Morgunblaðið - 09.08.1957, Síða 15
Föstudagur 9. ágúst 1957
MORCT'rvnr AftiÐ
15
Rússar unnu 7:1
RÚSSARNIR frá Kiev maettu í gærkvöldi „tilraunalandsliði“. —
Rússarnir fóru með sigur af hólmi 7:1, en leikurinn gaf þó alls ekki
tilefni til sliks. 4 markanna má hreinlega skrifa á reikning mark-
varðanna, fyrst Björgvins, Val og síðan Helga, Akranesi. Staðan
í hálfleik var 2:0.
Leikur ísl. liðsins var með því betra sem hér hefur sézt lengi
til isl. liðs einkum er að vörn laut, en framlinan var sundurlaus
og Albert sá eini er byggði upp og sýndi góðan leik. Hann skoraði
markið með skalia eftir góða fyrirsendingu Gunnars Gunnarssonar.
Valbjörn var nœrri 4,42
í fyrstu tilraun
Málmey, 7. ágúst. — Frá Erni Eiðssyni.
SIÐASTA keppni ÍR-flokksins í íörinni var í gærkvöidi er miklu
móti með keppendum tíu þjóða lauk hér. Valbjörn var með í
stangarstökki, hafði stokkið 4.20 og síðan var hækkað í 4,42. Var
hann mjög nærri að fara yfir í fyrstu tilraun. en það tókst ekki
og varð hann annar.
Arangur
Sigurvegari í stangarstökki
varð Bandaríkjamaðurinn Don
Bragg, stökk 4.50. Valbjörn stökk
4.20 og Heiðar 4.10 m. Richard
Larsen Danmörku varð 4. með
4.00.
Höskuldur Karlsson varð 2 í
B-riðli í 200 m hlaupi á 23.0 og
Daníel Halldórsson þriðji í A-
riðli 400 m hlaupsins á 50,3 Pear-
main sigraði á 48.0 og Jenkins
(báðir frá Bandaríkjunum) varð
2. 48.2.
Kristján og Sigurður kepptu í
5 km hlaupi. Kristjan varð 6. á
15:15,6 mín. og Sigurður Guðna-
son 7. á 15:23,0, en það er sami
tími og hið fræga met Kaldals
er stóð í 23 ár sem ísl. met. —
Brautirnar voru pungar eftir
mikla rigningu.
Þrjú Evrópu-
metCermars
FYRIR nokkru setti þýzki sprett-
hlauparinn Germar 2 Evrópumet
og í fyrradag bætti hann hinu
þriðja við.
Á móti í Köln fyrir nokkrum
dögum setti hann Evrópumet í
100 m hlaupi, hljóp á 10,2 sek. í
200 m setti hann einnig met,
hljóp á 20,4 sekúndum.
í fyrradag bætti hann Evrópu-
met McDonalds Baileys á 100
yards vegalengd. Hljóp Germar
á 9,6 sek.
Félagslíf
Þróttur — Knattspyrnumenn
Æfing föstudag kl. 8 á Mela-
vellinum, Mfl., I. og II. fL
Þróttur — Ilandknattleiksstúlkur
Æfing föstudag kl. 8,30.
— Þjálfari.
Farfuglar — Farfuglar
Farið verður á Baulu um helg-
ina. Skrifstofan opin í kvöld kL
8,30—10 að Lindargötu 50.
Knattspyrnumenn K.K.
Æfingar í kvöld á félagssvæð-
inu. Kl. 7,30 3. flokkur. — KI.
8,30 Mfl., I. og II. fl. — Þjálfari.
Innilega þakka ég öllum vinum og vamdamönnum,
heiðruðu mig á margan hátt á sjötugsafmæli mínu.
Ingunn Sveinsdóttir,
AkranesL
Húseignin Hólatorg 2
ER TIL SÖLU
í húsinu eru 8 herbergi auk 2 í kjallara.
Bað og eldhús m. m.
Heimilt er að nota neðri hæð hússins til annars
en íbúðar.
Nánari uppl. veitir kl. 1.30—3 e. h. næstu daga.
GUNNARS J. MÖLLER, hrl.
