Morgunblaðið - 09.08.1957, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.08.1957, Qupperneq 11
Föstudagur 9. ágúst 1957 MORCVNBL4Ð1Ð 11 Samtök ungra hægrimanna í Svíþjóð hafa stórefIzt Rætt við H enrik Gustafson frá Gautaborg Henrik Gustafson heitir ung- ur Svíi. Hann starfar á bæjar- skrifstofunum í Gautaborg, en meðal margra tómstundasýslana hans eru blaðamennska, ljós- myndun og störf í þágu æsku- lýðssamtaka sænska Hægri flokksins. Gustafson kom til ís- lands um miðjan júní, dvaldist hér um mánaðartíma í sumar- leyfi sínu og fór víða um. Hann komst alla leið norður í Grímsey, en dvaldist auk þess nokkuð í Mývatnssveit, á Akureyri, Siglu- firði, Hvanneyri og Úlfljótsvatni. Hann er nú nýfarinn heim á leið með nær 2000 ljósmyndir og nokkrar blaðagreinar ýmist full- skrifaðar eða í kollinum. Tíðinda maður æskulýðssíðunnar hitti Gustafson að máli litla stund daginn áður en hann fór. „Samtök ungra hægrimanna hafa eflzt mjög í Svíþjóð á und- anförnum árum, og félagatalan hefur hækkað úr 10.000 í 35.000“, segir Gustafson, þegar fréttamað urinn spyr um þennan félags- skap. „Mér var sagt áðan, að þér vær uð í stjórn Gautaborgarfélags- ins“. „Já, það er stærsta stjórnmála félag æskunnar í borginni. Fé- lagsmenn eru um 1200“. „Hin einstöku félög hafa vænt- anlega með sér samtök“. „Já, bæði lénssambönd og svo landssamband, sem hefur aðalað- setur í Stokkhólmi. Landssam- bandið hefur trúnaðarmenn í hverju léni og fylgist vel með starfseminni um land allt“. „í hverju er starf þess aðallega fólgið?“ „Það annast ýmiss konar fyrir- greiðslu fyrir hin einstoku félög, og svo t.d. útgáfustarfsemi og fræðslu. Það gefur út blað, sem nefnist Ung Höger og kemur út 18—20 sinnum á ári og er 16—20 síður í hvert skipti. Efni þess er úr öllum áttum, og blaðið er sent öllum flokksbundnum ungum hægrimönnum í Svíþjóð". „í hverju er svo önnur fræðslu Starfsemi fólgin?" „Æskulýðssambandið stendur til dæmis að flokksskólanum á- samt öðrum aðilum. Skólinn er í Gimo nálægt Uppsölum. Þar eru haldin námskeið allt árið um kring. Standa þau 1—2 vikur hvert og njóta mikilla vinsælda“. „Stendur sambandið ekki fyrir móti í Stokkhólmi nú um þetta leyti?“ „í Gálö utan við Stokkhólm hefst á næstunni kynningarmót ungra hægri manna frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi. Þátttakendur verða væntanlega 300 til 400 talsins. Ég er raunar á leiðinni á mótið og mun sýna þar myndir, sem ég hef tekið á íslandi að undanförnu". „Hvað er að segja um þátttöku ungra hægri manna í opinberum málum í Svíþjóð?" „Við eigum fulltrúa bæði á rík- isþinginu og í sveitastjórnum. 1 þinginu er Hans Nyhagen aðal- talsmaðurinn, og þykir mikið að honum kveða. Formaður lands- sambands okkar er annars Sven Johanson, og er hann nýtekinn við störfum“. Henrik Gustafson „Hægri flokkurinn vann mik- ið á í kosningunum í fyrra?