Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1957, Blaðsíða 12
12 Monr,uNBL4Ðir> Þriðj'’<7agur 9. júlí 1957 ",lsla" Eden eftir John | Steinbeck CD 1 f mörg ár hafði Salinas hýst tvær slíkar gersemar: Jenny og Niggarann, sem átti og staifrækti Long Green. Jenny var góður fé- lagi, gat þagað yfir leyndarmálum og veitti mörg lán í leynd og kyrr þey. í Salinas er til heilt safn af sögum um Jenny. Niggarinn var stæðileg kona, kaldlynd og ströng, með snjó- hvítt hár og strangan niyndug- leika. Brún djúplæg augu hennar horfðu athugul á vonda veröld með heimspekilegum trega. Hún stjórnaði húsi sínu eins og dóm- kirkju, helgaðri dapuriegum en staðföstum Priapusi. Ef mann langaði í hressandi hlátur og —1 l Þýðing Sverrir Haraldsson □-------------------n hnippingar, þá fór maður í heim- sókn til Jennyar og fékk pen- inga sína ríkulega endurgoidna. Ef hin óbærilega einvera sálar- innar fékk útrás í angurværri hryggð °g titrandi tárum, þá var Long Green rétti staðurinn. Þegar maður kom út þaðan, fann maður að eitthvað rnikið og alvarlegt hafði skeð. Dökk falleg augu Fylgist með tímanum Það kostar ekki eyri meira að kaupa Bláu Gillette blöðin í onálmhylkjunum- Aðeins kr. 17/— fyrir 10 blöð Engar pappírsumbúðir og hólf fyrir notuð blöð. Fylgist með tímanum og notið einnig nýju Gillette rakvélina. Vél No. 60 kostar aðeins kr. 41,00. Bláu Gillette blöðin Heildsölubirgðir: Globus hf., Hverfisgötu 50, sími 7148 fyigdu manni á eftir, dögum sam- an og þegar maður kvaddi staðinn, var það jafnan með söknuði og trega. Þegar Faye kom frá Sacra- mento og stofnaði sitt eigið hóru- hús í Salinas, fylltust hinar tvær stéttarsystur hennar réttlátri reiði í hennar garð. Þær ákváðu að gera allt til þess að flæma hana burt úr borginni, en uppgötvuðu þó bráðlega, að hún var þeim ails ekki neinn hættulegur keppinaut- ur. Hús hennar var eins konar hæli og griðastaður þeirra ungu manna, sem nýlega höfðu glatað dygð sinni og þráðu að glatí meiru af henni. Hús hennar tók það að sér, að bæta þeim mönnum skaðann, er áttu kaldar og kyndaufar eigin- konur. Fay var af hinni móður- legu tegund, brjóstastór, mjaðma- breið og hjartahlý. Hún var hinn sanni huggari og við barm henn- ar var gott að gráta. Hinar hrein- trúuðu stúlkur Niggarans og litlu svallsömu hispursmeyjarnar hjá Jenny höfðu allar sína föstu við- skiptavini, sem aldrei myndu flytja yfir til Faye. Ef maður varð fyrir einhverri kynferðislegri reynslu í húsi hennar hafði maður það á tilfinningunni, að slíkt væri einungis slysaleg tilviljun en fyr- irgefanleg. Hús hennar leiddi æsku fólk Salinas inn á þyrnótta braut kynlífsins á hinn kyrrlátasta og fegursta hátt. Þeir sem í búðum starfa eða á sveitasetrum, fá á sig svip og sérkenni húsbóndans eða eigand- ans og á sama hátt líkjast stúlk- urnar í hóruhúsunum mjög mikið forstöðukonunum, sumpart vegna þess að þær velja stúlkur sinnar gerðar og sumpart vegna þess að hver góð hóruhússmóðir setur svip sinn á starfið og viðskiptin. Maður gat dvalizt tímunum saman í húsi Faye án þess að heyra eitt einasta illyrði mælt af munni. Vitjun svefnherbergjanna og greiðslan að viðskiptum lokn- um fór svo hljóðlega og tilviljana lega fram, að það virtist einung- is af hendingu gert. Faye var kona fríð útlits, ekki neitt sérlega gáfuð og var fljót að skipta. Fólk bar traust til hennar og hún treysti hverjum manni. Enginn, sem eitthvað þekkti Faye vildi særa hana. 1 einu orði sagt, þá var hóruhús Faye óvenjulega kyrrlátt og reglu samt eins og þeir vissu báðir, lög- regluþjónninn og héraðsfógetinn. Hún hafði meðfædda skelfingu á öllum sjúkdómum og þess vegna lét hún lækni rannsaka stúlkurn- ar sínar, oft og með stökustu reglu semi. Maður gat verið óhræddari, að sýkjast af stúlkunum hennar, en kennslukonunni í sunnudaga- skólanum. Og brátt kom að því, að Faye varð stöndugur og virt- ur borgari hinnar vaxandi borg- ar, Salinas. Sumarbústaður til sölu Sumarbústaður, 3 herbergi og eldhús, ásamt 2000 fermetra eignarlandi, í strætisvagnaleið, er til sölu. Rafmagn. — Gæti verið ársíbúð. Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefur Einar Sigurðs- son í síma 13898. Rúðugler 2ja, 3jsi, 4ra, 5 og 6 m/m þykkt fyrirliggjandi J-g^ert ^JCriótjánóSon é/ (/. Itf. Bifreiðar í sölu Allir þeir, sem eiga bifreiðir sínar í sölu hjá okkur, eru vinsamlega beðnir að gefa okkur upp hin nýju símanúmer sín. BifrsiBasalan Bókhlöðustíg 7 — Sími 19-16-8 .<oX*.H»<«.x**>*>*!**yK**H**X*4X**K**>*>I**>>>*K**X**K**>'X'»>*X**>*>*>*>*W**>*H**K**r»*K**r**H**>*!*í^MK**? M A K K Ú S Eftir Ed Dodd 1) — Jói er að ná sér. er dásamlegt. 2) — Jæja, Markús, eins og ég sagði áðan, ef þið Peta viljið g—g........— Bíddu við, pabbi, er þér sama þó ég tali við Markús í einrúmi? 3) — Ég skil. Ö, vorið æskan! 4) — Láttu þetta, sem pabbi er að segja, engin. áhrif hafa á þig Ég skil þig. Meðan þú lást í óráð- inu talaðir þú mikið um Sirry Davíðsdóttur. Ég veit að þú elsk- ar hana .... og nú verðurðu að fara til hennar. IX. Stúlkan Kate var Faye full- komin ráðgáta — hún var svo ung og falleg, svo hefðarkonuleg, vel uppalin og menntuð. Faye fór með hana inn í sitt eigið, friðhelga svefnherbergi og yfirheyrði hana ;þar, lengur og nákvæmar en hún hefði gert við nokkra aðra. Það voru alltaf ein- hverjar stúlkur að knýja á dyr hóruhússins og Faye þekkti þær flestar samstundis. Hún gat skip- að þeim í flokka og sálgreint þær ar, gráðugar, hégómagjarnar. — Kate virtist ekki vera neitt af þessu. „Ég vona að þér reiðist ekki öllum þessum spui-ningum“, sagði Faye. — „Mér virðist það bara svo undarlegt að þér skylduð leita hingað — þér sem ekki eruð i neinum vandræðum — alls ekki i neinum vandræðum". Kate brosti vandræðalega. — „Það er svo erfitt að útskýra það. Ég gæti alveg eins spurt yður að því, hvers vegna þér hefð uð komið hingað. Ekki eruð þér í vandræðum, alls ekki neinum vandræðum. Þér hefðuð getað eign azt eiginmann, auð og allsnægtir, mjög auðveldlega". Og Faye snéri giftingarhringnum á feituni fingr- inum, snéri honum aftur og aft- ur. Svo kinkaði hún kolli alvar- lega og Kate hélt áfram: — „Já það er mjög erfitt að útskýra það og ég vona að þér krefjist þess ekki af mér. Það snertir ham- ingju manneslcju, sem er mér rnjög nákomin og kær. Verið svo góðar að spyrja mig einskis". Fay kinkaði aftur kolli: — „Ég hefi kynnzt svipuðum aðstæðum. Ég hafði eina stúlku, sem var að vinna fyrir barninu sínu og eng- inn vissi hið sanna í lengri tíma. Nú á þessi stúlka fallegt héimili og eiginmann. — Ég segi yður ekki hvar. Fyrr léti ég skera úr mér tunguna. Eigið þér barn, góða mín?“. Kate leit niður, til að leyna upp gerðartárunum. Loks hvíslaði hún ofur lágt: — „Því miður get ég ekkert um það talað“. „Það gerir ekkert til, góða mín. Svo minnumst við ekki meira á það“. Faye var ekki gáfuð, en hún var engan veginn heimsk Hún snéri sér til héraðsfógetans og sagði honum allt eins og var. Það var ekki hyggilegt að eiga neitt á hættu. Hún vissi, að eitthvað var athugavert við Kate, en væri það ekki húsinu til miska, þá kom Faye það ekkert við. aititvarpið Þriðjudagur 9. júlí Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Hús í smíðum; XVII: Mar- teinn Björnsson verkfræðingur talar um einangrun húsa. 19.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (pl.). 20.30 Erindi: Kynþáttavandamlið í Bandaríkjunum; I. (Þórður Ein- arsson fulltrúi). 20.55 Tónleikar (plötur). 21.20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21.40 Tónleikar (plöt ur). 22.10 Kvöldsagan: „Ivar hlú járn“, eftir Walter Scott, í þýð- ingu Þorsteins Gíslasonar; I. (Þorsteinn Hannesson). 22.40 Þriðjudagsþátturinn. Jónas Jón- asson og Haukur Horthens hafa stjórn hans á hendi. 23.25 Dag- skrárlok. Miðvikudagur 10. júlí. Fastir liðir eins og venjulega, — 12.50—14.00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. — 19.30 Lög úr óperum (plötur). — 20.30 Frá saga: Grenjaskyttan, eftir Óskar Aðalstein Guðjónsson rithöfund (Andrés Björnsson flytur). —• 20.55 Tónleikar: Píanólög eftir Franz Liszt (plötur). — 21.20 Út. varp frá leikvanginum í Laugar- dal við Reykjavik: Islendingar og Danir heyja landsleik í knatt- spyrnu. — Sigurður Sigurðsson lýsir síðari hálfleik. — 22.25 Kvöldsagan: „Ivar hlújárn" eftir Walter Scott; II.. (Þorsteinn Hannesson). — 22.45 Létt tónlist frá Rúmeníu (plötur). — 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.