Morgunblaðið - 22.08.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 22.08.1957, Síða 6
c MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 22. ágúst li^rr NYTT RÍKI KEMUR TIL SÖGUNNAR ÞEGAR forsætisráðherrar brezku samveldisland- anna koma saman til næsta fundar síns, munu þeir geta heilsað nýjum meðlim, sem er samband Malajaríkjanna. Það á að heita „Persekutuan Tanah Melaju“, og fær sjálfstæði sitt nú hinn 31. ágúst n. k. Siðustu dagana hefur alls konar undir- búningur farið fram í sambandi við stofnun hins nýja ríkis. Fyrir stuttu síðan komu saman í höfuð- borginni, Kuala Lumpur, höfð- ingjar hinna níu soldánsdæma á Malakkaskaga, sem standa undir brezkri vernd og kusu þeir úr sínum hópi mann, sem þeir nefna „hans hátign hinn æðsta í hinu sjálfstæða Malajaríki". Þessi kosning var nokkrum erfiðleikum bundin. Hinn elzti meðal soldánanna, soldáninn af Johore, sem er 83 ára, baðst af frjálsum vilja undan kosningu. Soldáninn af Pahang, sem gekk honum næstur, kom ekki til greina við kosninguna vegna þess, að honum hafði orðið það á nýlega að kvænast dansmey nokkurri frá Kuala Lumpur. Það var fyrst í þriðju atrennu, að eining náðist um soldáninn af Negri Sembilan- en hann er 64 ára að aldri og nefnist Tuanku Abdul Rahman. Þessi maður verður í næstu 5 ár þjóðhöfðingi hins nýja ríkis. Hann nýtur mjög mikils álits í landi sínu, Negri Sembilan og er menntaður í London, eins og fyrsti forsætis- ráðherra Malaja-ríkisins. Hætt er við að þjóðhöfðingjanum og for- sætisráðherranum verði í fram- tíðinni oft ruglað saman, því þó þeir séu alls ekkert skyldir, þá heita þeir hérumbil sama nafni. Þjóðhöfðinginn heitir Tuanku Abdul Rahman, en forsætisráð- herrann heitir Tengku Abdul Rahman og er munurinn á nöfn- unum táknrænn fyrir stöðu þeirra. Tunku er haft um ríkj- andi höfðingja og elztu syni þeirra en Tengku-nafnið nær til annarra prinsa og manna af kon- unglegum ættum. Þjóðhöfðinginn og forsætisráð- herrann í hinu nýja ríki fá marg- vísleg viðfangsefni að glíma við. Kommúnistaóeirðirnar sem hafa tröllriðið skaganum á undan- förnum árum, eru ekki úr sðg- unni að fullu og öllu og talið er að slíkar óeirðir gætu magnazt hvenær, sem vera skyldi. Þjóð sú, sem byggir Malakkaskagann er ekki ein heild. Þar er um að ræða Kínverja, sem að mestu leyti eru synir og dætur i nn- fluttra manna og sækja til stjórn- málaáhrifa, en hingað til hafa þeir einkum haft með höndum verzlunarstörf. Þá er það mikill þyrnir í augum manna í hinu nýja ríki, að Singapore heyrir þeim ekki til, en sú borg er að mestu leyti byggð Kínverjum. — Malajaríkið nýja verður þátttak- andi í brezka samveldinu og á hernaðarsviði munu Bretar, Astralíumenn og Ný-Sjálending- ar ábyrgjast öryggi þess og hef- ur verið um það gerður samn- ingur til 5 ára. Stjórnmálaáhrif Englendinga munu nú ört minnka en óvíst er talið að hve miklu leyti ríkið getur átt samleið með Bretum á öðrum sviðum í fram- tíðinni. A skaganum búa nú fimm og hálf milljón manna, af þeim eru 41% Malajar, 43% Kinverjar, 13% Indverjar en hinir eru Ev- rópumenn og annarra þjóða fólk. Meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð tóku Japanir skagann, eins og kunnugt er. Margir af íbúun- um tóku Japönum í byrjun vel, því þeir töldu að þeir mundu frelsa sig undan nýlenduyfirráð- um Englendinga. Þegar Japanir hurfu burt, eftir ósigur sinn í styrjöldinni var þjóðernishreyf- ing meðal Malajanna orðin miklu magnaðri en áður var. I janúar 1946 ákvað brezka stjórnin að stofna hið svonefnda Malaja- samband. Enskur ríkisfulltrúi hafði gengið á milli soldánanna og