Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. júlí 1957
Sigurjón Pétursson á Þingeyri 85 ára
Heimili hans er annálað fyrir
gesfrisni og myndarskap
A MORGUN, 29. júlí á 85 ára
afmæli, Sigurjón Pétursson, skipa-
smiður á Þingeyri. Sigurjón er
fæddur að Nýja-bæ í Vatns-
leysustrandarhreppi í Gullbringu-
sýslu og ólst þar upp. Ungur mað-
ur fluttist hann til Þingeyrar, kom
þar fyrst í atvinnuleit, en stað-
næmdist þar svo og hefur búið þar
síðan. Þingeyringar væru líka illa
staddir ef þeir hefðu ekki Sigur-
jón, því ennþá bilar þar varla
klukka, amboð bátur eða hlekkur,
að Sigurjóns sé ekki leitað, svo
dverghagur er hann í höndunum,
að sjaldgæft mun vera.
Sigurjón er einn af elztu starfs-
mönnum Morgunblaðsins, eða ef
til vill elztur. Hann hefur verið
útsölumaður þess á Þingeyri frá
því fyrst að það kom út. Sjálfur
fer hann með blöðin til kaupend-
anna þótt árin séu nú orðin 85,
en hann er vel ern, gamansamur
mjög og stálminnugur. Sigurjón
var staddur í Reykjavík fyrir
nokkrum dögum og þá notaði
fréttamaður blaðsins tækifærið til
að spjalla við hann nokkra stund,
um það serti á daga hans hefði
drifið. En Sigurjón vildi ekkert
með það hafa og var hinn þver-
asti.
— Áttu ekki 85 ára afmæli
bráðum?
— Það veit ég ekki.
— Hvenær ertu fæddur?
— Sautjánhundruð og súrkál.
— Láttu ekki svona, þá skrifa
ég bara einhverja vitleysu.
— Jæja, þú ert leiðinleg, ég er
fæddur 29. júlí 1872, ef þú vilt
endilega vita það.
— Hvenær fórstu fyrst til Þing
eyrar?
— Ætli ég hafi ekki verið 25
ára, svo geturðu reiknað sjálf
hvaða ártal það var.
-— Varstu þ;. í atvinnuleit?
■— Já. Ég vandist nú annars
venjulegri vinnu. Ég stundaði sjó-
róðra þegar ég var að alast upp
suður með sjó og svo vann ég hvað
sem fyrir var í sjávarplássum, til
dæmis í Borgarnesi. Svo frétti ég
að það væri gott upp úr því að
hafa að fara í „hvalinn" í Dýra-
firði. Norðmenn höfðu þá hvala-
útgerð í Framnesi þar. Yfirmað-
urinn var kaptein Berg. Nú svo
fór ég.
— Vannstu lengi í hvalnum?
— Tvö sumur.
— Nú hvað svo?
— Ja, þá r-ðist ég til Grams-
verzlunar sem einhvers konar báta
smiður.
— Og vannstu lengi við það?
— Ég vann við bátasmíðar þar
til á síðustu tímum seglbátanna.
Annars er ég nú að dútla við
þetta ennþá.
— Já, ég nenni ekki að tala um
það.
„Boli datt en Hallur stóS“
— Jæja, þú vilt ekki segja mér
neitt. En nú vill svo vel til að ég
veit að þú ert afbragðs skotmað-
ur. Þ ' ættir nú að segja mér frá
einhverju atviki í sambandi við
það?
Kona Sigurjóns er Sigríður Jóns
dóttir frá Reykjavík. Þau eiga
tvo uppkomna syni. Pétur Sigur-
jónsson, trésmíða eistara í
Reykjavík og Baldur Sigurjóns-
son, trésmíðameistara á _ 'ngeyri,
Trésmíðin hefui greinilega gengið
í arf til sonanna. Auk þess ólu
þau upp fósturson Braga Guð-
mundsson, nú búsettan í Reykja-
vík.
Heimili þeirra hjónanna hefur
löngum verið 'nnálað fyrir gest-
risni. Á Þingeyri er ekkert gisti-
hús, en þeir eru margir ferða-
mennirnir sem hafa gist hjá Sigur
jóni og Sigríði. Það mun ekki of-
sögum sagt, að þau hjónin hafa
ekki oft sezt tvö að snæðingi. Sig-
Ráðstefna flugmála-
stjóra Evrópu
DAGANA 29. júlí til 3. ágúst
1957 verður haldin í Reykjavík
ráðstefna flugmálastjóra Evrópu.
