Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.07.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. Júlí 1957 MORGVKBLAÐIÐ 9 Frá Reykjavíkurhöfn. REYKJAVÍKURBRÉF sézt á ríkisstjórnina og úrræða- leysi hennar: ,Ber ekki forseta lýðveldisins réttur og skylda til að skerast í leikinn við aðstæður sem þess- ar? Getur hann ekki fyrirskipað ríkisstjórn að setja, eða sjálfur sett, bráðabirgðalög um gerðar- dóm, er skeri úr deilumálum, sem heill og heiður alþjóðar velt- ur á? Hvað er forseti lýðveldis án slíks valds?“ Þetta var athugasemdalaust sagt í Tímanum á ársafmæli stjórnarinnar. Samkvæmt stjórnskipun okk- ar bera ráðherrarnir ábyrgð á stjórnarathöfnum, en ekki forseti lýðveldisins. Þeir hafa vaidið í þessum efnum, en ekki hann. Rit- stjórum Tímans er þetta vitan- lega ljóst, enda er annar þeirra sérstakur áhugamaður um end- urskoðun stjórnarskrárinr.ar og hlýtur því að gerþekkja einmitt núgildandi ákvæði hennar um þetta. Því athyglisverðara er, að ein- mitt undir handarjaðri hans skuli birtast krafa um svo róttækar ráðstafanir gegn núverandi ríkis stjórn. Þeim yrði alls ekki komið fram, -nema forsetinn setti hana frá og fengi aðra menn til að ganga í stjórn, sem lofuðu hon- um að framkvæma þær ráðstaf anir, sem núverandi stjórn hefur ekki treyst sér til. E.t.v. er það einmitt það, sem fyrir ritstjórum Tímans vakir. Lúðvík hafi bagað umboðsleyaá frá ríkisstjórninni. Hann heíur sem sé sagt sökina vera hinna, en reynt að gera sjálfan sig góð- an í augum þeirra, sem hann hverju sinni talaði við, eins og hans er háttur. Laugardagur 27. júlí Frelsið eða dauðann SKÁLDSAGAN „Frelsið eða dauðinn" eftir gríska rithöfund- inn Kasantzakis, sem Almenna bókafélagið hefur gefið út, er harla eftirtektarverð fyrir okkur íslendinga. Sjálf ^r sagan at- burðarík og tilbreytingasöm og þess vegna skemmtileg aflestrar. Eftirtektarverðast fyrir okkur er, að atburðirnir, sem sagt er frá, gerast einmitt á sama tíma og við íslendingar sóttum eftir frelsi okkar í hendur Dana og sóknin gekk einna treglegast. í bókinni er aftur á móti lýst frelsisbaráttu Krítverja gegn Tyrkjum. Hefur þar mjög þurft á harðneskju og líkamshreysti að halda. En eins og í sögunni kern- ur fram, á líkamshreystin upp- haf sitt í huganum, hugrekkinu. Á því og þolgæðinu þurftu fs- lendingar oft að halda í seiglings baráttu sinni við hina ljúflyndu Dani. Hinn mjúki fjötur er stundum sízt hættuminni en sá harði. Þó var munurinn mikill. Danir gæflyndir og með fremstu menningarþj óðum, Tyrkir harð- svíraðir og á þessum árum hálf- villtir. Báðir höfðu þó sitt fram að lokum íslendingar og Krít- verjar. Frelsið er sá aflgjafi, sem getur yfirstigið torfærur, er e.ig- inn fær séð fyrir, hvernig verði yfir komizt. Flótti úr landi Einmitt á þessum árum, á síð- ustu áratugum 19. aldarinnar, var stöðugur flótti fslendinga úr landi. Lélegt stjórnarfar, hart ár- ferði og erlendar gyllingar leiddu til þess, að menn flúðu landið þúsundum saman og héldu til Vesturheims. Nú lítur út fyrir, að svipað vandamál sé að skapast á ný, vonandi þó ekki í eins stórum stíl. Á síðustu misserum mun mjög hafa vaxið umsækjenda- listar um leyfi til innflutnings í Kanada og Bandaríkin. Sendiráð þau, sem í hlut eiga, hafa ekki viljað gefa um þetta fullnægj- andi upplýsingar. En háar tölur eru nefndar um þetta manna á milli. Auðsætt er af Tímanum og Alþýðublaðinu, að þau óttast þennan faraldur og gera sér Ijóst, að hann sprettur ekki sízt af van- trú almennings, og þá einkum ungra, framtakssamra manna á núverandi valdhöfum og steínu þeirra. Blöð þessi láta því svo sem hér sé einkum um að ræða kaupsýslumenn, sem ekki fái „spriklað“ nóg eins og nú stend- ur. Iðiiaðarmenn o algengt verkafólk Alþýðublaðið neyddist til að birta leiðréttingu á þessari kenn- ingu sinni sl. þriðjudag, og segir þá svo í dálki Hannesar á horn- inu: „Það eru ekki aðeins kaup- sýslumenn, sem eru að flytja af landi burt eða hafa hug á því, það’ eru fyrst og fremst iðnaðar- menn og algengt verkafólk, segir „Farfugl" í bréfi til mín. Ég segi þetta af gefnu tilefni í pistli þín- um í dag. Þú slettir ónotum í mann, sem kom fram í útvarp- inu og sagði í viðtali, hvað hann ætlaðist fyrir með brottförinr.i. Þú vilt gefa í skyn, að það séu eingöngu menn, sem hafa stund- að verzlunarstörf, en geta það ekki lengur með sama árangri og áður, sem séu að yfirgefa landið. Ég get upplýst þig um það, að úr einu fyrirtæki fara þrír iðn- aðarmenn með fjölskyldur sínar, og þannig er það víða. Mönnum finnst einfaldlega of þröngt um sig hér, og hver getur láð mönn- um, þó að þeir brjótist í því að fara þangað, sem þeir telja, að þeir hafi meiri möguleika fyrir sig og sína?“ Aðvörun Björns Nokkru áður en þetta birtist í Alþýðublaðinu hitti sá, er þetta ritar, að máli ungan mennta- mann, sem undanfarin ár heíur dvalið í Kanada og getið sér þar gott orð fyrir námsafrek og prýði lega framkomu. Það er Björn Sig- urbjörnsson, sonur Sigurbjörns í Vísi, hins þjóðkunna ágætis- manns. Björn var áhyggjufullur yfir þessum flutningum vestur. Hann sagðist hafa hitt menn, sem vest- ur hefðu farið nýlega og byggju þar við þrengri kost en hér. Mis- skilningur væri og, að þar væri ekkert atvinnuleysi, svo og að ófaglærðir menn gætu stundað ýmiss konar vinnu, sem hér þyrfti fagþekkingu til. Stjórnar- völd þar vestra vildu aukinn inn- flutning fólks, ýmiss konar gyll- ingum væri því varlega trúandi og flestum væri miklu vænlegra að hverfa frá bollaleggingum um vesturför. Björn hefur vafalaust rétt að mæla, enda hafa Vestur-íslend- ingar, sem eru í hópi þeirra, er bezt hafa komizt áfram, látið uppi ,að þeir skildu raunar, að feður þeirra hefðu farið vestur eins og þá var ástatt hér. En eftir að þeir hafa sjálfir kynnzt að- stæðum hér á undanförnum árum hafa þeir sagt, að þeir teldu möguleikana fyrir allan þorra manna meiri hér en vestra. Óöldin líðnr hjá Skiljanlegt er, að ýmsir telji, að með því ofstjórnarbrölti, sem nú hefur varað í rúmt ár, sé stefnt í hreina ófæru og vilji forða sér og sínum á meðan tími er til. Hitt er þó miklu karlmannlegra og þjóðhollara að snúast t’l sókn- ar gegn ofstjórnarherrunum en að leggja á flótta. Áður fyrri ótti þjóðin frelsi sitt að sækja í liend- ur annarrar miklu voldugri þjóð- ar og sigraði samt að lokum. Nú ráðum við sjálfir okkar málum, og víst mun meirihluta manr.a læra af reynslunni og hafna þeirri óstjórn, sem nú ræður, strax og færi gefst. Stjórnarblöðin þögðu Kjarkleysi og skömmustutil- finning stjórnarblaðanna lýsti sér glögglega í því, að ekkert þeirra minnist einu orði á ársaf- mæli ríkisstjórnarinnar. — Varð þar alveg sama raunin á og um ársafmæli ályktunarinnar frægu frá 28. marz. Ekkert stjórnar- blaðanna minntist þess frægðar- verks á sjálfan afmælisdaginn. Velsæmistilfinning þeirra entist þó til þess að láta sér skiljast, að þögnin hæfði ályktuninni bezt þann daginn. Eins fór með ríkis- stjórnina nú. l ímmn vill taha ráðin af stjórninni Afmælisdagurinn varð Tíman- um þó tilefni til mjög eftirminni- legra hugleiðinga. Undir dul- nefninu Norðlendingur skaut rit- stjórinn þar inn í einn dálkinn hörðustu ádeilu sem enn hefur Lögþ vingun var fyrirhuguð Annars er skiljanlegt, að hin- um skeleggri stuðningsmönnum stjórnarinnar ofbjóði aðgerðar- leysi hennar. Allir kunnugir vita, að í vor var það fastlega ráðgort og þó öllu heldur fastmælum bundið, að farmannaverkfallið yrði hindrað með lögþvingnn. Einstök atriði voru e.t.v. óráðin, en meginstefnan var mörkuð. í þeirri trú hurfu þeir úr landi vikum saman sjálfur félagsmála- ráðherrann, Hannibal Valdimars- son, og Gylfi Þ. Gíslason. Þegar til átti að taka, guggnaði stjórnin á þessum fyrirætlunum. Er eng- inn vafi á, að vingl hennar síðan hefur stórum orðið til þess að auka vandræðin, enda er nú orðið óumdeilanlegt, að sá ráðherrann, sem sízt var hæfur til þess, heimtaði til sín meðferð málsins. Fyrir viku var vikið að því í Reykjavíkurbréfi, að engan skyldi undra, þ.