fengið þá til að skrifa undir skjal, þar sem þeir afsöluðu sér öllum völdum og lögsögu í ríkj- um sínum í hendur Englandskon- ungs. Þegar þetta skjal var gert heyrum kunnugt, var því mjög illa tekið meðal Malaja almennt, en landslýðurinn hafði ekki ver- ið spurður. Þjóðernishreyfingin kom nú til sögunnar og knúði hún soldánana til þess að breyta afstöðu sinni. Hinir níu soldánar, skaganum myrtur en við tók af honum Templer hershöfðingi og gekk hann hart fram gegn kommúnistum. Mikið er af skóg- um í landinu og er það vel fallið til skæruhernaðar. Talið er, að kommúnistarnir hafi aldrei ráð- ið yfir meira en 3—5 þúsund skæruliðum og hefur verið teflt gegn þeim miklu liði eða á 2. hundrað þúsund lögreglumönn- um auk herliðs. Flytja varð um hálfa milljón Kínverja úr hér- uðum, sem ekki var hægt að gæta fyrir árásum kommúnista og þeir fluttir til og settir niður í sérstök þorp. í júlí 1955 fóru fram kosningar til Malajaþings og voru 52 þing- menn kosnir en 47 tilnefndir af landstjóranum. Sá flokkur vann mest, sem heldur uppi merki ein- ingar og sjálfstæðis á skaganum, en foringi þess flokks er Tengku Abdul Rahman, sem verður fyrsti forsætisráðherra hins nýja ríkis, eins og áður er sagt. Það var á stefnuskrá allra flokka í landinu að krefjast þess að Bretar gæfu landinu fullt frelsi, í seinasta Myndin er frá Kuala Lumpur — höfuðborg hins nýja ríkis. sem þarna var um að ræða, flýttu sér nú að krefjast þess að undir- skriftir þeirra yrðu felldar úr gildi, með því að þær hefðu verið fengnar í flýti og að óathuguðu máli. Þegar þetta Malaja-sam- band var formlega stofnsett í London og landstjórinn tók þar við stöðu sinni, var enginn af Malajasoldánunum viðstaddur. — Allt árið 1946 var mikill órói út af þessum málum meðal Malaja. Þar kom margt til greina og þá meðal annars ákvæðið í stofn- samningi Malaja-sambandsins um borgararéttindi. Eins og áður er vikið að er nú margt um Kín- verja og Indverja í landinu, en mikill hluti þeirra hefur þar ekki búsetu ævilangt, heldur kemur og fer. Þeir koma til þess að vinna sér inn peninga í hinu auðuga landi og hverfa svo oft heim með það, sem þeir hafa sparað sam- an. Þessir innfluttu menn eiga stjórnmálalega séð enga samleið með Malajum og taka ekki þátt í þjóðernishreyfingu þeirra á neinn hátt. í þessu sambandi verð ur þó að geta þess að framfarir í landinu byggjast að mjög veru- legu leyti á framtaki Kínverja og Indverja fyrir utan það, sem Evrópumenn standa að en Malaj- ar hafa nú fyrst á allra síðustu árum vaknað til þátttöku í al- mennum framförum landsins. Landið er auðugt, þar er mikil framleiðsla á gúmmi og tini og mikið ræktað af rís. Hér er því um land að ræða, sem býr yfir miklum náttúruauðæfum og sýn- ist eiga góða framtíð, ef stjórn fer bærilega úr hendi. Óánægja meðal Malaja árið 1946 varð svo mögnuð að í árs- lok það ár varð brezka stjórnin að gerbreyta fyrirkomulagi Malaja-sambandsins og var það endurskipulagt frá grunni. Voru þá tekin til greina ýmis þau sjón- armið, sem Malajar höfðu haldið fram. Vald hins enska landstjóra var gert miklu takmarkaðra en áður hafði verið. Sett var á stofn eins konar löggjafarþing, sem að nokkru leyti byggðist á tilnefn- ingu landstjórans og að nokkru leyti á kosningum. Sumarið 1948 brutust út magn- aðar kommúnistaóeirðir á skag- anum, og hafa þær staðið með litlum hvíldum allt til þessa. — Meðal kommúnistanna eru Kín- verjar taldir áhrifamestir. Arið 1952 var enski landstjórinn á lagi 1960. Bretar hafa nú orðið við þessum þjóðarvilja nokkru fyrr og er það framhald á hinu sama, sem borið hefur svo