Morgunblaðið - 09.08.1957, Qupperneq 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 9. ágúst 1957
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
UTAN UR HEIMI
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Ekkja skáldsins
hata, ég hata, og ég vil ekki, ég
vil ekki, ég vil ekki“.
Gleymir honum aldrei
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
LÆTUR STJÓRNIN ÞÝÐA
UNGVERJALANDSSKÝRSLUNA ?
r
IReykjavíkurbréfi, sem birt
ist hér í blaðinu sl. sunnu
dag var gerð tillaga um,
að íslenzka ríkisstjórnin hlutað-
ist til um að hin stórmerka
skýrsla nefndar Sameinuðu þjóð-
anna um Ungverjalandsmálin
væri þýdd á íslenzku og gerð
aðgengileg fyrir hvern einasta
mann. Þessi tillaga hefur enn
engar undirtektir fengið hjá
stjórnarblöðunum fremur en
vænta mátti. Tíminn hefur þó
brugðizt hið versta við þeirri
skýringu, sem gefin var á fyrir-
sjáanlegri tregðu stjórnarliðsins.
í Reykjavíkurbréfinu var sagt:
„Sú tregða kemur ekki einung-
is til af því, að kommúnistar
eru í stjórn og hafa þar úrslita-
ráð um hvað gera skuli. Hitt er
og, að í skýrslunni sést hversu
keimlíkir eru starfshættir Her-
manns Jónassonar og Kadars í
Ungverjalandi. Ekki svo að
skilja að Hermann beiti hinum
blóðugu brögðum kommún-
ista. Því fer fjarri. En sú við-
leitni að skrökva til um orsaka
samhengið og segja atburðina af
allt öðrum ástæðum en þeir
raunverulega eru er alveg hin
sama hjá báðurn".
★
Enginn, sem les Ungverjalands
skýrsluna kemst hjá því að sjá
þessa líkingu. Þegar ung stúlka
var spurð um ástæðuna fyrir
þátttöku æskulýðsins í uppreisn-
inni svaraði hún umhugsunar-
laust eitthvað á þessa leið:
„Við vorum fjötruð af lýg-
inni“.
Eins og fram kom í frásögn
skákmannsins Benkös, var það
ekki viðurværisskorturinn held-
ur frelsissviptingin, sem réði
flótta hans.
Aðrir áttu við þrengri kost
að búa en hann. En að sögn ungu
stúlkunnar var það ekki hið
versta heldur hið stöðuga and-
rúmsloft ósannindanna, hinar •
sífelldu blekkingar, sem óþolandi
urðu til lengdar. Auðvitað erum
við á íslandi ekki komin eins
langt út í blekkingarfenið og
stjórnarvöldin í Ungverjalandi
höfðu teygt sína ógæfusömu
þegna. En stefnan er hin sama.
Viðleitni Hermann Jónassonar
og félaga hans við að velta sök-
inni af ráðleysisfálmi sínu yfir á
aðra ber alltof mikinn keim af
fullyrðingum Kadars og fylg:-
sveina um, að uppreisnin í Ung-
verjalandi hafi verið að kenna
Vesturveldunum og hvítliðum,
er þau hafi haft í sinni þjónustu.
★
Enn þá halda stjórnarblöðin
t.d. áfram að kenna Sjálfstæðis-
mönnum um farmannaverkfallið.
Þau skeyta engu, þó að Þjóðvilj-
inn verði að játa, „að frá sjónar-
miði alls þorra farmanna var
hér um hreina hagsmunadeilu að
ræða sem vel mátti réttlæta"
Þrátt fyrir þessa játningu segir
Þjóðviljinn 7. ágúst:
„Strax í byrjun deilunnar er
ríkisstjórnin tók þá afstöðu að
hún teldi ekki sanngjarnt að
ræða hækkun til hinna hæst-
launuðu á skipunum. réru
ýmsir háttsettir Sjálfstæðis-
menn að því öllum árum
að farmenn settu einmitt þá
kauphækkun á oddinn. Lengi
vel stóð deilan beinlínis um hvort
skipstjórar og fyrstu vélstjórar
ættu að fá kauphækkun".
Um þetta er það að segja, að
„háttsettir Sjálfstæðismenn“
komu hér auðvitað hvergi við
sögu. Sá varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, sem stjórnarblöð
in einkum hafa haft á milli
tannanna, Ásgeir Sigurðsson,
skipstjóri, var einmitt t^smað-
ur þeirra farmanna, skipstjór-
anna, sem ekki gerðu verkfaR.
