Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. júlí 1957 A ustan Edens eftii John Stembeck 91 -____! aði að — litfilmuna. Hann kvæntist Unu, e. t. v. vegna þess að hún hafði litla kýmnigáfu til að bera. Og vegna þess að fjölskylda hennar hræddi hann og hindraði, fór hann með hana norður á bóginn og tók sér bólfestu á afskekktum og eyðileg- um stað, einhversstaðar nálægt landamærum Oregon. Hann hlýtur að hafa lifað mjög frumstæðu lífi innan um flöskur sínar og pappír. Una skrifaði kuldaleg bréf, gleðilaus en jafnframt án sjálfs- meðaumkvunar. Henni leið vel og hún vonaði að fjölskyldu sinni liði vel. Eiginmaður hennar var* að leggja síðustu hönd á uppgötvun sína........ Og svo dó hún og lík hennar var flutt hein á skipi. Ég kynntist Unu aldrei. Hún var dáin fyrir mitt minni, en George Hamilton sagði mér frá þessu mörgum árum síðar og augu hans voru full af tárum og rödd- in k+ökkvabrostin, svo að honum varð erfitt am mál. — „Una var ekki falleg stúlka, eins og Mollie“, sagði hann — „en hún hafði óvenjulega fallegar hendur og fætur. öklamir voru grannir eins og strá og allar hreyfingar hennar voru mjúkar og léttar. Fingurnir voru grannir og negl- umar smáar. Og Una hafði fallegt □- -□ Þýðing Svernr Haraldsson □- -a hörund, gegnsætt, jafnvel lýsandi. Hún hló ekki eða lék sér eins og við hin. Hún var að einhverju leyti ólík öllum öðrum. Það var eins og hún væri alltaf að hlusta. Þegar hún var að lesa, leit hún út eins og manneskja, sem hlustar á tónlist. Og þegar við spurðum hanr að einhverju, þá leysti hún úr spurningum okkar, ef hún gat — ekki hikandi, vandræðaleg með sífelldum: „getur verið“ og „kannske", ein: og við hin hefð- um gert í hennar sporum. Það var alltaf einhver hreinn og lát- laus einfaldleiki, sem einkenndi Unu“, sagði George. „Svo fluttu þeir hana heim. Negl ur hennar voru brotnar og sprungnar upp í hviku og fing- urnir fleiðraðir og vinnulúnir. Og litlu, fallegu fæturnir — —“ Georg varð að þagna um stund, sökum geðshræringar og svo sagði hann með ákafa þess manns, sem er að berjast við að ná stjórn á geði sínu og tilfinningum: — „Fæt ur hennar voru beinaberir og rifn- Útsala á hÖttum hefst á mórgun. — Verð frá kr. 50.00 Hatta- og skermabúðin 2-24-80 M <D O O <D B 'O ö Ö B co RITSTJÓRN AFGREIÐSLA AUGLÝSINGAR BÓKHALD PRENTSMIDJA ir og fleiðraðir eftirþymi og eggja grjót. Hún hafði ekki notað skó í langan tíma. Og hörundið var hrjúft og hrufótt eins og ósútað leður .... Við höldum að það hafi verið slys“, sagði hann. — „Allstað- ar fullt af hvers konar efna- blöndum í kringum hana. Já, við höldum að það hafi verið“. Dauði Unu kom eins og reiðar- slag yfir Samúel. Hann mælti eng- in hreysti — eða huggunar orð, fór aðeins einförum og syrgði dótt ur sína. Hann fann að hann mátti sjálfum sér um kenna, vanrækslu sinni og hirðuleysi. Andlit hans varð hrukkótt, augun dauf og fjör laus og herðarnar lotnar. Liza átti hægara með að þola slíka harma. Hún hafði aldrei alið neinar glæst ar vonir í brjósti, hérna megin grafar. En Samúel hafði reist hlát urmúr gegn náttúrulögmálunum Og dauði Unu hjó gínandi skörð í brjóstviti hans. Hann varð á ör- stuttum tíma gamall maður. Hinum bömunum hans vegnaði ve’.. George starfaði hjá vátrygg- ingarfélagi. Will rakaði saman peningum og var orðinn