Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 6
6 MÖRCinSBT/AÐlÐ f>riðjudagur 9. júlí 1957 Riksteatret: // Brúðuheimilið eftir Henrik Ibsen Leikstjóri: Gerhard Knoop 44 VORIÐ 1948 kom hingað txl bæj- arins, á vegum Leikfélags Reykja víkur, flokkur úrvalsleikara frá Þjóðleikhúsinu í Osló og sýndi hér eitt af öndvegisleikritum skáldsnillingsins mikla, Henriks Ibsens. Koma þessara ágætu leik ara undir forystu hins stórbrotna persónuleika og miklu leikkonu fni Agnes Movinckel, var mikill og einstæður viðburður í leiklist- arlífi höfuðstaðarins, er seint mun gleymast. — Nú eru aftur komnir hingað til okkar mikil- hæfir norskir listamenn frá Riks- teatret í Noregi í boði Bandalags íslenzkra leikfélag, og undir for- ystu forstjóra leikhússins.Frits von der Lippe. — Er hér um að ræða heimsókn á víðari grund- velli en sú fyrri var, því að hinir norsku gestir munu halda leik- sýningar víðs vegar um byggðir landsins, auk sýnigarinnar, sem fram fór í Þjóleikhúsinu s.l. föstudagskvöld. Er með komu þessara ágætu gesta okkar stigið stórt spor til þess samstarfs milli Norðmann og íslendingar á sviði leiklistar, sem hófst með frábæru starfi frú Gerd Grieg, í þágu ís- lenzkrar leiklistar á styrjaldar holm árið 1948 gat ég þess, að okkur væri það mikið fagnaðar- efni að fá að sjá eitt af ágætustu verkum Ibsens flutt hér á tungu skáldsins, undir norskri leiðsögn og af norskum leikendum, sem öðrum fremur hefðu skilurði til að skilja til hlítar anda skáldsins og gefa listaverkinu hinn rétta blæ og umgjörð. — Þessi orð vil ég endurtaka nú í tilefni þess- arar sýningar á „Brúðuheimili", og um leið vil ég geta þess að svo skemmtilega vill til að þetta er í þriðja sinn sem „Brúðuheimili" er sýnt hér undir norskri leik- stjórn, árið 1945, er frú Gerd Grieg stjórnaði leiknum með Öldu Möller í hlutverki Nóru, 1952 undir stjórn frú Segeleke, sem áður getur og nú undir stjórn Gerhards Knoops. — Er í senn fróðlegt og lærdómsríkt að bera þessar þrjár sviðsetningar saman en út í þá sálma vei'ður þó ekki farið hér. — Gerhard Knoop fer sínar eigin götur í sviðsetningu og leikstjórn, leggur meiri áherzlu á hið mannlega en ég hef áður séð, sem svo berlega kemur fram í aðalpersónunum tveimur, Nóru og Helmer manni í huga Ibsens, sbr. leikritið ,Aftur göngur“. Gerd Wiik og Karl Eilert Wiik leika frú Linde og Krogstad mál- færslumann. — Fara þau bæði ágætlega með hlutverk sín. Þá er og mjög athyglisverður leikur Ilelgiu Backe í hlutverki barn- fóstrunnar. Eva Knoop og Svein Byhring leika smáhlutevrk. — Börn þeirra Helmers-hjóna sáust ekki að þessu sinni, vafalaust af gildum ástæðum. Kom það ekki að verulegri sök þó að það sé fallegt atriði er Nóra leikur við börn sín. Leiktjöld og búningar gefa leiknum hið rétta ytra yfirbragð, enda hvorttveggja í fullu sam- ræmi við þá tíma, sem leikurinn gerist á. Húsið var fullskipað og fögn- uðu áhorfendur að leikslokum Liv Strömsted og Lars Nordrum í hiutverkum Noru og Helmers., hinu góðu gestum með langvar- andi lófataki og fögrum blómum. árunum , og haldið hefur áíram hennar. Við þetta er eins og per- síðan, fyrir skömmu með gesta. leik Þjóðleikhússins okkar í Osló, og nú með komu Riksteatrets hingað. Við fslendingar fögnum þessu samstarfi og vonum að það eigi eftfr að eflast og hafa heillarík áhrif á þróun íslenzkrar