Lausn verkfallsins stóð því aldrei
á honum.
★
Formaður vélstjóranna við-
hafði í blaðagrein ummæli um
Lúðvík Jósefsson, sem Þjóðvilj-
inn taldi honum mjög vinsamleg
og hafa verið hans eina huggun
í öllum hrakföllum hans á und-
anförnum vikum. Ekki er vitað,
að þennan mætisformann hafi í
neinu greint á við félaga sína
varðandi kröfugerðina eða með
ferð málsins. Víst er það, að í
sameiningu neyddu þeir ríkis-
stjórnina, ekki aðeins „til að
ræða hækkun til hinna hæst-
launuðu á skipunum“, heldur
beinlínis til að semja um hækk-
un til hinna hæstlaunuðu vél-
stjóra.
Því hefur ekki verið mótmælt,
enda ekki hægt með rökum, að
kjarabætur þær sem fyrstu vél-
stjórar fengu, samsvara meira en
12% kauphækkun. Þ«ssi mikla
hækkun varð, þrátt fyrir þá af-
stöðu ríkisstjórnarinnar, að hún
vildi alls ekki „ræða“ hækkun-
ina, að sögn Þjóðviljans. Niður-
staðan varð sem sagt sú, að sjálf-
ur varð Lúðvík að láta skrifa
niður þessa uppgjafarskilmála
og fá útgerðarfyrirtækin til að
fallast á þá.
Enda lofaði ríkisstjórnin farm-
gjaldahækkunum til þess að
standa undir þessum kauphækk-
unum að verulegu leyti. Nú láta
stjórnarblöðin svo sem þessar
farmgjaldahækkanir séu svo litl
ar, að þær hafi engin áhrif á vöru
verð. En ef svo er, af hverju voru
þær ekki boðnar fram strax í
upphafi og þannig gerð áhrifa-
mikil tilraun til að leysa deiluna?
Úrræði stjórnarinnar eftir
þennan algera ósigur er að reyna
að þegja um hann sem allra mest.
T.d. hefur enn ekkert stjórnar-
blaðanna sagt frá þvi, hversu
kauphækkunin raunverulega er
mikil. Jafnframt þessu er svo
stjórnarandstöðunni, sem marg-
búið er að segja og hælast um
yfir, að svift hafi verið öllum
völdum, kennt um hvernig farið
hafi!
Blæja þagnar og ósanninda er
breidd yfir atburðarásina í stað
þess að gera sér eins og menn
grein fyrir, hvernig komið er.
Þeir, sem lesa Ungverjalands-
skýrsluna, kynnast hinni óhugn-
anlegu líkingu þessara stjórnar-
hátta við það, sem Kadar og fé-
lagar hans tíðka. Þess vegna er
ekki tekið undir tillöguna um
þýðingu á Ungverjalandsskýrsl-
unni. Heldur mumásland, eitt lýð
ræðislanda, senda kommúnista á
‘það þing Sameinuðu þjóðanna,
þar sem flokkur þeirra mun sitja
á ákærubekknum.
SÍÐAN brezka skáldið Dylan
Thomas lézt í New York haustið
1953 úr delirium tremens hefur
stjarna hans farið síhækkandi.
Skáldskapur hans er á góðri leið
með að verða almúgaeign, ef svo
má til orða taka. Vinsældir hans
í Bretlandi jukust enn, þegar leik
rit hans „Vor í Milk Wood“ var
leikið, fyrst í útvarpi og síðan
á leiksviði.
En vinsældir Dylans Thomas
eftir lát hans hafa ekki skyggt
á mannlega vankanta hans í lif-
anda lífi. Af óvenjulegri bersögli
— að maður ekki segi ósvífni —
hefur einkalífi hans verið lýst í
þykkum bókum. Þegar fyrir
dauða hans voru sögurnar um
óhóflega drykkju hans og ófor-
skammaða framkomu í sambandi
við upplestrarferðir hans í Ame-
ríku orðnar mýmargar, og sízt
höfðu þær orðið fallegri í með-
förum manna. Umboðsmaður
Dylans í Ameríku, John Malcolm
Brinnin, sendi frá sér bók um
hann fyrir rúmu ári, og þykir
mörgum sem þar hafi hann
gengið skrefi of langt í lýsing-
um sínum á líferni skáldsins, og
þá ekki síður með því að gefa
berlega í skyn, að hann hataði
og öfundaði konu skáldsins,
Caitlin Thomas.
