Morgunblaðið - 09.08.1957, Síða 1
Krúsjeff ræðst mjög harkalega á
Adenauer. Líkir honum við Hitler
Berlín, 8. ágúst (Reuter).
Nikita Krúsjeff hélt í dag há-
pólitíska ræðu í austur-þýzka
þinginu, þar sem hann réðst
harkalega á Adenauer forsætis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands og
líkti honum við Hitler. Einnig
endurtók hann fyrra boð sitt um
að Rússar skyldu flytja á brott
herlið sitt úr leppríkjunum, ef
Bandaríkjamenn flyttu allt her-
lið sitt úr Evrópu vestur um haf.
í ræðu sinni lagði Krúsjeff á-
herzlu á það, að Varsjárbanda-
lagið væri einvörðungu varnar-
samtök, ætluð til að verja sósíal-
isku ríkin gegn hinu árásarsinn-
aða Atlantshafsbandalagi. Hann
kvað Sovétríkin berjast fyrir
friði og frelsi og fullkomin ein-
ing ríkti meðal kommúnistaflokk
anna í öllum sósíalísku ríkjunum.
Gat þann þess m.a. að ríkisstjórn-
ir allra bræðraríkjanna hefðu
lýst sig samþykkar ákvörðuninni
um brottrekstur Malenkovs,
Molotovs og Kaganovich.
Krúsjeff kvað brottrekstra
þessa ekki mundu hafa í för með
sér neinar breytingar á stefnu
Sovétríkjanna, því að hún var á-
kveðin á 20. flokksþinginu.
Hann snerist harðlega gegn yf-
irlýsingu Vesturveldanna og Vest
ur-Þýzkalands um sameiningu
Þýzkalands. Kvað hann með yf-
irlýsingunni reynt að viðhalda
skiptingu landsins og stefnt að
áframhaldandi vígbúnaðarkapp-^
hlaupi. Kvað hann furðulegt að
vestur-þýzka. stjórnin talaði um
frjálsar kosningar, þar sem hún
ofsækti bæði kommúnistaflokk-
inn og ýmis friðarsamtök í Vest-
ur-Þýzkalandi.
Krúsjeff líkti Adenauer við
Hitler og sagði að hann stefndi
að ofbeldisverkum og kjarnorku-
styrjöld. En hann varaði Vestur-
Þjóðverja, sem og Vesturveldin
við afleiðingunum af kjarnorku-
styrjöld. Nú væri svo komið, að
hægt væri að senda eldflaugar
með kjarnorkusprengjur hvert
sem væri í heiminum.
Ræðu Krúsjeffs var fagnað með
miklu lófataki austur-þýzku þing
mannanna.
Otto Grotewohl forsætisráð-
herra Austur-Þýzkalands flutti
einnig ræðu, þar sem hann end-
urtók fyrri tillögur sínar um
ríkjasamband til bráðabirgða
milli austur- og vesturhluta
Þýzkalands. Samþykkti þingið að '
því búnu í einu hljóði ályktun
þar að lútandi.
Gerald Long fréttaritari Reut-
ers í Berlín skrifar að ekkert nýtt
atriði hafi komið fram í ræðu
Krúsjeffs úm lausn Þýzkalands-
málanna. Ræðan sýni það aðeins,
að málin séu komin í sjálfheldu.
Hann telur að árásir Krúsjeffs á
Adenauer muni fremur styrkja
hann í kosningabaráttunni.
Er málamiðíun
líkleg í hand-
ritamálinu?
spyr Politiken
KAUPMANNAHÖFN, 8. ágúst.
— Politiken skrifar í dag for-
ústugrein um handritamálið. Þar
segir m. a.:
— Kyrrð kemst ekki á um
handritin, fyrr en málum verð-
ur svo skipað, að ísland.geti við
það unað. Handritin eru helgi-
dómur fyrir íslendinga, en ekki
fyrir yfirgnæfandi meirihluta
Dana.
Aðalvandamálið nú er hvort
þriðji stjórnarflokkurinn, þ.e.a.s.