leiklist- ar, því að við vitum, að norsk leikltst hefur um langt skeið staðið með miklum blóma, enda veríð að henni búið með rausn frá öndverðu af mestu skáldum og andans mönnum norsku þjóðar innar. Frú Segelcke lék hér sumarið 1952 sem gestur hlutverk Nóru í „Brúðuheimili“ Ibesens, og hafði einnig leikstjórnina á hendi. Setti hún vitanelga með hvortveggju í ríkum mæli svip sinn á sýning- una og heillaði alla, er sáu hana, með frábærum leik sínum. — Riksteatret hefur nú einnig valið þetta sama leikrit til sýningar hér og er ástæða til að fagna því, því að „Brúðuheimili“ hefur ekki að- eins verið talið með ágætustu verkum Ibsens, heldur eitt af meistaraverkunum í leikbók- menntum heimsins. Efni leiksins verður hér ekki rakið, enda mun það kunnugt flestum þeim, sem einhvern áhuga hafa á leikbókmenntum og leiklist. Þess skal þó getið, að höfundurinn tekur hér, sem í síð- ari leikritum sínum öðrum, til meðferðar þjóðfélagsvandamál síns tíma, en þó er kjarni leik- ritsins, — hið mikla „problem", sem höfundurinn ber fram, síður en svo tímabundið, heldur algilt og ævarandi. — Bakgrunnurinn er réttleysi konunnar bæði gagn- vart eiginmanninum og þjóðfél- aginu, eins og það gerðist á þeim tímum, er leikritið var samið, 1879 og reyndar marga áratugi eftir það. — Því hafa margir haldið því fram, að nú á tímum, er konur njóta jafnréttis á við karlmenn, sé leikritið ekki lengur tímabært, — orðið úrelt. — Þessi skoðun hefur þó orðið að þoka fyrir þeirri staðreynd, sem komið hefur æ betur í ljós, eftir því, sem fjær hefur dregið frá sköpun verksins og þeim ytri aðstæðum, sem það er reist á, að hin raun- verulegi kjarni leikritsins er öðru fremur það algilda lífsviðhorf, að það sé réttur einstaklingsins og skylda hans, að lifa lífinu sem ábyrgur aðili gagnvart sjálfum sér og öðrum og leita þroska síns í samræmi við innsta eðli sitt. , Þegar leikflokkur Þjóðleikhúss ins norska sýndi hér Rosmers- sónurnar færist nær manni, mað- uf taki innilegri þátt í örlögum þeirra en ella og að verkið allt fái enn meiri dýpt. Staðsetningar allar eru með ágætum og heildar- svipur sýningarinnar afbragðs- góður, enda er þar að heita má, valinn maður í hverju rúmi. Liv Strömsted sem leikur Nóru, — þetta margslungna og erfiða hlutverk, er vissulega frábær leikkona. Hún túlkar af öruggri tækni en jafnframt sterkri inn- lifum hin snöggu geðbrigði og hina átakanlegu angist og innri baráttu Nóru og sýnir á mjög sannfærandi hátt hversu þessi unga kona breytizt á stuttum tíma frá því að vera sjálfselsk og ábyrgðarlaus „leikbrúða" í mannveru, sem er þess umkomin að taka þunga og örlagaríka ákvörðun til þess að bjarga per- sónuleika sínum frá glötun. En e.t.v. mun hinn áhrifamikli leikur hennar er hún dansar tarantelluna í 2. þætti verða mörgum eitt af afburðagóðum leik sínum og minnistæðustu atriðxxin leiksins, svo átakanlegt sem það var. Helmer bankastjóra, eigin- mann Nóru leikur Lars Nordrum. Það væri synd að segja, að Ibsen fari mjúkum höndum um þennan týpizka góðborgara allra tíma, en þó lætur skáldið hann njóta sann mælis eftir-því sem efni xtanda til. Það gerir Nordrum líka með mannlegri túlkun á hlutverkinu. Olafr Havrevold leikur dr. Rank, lækni og heimilisvin þeirra Hel- mers-hjóna. Havrevold er mikil- hæfur leikari, enda túlkar hann frábærlega vel þennan sjúka og innhverfa