Morgunblaðið - 09.08.1957, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.08.1957, Qupperneq 2
2 MOPC V’vnr 4Ð1Ð Föstudagur 9. ágúst 1957 Eftir því sem ungarnir sta-kkuðu í hreiðrinu, þurftu foreldr- arnir að afla meiri fæðu. Það voru margar ferðir sem þau þurftu að fara á hverjum degi eftir ormum og sniglum. — Á myndinni sést móðirin vera að koma úr einni slíkri ferð og er hún að hvíla sig í gluggakistunni með feng sinn sinn, áður en hún byrjar að útdeila matnum í fjóra svanga munna. Heimilis- faðirinn, þrastapabbinn, sem hefur gætt bús og barna meðan móðirin var af afla matarins, en það skiptust þau á um, færði sig niður í næsta glugga meðan máltíðin stóð yfir. Þrasfahjén komu á legg fjór- um sfálnum ungum í glugga I þessum sama glugga urpu þrasfahjón fyrir sex árum ÞAÐ vildi til hér í bæn- um að morgni hins 8. júlí s.l. að hjónin Jóna Sæmundsdótt- ir og Sigurður Jónsson, Auðar- stræti 11, tóku eftir því, að þrasta hjón voru í óðaönn að bera strá og lauf inn í gluggakistuna í stofu þeirra. Héldu þau þessum starfa áfram nokkra daga og ekki leið á löngu áður en þarna var komið haganlega gert hreið- ur, bak við gluggatjöldin, en stofuglugginn stóð opinn meðan á þessu stóð. Velkomnir gestir Það var síður en svo að þeim hjónunum væri ami að þessu tiltæki þrastanna, held- ur fögnuðu þau komu þeirra ynnilega. Þannig vill til, að árið 1951 urpu þrastahjón á þessum sama stað og var þá allt gert til þess að þeim liði sem bezt og hefðu næði. Næstu vor á eftir um varptíma þrastanna var stofu- glugginn látinn standa opinn í von um að þessir litlu gestir kæmu aftur, en það gerðu þeir ekki, enda þótt þeir unguðu út þama tveim ungum 1951. Alls voru eggin fimm, en þrjú urðu kaldegg. Eru þetta sömu þrestimir ? Þegar þrastafjölskyldarf fluttist úr gluggakistunni, var mikill söknuður á heimilinu. En nú eru þau hjónin að vona, að sömu þrestirnir séu komnir aftur, þótt liðin séu sex ár. Ekki eru þau þó viss um að svo sé, þótt þessi hjón hagi sér nákvæm- lega eins og hin fyrri. Þessir hafa aðeins orpið seinna, fyrsta eggið kom 12. júlí, en 1951 byrjuðu eggin að koma 17. maí. Sár söknuður Sigurður Jónsson hefur skýrt Morgunblaðinu frá þessu. Hann kvað fyrsta ungann hafa komið úr eggi að þessu sinni 26. júlí, en eggin voru fjögur, síð- an kom ungi á hverjum degi og úr öllum eggjunum. En nú end- urtók sig sama sagan og í fyrra skiptið. Ungarnir voru aðeins skamma hríð í hreiðrinu, sá elzti Og þroskaðasti flaug úr því 5. ágúst. Og svo týndust þeir hver af öðrum. Söknuður heimilisfólks ins að Auðarstræti 11 er sár. Það ber áhyggjur út af því, hvað kunni að bíða þessara litlu vina þeirra, en hættan, kettirnir, eru alls staðar, og voði bíður lítilla þrastaunga nærri í hverjum garði. Þó er það huggun að enn- þá geta hjónin fylgzt með ferð- um þeirra í garðinum fyrir utan gluggann. GJÖGRI, Ströndum, 8. ágúst. — Handfæraveiði hefur verið góð undanfarið, en sjómenn þurfa að salta afla sinn sjálfir vegna þess að ekki er hægt að taka á móti honum í frystihúsinu hér vegna síldveiðarinnar. Gamla Flensborg A SÍÐARI árum hefur það farið mjög í vöxt á landi hér, að halda við minningu ýmissa merkra staða og sýna þeim ræktarsemi, og er það vel farið. Nýlega var ég á ferð í Hafnar- firði og kom þá á staðinn þar sem gamla Flensborg stóð og stendur að nokkru leyti enn. Þar hóf Flensborgarskólinn starf- semi sína fyrir 75 árum og starf- aði um langt árabil, svo sem al- kunnugt er. Á þessum öru breytingatímum verða gömlu húsin fyrr eða síðar að víkja fyrir götum og stærri byggingum og svo mun verða