Örvæntingaróp
Menn bjuggust almennt við
því, að Caitlin Thomas mundi
skrifa varnarrit, en bókin, sem
nú er komin út eftir hana, „Left-
over Life to Kill“, er hreint ekk-
ert varnarrit — nema síður sé.
Bókin er örvæntingaróp yfir tóm
leikanum, sem dauði manns henn
ar hefur skapað í lífi hennar.
Hún getur hvorki sætt sig við
þetta ástand né yfirunnið það. Á
einum stað segir hún: „Engin
orð í tungunni eru jafnniður-
drepandi og orðin að sætta sig
við orðinn hlut“.
En í bókinni gerir hún líka
upp sakirnar við sjálfa sig og
umheiminn af algeru miskunnar-
leysi. Bókin er högg í andlit
þeirri borgarastétt og því al-
mannaáliti, sem hún hatar meira
en allt annað á jarðríki. Hún
segir t.d.: „Þetta orð „þeir“ felur
í sér verstu hvatir þjóðfélagsins.
Ég er persónulega fórnardýr for-
dæmingar þeirra, af því ég geri
fyrir opnum tjöldum það, sem
þeir gera í leynum; það er ekki
til nein verri synd en að hæð-
ast að hefðinni; það sem ekki
sést, það er ekki heldur til“. Af
þessum sökum er henni líka illa
við England, landið „þar sem
enginn segir nokkurn tíma það
sem hann meinar“.
Ný ást
En Caitlin Thomas vill ekki
halda neinu leyndu. í augum
konu með skaplyndi hennar er
hið „virðulega" og „háttvísa"
ávallt óþolandi þyrnir. Að vísu
fjallar bók hennar aðeins óbeint
um samlíf þeirra hjóna, en hún
flettir miskunnarlaust ofan af
sjálfri sér. Meginhluti bókarinn-
ar segir frá því, hvernig hún fór
til lítillar ítalskrar eyju eftir
dauða manns síns með fimm ára
son þeirra, Colm. Þau hjón höfðu
oft búið á þessari eyju áður og
áttu þar marga góða vini. Hvers
vegna hún fór einmitt þangað,
kemur ekki ljóst fram í bók-
inni, en greinilega hefur gremja
„þeirra" (þ. e. a. s. samferða-
mannanna) yfir því að hún lék
ekki hlutverk hinnar syrgjandi
ekkju af nægilegum virðuleik,
átt sinn stóra þátt í að hún fór
burt. Hafi hún ætlað að jafna
sig andlega og líkamlega, virð-
ist það hafa tekizt miður vel.
Frá upphafi tókst fjandskapur
með henni og eyjarskeggjum,
sem reyndust vera nákvæmlega
jafnstrangir og þröngsýnir í sín-
um siðfræðilegu lögmálum og
Bretar. En hún komst í náið sam
band við 18 ára gamlan járn-
námuverkamann, Joseph, sem
hefði getað verið sonur hennar,
og með þeim tókust ástir.
Caitlin er ekki í nokkrum vafa
um ást sína á Joseph, en hún er
heldur ekki blind á þá stað-
reynd, að samband þeirra hlýtur
að koma mönnum undarlega fyr-
ir. I bókinni eru mörg atriði og
viðburðir, sem gætu verið teknir
beint úr skáldsögum D. H. Law-
rence, en Caitlin hefur hins veg-
ar ekki trú á hinu hreinsandi
og göfgandi eðli holdlegrar ást-
ar — eða a. m. k. henni var ekki
leyft að ala þá trú með sér.
Ógnanir og alls konar móðursýk-
istilfelli voru daglegir viðburð-
ir: „í stað þess að verða að láta
sem ég elskaði hann, varð ég að
láta sem ég þættist elska hann“.
Með löngun sinni til að ganga
fram af fólki gerði hún aðstöðu
Josephs erfiðari en nauðsyn bar
til, og sambandið við aðra eyja-
skeggja varð æ þvingaðra. „Illska
almenningsálitsins er svo hræði-
Segja mætti kannski, að Cait-
lin Thoms hafi verið fyrirfram
ákveðin að lifa hin hörmulegu
og svipvindasömu örlög sín. En
það kemur berlega fram í bók
hennar, að dauði Dylans varp-
aði skugga yfir líf hennar, sem
hún hvorki getur né vill losna
undan. Hugljúfustu kaflar bók-
arinnar fjalla um samlíf þeirra:
það var endalaus straumur af
skömmum, uppþotum, sættum, af
brýði og taumlausri tilbeiðslu:
og þrátt fyrir allt var það ham-
ingjusamt. „Þótt ég biði í milljón
ir óra gæti ég ekki gleymt Dyl-
an“, segir hún. „Hann sagðist
elska mig, að ég væri einasta
konan í lífi hans; og hvaða sann-
anir sem menn svo hafa um hið
gagnstæða, trúði ég honum og
geri enn í dag; og ég er þakklát
fyrir þennan litla og mikilvæga
snefil af trú“.
