Ungverjalandi eftir uppreisnina þar í landi í fyrrahaust hefir sízt bætt úr skák í þessum efnum. Fyrir skömmu boðaði flóttamannaráðu- nautur Sameinuðu þjóðanna til alþjóða ráðstefnu í Genf um þessi mál. Á fundinum voru mæltir fulltrúar frá ýmsum líknarstofn- unum og frá ríkisstjórnum. Fulltrúar urðu sam- mála um, að æskilegt væri, að gera slíkar alþjóðaráðstafanir í flóttamannavandamálunum, að ekki kæmi aftur til þess öng- þveitis, sem ríkti eftir síðustu heimsstyrjöld. Flóttamannaráðunautur Sam- einuðu þjóðanna, Svisslendingur- inn Dr. Auguste Lindt, benti á, að engin sanngirni væri í því, að það land, sem flóttamenn leita fyrst hælis í verði að bera allan kostnað að dvöl flóttafólksins. Þetta sé vandamál, sem allar þjóðir verði að taka að sér að ráða fram úr og standa straum af. c amkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóSanna flúðu rum- lega 190,000 manns land eftir upp relsnina í Ungverjalandi s.l. vet- ur. Um 170,000 leituðu hælis í Austurríki og um 20,000 í Júgó- slafíu. Nú hefir tekizt að koma rúmlega 150,000 manns fyrir, til bráðabirgða og til frambúðar. Um 69,000 hafa flutt til landa utan Evrópu (Ameríku, Ástraliu), um 70,000 hafa setzt að í öðrum Ev- rópulöndum, rúmlega 4000 kusu að snúa heim til Ungverjalands aftur. Eftir eru um 38,000 manns, þar af um 20,000 í Austurríki og 18,000 í Júgóslafíu. ■Flóttamannaráðunautur- inn hefir verið á ferðalagi víða um lönd, m.a. á Norðurlöndum, til þess að ræða við ríkisstjórnir um lausn flóttamannavandamáls- ins. Telur hann mikla nauðsyn bera til þess, að flóttamannavanda málið sé leyst sem allra fyrst og komið verði í veg fyrir, að flótta- menn dvelji lengi í flóttamanna- búðum. Því miður hefir það ált sér stað að flóttafólk hefir dvalið og dvelur enn í flóttamannabúð- úm frá því eftir lok síðustu heims styrjaldar — 10—12 ár — Og því lengur sem flóttafólk dvelur í flóttamannabúðum þeim mun erf iðara verður að koma því fyrir og gera því kleift að verða nýtir borgarar á ný. L istaverk eftir Tino- retto, Goya, van Gogh og Mattise, svo nokkrir séu nefndir, verða meðal listaverka á alþjóðalist- sýningu, sem haldin verður í Genf í sumar á vegum Alþjóða- vinnumálaskrifstofunnar (ILO). Sýningin nefnist „Listin og vinn- an“ og er haldin til minningar um fyrsta framkvæmdastjóra ILO, Albert Thomas. Sýningin verður opin þar til 22, september í haust. Borgarstjóri Genfarborgar hef- ir lánað sögusafn borgarinnar undir sýninguna endurgjalds- Myndin er tekin á Rauða-torginu í Moskvu 1. maí sl., en þar fóru fram „hátíðahöld verkalýðsins“ og tók Rauði herinn drýgstan þátt í þeim að venju. Enda þótt Krúsjeff bannaði erlendum að taka ljósmyndir við þetta tækifæri, náði franskur ljósmyndari þessari mynd ásamt nokkrum fleiri. Svo sem kunnugt er, þá hafa þeir Moskvufélagar afnumið alla persónudýrkun, en menn eru sennilega ekki á einu máli um sanngildi þess — eftir að hafa séð þessa mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.