Suðurgötu 4 Simi 13294,
Þolprófun segir uð Hilmur hnfi ekki
hæfileikn til drongurs í 400 m hluupi
Rœtt viÖ Ben. Jakobsson um þolpráfun
Benedikt Jakobsson íþróttakenn-
ari er nýkomin heim úr rúmlega
2 mánaða dvöl í Noregi og Sví-
þjóð, þar sem hann kynnti sér ný
tæki og aðferðir við þolprófun
íþróttamanna. Blaðið hafði stutt
tal af Benedikt um ferðina og
gagn hennar og fórust honurn orð
m.a. á þessa leið.
Ég dvaldist fyrst á Flygmedis-
insk institut í Qsló hjá prófessor
Lange. Er stöðin nýlega sett á
stofn og fékk ég þar að fylgjast
með þolprófum, og fylgdist hún
með líkamlegri getu almennings,
íþróttamanna og væntanlegra
flugmanna. Flugið hefur mjög
stuðlað að því að stöðin er kom-
in upp.
Próf. Lange hefur unnið að
gerð sérstakrar róðravélar til að
mæla þolgetu manna ásamt því
að hann hefur gert sérstakt tæki
annað til þeirra hluta, en slíkir
hlutir nefnast á erl. tungu ergo-
meter. Slik áhöld hafa verið send
til margra staða í Noregi, aðal-
lega til íþróttalækna.
Á Þolprófun
— Hver er tilgangur þolpróf-
unar?
— Að því er lýtur að íþrótta-
mönnum er tilgangurinn að fylgj
ast með þjálfun þeirra er æfa
þoliþróttir. Þeir eru þolprófaðir
með 2. mál. millibili. Fylgzt er
með þyngd þeirra og gert línurit
yfir starf hjartans og öndunar-
færa.
Annar tilgangur þolprófunar
er að læknar á sjúkrahúsum
reyna þolgetu sjúklinga og þol-
prófunin þar miðar að því að fá
úr því skorið hvort sjúklingur-
inn er nægilega sterkur til að
ganga undir skurðaðgerð.
— En áfram með ferðasöguna.
— Frá Noregi hélt ég til Stokk-
hólms og var þar lengst af tíman-
um. Svíar eru lengst komnir í
þolprófuninni. Kynntist ég starfi
lífeðlisdeildar kennaraskólans og
var einnig á lifeðiisdeiid lækna-
skólans á Karolinska sjúkrahús-
inu svo og á Bosön, æfingamiðstoð
sænskra íþróttamanna, en þar
eru flestir íþróttamenn Svía þol-
prófaðir á sumri hverju.
— Hvernig eru þessi ergomet-
ers-tæki?
— Til eru ýmsar tegundir, en
algengust eru hjólin vegna þess
að þau krefjast einskis af þeim
sem reyna sig nema krafts. Þetta
eru venjuleg hjól á sérstakri
grind, afturhjólið er hindrað með
reim sem spennt er um það með
ákveðnum útbúnaði. Mótstöðuna
má auka og minnka eftir vild og
þegar vitað er um snúningshraða
hjólsins og um mótstöðuna sem
hjólið er hindrað með, má reikna
út hraðann, hversu mikið þolpróf
andinn erfiðar á mín. Þolið er síð-
ar. reiknað út eftir því hvað hjart
að þolir mikið erfiði.
★ Ávinningurlnn
— Hver er þýðing þolprófun-
ar?
—Þolprófunin hefur mikla
þýðingu. Mikilsvert er að fylgj-
ast með hverjum íþróttamanni
sem mikið lenggur á sig, sjá hvað
hann skortir, hvernig líkami
hans bregzt við þjálfuninni.
Þessu er líka mikilsvert fyrir þá
sjálfa að fylgjast með.
Ýmsir beztu íþróttamenn Svía
í þolgreinum, s.s. í skíðagöngu og
langhlaupum hafa reglulega ver-
ið þolprófaðir undanfarin 2—3
ár. Sé það gert er hægt með all-
mikilli nákvæmni að segja fyrir
um hvernig viðkomandi mundi
standa sig á ákveðnu móti. Þetta
er þýðingarmikið ekki sízt fyrir
íþróttamanninn, sem fær að sjá
hvað gerist ef hann ekki þjálfar
rétt, eða slær slöku við.