um gamla Flensborgarhúsið áður en langt um líður. Götur hafa verið lagðar um Flensborgartúnið og þar hafa risið og eru að rísa stórar byggingar. Gera má ráð fyrir því, að á grunni gamla húss- ins rísi stórhýsi í framtíðinni og. allt umhverfið breytist frá því sem nú er og verið hefur, og staðurinn gleymist ef ekkert er að gert. En þessi staður er mörg- um gömlum FlensborgurUm kær og svo myndi verða komandi kynslóðum við að sjá hvar gamla skólahúsið stóð. Fyrir því langar mig að koma á framfæri þeirri hugmynd, að sett verði áletruð plata með mynd af gamla FlensDorgarskóla- húsinu á hús það, er síðar kann að verða reist á grunni gamla hússins. Sýndi það ræktarsemi við staðinn ©g myndi viðhalcV minningu hans um ókomin ár, og jafnframt minna á, að Hafnfirð- ingar væru minnugir þessarar fornu menntastofnunar sinnar. Fyrir tíu árum síðan minntist ég á þessa hugmynd við Gunn- laug heitin Kristmundsson og leizt honum vel á hana. Síðan hefur hugmynd þessari öðru hverju skotið upp í huga mín- um, þótt ég hafi ekki komið henni á framfæri fyrr en nú. Vænti ég þess, að hugmynd minni verði vel tekið. Egill Hallgrímsson. Óvinátta magnast milli Sýrlendinga og Jórdana DAMASKUS. — Skömmu fyrir helgi tilkynnti jórdanska stjórnin, aö því er Sýrlandsstjórn hefur skýrt frá, að hún mundi grípa til róttækra aðgerða. ef sýrlenzk blöð hættu ekki áróðri sínum gegn Jórdönum; jafnvel kæmi til mála, að Jórdanir gripu til vopna gegn Sýrlendingum, ef þeir létu ekki af uppteknum hætti. — Segir Sýr- landsstjórn, að ntanríkisráðherra Jórdaníu, Samir Rifai, hafi skýrt sýrlenzka sendiherranum í Amman frá þessu fyrir helgi. Kröfðust Jórdanir þess, að fá svar við málaleitan þessari fyrir 4. ágúst. Sýrlandsstjórn segir, að Rif;..<g>-- - --------- hafi lýst því yfir, að Jórdanir mundu ekki láta sér nægja að slíta stjórnmálasambandi við Sýr lendinga, ef þessu yrði ekki kippt í lag, heldur mundu þeir fara með her á hendur þeim. Þegar sendiherrann benti Rifai á ,að þetta væru stór orð, 3varaði hann: Ég veit vel, hvað ég segi, og þér eruð beðnir um að skýra stjórn yðar orðrétt frá málaleit- an minni. Þið haldið áfram bar- áttunni gegn okkur, af því að þið háldið, að við séum veikir fyrir, en við getum vel sýnt ykkur í tvo heimana, eins og fsraelsmönnum. Þá benti sendiherrann á, að sam- eiginlegur fjandmaður Jórdana og Sýrlendinga væri ísrael, og svaraði Rifai þá, að Jórdanir hefðu fórnað mannslífum við landamæri ísraels og gætu þeir gert hið sama við landamæri Sýr- lands. Þegar sendiherrann spurði Kií- ai, hvort leyfilegt væri, að Arabi dræpi arabískan bróður sinn, svaraði hann hiklaust: — J4, ef hann er neyddur til þess. fsrael var óvinur okkar, en nú eruð þið það einnig. Þetta er haft eftir sýrlenzka utanríkisráðuneytinu, en þess má geta, að Jórdansstjórn heíur mót- mælt því, að Samir Rifai hafi hótað að fara með her á hendur Sýrlendingum. Hafnarframkvœmdir á Pafreksfirði o.fl. HINN 1. apríl sl. hóf dýpkur.ar- skipið Grettir að grafa út úr Pat- rekshöfn og var þeim áfanga lok- ið 13. júní sl. Grafnir voru út 60 þús. ten.m. — Hafnarinnsigl- ingin var dýpkuð og hafnarmynn ið breikkað og er dýpið um 5V2 m. miðað við stórstraumsfjöru. Inn í höfnina var grafið út snún- ingssvæði fyrir öll hin stærri skip og er það um 130 m. á hvern veg og í 5V2 m. dýpt eins og inn- siglingin, miðað við fjöru. Enn fremur var grafið út allstórt svæði fyrir bátaflotann og hin minni skip, þar sem þau geta legið og athafnað sig. Verk þetta mun verða allkostnáðarsamt eða um 1.6 millj. kr. Ennfremur er unnið að því að hefja niðurrömmun