mann, sem bíður þungra örlaga og „skuggar for- tíðarinnar" — syndir föðursins — hvíla á, — „tema“, Sem oft er Að lokum vil ég þakka Banda- lagi íslenzkra Leikfélaga það ágæta framtak að fá hingað þessa mikilhæfu listamenn og sérstak- lega vil ég þakka Riksteatret, for stjóra þess, leikstjóra og leikend- um öllum fyrir komuna og frá- bæra túlkum þeirra á þessu sí- gilda snilldarverki hins mikla skálds. Sigurður Grímsson. <rn<ltírsJco'^a allar lejíisveit- 40 bátar með undanþágu GREIN með þessari fyrirsögn birtist í Tímanum s.I. sunnu- dag. Hér er hreyft svo alvar- Xegum ásökunum í blaði for- sætisráðherrans, sem einnig fer með landhelgisgæzluna, að rétt þykir að birta grein- ina í heild. Ásajkanirnar, sem þar eru bornar fram, eru þess eðlis, að fást verður úr þvi skorið, hvort þær eru rétt- mætar eða ekki. Þar duga engin undanbrögð. Ef þær eru réttmætar var það vitanlega skylda dómsmálaráðherra og sjávarútvegsmálaráðherra, að hindra, að slíkt gæti að hönd- um borið. En ef ofmælt er í greininni, er þar um að ræða fágætt ábyrgðarleysi af mál- gagni forsætisráðherra. Grein Tímans hljóðaði orð- rétt svo: „Þrálátur orðrómur hefir geng- ið um það að undanförnu, að und- anþágur til humarveiða hér við Suðurland væru misnotaðar, og hefir þessi orðrómur borizt til útlanda og vakið athygli meðal þeirra, sem aldrei setja sig úr færi um að gera viðleitni lands- manna til að vernda fiskimiðin tortryggilega. Af þessum ástæðum taldi Tím- inn rétt að athuga, hvað hæft væri í þessum orðrómi og birta lesendum sínum það. sbrifar úr daglega lífinu ÞAÐ þótti mörgum mikil tíð- indi og ’góð sem gerðust um þessa helgi í símamólum okkar Reykvíkinga, og nálægra byggða. Góðar símafréttir ÞAÐ er ekki lítil viðbót að fá 6.000 síníanúmer, jafnvel þótt ekki hafi reynzt unnt að taka þau öll i notkun nú samtímis. Þetta er mikil stækkun meira en helm- ingur þeirra númera, setr iður voru hér í bæ. Reykjavík hefir líka • stækkað svo gífurlega ört að brýn nauðsyn var á því að fjölga símunum. tííminn er hið mesta þarfatæki og það er ekki ofmælt þótt sagt sé, að mörgum reynist illkleift að stunda störf sín eða ráða málum sínum án þess að hafa umráð yfir þessu nytsemdartæki. Æskileg- ast væri að menn gætu fengið síma hvenær sem væri og þyrftu aldrei að bíða eftir honum Það hlýtur að vera það takmark sem símayfirvöldin eiga að vinna að og væntanlega verður það í fram tíðinni. Mikil minnisþraut Asunnudagsmorguninn tóku margir upp símann sinn og völdu gömlu númerin af gleymsku og vangá. Þar fór mikill fróðleikur og fyrirhöfn til spillis þegar gömlu númerunum var varpað fyrir borð og ný tekin upp. Margir hafa lagt á sig mikið erfiði við að læra símanúmer. Nú er sá fróðleikur til einskis. Byrja verður frá upphafi. Og í gær hitti ég mann að máli sem spjall- aði um það hve það væri í raun- inni fánýtt að vera með slíka minnisþraut að læra símanúmer. Menn hefðu svo margt annað að muna að ekki tæki nokkru tali að leggja svo einíalda og nærtæka hluti á minni.' Miklu handhægara væri að hafa lista með nokkrum tugum þeirra númera sem oftast væru valin og kæmi það þá ekki nema örsjaldan fyrir að fletta þyrfti upp í símaskránni. En eins og ég sagði áðan þá er símnotendur, bæði þeir gömlu sem fá nú betri þjónustu og þeir nýju sem nú fyrst fá símann, í sjöunda himni. Og morg falleg orð