Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVHBLAÐIÐ Sunnudagyr 28. júlí 195T tftttttttMðMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. UTAN UR HEIMI Það sem maður nennir ekki að höggva í fjall er ekki þ ess virði að varðveitast Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. 1________________________________________________ Hvernig stjórnarflokkarnir nota farmannadeiluna i pólitisku skyni ÆR ógöngur, sem ríkis- stjórnin og stjórnarflokk arnir eru nú komnir í vegna verkfallsins, sjást bezt á framkomu Tímans og.Framsókn- armanna. Nú bera erindrekar og aðrir áróðursmenn Framsóknar það út, að Sjálfstæðisflokkurinn múti farmönnum til að halda uppi verkfallinu. Sagan sem bor- in er út af Tímaliðinu er þessi: Sjálfstæðisflokkurinn fékk far- mennina í upphafi til að koma verkfallinu af stað, en nú, þegar farmennirnir eru orðnir „leiðir“ á því, þá mútar flokkurinn þeim einfaldlega til að halda verk- íallinu áfram. Þessum og þvílík- um áróðri er nú haldið uppi um land allt. ★ Gremja Framsóknarmanna staf ar ekki sízt af því, að farmenn stöðvuðu Litlafell, olíuskip SÍS, vegna þess, að þeir töldu, að for- ráðamenn skipsins hefðu notað það til annarra flutninga en þeirra, sem verkfallsstjórnin leyfði. Síðan er þetta olíuskip bundið. Þetta tilvik hefur aukið mjög á gremju Tímamanna og hefnast þeir nú á farmönnum með því að bera út, að þeim sé mútað. Um leið er svo auðvitað um pólitískan áróður að ræða gegn Sjálfstæðisflokknum og eru þarna tvær flugur slegnar í einu höggi að svívirða farmennina og sverta Sjálfstæðisflokkinn. ★ Tíminn er nú búinn að finna sér nýtt slagorð, sem hljóðar svo: Verkfallið er verkfall Sjálfstæð- ismanna, Þetta slagorð ásamt sögunni um farmennina og mút- urnar er „innlegg" Framsóknar- manna í að leysa verkfallið. Sú staðhæfing, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi komið verkfall- inu af stað, er ekki ný. Strax og það kom í ljós, að nokkuð mundi dragast á langinn að leysa verkfallið *og vandræði mundu af því hljótast, þá fóru stjórnar- flokkarnir að bera þá sögu út og halda því fram í blöðum sínum, að verkfallið væri Sjálfstæðis- mönnum að kenna. En hvernig það svo má vera, það hefur auð- vitað aldrei verið skýrt í þessum blöðum, Eftir þessu ættu Sjálf- stæðismenn að hafa slík tök, jafnvel á skipum sjálfs Sambands íslenzkra samvinnufélaga, að þeir geti sagt farmönnunum sem eru starfsmenn þess, fyrir verkum. Sjálfstæðismenn eiga nú allt í einu að hafa slik tök meðal far- mannanna, að þeir ráði yfir hverju einasta atkvæði þeirra, en eins og kunnugt er, þá hafa farmenn tekið samhljóða afstöðu við atkvæðagreiðslur á fund- um sínum. — Auðvitað er þessi áróður um það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir verkfallinu og haldið því uppi, jafnfjarstæður eins og róg- urinn um það, að farmönnunum sé mútað af flokknum eða ein- stökum fyrirtækjum, eins og sög- ur þeirra Tímamanna segja. Hér í blaðinu í gær var getið um það dæmi, að Framsóknarmenn bæru það nú út, að sama daginn og sjómennirnir hefðu með sam- hljóða atkvæðum neitað tillögu sáttanefndarinnaar og Lúðvíks Jósefssonar um gerðardóm, þá hefði Eimskipafélag íslands greitt hverjum farmanni í þess þjónustu 1000 kr. í mútufé. En þessar aðferðir Framsóknar- manna sýna það, að þetta verk- fall er pólitískt, en með öðru móti en haldið heíur verið fram í stjórnarblöðunum. Þegar illa gengur að leysa þetta verkfall og það er orðið þungbært og hefur afleiðingar, sem allt lands- fólkið finnur, þá