Réttarsambandið fellst á tillögu
íslendinga um skipun nefndar
Ef til vill fellst Viggo Starcke
þó á það, því að nefndarskipunin
felur ekki í sér neitt loforð um
að afhenda handritin.
Politiken kveðst ekki vilja spá
neinu um horfur á afhendingu
handritanna. — Það er bæði vafa
mál, hvort Danir halda fast við
lagalegan rétt sinn og hirða ekki
um siðferðilegan rétt íslendinga
og einnig, hvort íslendingar fall-
ast á málamiðlunarlausn (kom-
promis).
Sparnaður og gengislækkun
boðuð í aukafjárlögum
Finnskir ráðherrar ganga á undan með góðu
fordæmi og lækka laun sín
HELSINGFORS, 8. ágúst.
Aukaþing hefur verið kvatt sam-
an í Finnlandi og á fyrsta degi
þess lagði ríkisstjórn Sukselain-
ens fram frumvarp til aukafjár-
laga.
Stjórnin leggur til að sparnað-
ur verði aukinn á öllum sviðum
og væntir þess að með því megi
draga úr útgjöldum ríkissjóðs
sem nemur 600 milljón ísl. kr. —
Ráðherrarnir ganga á undan með
góðu fordæmi. Er gert ráð fyrir
að ráðherralaun verði skorin nið-
ur um 5%.
Það vekur nokkra athygli, að
í frumvarpinu er viss undirbún-
ingur að gengislækkun, sem er í
því fólginn, að leggja á útflutn-
ingstolla. Er ætlunin ef gengis-
lækkun verður framkvæmd að
taka umframhagnað útflutnings-
iðnaðarins af gengisbreytingunni
með þessum tollum. Verður fénu
varið til að reisa verksmiðjur í
þeim héruðum þar sem lítið er um
atvinnu.
Enn samsæri í Kina
PEKING, 8. ágúst. — Fréttastofa
kommúnistastjórnarinnar, New
China Agency, tilkynnti í dag, að
fjöldi manna hefði verið hand-
tekinn í Kiangsu-fylki sannir að
sök um að hafa hindrað matvæla-
dreifingu í fylkinu.
Samsærishópur þessi var skip-
aður gömlum jarðeigendum og
svarta-markaðs bröskurum. Þeir
frömdu skemmdarverk m. a. með
því að breiða út orðróm um að
kínverskir bændur mættu nú
svelta í hel, vegna þess að komm-
únistastjórnin hefði framið póli-
tísk mistök.
Fréttatilkynningin segir enn-
fremur, að 180 manns hafi þegar
verið fundnir sekir um þennan
glæp og hafi þeir verið dæmdir
í fangelsi eða nauðungarvinnu.
Vinsæll íþrólla-
maður
OSLO, 8. ág. (NTB). — Norskir
íþróttaáhugamenn hafa hrifizt
mjög af afreki bandaríska stang-
arstökkvarans Don Brago, er fór
í dag yfir 4,60 metra og setti þann
ig nýtt vallarmet.
Stökkvarinn fór yfir allar hæð
ir fram að 4,40 í fyrstu atrennu.
Honum virtist ætla að takast illa
með 4,40, en skreið yfir í þriðju
atrennu. Sama var með 4,50. —
Hann rétt teygði sig yfir þá hæð
í síðustu atrennu.
Nú var hækkað í 4,60 og bjugg-
ust menn við að þetta væri þýð-
ingarlaust. En íþróttamaðurinn
flaug yfir þá hæð í fyrstu at-
rennu. Gamla vallarmetið var
4,57.
Her soldáns
sækir fram
BAHREIN, 8. ágúst. (NTB). —-
700 manna her soldánsins af
Múskat sækir nú inn á lands-
svæði uppreisnarmanna í Oman.
Nálgast herinn nú aðalbækistöð
uppreisnarforingjans, sem er í
borginni Niswa. Var hann síðast
þegar til fréttist við Firk, sem er
fimm kílómetra fyrir norðan
borgina.
Brezka herstjórnin tilkynnir að
brezk herdeild fylgi her soldáns-
ins, en taki ekki þátt í bardög-
um. Tvö þorp uppreisnarmanna
voru tekin í morgun og kom til
vopnaviðskipta í öðru þeirra.