“ „Já, kosningarnar fóru fram í september og fylgi flokksins jókst um 10%. Þingmenn hans í neðri deildinni eru nú 42, en sósíaldemókratar hafa 106, frjáls lyndir 58, Bændaflokkurinn 19 og kommúnistar 6“. „Mér skilst, að borgaraflokk- unum sænsku komi ekki sérlega vel saman“. „Bændaflokkurinn situr í stjórn með sósíaldemókrötum, svo að ekki verður sagt, að samstarf hans og Hægri flokksins sé upp á marga fiska. Hægri flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fara einnig hvor sína leið. í Svíþjóð er því ekki um að ræða sam- ræmt starf borgaraflokkanna, eins og virðist vera farið að tíð- kast í Danmörku hjá Vinstri flokknum og íhaldsflokknum". „Svo að við víkjum talinu að öðrum efnum. Hér á íslandi hef- ur allmikið verið rætt um flutn- inga ungs fólks úr landi að und- anförnu. Eiga Svíar einnig við þetta vandamál að stríða?“ „Nei, varla verður það sagt. Helzt fara úr landi menn,- sem hlotið hafa sérmenntun til vissra iðnaðarstarfa. Þeir fá reyndar góð laun í Sviþjóð, en ennþá betri sums staðar í öðrum lönd- um“. „Fyrst minnzt er á launin. Hvaða kaup fá ungir menn í Sví- þjóð, þegar þeir koma af skóla- bekk?“ „Ég er kunnugastur kjörum skrifstofumanna, og er því bezt að halda sér við þau. Þeir piltar, sem hefja skrifstofustörf um tví- tugt hjá hinu opinbera, fá senni- lega um 750 krónur á mánuði, en á 9 árum hækka launin í h.u.b. 1200 krónur. Þeir, sem vinna hjá einkafyrirtækjum fá áennilega oftast lægri laun í upphafi, um 500 kr. á mánuði, en þau hækka upp í það sama og hjá hinu op- inbera. Kjör þessara manna eru annars nokkuð misjöfn. Meðal- kaup skrifstofustúlkna mun vera um 25% lægra en karlmann- anna“. „Svo að maður hlaupi úr einu í annað. — Skólamálin eru alltaf mikið áhugaefni ungs fólks. Er ekki eitthvað varðandi sænska skóla, sem yður virðist, að verða mætti íslendingum til fyrirmynd- ar?“ „Ég held að segja megi, að í Svíþjóð séu góðir skólar fyrir fólk á aldrinum 5 til 50 ára. Ég hef alltaf haldið,, að það, sem vekti mesta athygli útlendinga, er kynna sér sænska skóla, væru^ tækniskólarnir og námsflokkarn-1 g ^ Mig langar hins vegar til að víkja að menntun skrifstofufólks. Mér skilst, að bréfritaraskólar séu ekki til á íslandi, svo að það skrifstofufólk, sem ekki kemur úr verzlunarskólum, verði að læra margt á eigin spýtur, ea fara ella til útlanda eða í einka- tíma. f Svíþjóð eru sérstakir skól- - ar fyrir þetta fólk og þykja þarf- ar stofnanir". Gustafson var á hraðri ferð, — átti sjálfur eftir að eiga tal við nokkra menn og taka myndir. Fréttamaðurinn þakkaði honum því fyrir spjallið, og þessi há- vaxni og ljóshærði Svíi snarað- ist út á götu með skrifblokk sína í vasanum og tvær myndavélar af gerðunum Ikonta og Leica á brjóstinu. Þ. V. Krúsjeff: Lysenkc er eins og hundur að skapferli ir, sem eru mjög vinsælir. Ég er hins vegar ekki nógu kunnug- ur til að geta sagt, hvort eitt- hvað snertandi þessar fræðslu- stofnanir er sérstaklega nýstár- legt fyrir íslendinga. Sama er að segja um barnafræðsluna sænsku og ýmsar nýjungar, sem verið er að brydda upp á á því sviði. Vart getur fegurri stað fyrir útisamkomu en Egilsstaðaskóg. Ágœt hópferð Heim- dallar til EgilsstaSa Sótt var héraðsmót Sjálfstæðismanna á Austurlandi um siðastliðna helgi HEIMDALLUR, F.U.S., efndi til hópferðar til Egilstaða um verzl- unarmannahelgina, en þar fór þá fram hið