á staurabúkk- um í mynni innsiglingarinanr og koma þeir til með að ná út frá stálþili um 120 metra. Þetta verk er talið að kosti um 400 þús. kr. Rafveitumál f júní sl. var lokið við að tengja nýjan spenni, er settur var upp við Hraðfrystihús Patreksfjarðar og eru þá háspennu og lágspennu jarðstrengir komnir í 'jörðu urn allt byggðarlagið, nema Mikla- dalsveg og Stekka, en þar er nú verið að ljúka við að setja nýja loftlínu. Verður þessi fram- kvæmd mikil bót fyrir allan inn- hluta byggðarlagsins óg þó eink- um fyrir hraðfrystihúsið, sem ávallt er að auka starfsemi sína. Barnaskólabygging Hafizt var handa við barnaskóla bygginguna í júní sl., en búið var að steypa og ganga frá grunni hennar á sl. ári. Nokkur töf var á að byrja verkið nú í vor, vegna þess hve seint timbur kom til landsins, en nú er búið að slá upp fyrir 1. hæð og verður byrj- að að steypa hana strax og sem- ent kemur, sem búizt er við að verði I byrjun ágústmánaðar, er meint að leggja allt kapp á að koma byggingu þessari und- ir þak í haust. íþróttamál f sumar var sundlaugin máluð að innan. Er hún nú mjög smekk lega máluð og vistleg. Gufubaðið var einnig allt standsett. Aðsókn hefir verið frekar góð og margir tekið þátt í 200 metra sundkeppn- inni. Laugin er hituð upp með vatni frá vélum rafveitunnar og er laugin 25—27 gráða heit. Á s.l. sumri var rutt með ýtu allstórt svæði fyrir fyrirhugað- an íþróttavöll. Er það á mjög skemmtilegum stað, innan við kauptúnið, í mynni Mikladais. í fyrrahaust og í vor var svo unn- ið í sjálfboðavinnu við að hreinsa svæðið og er nú kominn þarna sæmilega stór völlur fyrir knatt- sprnu og handknattleik. Félag- arnir í íþróttafél. Herði hafa lagt þarna fram mikla vinnu, eink- um hinir yngri. Hingað er von næstu daga kenn ara til að þjálfa knattspyrnu- flokka félagsins og handknatt- leiksflokk. í sumár verður unnið áfram á vegum hreppsins við íþrótta- svæðið. fþróttastarfsemi hefir legið niðri hér um nokkurn tíma, vegna þess að hér heíir ekki ver- ið staður til að æfa á eða halda íþróttamót. Niðurjöfnun útsvara í Patreksfj.hr. var lokið 13. júlí sl. Jafnað var niður 1.260.000.00 kr. á 292 gjaldendur. Er það um 2% hærri upphæð en á sl. ári. Hæstu útsvör bera: VerzL Ó. Jóhannesson hf. kr. 40.800,00, Kaupfél. Patreksfjarðar 30.126,00, Kaldbakur hf. 30.000,00, Skelj- ungur hf 29,780,00, Grótti hf. 20.400,00, Gísli Auðunsson skip- stjóri 18.000,00, Eyjólfur Guð- mundsson, vélstj. 16.500,00, Gylfi hf. 15.000,00. Helztu útgjaldaliðir fjárhags- áætlunar eru þessir: Lýðhjálp kr. 323 þús., Mennta- mál 214 þús. Sýslusjóðs- og sýs’.u- vegasjóðsgjald 101 þús. Til rekstr ar fyrirtækja hreppsins 80 þús. Til nýbygginga 360 þús. kr. — Karl. Jemen undirbýr áhlaup ADEN, 8. ágúst. — Brezkar her- flugvélar gerðu í dag árásir úr lofti á ólöglegar varðstöðvar, er herlið frá Jamen hafði komið sér upp innan landamæra Aden- verndarsvæðisins. Herstjórnin í Aden skýrir frá því að Jamen-menn safni miklu herliði saman við landamærin og virðist búa sig til áhlaups. Sjást liðsflutningarnir greinilega frá fjallshrygg einum á Aden-svæð- inu. — Reuter. .Daviðs-verðlauniri' Mynd þessi er tekin af kvikmyndastjörnunni Ingrid Bergmann er hennl voru afhent Daviðs-kvikmynda verðlaunin í ftalíu, en meiri heiður getur kvikmyn daleikurum í Ítalíu ekki hlotnazt. Verðlaunin hlaut Ingrid Bergmann fyrir leik sinm í kvikmyndinni Anastasia. Á vinstri hönd Ingrid situr dóttir heun- ar, Jenny Ann Lindström ea tU Iwegri brezki sendiherrann í Ítalíu, Ashley Clarke.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.