Orrustuflugvélar Breta hafa
dreift flugmiðum yfir byggð upp
reisnarmanna, þar sem varað er
við því að skotið verði á hópa og
liðssafnað, hvar sem þeir sjáist.
Hafa flugvélarnar sveimað yfir
eyðimörkinni og mun ætlunin að
hindra með þessu skipulagða mót
spyrnu.
í fréttatilkynningu sem fulltrúi
uppreisnarmanna í Kairo gaf út
í dag segir, að þeir hafi hvergi
látið hlut sinn fyrir her soldáns-
in, þeir muni aldrei gefast upp,
heldur berjast unz fullum sigri
er náð.
Gagnrýni Altrinchams lávarðar á opinberri framkomu Elísa-
betar Englandsdrottningar hefur vakið stórfellda athygli. Fyrir
nokkru kom lávarðurinn fram í sjónvarpi og gerði nánar grein
fyrir skoðunum sínum. En þegar hann kom út úr sjónvarps-
stöðinni réðist ókunnugur maður á hann, löðrungaði hann og
sagði: — Þetta skuluð þér hafa fyrir að móðga drottninguna.
Myndin sýnir þann atburð. Lávarðurinn heldur á skjalatösku.
Fellsf á einvígi
með regnhlífum
LUNDÚNUM, 8. ágúst. — Ítalsk-
ur aðalsmaður og konungssinni
hefur skorað Altrincham lávarð
á hólm fyrir að móðga Elísabetu
Englandsdrottningu. En lávarð-
urinn hefur nýlega getið sér það
til frægðar að gagnrýna fram-
komu Elísabetar á mannamótum.
Enskir blaðamenn ræddu í dag
við lávarðinn um það hvort hann
ætlaði að taka einvígisáskorun-
inni.
— Nei, það dettur mér ekki í
hug, því að ég á hvorki skamm-
byssu né sverð. Eina vopnið sem
ég hef er regnhlífin. Kannske við
gætum barizt með regnhlífum ?
Blaðamennirnir bentu lávarð-
inum þá á, að hann gæti keypt
sér vopn. Hann svaraði þá:
— Ég vildi fyrir alla muni ekki
svipta lífi svo merkilegan full-
trúa ítalska aðalsins. Þar að auki
held ég að þessi konungssinni
eyddi kröftum sínum betur með
því að reyna að koma aftur á
konungdæmi á ítalíu.
Altrincham lávarður kvaðst fá
daglega í kringum 10 hótanabréf,
en yfirgnæfandi meirihluta bréf-
anna iætur í ljós ánægju yfir
gagnrýninni á framkomu drottn-
ingar.
wy/or afvopnunartillögur
vœntanlegar með banni
við kjarnorkutilraunum
LUNDÚNUM, 8. ágúst. — Harold
Stassen fulltrúi Bandaríkjanna í
afvopnunarnefndinni skýrði
fréttamönnum frá því í dag, að
hann hefði í hyggju að bera í
næstu viku fram nýjar tillögur
um takmarkaða afvopnun. í þeim
yrði gengið nokkuð til móts við
afvopnunartillögur Rússa. Hann
fékkst ekki til að greina nánar
frá efni tillagnanna.
Það er haft eftir öðrum örugg-
um heimildum, að Vesturveldin
muni leggja til að tilraunir með
kjarnorkuvopn verði bannaðar
um ákveðinn tíma og framleiðsla
á efni til kjarnorkuvopna stöðv-
uð. Einnig muni í þeim felast
grundvallarreglur um notkun
kjarnorkuvopna. Notkun þeirra
verði aðeins heimiluð í sjálfs-
varnarskyni í samræmi við regl-
ur S.Þ. um sjálfsvörn.
Þá munu Vesturveldin leggja
áherzlu á eftirlit og stöðvun á
vopnasölu til annarra rikja. Er
það einkar mikilvægt með tilliti
til þess hve vopnasölur Rússa til
Arabaríkjanna hafa komið af
stað mikilli ólgu og styrjaldar-
hættu í nálægum Austurlöndum.
7
V-