ótt Lúðvík Jósefs- son kenndi meðráðherum sínum um, hversu illa honum hefur tek- izt til. Þetta er nú komið á dag- inn. Skýrt hefur verið frá því, að Endurskoðun vinnulöggjafar Alþýðublaðið og raunar Tím- inn nefna öðru hvoru að breyta þurfi um samningsaðferðir í vinnudeilum og vald til að skella á verkföllum. Tal um þetta nú kann að vera góðra gjalda vert, en lítil nýjung er það. í verkfallinu mikla, og raunar bæði áður og eftir, margbentu Sjálfstæðismenn á að endurskoða þyrfti vinnulöggjöfina, m.a. til að tryggja hlutlausa rannsókn á og skýrslugjöf um kröfur aðila. — Þetta var þaulrætt í almanna á- heyrn og í ríkisstjórninní. Þar var fastmælum bundið, að end- urskoðunin skyldi hafin. St.ein- grímur Steinþórsson, þáverandi félagsmálaráðherra, var og ekki síður sannfærður um nauðsyn hennar en Sjálfstæðismennirnir. Úr framkvæmdum varð þó ekki. Þá var valdabrölt Her- manns þegar hafið. Verkfalls- stjórnin kastaði þegar skugga sínum fram á veginn. Kommún- ista og Hannibal Valdimarsson mátti ekki styggja. Vafalaust hafa það verið þvílíkar bollalegg ingar, sem réðu því, að Stein- grímur Steinþórsson fékk ekki fyrir flokki sínum að hefja þá endurskoðun vinnulöggjafarinn- ar, sem hugur hans stóð til. 6-vikna verkfall Óneitanlega er það hlálegt, þegar Alþýðublaðið notar ársaf- mæli verkfallastjórnarinnar til að kenna stjórn Ólafs Thors um farmannaverkfallið, sem nú hef- ur staðið fullar 6 vikur. Gagnar þá ekkert að skipta um stjórn? Er það ætíð hin fyrrverandi, sem öllu ræður? Hjal um það, að stjórn Ólafs Thors hafi valdið dýrtíðaraukn- ingu 1955—6 er algert öfugmæli. Það var hið pólitíska stórverlr- fall vorið 1955, sem varð vald- andi þeirrar ógæfu. Upphafsmenn þess voru kommúnistar. Alþýðu- flokksmenn tóku gegn betri vit- und þátt í óhæfunni og þáverandi „stjórnarstuðningsmaður" Her- mann Jónasson. reri undir. Örð- ugleikar, sem stafa af vexti verð- bólgu þessi ár, eru því að lang- samlega mestu leyti einmitt verk núverandi valdhafa. 7 milljóna „ránið" gufaði upp KOMMÚNISTAR og Framsókn- armenn gengu í eitt fóstbræðra- lagið enn á dögunum. Það var um það, að reyna að telja fólki trú um, að niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur ætlaði að „ræna“ 7 milljónum úr vasa almennings, eins og það var orðað. Minna mátti ekki gagn gera. Á bæjarráðsfundi í fyrradag var lögð fram greinargerð frá niðurjöfnunarnefnd, sem sýndi ljóslega, hvernig í málinu lá. Það var ennfremur upplýst, að full- trúi Sósíalistaflokksins í nefnd- inni hefði verið samþykkur því, sem hún hafði gert, og Tímamenn og kommúnistar reyndu að hár- ioga. Á stuttu augnabliki var þetta 7 milljóna „rán“ að engu orðið og í gær minntist Tíminn ekki einu orði á málið og Al- þýðublaðið ekki heldur. Á bæjar- ráðsfundinum stóðu kommúnist- ar einir uppi. Þjóðviljinn birtir hrafl úr greinargerð niðurj öfnunarnefnd- ar í gær, en sleppti mörgu, sem máli skiptir. Undir þessa greinar- gerð ritaði einnig fulltrúi Sósíal-j ista í nefndinni, að því viðbættu, | að hann óskaði eftir að réttir að- iiar úrskurði lögmæti álagning- arinnar. Móti þvi mun cnginn hafa, en hins vegar er ekki sjáan- legt, hvernig sú aðferð sem nið- urjöfnunarnefnd hefur haft um undanfarin ár og öll verið sam- mála um getur verið ólögleg, enda liggur ljóst fyrir að álagn- ingarupphæðin hefur aldrei far- ið fram úr því sem heimilt er. Ættu þar með þessir tilburðir Tímamanna og kommúnista að vera úr sögunni, enda voru þeir aldrei annað en veik tilraun til að leiða athygli bæjarbúa frá frammistöðu ríkisstjórnarinnar í farmannadeilunni. Afhendir frúnaðarbréf HINN nýi sendiherra Ungverja- lands á íslandi, Lajos Bebrits, afhenti í gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt að Bessastöðum að viðstöddum utanríkisráðherra. Sendiherra Ungverjalands á fs- landi hefur búsetu í Stokkhólmi. Frá skrifstofu forseta íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.