fjáður maður. Joe hafði farið austur og rak þar eins konar upplýsinga- þjónustu og á því verksviði voru gallar hans ekki lengur gallar, heldur dyggðir. Hann fann að dag- draumar hans samrýmdust vel starfinu. Joe var mikill maður á nýju verksviði. Stúlkurnar voru giftar, allar nema Des.'ie og hún rak arðvæn- legan klæðasaum í Salinas. Nú var Tom einn eftir heima, óráð- inn hvað gera skyldi. Tom hafði hvorki hina ljóðrænu viðkvæmni föður síns né hið glað- lega, snotra útlit hans. En þegar maður nálgaðist Tom, fann mað- ur strax hin sterku einkenni hans — þrótt hlýju og óhvikandi ráðvendni. En á bakvið þetta allt lenydist feimni og hlédrægni. Hann gat verið eins kátur og fað- ir hans, en allt í einu og öllum að óvörum gat svo þessi kæti horf- ið, einmitt þegar hún stóð sem hæst og maður sá hvernig Tom hörfaði undan og hvarf í burtu. Hann var maður dökkur yfir- litum. Hörundið var dökk-rautt, eins og fornt norrkt eða jafnvel germanskt blóð rynni í æðum hans. Hár hans og skegg var sömúleið- is dökk-rautt á litinn. Augun voru blá og óvenjulega blikandi. Hann var afarmikill, með breiðar herð- ar, stælta handleggi, en mjóar mjaðmir. Hann gat tekið upp, hlaupið, glímt og setið hest til jafns við lesta aðra, þótt hann keppti ekki við neinn í þeim grein- um eða öðrum. Will og George voru spilamenn og þeir reyndu oft að lokkabróður sinn til að taka þátt í gleði og raunum á- hættunnar. Ég hefi reynt það og mér fannst það bara leiðinlegt og þreytandi", sagði Tom. — „Ég hef gert mér í hugarlund hvers vegna því er þannig farið. Ég finn ekki til neinnar gleði, þegar ég vinn og ekki heldur til nokkurra leið- inda þegar ég tapa. Og til hvers er að eyða tíma i verknað sem hvorki veitir manni gleði né sorg- ir? Við vitum að það er ekki leið til fjáröflunar og ef það getur ekki líkst fæðingu og dauð ’., gleði og sorg, þá virðist það — a. m. k. í mínum augum algerlega tilgangs laust. Ég myndi taka þátt í því, ef það hefði oinhver áhrif á mig — góð eða ill“. Þetta gat Will með engu móti skilið. Allt líf hans var sífelld samkeppni og hann stundaði fjár- hættuspil sem hverja aðra atvinnu. Honum þótti vænt um Tom og reyndi að veitv honum hlutdeild í því, sem honum þóti sjálfum skemmtilegt. Hann leiddi hann inn á brautir iðskiptalífsins og reyndi að innræta honum gleðina af því að kaupa og selja, leika á aðra menn, lifa áhættusömu lífi. Samúel hafði sagt að Tom tæki alltaf of mikið á diskinn sinn, hvort sem það væru baunir eða konur. Og Samúel var vitur, en ég held að hann hafi aðeins þekkt eir-' hlið á Tom. Kannske var Tom opinskárri við börn. Það sem ég skrifa um hann er aðallega byggt á endurminningum. Hver veit hvort sú lýsing verður rétt? Við áttum heima í Salinas og Lokuð vegno sumarleyfo FBÁ 29. JÚLÍ TIL 12. ÁGÚST Agúst Ármann heildverzlun SIMI: 2-21-00 Opel Caravan '56 lítið keyrður, til sölu. Til greina koma skipti á nýlegri 6 manna fólksbifreið. Ennfremur er til sölu De Soto ’42 í góðu ásigkomulagi. — Ofan- greindar bifreiðar eru til sýnis að Flókagötu 6. — Uppl. efri hæð. MARKUS Eftir Ed Dodd 1) Það verður erfitt að færa fol- aldið með þessurn hætti frá móð- ur sinni. — Það gengur þó, ef við förum rólega að því. 2) Það er engin furða, þótt þau séu illa stæð fjárhagslega í Týndu Skógum. 