Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 16
167. tbl. — Sunnudagur 28. júlí 1957.
2-24-80
. ' ..—■i—Si ■! i ' mm
2-24-80
I
Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd á Amtmannsstígnum fyrir
nokkrum dögum. Þeir áttu báðir leið um götuna, sr. Friðrik Frið-
riksson og snáðinn. Sr. Friðrik gat ekki gengið svo hjá að hann
ræddi ekki við þennan litla vin sinn.
Víða vatnsskortur ó íslandi
— jafnvel Vatnsdalur þurr
HOFI í Vatnsdal, 27. júlí. — Það®----
sem af er þessu sumri hefur ver-
ið mesti þurrkur sem menn muna
eftir. Horfir til stórvandræða
með neyzluvatnsskort í héraðinu
og er vatn sótt í árnar og því
ekið heim á bæina á dráttarvél-
um. — Bændur eru nú allir búnir
með fyrri slátt, en hey er ekki
allt komið í hlöð, heldur er í sæti
á túninu. — Sumir eru jafnvel
byrjaðir á seinni slætti en þurrk-
urinn hefur nokkuð tafið fyrir
sprettunni.
Annars má segja að heyskapar-
horfur séu mjög góðar og spretta
á engjum er mjög góð. — Ágúst.
Malreiðslunsenn
unnu
Frestur til að skila
tillögum um frímerki
framlengdur
PÓST- og símamálastjórnin hef-
ur ákveðið að framlengja frest-
inn til skila á tillögum um gerð
frímerkja með mynd af íslenzk-
um blómum, til 15. ágúst 1957.
Hverjum þátttakanda er
heimilt að senda allt að 4 tiilög-
ur, sem skulu sendar póst- og
símamálastjórninni fyrir ofan-
greindan tíma. Tvenn verðlaun,
að upphæð kr. 1500,00 og kr.
1000,00 verða veitt fyrir tillögur,
sem taldar verða bezt hæfar fyrir
fyrirhuguð frímerki.
Grettir dýpkar
Eltingaleikur við drukk-
inn mann á stolnum bíl
UM KL. 2 í fyrrinótt komst lög-
reglan í mikinn eltingarleik við
hörku-ökuþór, sem ók á yfir 100
km hraða um götur bæjarins —
á stolnum bíl.
Þetta næturævintýr hófst
þannig að um kl. 2 var lögreglu-
bíll einn að lóna um Vesturbæ-
inn og kom þar sem Ánanaust er.
Tók lögregluþjónn sem í bilnum
var þá eftir því að bifreiðin
R-4054, Skodabifreið, fór með
rykkjum eftir götunni og öku-
maðurinn virtist ekki viss um
hvar gatan lá. Héldu lögreglu-
þjónar þá að maðurinn kynni að
hafa bragðað það og ákváðu að
veita honum eftirför og spjalla
við hann. En ökumaður var ekki
á því að láta grennslast fyrir um
ferðir sínar. Brenndi hann beina
leið upp á Hringbraut og austur
Sérsfæð heyskap-
arfíð
BORG í MIKLAHOLTSHR., 22.
júlí — Síðan sláttur hófst um síð-
ustu viku júnímánaðar, hefur ver-
ið hin ókjósanlegasta veðurátta,
ein sú bezta og blíðasta sumartíð,
sem unnt er að fá. Stöðugir þurrk-
ar, náttfall, logn og heitir
sólskinsdagar. — Þannig hefur
hver dagurinn af öðrum verið hér
síðan heyskapur hófst á þessu
sumri. Komið hafa tveir dagar,
sem bleytt hefur á steini, og voru
þeir daggardropar dýrmætir fyrir
allan jarðargróður.
Segja má að heyskapur hafi
gengið sérstaklega vel, grasspretta
ágæt og nýtingin þar eftir. Töðu-
fall mun 'reiðanlega verða með
langmesta móti. Víða er túnaslátt-
ur langt á veg kominn og einstaka
bóndi, sem þyrjaði eftir miðjan
júní er búinn að slá bletti í túnum
sínum í annað sinn, svo útlit
er fyrir að af einstaka blettum
muni nást þreföld uppskera, verði
þríslegið.
hana. Þar sté hann benzínið í
botn og lögreglubíllinn á eftir.