árlega héraðsmót Sjálf- stæðismanna á Austurlandi. — Þesi ferð var sú fyrsta, sem farin hefur verið á vegum Heimdallar til Egilsstaða og jafnframt lengsta ferð að fjarlægð, sem fé- lagið hefur efnt til. Flogið var með vélum frá Flugfélagi íslands báðar leiðir. Ferðalangarnir lögðu af stað frá Reykjavík laust fyrir kl. 9 að kvöldi laugardagsins og komu til Egilsstaða rúmlega klukku- stund síðar. Frá flugvellinum á Egilsstöðum var ekið í Vinmörk, en svo efna Austfirðingar Egils- staðaskóg. Þar reisti ferðafólkið tjöld og dvaldist dagana, sem há- tíðin stóð yfir. Þá um daginn hafði drifið að fjölda fólks úr öllum áttum, aðallega frá Aust- fjörðum og Norðurlandi. Um kvöldið var stiginn dans í Egilsstaðaskógi, en á sunnudag héldu Sjálfstæðismenn á Austur- landi mjög fjölmenna útisam- komu. Þar fluttu ræður þeir Jó- hann Hafstein, bankastjóri, og sr. Sigurður Einarsson, ská.d í Holti. Einnig voru fjölbreytt skemmtiatriði. Hátíðahöldunum var slitið kl. 1 á miðnætti. Heim til Reykjavíkur flugu Heimdellingar svo síðdegis á mánudag. Rómuðu þeir mjög ágæti ferðarinnar, en mikil veð- ursæld og fagurt umhverfi Egils- staða átti drjúgan þátt í að gera hana svo ánægjulega, sem raun varð á. úr samtali transkra sijórnmála- manna við Kremlbúa Deixonne: Við höfum rætt um menningartengsl. Þau eru æski- leg. En hafa engin ný Lysenko- mál skotið upp skollinum? Með öðrum orðum, er skoðanafrelsi vísindanna tryggt eða eru aftur skyldukenningar við lýði? Krúsjeff: Við erum með þess- um tengslum. Hvað Lysenko snertir, þá stangazt á skoðanir manna á kenningum hans. Menn verða að geta rætt sín á milli og dæmt allar kenningar. Lysenko er einn af mestu búnaðarfræð- ingum okkar. En hann er eins og hundur að skapferli. Philip: Er það áunnið eða erft? (Hlátur). Krúsjeff: Síðastliðið ár, þegar Bogomoletz dó, skulfu Úkraínu- menn af ótta við, að Lysenko, sem er einmitt frá Úkraínu, yrði valinn í akademíu þeirra, þar sem þeir óttuðust óþverraskap- gerð hans. Ég endurtek, að hann sé þó mikill búnaðarfræðingur. Margir gervivísindamenn. sem gagnrýna hann, eru ekki skó- þvengsvirði. Mikojan: Nú ýkirðu. Deixonne: Það er vilji okkar, að allir hafi rétt til þess að skjátlast eins og þeir hafa frelsi til að láta skoðanir sínar í Ijós. Krúsjeff: Það er nauðsynlegt, annars tækju vísindin engum framförum. Mikojan: En það er óþarfi að verðlauna fyrir skyssurnar. Commin: Verður maður að vera guðleysingi til þess að verða félagi í kommúnistaflokknum? Krúsjeff: Vissulega, en til eru kommúnistar, sem eru guðlcys- ingar í sellunum og kristnir heima hjá sér. Sjepilov: Þó að þeir séu fáir. Krúsjeff: í Asíu má finna dæmi um þetta. Einnig í sveit- um. Ef til vill einnig rneðal menntamanna. Sjepilov: Kommúnistaflokkur- inn er boðar efnishyggju. Commin: Kristinn maður er þá ekki tekinn í kommúnista- flokkinn? Krúsjeff: Nei. Mikojan: Sérhver kommúnisti verður að tileinka sér hugsjóna- kerfi kommúnistaflokksins. Þess vegna er hafður ákveðinn reynslutími á undan inngöngu i flokkinn. Visst samræmi í hugs- un er nauðsynlegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.