Fundir þessir eru haldnir árlega
og er þessi fundur hinn 6. í röð-
inni. Fundir þessir fjalla um
sameiginleg vandamál, er snerta
flug og flugsamgöngur.
Á fundinum í Reykjavík verð-
ur m. a. fjallað um vandamál
þau, er skapazt hafa vegna til-
komu hinna nýju þrýstiloftsflug-
véla, fyrirkomulag loftflutninga-
samninga og önnur mál.
Þátttakendur: — Belgía: Buys-
schaert. England: A. H. Wilson.
Danmörk: G. Teisen. Finnland:
K. T. B. Koskenkylá. Holland:
J. W. F. Backer. ísland: Agnar
Kofoed-Hansen. Ítalía: Renato
Abbriata. írland: J. C. B. Mac-
Carthy. Luxembourg: P. Hamer.
Noregur: E. Böe. Svíþjóð: H.
Winberg. Þýzkaland: Kallus og
Dr. Schmidt-Ott.
Kristmann Guðmundsson skriiar um
BÓKMEIMIMTIR
Sigríður Jónsdóttir og Sigurjón Pétursson.
— Já, það skal ég gera. Það var
j "’rleitt alltaf komið til mín þegar
þurfti að lóga skepnu á Þingeyri.
Ég var vanur skotmaður, þótt ég
segi sjálfur fiá, enda var ég mikið
á sela skyttiríi. Einu sinni þurfti
að skjóta bola á Þingeyri og það
átti að gera Hallur búðarþjórm.
En honum mistókst einhvern veg
inn og hrópaði til mín. Ég drap
nautið og um það var kveðið.
Þetta er mikil bölvuð byssa,
búðar mælti þjónn.
Boli stóð en Hallur hissa,
hrópaði Sigurjón.
Ýstrufattur út þá óð,
ærið hratt í vígamóð.
Með byssuna vatt sér blóðs á slóð
Boli datt, en Hallur stóð.
Ungur í anda
Sigurjón er *njög gamansamur.
Hann er ævinlega hrókur alls
fagnaðar j .r sem hann er. Þótt
hann sé orðinn 85 ára gamall geng
ur hann fattui í baki, er glett-
inn á svip og alltaf tilbúinr. að
koma með gamanyrði.
ríður er mjög myndarleg hús-
móðir og svo .ð orð fer af. Ferða
lang heyrði ég segja nýlega, að
það væri notalegt að hátta ofan
í rúm sem Sigríður hefði búið
um. Matmóðir er hún frúbær enda
ber heimili þeirra með sér að þar
er góð húsmóðir.
Eitt sinn ætlaði Sigurjón að
nema úrsmíði. Ekkert varð samt
af því. En svo hagur er hann í
höndunum, að hann hefur gert við
úrverk sem lærðir úrsmiðir hafa
gengið frá. Hann hefur aldrei lært
trésmíði né teikningar, en hann
gerir samt teikningar sjálfur að
öllu því sem hann smíðar. Dýr-
firðingar segja að hann eigi að
minnsta kosti þrjú borð í hverjum
b'.t á Vestfjörðum, enda mun Sig-
urjón hafa gert við margan bátinn
fyrir utan þá sem hann hefur
smíðað.
Það munu margir hugsa hlýtt
til þessara heiðurshjóna á morg-
un, og þeir sem ekki ná til þeirra
senda þeim áreiðanlega hlýtt hand
tak í huganum yfir vestfirzku
fjöllin. — M.Th.
„örlög á Litla-Hrauni“. <
Eftir Sigurð Heiðdal.
Iðunn. Valdimar Jóhanns-
son.
Sigurður Heiðdal er íslenzkum
lesendum gamalkunnur. Hann
hefur gert góðar smásögur, at-
hyglisverða skáldsögu og
skemmtilegan reyfara. í þetta
sinn birtir hann tíu þætti,
byggða á reynslu hans sem for-
gtjóra vinnuhælisins á Litla-
Hrauni.
Þetta er sérstæð bók og að
mörgu merkileg. Sjaldan hafa ísl
skáld fjallað um líf fanga, enda
er það efni þannig vaxið, að örð-
ugt er að gera því skil án persónu
legrar reynslu. Sigurður Heiðdal
mun vera á þeim vettvangi, fjöl-
fróðastur allra ísl. skálda, þótt
eigi hafi hann sjálfur setið inni.