Upphófst hinn mesti eltingarleik-
ur sem endaði með því að Skoda-
bíllinn skauzt út af hjá Þórodds-
stöðum og stöðvaðist við um-
ferðarskilti á Eskitorgi. Ökumað-
urinn þau út úr bílnum og elt-
ingarleikurinn hélt áfram. Lykt-
aði svo eftirförinni að ökuþórinn
fannst í runnum í garði við
Blönduhlíð og játaði bæði að
vera drukkinn og hafa stolið
bílnum.
Seinni sláttur liaf-
inn í Eyjafirði
AKUREYRI, 27. júlí. — Hey-
skapur heflur gengið mjög vel í
Eyjafjarðarsýslu að undanförnu.
Hafa þurrkar verið upp á hvern
dag síðustu vikur. Nýting heyja
er mjög góð og heyafli vel í J
meðallagi. Velflestir eða allir eru i
búnir að alhirða fyrri slátt og I
nokkrir eru byrjaðir á öðrum
slætti.
Spretta er nokkuð misjöfn í
héraðinu. Þurrkar hafa staðið
fyrir sprettu í útsveitum.
í sumar hefur verið mikið unn-
ið að jarðrækt og skurðgreftri.
Má segja að það sem af er þessu
sumri hafi athafnir staðið með
blóma svo sem kostur er.
— Vignir.
Síldarfréttir
SIGLUFIRÐI, 27. júlí: — Héðan
er lítið að frétta í dag. Um tvö-
hundruð skip hafa legið hér við
og engin veiði verið síðasta sól-
arhringinn. En nú er komið gott
veður, sólskin og lygna og eru
fyrstu skipin að fara á miðin.
núna eftir hádegið. — Guðjón.
RAUFARHÖFN, 27. júlí: — f gær
kvöldi komu um 10 þúsund tunn-
ur síldar hingað til Raufarhafnar
og voru saltaðar um 7 þús. tunn-
ur í nótt. — Hér er nú glansandi
sólskin en kaldi á miðunum sem
hamlar veiðinni. Hefur frétzt um
aðeins eitt skip, Hilmir frá Kefla
vík sem hefur fengið 100 tunnur
um hádegisbilið í dag.
Engin skip liggja hér í höfn,
nema rétt á meðan er verið að
losa, og halda öll aftur á miðin
jafnóðum. — Einar.
Afbragsgóð hand-
færaveiði
SUÐUREYRI, Súgandafirði, 27.
júlí. — Handfæraveiði var af-
bragðsgóð hjá trillubátunum í
júlímánuði. Voru dæmi þess að
einn maður dróg 14 lestir af fiski
yfir mánuðinn. Afli hefur verið
stopulli í júlí en alltaf reytingur.
Reknetjaveiðar hafa gengið
sæmilega hér. Þrír bátar munu
stunda þær héðan til að byrja
með. í nótt fékk einn bátur 80
tunnur af síld út af Vestfjörðum.
— Óskar.
Banaslys í Vestmannaeyjum
VESTMEYJUM, 27. júlí. — Það
hryggilega slys vildi til hér í
kaupstaðnum um hádegisbilið, að
lítil stúlka, Soffía Bogadóttir, 7
ára gömul, varð fyrir bifreið og
beið þegar bana.
Slysið vildi til með þeim hætti,
að vörubifreiðinni V-166 var ekið
niður Vestmannabraut. Ætlaði
bifreiðin að beygja niður á Báru-
götu, en á gatnamótunum hljóp
litla stúlkan fyrir bifreiðina. —
Varð hún fyrir framhjóli bifreið-
arinnar og beið þegar bana.
Soffía litla var dóttir Halidóru
Björnsdóttur og Boga Jóhanns-
sonar rafvirkja að Hóli í Vest-
mannaeyjum. Soffía litla var
yngst af fimm börnum þeirra
hjóna. — Björn.
Av»iý»tn«e»hw1 TÍMAWS 'ér nól
1 95 33
*
Af»r*l8sIoidmí TÍMANS:
I 23 23
Reykjavik laugardaginn 27. jtilí 1957.
m. hitð
um land allt
Byggíngar stöSvaííar, rekstrarvonir uppgengnar,
nautisyniavarningur liorrinn á ýmsum stoÖura, en
MorgiinblaÍÉiS hælist um aÖ langt sé komiÖ aS
ferekja stjórnina frá völdum meS bessum aSförum
WOíf:-
8. KNATTSPYRNUKAPPLEIK-
UR milli matreiðslumanna og
framreiðslumanna var háður á
Framvellinum fimmtudaginn 25.
júlí s.l. og sigruðu matreiðslu-
menn með 4 mörkum gegn 1.