Þolprófunin er líka ágæt til
leiðbeiningar íþróttamönnum.
Höfum við t.d. 100 og 200 m
hlaupara sem langar að vita
hvort hann er góður til 400 m
hlaups getur þolprófunin orðið
að liði. Hún getur sagt honum
hvort hann hafi hæfni til að nýta
súrefni, en það er nauðsynlegur
eiginleiki til að hafa þol og út-
hald.
Þannig var t.d. Hilmar Þor-
björnsson þolprófaður í sumar.
Kom í ljós að hann hefur ekki
eiginleika til að nýta súrefni vel
og þaið liggur því fyrir að hann
hefur'ekki góða líkamlega hæfi-
leika til að fara í 400 m hlaup.
En það er að visu aðeins einn
þáttur. í keppni ræður það
kannski mestu hvað menn geta
pínt sig mikið, en vitanlega er
gott fyrir manninn að vita hverj-
ir eru eiginleikar likamans.
Þolprófunin segir mönnum
skýrlega til um þol þeirra. í út-
varpsþætti í Svíþjóð kom þetta
greinilega fram, sagði Benedikt.
Þar var frá því skýrt að 36 ára
gamail sölumaður hafi komið til
þolprófunar og hún sýndi að þrek
aldur hans var 63 ár. Þ.e.,’þrek
hans var jafnlítið og 63 ára
manns.
Við þrekprófunina var íþrótta-
kennari, sem bauð honum að
„lækna“ hann. Fóru þeir saman
til skipulagðra æfinga og eftir 2
mánuði var sölumaðurinn kom-
inn í „normal" ástand. Tveim
mánuðum síðar sýndi þolprófun
að þrekaldur hans var 17 ár.
Maðurinn var kominn í þjálfun.
Og útvarpshlustendur fengu að
heyra mismuninn á hjartaslögum
sölumannsins, þegar hann fyrst
kom og síðan er honum smáóx
þrek við æfingarnar með íþrótta-
lcennaranum. Þarna sést glögg-
lega — og nú vita allir Svíar það
— hvað þjálfun, þó létt sé, hef-
ur að segja.
Benedikt fór þessa för á vegum
íþróttabandalags Reykjavíkur,
en bandalagið hefur nú ákveðið
að festa kaup á ergometer —
sænsku þolprófshjóli sem verður
væntanlega fljótt komið hingað
til íands, Isl. íþróttamönnum og
öllum almenningi til mikils
gagns. — A. St.
oskast
hálfan daginn til afgreiðslustarfa.
Uppl. á staðnum. — Ekki í síma.
Verzl. Geirs Zoega
Vesturgötu 6.
Utför
JÓNS INGVARS ÁRNASONAR
sem lézt af slysförum, fer fram frá Fossvogskirkju, í dag
klukkan 1,30 e. h. — Blóm afþökkuð.
Þórunn Þórðardóttir og börn,
Jakobína Jónsdóttir,
Árni Ingyarsson,
Brávallagötu 48.
Útför mannsins míns, föður og tengdaföður
BJÖRNSGUÐBRANDSSONAR
er lézt á Landsspítalanum 7. þ.m. fer fram frá Kefla-
víkurkirkju laugardaginn 10. ágúst kl. 3 e. h.
Unnur Sturlaugsdóttir,
börn o gtengdadætur.
Kveðjuathöfn um móður mína
JÓHÖNNU Þ. JÓNSDÓTTUR
frá Tannstaðabakka, fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstu
daginn 9. ágúst klukkan 3.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda
Guðlaug Dahlmann.
Alúðar þakkir mínar og annarra vandamanna fyrir vin-
áttu og samúð við andlát og útför eiginmanns míns
EINARS GUDMUNDSSONAR,
stórkaupmanns
Jóhanna Hallgrímsdóttir.
Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför eiginkonu minnar
MARGRÉTAR JAKOBSDÓTTUB
Fyrir hönd vandamanna
Haraldur Þórarinsson.