nota Framsókn- armenn og raunar stjórnarliðar allir, þetta ástand í pólitísku skyni, þannig, að þeir kenna Sjálfstæðismönnum um verk- fallsástandið. I Tímanum í gær er alllöng grein, þar sem talin eru upp ýmis vandræði og vöru- skortur, sem nú séu farin að hljótast af verkfallinu. En í inn- gangi greinarinnar er því slegið alveg föstu, að öll þessi vandræði stafi frá Sjálfstæðisflokknum. Á þennan hátt er þetta verkfall notað í pólitísku skyni af stjórn- arflokkunum. ★ Eins og menn muna, var aðal- ástæðan, sem Framsóknarmenn gáfu fyrir samvinnuslitunum við Sjálfstæðismenn í fyrra sú, að Sjálfstæðismenn réðu engu í sam tökum verkalýðs og launþega. Ef Sjálfstæðismenn væru í stjórn væri ómögulegt að hafa nokkurn hemil á verkföllum og uppsögn- um vinnusamninga og öruggasta og raunar einasta leiðin til þess að koma á friði á þeim vigstöðv- um væri, að Sjálfstæðismenn tækju alls ekki þátt í stjórn. Þá var margendurtekin þessi stað- hæfing, um algert áhrifaleysi Sjálfstæðismanna meðal verka- lýðs og launþega. Þetta var svo sungið í kór af öllum stjórnar- flokkunum og þessi staðhæfing var beinlínis notuð til þess að sætta fjöldann allan af kjósend- um Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins við samstarfið við kommúnista. En nú þegar það er komið á daginn, að stjórnarflokk- arnir hafa alls ekki ráðið við verkalýð og launþega og ekki minna en um 30 félög hafa sagt upp samningum og sum þeirra stofnað til verkfa'lla síðan urn áramót, þá er blaðinu snúið víð og stjórnarflokkarnir leggja nú mesta áherzluna á, að það séu Sjálfstæðismenn, sem hafi slík tök innan verkalýðsfélaganna, að það séu þeir, sem standi á bak við allan þennan óróa. Þannig eru þá verkföllin og uppsagn- irnar á vinnusamningunum notað pólitískt gegn Sjálfstæðisflokkn- um og til þess að breiða yfir úr- ræðaleysi stjórnarinnar sjálfrar í þessum málum. Þetta er enn- fremur notað til þess að breiða yfir það, að ríkisstjórnin hefur sízt af öllu getað sætt samtök launþega við það ástand og þær verðhækkanir, sem skapazt hafa af völdum þessarar ríkisstjórnar, sem lagt hefur þyngri byrðar á landsmenn, en áður voru þekkt- ar. En alvarlegir árekstrar og vandræði verða ekki leyst með rógi og slúðursögum, eins og þeim, sem Framsóknarmenn beita nú. Það að stjórnarflokk- arnir skuli hafa farið út á þa braut, að nota þetta verkfall í pólitísku skyni á þann hátt, sem þeir gera nú, er sízt til þess fall- ið að leysa það. Með því að taka þessa stefnu hafa stjórnarflokk- arnir vafalaust miklu fremur torveldað lausn verkfallsins, heldur en hitt. segir dansk-ísienzka skáldið Knud Barnhold. DANSK-ÍSLENZKI rithöfundur- inn Knud Barnholdt, sem sagt hefur verið frá hér í blaðiun áð- ur, átti nýlega samtal við Knud Agárd, og hefur hinn síðar nefndi sent Mbl. eftirfarandi grein um það:^ „Á hverju ári koma víst fram í Danmörku um 25 nýir höfundar. En þeir vekja ekki allir á sér athygli; og þeir eru enn færri, sem uppfylla þær vonir, er fyrstu verk þeirra gefa. Erfiðast af öllu er að vekja athygli með smá- sagnasafni. Samt sem áður kom ungur dansk-íslenzkur höfundur fram og lagði á borðið smásagna- safn, sem komið hefur gagnrýn- endum til að þjóta að blekbytt- unni og skrifa mjög góða dóma. Menn eru með öðrum orðum á- sáttir um, að hér sé á ferðinni nýr og merkilegur rithöfundur, sem hafi algerlega eigin einkenni í bókmenntum ungu kynslóðar- innar. Maðurinn er Knud Barnholdt. Móðir hans er íslenzk, faðirinn danskur. En í smásögum Knud Barnholdts er bæði