Keppt var um bikar, er Egill
Benediktsson veitingamaður hef-
ur gefið til þessarar keppni. Ef
sigurinn hefði fallið í skaut fram
reiðslumanna hefðu þeir eignazt
bikarinn. Hvort lið hefur unnið
bikarinn fjórum sinnum, en hann
vinnst til eignar á næsta ári.
Viðskiptasamningur
framlengdur
VIÐSKIPTASAMNINGURINN
milli íslands og Sambandslýð-
veldisjns Þýzkalands, sem féll úr
gildi hinn 30. júní 1957, hefur
verið framlengdur óbreyttur til
30. júní 1958.
Bókunin um framlenginguna
var undirrituð í Bonn hinn 15.
júlí 1957 af Helga P. Briem,
sendiherra, og prófessor Hallstein
ráðuneytisstjóra utanríkisráðu-
neytis Sambandslýðveldis Þýzka-
lands.
höfnina i Hornafirði
HÖFN í Hornafirði, 27. júlí. —
Dýpkunarskipið Grettir er byrj-
aður að grafa hér í höfninni. —
Ætlunin er að dýpka hana, og
gengur verkið sæmilega miðað
við að mjög erfitt er að komast
að því og ekki hægt að vera við
það alltaf, þar sem straumar eru
miklir. — Gunnar.
Hafnargerðinni í
Súgandafirði
að Ijúka
SUÐUREYRI, Súgandafirði, 27.
júlí. — Stöðugt er nú unnið hér
við hafnargerðina. Er fyrirhugað
að Ijúka henni í sumar. í fyrra
var sett niður í höfnina 57 metra
langt ker og er nú verið að steypa
ofan á það. Er verkið langt kom-
ið. Er steypunni er lokið er höfn-
in tilbúin og geta þá allt að 4000
lesta skip lagzt að hafnargaiðin-
um.
Fyrir skömmu var hafin bygg-
ing nýs barnaskólahúss. Er fyrir-
ÞETTA er eftirmynd af aðaifyr-
irsögn á 1 .síðu Tímans í gær.
Sést þarna svart á hvítu hvernig
Framsóknarmenn reyna að nota
vandræðin, sem leiða af far-
mannadeilunni sér til framdrátt-
ar. Aðferðin er sú, að Tíminn og
önnur stjórnarblöð reyna að telja
almenningi trú um, að Sjálfstæð
isflokkurinn haldi uppi far-
mannaverkfallinu, og að öðrum
þræði eru svo menn sendir út um
allt land til að breiða það út, að
Sjálfstaeðismenn múti farmönn-
uimm til að halda verkfallinu á-
fram. Eins og getið hefir verið
um í blaðinu, breiða Framsókn-
armenn þá sögu út, að Eimskipa
félag íslands hafi borgað hverj-
um farmanni, sem er í þess þjón-
ustu, 1000 krónur í mútufé þann
dag, sem atkvæðagreiðsla fór
fram um sáttatillögu sáttanefnd-
arinnar. Þe.ssum og þvílíkium á-
róðri er nú haldið uppi um allt
land.
Þegar litið er á þessar aðgerðir
Framsóknarmanna og stjórnar-
blaðanna, gæti svo virst, sem þeir
iáti sér vei Iynda, þótt farmanna-
verkfallið dragist á langinn. Fer
þá að vakna sú spurning, hvort
ástæðan til þess að ríkisstjórnin
vinnur svo slælega að því að
leysa deiluna er sú, að henni og
blöðum hennar þykl hagkvæmt
að deilan haldi áfram svo hægt sé
að nota hana í pólitísku áróðurs-
skyni gegn Sjáifstæðisflokknum,
eins og nú er gert. Sé svo, sem
ýmislegt virðist benda til, verður
að skoða afstöðu ríkisstjórnarinn
ar til verkfallsins í nýjiu ljósi, og
fer þá líka sumt, sem komið hef-
ir fram í sambandi við fálm og
vetlingatök ríkisstjórnarinnar
við lausn verkfallslns að verða
auðskildara en áður.