í spennitreyju
Ameríka varð í fleiri en einum
skilningi dauði Dylans — og
konú hans. Andrúmsloftið var
eitrað að svo miklu leyti sem
enginn hafði síður þörf fyrir hrós
og uppörvun en Dylan Thomas.
Dylan og Caitlin Thomas fyrir utan hús sitt í Laugharn i
Waies. Þau voru bæði upprunnin í Wales.
lega voldug", segir hún. „Ætli
ég hætti nokkurn tíma að berj-
ast gegn henni?“ Henni er sjálfri
ljóst, að hún gerir „allt úr hófi
fram, eins og það væri í fyrsta
eða síðasta sinn; ekkert getur
kennt mér að leggja hömlur á
sjálfa mig — ekki einu sinni það,
að upp rennur morgun, þegar
maður vaknar með óhugnan“.
„Sjálfri sér langverstí£
Það er bæði hrífandi og átak-
anlegt að lesa um líf þessarar
ekkju, sem er af bezta aldri, en
elskar eins og ung stúlka. Hún
er enginn afburðarithöfundur;
hún hrúgar orði ofan á orð, at-
burð ofan á atburð, og grefur sig
æ dýpra niður í reynslu, sem er
oft hreint eiiikamál hennar. Hún
hefur greinilega ríka þörf til að
„sýna“ sig, fletta ofan af sér,
og það getur á stundum gengið
út í öfgar. En „Leftover Life to
Kill“ hlýtur óhjákvæmilega að
vekja samúð, enda þótt Caitlin
sé ekki af þeirri gerð manna, sem
draga dul á dekkri hliðar sínar:
ósanngirnina, umburðarleysið,
drykkjuhneigðina, tregðuna til
að tala við fólk, sem fyrirlítur
hana og hún fyrirlítur á móti.
Caitlin er eins og einn brezkur
gagnrýnandi komst að orði sjálfri
sér langverst. Hún er haldin orð-
lausri þrjózku gegn örlögum sín-
um og gegn öllu, sem snertir
hana djúpt. Þetta kemur ljósast
fram, þegar hún á að fara frá
Ítalíu og hverfa aftur heim til
Englands: „Ég var hvorki á Ítalíu
né í Englandi, ég stóð kyrr og
þrjózk milli þessara tveggja
mynda óraunveruleikans og
sagði: Nei, nei, nei, ég hata, ég
Þar drukknaði hann í aðdáun.
Amerísku konurnar voru töfrað-
ar af hinu fræga skáldi; hann
stóðst þær ekki heldur. Caitlin
játar hreinskilnislega afbrýði
sína, og hún lýsir jafnvel hin-
um óhugnanlega atburði við
dánarbeð Dylans, þegar hún var
sett í spennitreyju: „Æði mitt:
óhamið, brostið hjarta. Hegning
mín: spennitreyja". „Ég var hald
in tugum þúsunda eyðilegging-
aranda, sem áttu þá ástríðufullu
ósk að steypa sér á fullri ferð
fram af bröttu þverhnípinu".
Ekkert ljós framundan
Caitlin Thomas segir á einura
stað, að henni hefði verið ómögu-
legt að helga líf sitt því öryggi,
sem allir aðrir hylla. Bók henn-
ar ber því órækt vitni. „Left-
over Life to Kill“ er líklega
sérkennilegasta bók, sem ekkja
nokkurs skálds hefur skrifað um
mann sinn, örvænting sína, sorg
sína. Ást hennar á látnum manni
sínum er eins og ást hennar á
þeim, sem lifa: hún kann sér
hvergi hóf; á einum stað lýsir
hún ósk sinni um að grafa sig
niður að kistu manns síns til að
samein'a líkama sinn líkama
hans. Ævintýri hennar á Ítalíu
gefur enga gljómynd af hinni
syrgjandi ekkju, og kannski er
það af þeim sökum, sem hún
vildi segja svo gaumgæfilega frá
því.
Harmleikur hennar hefur ekki
þau hreinsandi áhrif, sem hinir
fornu kallsísku harmleikir höfðu.
Hún hefur tekið „fyrstu skrefin
inn í nýja myrka veröld“. Mað-
ur sér ekki mikið ljós fram-
undan.