Bókin er líka efnismikil og hefði
mátt gera stórar sögur úr sumum
þáttanna. Frásögn höf. er ein-
föld og blátt áfram, án nokkurs
skrauts, en leynir á sér og lætur
alloft gruna fleira en sagt er.
Beztan tel ég þáttinn: „f
leiðslu". Það er samanþjöppuð
saga um mannlega eymd, sem
hér á landi er orðið þjóðfélags
legt vandamál. Höf. fer þar á
kostum, samkennd hans með per-
sónunum og djúpur skilningur á
veilunni í sálarlífi þeirra gerir
þáttinn — eða söguna — að lista-
verki, sem jafnframt er bezta
bindindisræða, er haldin hefur
verið á landi hér, og á erindi til
allra. — Allir sem fást við upp-
eldi barna og unglinga ættu að
lesa þessa bók, sér til fróðleiks
og vitkunar. Hún segir frá ýmsu
sem vert er að vita, skýrir sitt-
hvað, sem mörgum er ekki ljóst.
Kvikmyndir:
Dóttir skilinna
hjóna
KVIKMYND þessi, sem Nýja Bíó
hefur sýnt undanfarið og sýnir
enn fjallar um þau vandamál er
oft leiða af hjónaskilnaði, eink-
um að því er börnin varðar. Sýn- -
ir myndin á átakanlegan og á-
hrifamikínn hátt hvérsu djúp
spor skilnaður foreldra getur
markað í sálarlíf barnanna, eink
um ef þau eru á þeim aldri, er
þau eru næmust fyrir áhrifum.
Þau verða oft bitur og tortrygg-
in, full harðneskju og jafnvel
hatri til alls og allra, ekki sízt
þess foreldranna, sem það telur
að átt hafi sök á skilnaðinum.
Þessi börn eru allaf einmana og
innhverf og líf þeirra gleðisnautt.
í mynd þessari er af nærfærni og
næmum skilningi lýst sálarlífi og
baráttu eins slíks skilnaðarbarns,
15 ára stúlku er Dodie nefnist og
hversu móður hennar tekst með
ósk sinni og hlýju og frábærri
þolinmæði að breyta viðhorfi
dóttur sinnar og milda hug henn-
ar.
Mynd þessi er afburðavel gerð
og eftir því vel leikin. Móður
ungu stúlkunnar leikur Ginger
Rogers af mikilli prýði. Ungu
stúlkuna leikur Betti Lon Keim,
en jafnaldra hennar og nágranns
leika Warren Berlinger og Ðiana
Jergens. Er leikur þessara ungu
leikenda hrífandi og skemmti-
legur.
Mynd þessa ættu sem flestir að
sjá. Hún er sannarlega þess virði.
Ego.
u
NDANFARIÐ hefir norskur |
leikflokkur ferðast um landið
En þú vannst ekki alltaf hjá . Dg sýnt hið kunna og ágæta leik-
rit „Brúðuheimilið".
Gramsverzlun ?
— Nei, ég hætti því 1926. Þá
fór ég að smíða báta (og skip) upp
á eindæmi.
Ferjan fræga
— Ég hefi' heyrt að þú hafir
einhvemtíma smíðað mjög merki-
lega ferju, sem hafi verið aðal
samgöngubót Dýrfirðinga um
langt skeið. 4tavðu mér frá henni.
— Jú, rétt er það. Ég klambraði
saman tveim svona ferjum. önnur
er nú orðin ór.ýt. Hin var lengi
notuð í Dýrafirði til að flytja yfir
fjörðinn hvirs kyns varning, allt
frá eldavið upp í stærðar bíla.
Það má segja ? í henni voru flutt-
ir bílar, hestar, mór, hey, sauðfé
og hvað sem fyrir var. Þá lá nú
ekki vegurinn í kring um fjörðinn
eins og núna.
— Hvernig var þessi ferja?
— Hún ar flatbotnuð, mjög
grunnskeið, með inngangi að aft-
an fyrir ja, til dæmis bíla og
stærri flutning
■— Var hún vélknúin?
— Nei, hún var dregin af vél-
báti.
— En þú hefur smíðað mjög
marga báta?