íslenzk kergja og dönsk gamansemi, og það er þess valdandi m.a., að þessar sög- ur hafa alveg sérstakan tón, sem er nýr í nýjum norrænum bók- menntum. Tökum t.d. fyrstu söguna, „Samninginn", sem fjallar um þrætgjarnan íslending, er gerir samning við fjandann og ferðast síðan um hnöttinn með töfrafiðlu, sem hann leikur á með þeim ár- angri að fólk týnir glórunni, þeg- ar það hlustar á hann. Halldór Grímsson fær fiðluna að láni hjá fjandanum, en verður þess í stað að samþykkja, að fjandinn taki sál hans, ef hann getur ekki hætt að spila á fiðluna. En Halldór Grímsson er ekki hver sem er, segir Barnholdt, og þegar hann hefur leikið fyrir allan heiminn, skilar hann eigandanum fjand- ans hljóðfærinu og missir með því hið eftirsóknarverða vald sitt yfir fjöldanum, sem fiðluleikur- inn hafði fært honum. Nei, Halldór Grímsson er ekki hver sem er; það er Knud Barn- holdt raunar ekki heldur. Hann ólst upp í Helsingör, stundaði nám í skipasmíðastöðinni þar, en stakk svo sveinsbréfinu í vasann og fór á flakk út um heim. — Halldór Grímsson er jú mjög líkur þér. — Það má eiginlega vel segja það, og það jafnvel í tvennum skilningi. Sagan túlkar skoðun mína á íslendingum sem einstakl ingum og sem þjóð. Mér finnst ég sjálfur vera svo mikill ís- lendingur, að ég hafi í þessari sögu snert við mjög áberandi eiginleika í fari íslendinga. Augnaráð hans verður fjarrænt og drættirnir skerpast, eins og þeir væru höggnir í íslenzkt fjall. Maður rennir grun í ofsafullt og mikið skap, og leikaranáttúruna, og spyr sjálfan sig: skyldi þetta vera íslenzka skaplyndið? — Hefur þú líka átt heima á fslandi sjálfur? — Ég hef búið á Akureyri eitt ár eða svo. Auk þess hef ég heim- sótt ísland fjórum eða fimm sinn um. Það er hið merkilega við þetta eyland, að maður þráir allt af að fara þangað aftur, hafi mað- ur verið þar einu sinni. Þegar maður á heima í Danmörk, blíðri og öldóttri, þá kemur alltaf upp í huga manns eyjan með nakin, slétt fjöllinn, með fossana og alla hina einkennilegu náttúru og leik andi spil litanna. Og þá þráir maður að láta aftur hin sterku skynáhrif leika um nethimnuna. Það er engin tilviljun að íslend- ingar eru körg þjóð. Lífsskilyrðin ein, baráttan fyrir sjálfri tilver- unni er harðari þar en víðast hvar annars staðar. Eins og nátt- úra landsins er, þannig verður fólkið, sem byggir það. — Verður það þá ekki erfitt fyrir slíka íslenzka víkingslund, að setjast um kyrrt í hinni blíðu og öldóttu Danmörk, eins og þú komst að orði? Hann lítur á mig og það kemur örlítill tortryggnisglampi í aug- un, en svo hverfur hann og aug- un fyllast kímni, áður en hann svarar: — Stundum finnst mér reýnd- ar, að línurnar séu dálítið of fljót andi í Danmörk. Maður er svo vinsæll, svo skilningsgóður, og það gerir það stundum að verk- um, að allt verður sviplaust. Ég er ekki að biðja um kergju ey- búans, en mér finnst Danir láta troða sér heldur mikið um tær án þess að gefa því gaum. — Heldurðu nú ekki, að þetta stafi af því, að þú skilur hina sérstöku dönsku tegund af kímni? — Nei, mundu það að faðir minn er danskur. Og það er ein- mitt kímnin, sem er styrkur Dana. Án hennar væru þeir allt- of linir. — Samt sem áður er margt líkt með íslendingum og Dönum, er það ekki? Knud Barnholdt. .