hafa um símann fallið síðustu daga, og vissulega eru þau verð skulduð. Listin að þorða s*ld ÚSMÓÐIR skrifar: Nú er mikið talað um síld vegna þess að óvenjulega vel hef- ir veiðzt fyrir norðan á miðunum H þar þótt ég vilji vara við allt of mikilli bjartsýni, enda vertíðin varla meira en svo byrjuð. En eitt þykir mér skrýtið. Ég bjó um tveggja ára skeið með manni mínum úti í Svíþjóð. Þar var auðvelt fyrir okkur húsmæð- urnar að ná í síld til matargerðar, og þar fékkst hún alla vega til- reidd svo unun var á að horfa. En hér í Reykjavík leita ég að síld án þess að fá hana nema sárasjaldan. Við seljum sildina okkar sem veiðist til fjarlægra landa, en það er eins og óyfir- stíganlegir örðugleikar séu á því að koma henni á framfæri í Reykjavík. Það er til skammar hve við kunnum lítt til mat- reiðslu síldarinnar því sannast sagna þá er hún ekki mjög nxerki- leg soðin. Við höfum gert allt of lítið að því að skappa smekk bænda okkar og sona á þessu hnossgæti og matbúa hana sem allra ljúffengast. Enginn fiskur er heldur hollari en síldin. Nú vildi ég skora á einhvern fram- takssaman kaupmann að koma upp síldarréttasýningu hér í verzl un sinni og gæta þess að hafa hina ljúffengu Norðurlandssíld alltaf til sölu. Ekki skal standa á okkur, mörgum húsmæðrunum sem síldina kunna að meta. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá sjávarútvegsmálaráðuneytinu að alls hefði 30 fiskibátum í Vest- mannaeyjum verið veitt leyfi til að fara með svokallað humartroll inn í landhelgina, og að auki 10 bátum frá Eyrarbakka og Stokks eyri og öðrum verstöðvum á suð- vesturhorni landsins. Bátar þess- ir eru 11—35 lestir að stærð. Leyfin eru veitt til takmarkaðs tíma, júní—október — en aftur- kallanleg hvenær sem er. Þau eru öll bundin við humarveiði. Til þeirra veiða nota bátar troll, en ljóst er þó, að í humartrollið er líka hægt að veiða aðrar fisk- tegundir. Blaðið^ spurðist fyrir hjá Fiski- félagi íslands um humarafla þessa bátaflota, en gat ekki feng- ið þar neinar skýrslur. Veiðin er talin hafa hafizt í júníbyrjun en júní-skýrslur ókomnar úr ver- stöðvunum. Blaðið fór því aðrar leiðir til að afla sér upplýsinga um aflamagnið, og komst að þeirri niðurstöðu, að humarafl- inn er sáralítill, og hvergi nærri í samræmi við bátafjöldann, sem undanþágu hefir fengið. Hins vegar er Ijóst, að í Vestmanna- eyjum er nú unnið að verkun mikils flatfiskafla, og jafnvel mun það hafa hent að humar- bátar hafa komið með fullar lest- ir af bolfiski. MISNOTKUN UNDAN- ÞÁGANNA Um það getur tæpazt verið að villast, að hér er orðin allstór- felld misnotkun undanþáganna, og málið allt komið á það stig, að eigi má kyrrt liggja. Hér er meira í húfi en hagsmunir fárra bátaeigenda eða einnar verstöðv- ar. Hér er alldjarft teflt með málstað íslands í friðunarmálum yfirleitt. Hjá því verður trauðla komizt að taka undanþágumálið allt til endurskoðunar. Humar- veiðin er ung atvinnugrein, og harla merkileg, og hefir verið ónotuð hér um langa hríð. Hana ber að styðja með eðlilegum ráð- um. Hitt ber að fyrirbyggja, að í blóra við þann veiðiskap sé smogið 1 gegnum göt á land- helgisgæzlunni. Hvað sem stund- arhagsmunum líður, er slík mis- notkun svo alvarlegt mál, að setja verður skorður hið bráðasta og halda uppi án frekari tafa Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.