Aðeins ein sýning
FLOKKUR þessi er frá norska
Þjóðleikhúsinu í Osló, og hef-
ir flokkurinn hvarvetna fengið
frábærar viðtökur hér á landi. Nú
er hann horfinn af landi brott,
en skilur eftir góðar minningar
um næman, listrænan leik og
geðfellt listafólk frændþjóðarinn-
ar. Þessi norski leikflokkuj- sýndi
Brúðuheimilið aðeins einu sinni
hér í Reykjavík. Var þá fullt hús
og leiknum prýðilega tékið En
fleiri urðu sýningarnar hér ekki,
og ég hefi heyrt marga kunningja
mína undra sig á því, og harma
um leið, að þeim skyldi ekki gef-
ast tækifæri til þess að sækja
„Brúðuheimili" Ibsens heim.
Nokkur afsláttur
ASTÆÐAN til þess að sýningin
hér í höfuðborginni var bara
ein er einföld. Þjóðleikhúsið tók
kr. 13.000 í leigu fyrir leikhúsið
eina kvöldstund (20 kr. á sæti),
og norski leikflokkurinn hafði
ekki bolmagn til þess að gjalda
sferifar úr
daglega lífinu
illar tungur komið því á kreik, að
þetta væri hentug leið til þess að
útiloka, að samanburður fengist
mili erlendra leikflokka og sýn-
inga íslenzka Þjóðleikhússins.
kvöld. Afleiðingin varð sú að
Reykvíkingar fengu ekki að sjá
fleiri sýningar. Norsku leikararn-
ir ferðuðust víða um landið og
sýndu á mörgum stöðum við hús-
fylli hvarvetna. Víðast greiddu
bæjarstjórnir kostnaðinn af dvöl
leikfólksins og í samkomuhúsun-
um úti á landi var vistin heimil.
En Þjóðleikhúsið sem nú er alls
ekki í notkun, stendur autt yfir
sumarið, setti óyfirstíganlega
hindrun í veginn. Tvímælalaust
væri það viturlegra að Þjóðleik-
hússráð endurskoðaði ákvarðanir
sínar um upphæð leigugjaldsins
fyrir leikhúsið, áður en okkur
berast fleiri vinarheimsóknir er
N:
„Lýðræði“ til sýnis
í Búdapest
ÓBELSVERÐLAUNASKÁLD
IÐ, Halldór Kiljan Laxness,
hvetur í Þjóðviljanum „æskulýð
þessa lands“ að ferðast til Rúss-
lands til þess að kynnast hugs-
unarhætti og hugarfari æskunnar
þar. Hér skjátlast skáldinu. Æsk-
an þarf ekki lengra að fara en til
Ungverjalands til þess að kynn
ast kommmúnismanum. Þar er
hann framkvæmur í augsýn alls
heimsins og hið mikla herveldi
Rússlands styrkir þá framkvæmd
með herafla sínum og leggur
blessun sína yfir hana. Þar gefst
æskulýð landsins kostur á að
hlusta á dauðadómana, þegar ungl
ingarnir þar eru dregnir til
dauða nærri daglega og síðan sjá
þá skotna eða hengda. Það er,
sem stendur hlé á þessu í Rúss-
landi, en í Ungverjalandi er fram-
kvæmdin í fullum gangi.
En það skilja allir, að fram-
kvæmd leiðir af hugsunarhætti
svo mikla fúlgu af hendi mörg lendra leikhúsmanna. Ella gætu og hugarfari.
Fegursti garður-
inn valinn
EINS og undanfarin ár lætur
Fegrunarfélagið skoða garða hér
í bænum í sumar og veitir verð-
laun fyrir þá, sem fegurstir
þykja og snyrtilegastir. Þessi
skoðun mun fara fram fyrri-
hluta ágústmánaðar og vera lok-
ið fyrir 18. ágúst, en þann dag
er venja að tilkynna úrslitin.
Sl. ár hlaut fyrstu verðlaun
garður að Miklubraut 7, eign
Gunnars Hannessonar og konu
hans.
Aðrir garðar, sem þá hlutu við-
urkenningu, voru þessir:
Njörvasund 12 (Guðbrandur
Bjarnason og frú og Lárus Lýðs-
son), Otrateigur 6 (Guðm. Jöns-
son og frú), Hólmgarður 10 (Guð-
mundur Guðjónsson og frú),
Flókagata 41 (Leifur Böðvars-
son og frú), Sólvallagata 28
(Hilmar Stefánsson og frú),
Kvisthagi 23 (Georg Lúðvíksson
og frú og Þorlákur Lúðvíksson)
og Elliheimilið Grund.
Væntanlega eru hér einnig í
sumar ýmsir fagrir garðar, sem
til greina koma við skoðunina,
en garðrækt er hér mikil og góð
og mikil vinna lögð í ræktun
þeirra og snyrtilegt viðliald
þeirra.