mikið á, nú á seinni árum, að gamlar nýlendur hafa verið hafnar upp í að verða samveldisríki. Er þessi þróun vafalaust ekki á enda og munu áður en lýkur fleiri slík ríki verða stofnuð innan brezka samveldisins. Keflavík þróasf í vex ört og framfaraátt Nýjar bæjarskrifstofur teknar i notkun og ný lögreglustöð i byggingu KEFLAVÍK, 19. ágúst. — Síðast- liðinn laugardag fóru fréttamenn ásamt bæjarstjórn Keflavíkur til að skoða nýjustu framkvæmdir bæjarins. Bæjarskrifstofurnar eru nú fluttar í nýtt húsnæði. Er það öll efri hæð í nýju húsi, sem er byggt á vegum Áætlunarbílanna, sem eru eign bæjarins og hefur sá rekstur gengið vel hin síðari ár. Húsið er 135 fermetrar að flat- armáli. Afgreiðslur bifreiðanna eru á neðri hæð, en bæjarskrif- stofurnar og sjúkrasamlagið á efri hæð. Innréttingar eru vandaðar og smekklegar, gerðar af verkstæði Þórarins Ólafssonar, að mestu eftir teikningum Gunnar Þ. Þorsteinssonar. Alla vinnu við bygginguna hafa fagmenn í Keflavík leyst af hendi, hver á sínu sviði, og virð- ist þar allt vera vel gert og vönd- uð vinna. Frá skrifstofubyggingunni var haldið í áhaldahús bæjarins. Það er stór bygging og þar undir sama þaki steina- og rörsteypa bæjarins og viðgerðaverkstæði véla og vinntækja, auk geymslu annarra áhalda. Guðni Bjarnason, verkstjóri bæjarins, útskýrði þá starfsemi er þarna fer fram og taldi hann meðal annars að nú væri því marki náð að fullnægja notaþörf bsejarins og nágrennis af steypu- rörum og steinhellum. Ný lögreglustöð Lögreglustöð og fangageymsla Keflavíkur hefur verið undan- farin 10 ár í gömlum her-bragga, sem á engan hátt hefur verið * boðlegt. Nú hefur lögreglustöðin verið flutt í nýtt húsnæði, þar sem áður voru skrifstofur bæj- arins og slökkvistöðinni, sem var þar á neðri hæð, breytt í fanga- geymslu. Eru þar 8 klefar og vel frá öllu gengið. Bæjarfógeti gat þess að þessi flutningur lögreglustöðvarinnar væri aðeins gerður til bráða- byrgða af illri nauðsyn. Undan- farið hefur verið sótt um fjár- festingarleyfi til byggingar full- kominnar lögregustöðvar og þar sem jafnframt gætu verið skrif- stofur bæjarfógeta, en leyfið hefur ekki fengizt ennþá. Nú er verið að hefja byggingu stórrar lögreglustöðvar á Kefla- víkurflugvelli og virðist að unnt hefði verið að sameina þarfir beggja staðanna á þessu sviði. En málefnum flugvallarins er oftast stjórnað eftir annarlegum leið- um og lítið hirt um samstarf við nágrennið. ' Keflavík heldur áfram að vaxa og þróast í framfaraátt og er það vel farið. — Helgi S. Átthagafélag Akraness AKRANESI 21. ágúst: — Átthaga félag Akraness er 1% árs gamalt. í því eru 150 gamlir Akurnesing- ar, sem búsettir eru í Reykjavík og Hafnarfirði. Fundi heldur það einu sinni í mánuði. Eru það skemmti- og kynningarkvöld. Formaður er Helgi Eyjólfsson, varaform. Margrét Jónsdóttir, gjaldkeri Sigurdís Katrasíusdótt- ir, meðstjórneudur Magnús Kristófersson og Enok Helgason. —Oddur. sbrifar úr daglega lífinu Bakaraverkfallið ÞAÐ hefur ekki heyrzt mikið um sáttatilraunir í bakara- verkfallinu undanfarna daga. — Það er víst orðin lenzka i vinnu- deilum, að unnið er að lausn þeirra í skorpum — deiluaðilar og sáttasemjari taka á honum stóra sínum við og við og sitja þá að starfi bæði dag og nótt, en þess á milli hvílast þeir bæði vel og lengi. Þessi hvíldartímabil eru okkur, sem fylgjumst með vinnudeilunum og viljum sjá þær leystar sem fyrst, heldur hvimleið, en hver veit nema að- ferðin sé djúphugsað réð reyndra og viturra samninga-' manna? List samningagerðarinn- ar er vafalaust vandasöm, og Velvakandi er þar engum hnút- um