— Jú, það er mjög margt líkt með þeim. En á þeim er sá mikli munur, að hafi íslendingur tekið ákveðna afstöðu til einhvers, þá verður honum ekki hvikað — þá er bara að duga eða drepast; hins vcgar getur Dani litið á hlutina með heimspekilegu jafnaðargeði, þ. e. a. s. kjaftað sig út úr öllu. Og þá erum við aftur komnir að muninum á íslenzkri og danskri náttúru: kergja eybúans — væru- semi og glettni Danans. — Já, en íslendingar hljóta þó líka að hafa sína kímnigáfu? — Já, auðvitað, en þar eru menn stórgerðari og sérlundaðri. Það get ég bezt sýnt þér með lítilli sögu. Þú veizt, að á íslandi er ennþá áfengislöggjöf, sem mælir svo fyrir, að starfandi séu áfengisvarnaráð, sem eru kosin í hverri byggð. Einu sinni var gengið til kosninga um nýja menn í áfengisvarnaráð í ís- lenzkri sveit. Kosningin gekk prýðilega. Það kom ekki upp ein einasta mótmælarödd. Það kom nefnilega í ljós, að allir þeir, sem hlotið höfðu kösningu, voru látn- ir. — Ég hef lesið smásögurnar þinar. Þar er bæði að finna danska kímni og anda hinna fornu íslendingasagna. — Ég hef verið mjög heppinn að fá marga góða dóma frá virt- um gagnrýnendum í Danmörk. Um alla þessa dóma liggur rauð- ur þráður ,nefnilega sá að ég skrifi sem íslendingur — íslenzkt efni — íslenzkt skaplyndi. Mönn- um geðjast ágætlega að dönsku sögunum, en í þeim er ekki sami þróttur og hnitmiðun og í sög- unum, sem hafa íslenzkt efni. — Já, ekki fer hjá því, að mað- ur verði þess var, að þú ert vel kunnugur íslendingasögum. — Ég þekki þær minna en ætla mætti. Auðvitað hef ég lesið Njálu og nokkrar aðrar. En ann- að ekki. En þar sem ég er íslend- igur í hjarta mínu, þá er það ekki svo furðulegt, að ég skrifi stuttar og hnitmiðaðar setningar; það er jú bara eðli mitt. Ég get víst vel sagt, að smásögurnar frá íslandi eru skrifaðar samkvæmt því kjörorði, að það sem maður nennir ekki að höggva í fjall með hamri og meitli, svo það geym- ist eftirkomendunum, er varla þess virði að það sé varðveitt. Auðvitað er þetta sagt á mjög grófan hátt, en ég segi það til að reyna að gera sér skiljanleg yrk- isefni mín og stíl. — Já ,en sögurnar voru þó upp runalega arfsagnir, sem gengu munn frá munni. — Jú, en þær eru líka ritaðar, og það hefur gert fslendingur. Og þar sem ég hef alltaf litið á mig sem íslending, þá er það víst alveg eðlilegt ,að stíl mínum svipi til sagnastílsins. — Fyrsta sagan fjallar um kjarnakarl, sem tekur fjandann fangbrögðum og sigrar. Þetta ert auðvitað þú sjálfur — en held- urðu að þú mundir sigra? — Ég hef einhvers konar hug- boð um, að _ yfir lífi mínu ráði örlagavald. Ég held það sé ekki sama, til hvers lífinu er varið. Mér finnst ég mundi svíkja minn innsta kjark, ef ég vinn ekki með elju að skriftum héðan í frá. Gáf- aður ungur danskur rithöfundur, Poul Örum, hefur sagt í einu kvæða sinna: Jeg er naaet midtvejs — hvad er min höst? Ég er líka kominn á miðja leið og þekki uppskeru mína: ég hef fundið mér vettvang. Nú er vinnan bara eftir!“ Bíldudalsfréttir BÍLDUDALUR, 27. júlí. — Tiðin hefur verið sérstaklega góð hér undanfarið. 4—6 bátar stunda handfæraveiðar héðan og hafa fiskað sæmilega. Er aflinn þorsk- ur, sem er flakaður og frystur í frystihúsinu. í dag er verið að vinna úr 30— 40 tonnum af karfa úr togaran- um Ólafi Jóhannessyni frá Pat- rekstfirði, en aflinn er fluttur á bílum hingað frá Patreksfirði. Atvinna hér er nú mjög sæmi- leg, en hún veltur á útgerðinni. Þá eru margir héðan sem *vinna í Mjólkurárvirkjuninni. Tveir bátar héðan eru á rek- netjaveiðum, leggur annar þeirra upp á Ólafsvík en hinn, sem er um það bil að leggja af stað, mun leggja upp einhvers staðar á Suðurlandi. Eru báðir þessir bátar mannaðir sjómönnum frá Bíldudal. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.