3) Það er ekki hægt að reka bú með tilfinningasemi. í þessum heimi er eins dauði annars brauð. Það er alveg rétt frú. við vissum alltaf þegar Tom hafði komið í heimsókn. — Ég held að hann hafi oftast omið að nætur- lagi — vegna þess að þá fund- um við Mary altaf pakka með sæt- indum undir koddanum okkar, þeg ar við vöknuðum. Og sætindi voru dýrmæt í þá daga, alveg eins dýr- mæt og nikkel, eða svo fannst okk- ur krökkunum. Stundu, 1 liðu margir mánuðir, á þess að Tom kæmi í heimsókn. En á hverjum morgni, þegar við vöknuðum, stungum við höndun- um undir koddana okkar, til að vita hvort nokkuð hefði verið látið þar um nóttina. Og ég geri það enn, þótt mörg ár séu nú liðin síð- an síðasti pakkinn frá Tom frænda lá þar. Mary systir mín vildi eklci vera stúlka. Það var ógæfa, sem hún átti vont með að sætta sig við. Hún var aflraunamanneskja, frækn- a.ti knattleikari og telpufötin hindruðu hreyfingar hennar. Að sjálfsögðu va þetta löngu áður en hún gerði sér grein fyrir öll- um þeim kostum sem fylgdu því að vera stúlka. Eftir löng og nákvæm heilabrot hafði Mary fundið upp töfrabragð, sem gæti breytt henni í þann litla, duglega strák, er hún þráði að vera. Ef hún sofnaði í töfrastell- ingum, með hnén kreppt á réttan hátt og fingurna krosslagða, einn yfir annan, þá myndi hún breytast í dreng á meðan hún svæfi. Á hverju kvöldi reyndi hún að koma sér í þessar tofrastellingar, en það bar ekki neinn árangur. aBtltvarpiö Sunnudagur 28. júíí. Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Jakob Jónsson. —■ Organleikari: Páll Halldórsson). 13,00 Skákþáttur: Að enduðu heimsmeistaramóti stúdenta (Guð- mundur Arnlaugsson menntaskóla kennari talar um heildarúrslit og rekur tvær athyglisverðar skákir). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16.30 Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Fuglafjarðarkirkju) Séra Torkil Beder prédikar. 17,00 „Sunnudagslögin". — 18,30 Barna tími (Helga og Hulda Yaltýsdæt- ur). — 19,30 Tónleikar. — 20,20 Einsörgur: Elisabeth Schwarz- kopf syngur lög eftir Mozart. —■ 20,40 í áföngum: VI. erindi: Gömul hús í Skagafirði (Kristján Eldjám þjóðminjavörðnr). 21,00 Tónleikar (plötur). — 21,25 „Á ferð og flugi“. Stjórnandi þáttar- ins: Gunnar G. Schram. — 22,05 Danslög (plötur). — 23,30 Dag- skrárlok. Mánudagur 29. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Tónleikar: Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur: George Weldon stjómar (plötur): 20,50 Umdaginn og veginn (Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmað- ur) — 21,10 Einsöngur: Nicola Rossi-Lemini syngur óperuaríur (plötur). — 21,30 Útvarpssagan: „Hetjulund“ eftir Láru Goodman Salverson; III. (Sigríður Thorlac- ius). — 22,15 Búnaðarþáttur. — 22.30 Nútímatónlist (plötur). — 23,00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 30. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Upplausn Kalmar- sambandsins (Jón R. Hjálmarsson skólastjðri). — 20,55 Tónleikar (plötur). — 21,20 íþróttir (Sig- urður Sigurðsson). — 21,40 Ein- leikur á píanú: Sally White leik- ur. — 22,10 Kvöldsagan: „Ivar hlújám" ■— 22,30 „Þriðjudagsþátt- urinn". — 23,20 Dagskrárlok. Óska eftir vel með farinni Barnakerru með skermi.helzt grárri. — Uppl. í síma 33-5-15, að Rauðalæk 44.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.