kunnugur, svo að hann treyst ir sér ekki til að gagnrýna skorpu vinnuna að ráði. Það er bara þetta: ósköp væri það miklu skemmtilegra, ef almenningur hefði það ó tilfinningunni að unnið væri að lausn bakaraverk- fallsins. — Ég skal að vísu láta þess getið, að heimabökuð brauð gefa bakarabrauðum ekkert eft- ir, en þau valda því, að vinna húsmæðranna eykst. Mér leidd- ist í gær að sjá konuna mína sí- sýslandi við hveiti og hver veit hvað eða stingandi bandprjónum inn í bakaraof* í stað þess að endursegja mér sögurnar, sem hún heyrði í saumaklúbbnum í fyrrakvöld! Verzlmiarskólahúsið VELVAKANDI átti leið um Þingholtin i gær og gat þá ekki á sér setið að bregða sér upp á loft í húsi Verzlunarskól- ans við Grundarstíg. Húsið sést víða að, og margir hafa veitt því athygli, að nú er verið að stækka rishæð þess, lyfta þakinu á vest- urhliðinni, svo að hún verður eins og stór og samfelldur gluggi. Þegar Velvakandi kom upp á skörina, hitti hann húsvörðinn, Þorbjörgu Sigurgeirsdóttur, þar sem hún var að stjana við smiði og rafvirkja, og sýndi hún Komu- manni húsakynni. Ætlunin er að stækka að mun stofur þær, sem lærdómsdeild skólans hefur haft til afnota þarna uppi, en þrengsli hafa verið þar svo mikil, að ekki hefur verið unnt að veita öllum þeim nemendum vist í deildinni (þ. e. 5. og 6. bekk skólans), sem , hafa átt rétt til inngöngu að j loknu verzlunarprófi upp úr 4. bekk. Velvakandi spurði húsvörðinn, hvort frekari byggingarfram- kvæmdir væru á prjónunum. — Kvað hún svo vera, og það staðfesti framkvæmdastj. Verzl- unarráðs fslands, Þorvarður Jón Júlíusson, þegar hann var beð- inn um frekari upplýsingar um málið. Hann sagði, að sótt hefði verið um leyfi til að byggja all- stórt hús á lóð skólans. Væri nú nokkur von um að það fengist, og yrði þá án tafar hafizt handa um framkvæmdir á horni Hellusunds og Þingholtsstrætis. Húsið verð- ur allstórt fullgert og í því bæði kennslustofur fyrir bóklega og verklega kennslu og svo sam- komusalur. í fyrsta áfanga - uð- ur þó aðeins reistur hluti bygg- ingarinnar. Húsnæðismál Verzlunarskól- ans hafa um langt skeið verið áhyggjuefni þeirra, sem vilja hag þessarar stofnunar sem mestan. Verður nú nokkur bót á ráðin, og fagna því margir. Um misfögur hús ÞAÐ væri ástæða til að ræða um fleiri byggingar í Þing- holtunum en Verzlunarskólahús- ið. Hverfið er gamalt og ástand sumra húsanna heldur óskemmti- legt. Þarna eru nokkrir gamlir steinbæir, sem virðast hafa verið yfirgefnir. Breitt er eða neglt fyrir gluggana, og er í sjálfu sér ekkert við þessu að segja, ef það er hreinlega gert. Nokkuð virðist sko'rta á, að svo sé alls staðar. Jafnslæmt er hitt, að ekki er hirt svo vel sem skyldi um ýmis hús, sem enn er búið i og verður gert um langa framtíð. — Það hefur sem betur fer færzt mjög í vöxt á undanförnum árum, að hús eru máluð að utan. Litavalið hefur að sönnu ekki alltaf tekizt jafn- vel, en þó er að þessu hin mesta bæjarprýði. Þessi góði siður þarf að verða enn almennari. Húsið nr. 28 við Þingholtsstræti — hús- ið sem Lagaskólinn var í — er eitt þeirra, sem hvað mesta þörf hafa fyrir útlitsbreytingu. Sagt er, að það sé eign einhvers sjóðs eða stofnunar, og er þeim til- mælum hér með beint til þessa aðila, hver sem hann er, að hend- ur verði nú látnar standa fram úr ermum og húsið fegrað hið bráðasta. En það er ekki nóg að mála húsin einu sinni. Þessi skreyt- ingarmáti er viðhaldsfrekur, og þau eru ekki fa húsin í Þing- holtunum — og víðar í bænum — sem orðin eru skellótt af ágangi regns og vinda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.