Morgunblaðið - 30.08.1957, Side 1
44. árgangur.
194. tbl. — Föstudagur 30. ágúst 1957,
Prentsmiðja Morgunblaðsins*
Afvopnunartillögur Vesturveldanna I heild
lagðar fram
En Rússar hafna Jbe/m e/nn/g jafn-
skjótt og án umhugsunar
U tanríkismálanefnd rœð-
ir tilmœli íslendinga
IjUNDÚNUM, 29. ág. (Reuter). — í dag lögðu fulltrúar Vestur'-
veldanna á afvopnunarráðstefnunni fram í heild tillögur sínar um
íyrstu skref til afvopnunar.
í tillögum þessum er það fólgið
1) að dregið verði þegar í stað verulega úr herstyrk stór-
veldanna; •
2) að eftirlit sé haft með því að skerðing herjanna sé efnd
og stórveldin afhendi skýrslur um árlegan herbúnaðar
. kostnað til alþjóðastofnunar;
3) að stórveldin heiti því að beita ekki kjarnorkuvopnum
nema þau hafi orðið fyrir hernaðarárás;
4) að komið sé á alþjóðlegu eftirliti með framleiðsiu kjarn-
orkuefna;
5) að tilraunir með kjarnorkuvopn verði stöðvaðar í eitt ár;
6) að bannað sé að senda skeyti upp í háloftin nema í frið-
samlegum tilgangi;
7) að gerðar verði sérstakar ráðstafanir til að koma í veg
fyrir óvænta og skyndilega hernaðarárás.
Tillögur þessar eru mjög ýtarlegar og í mörgum liðum. Það er
tekið fram, að þær séu aðeins fyrsta skref í áttina til afvopnunar
og er gert ráð fyrir því, að ef þetta heppnast vel, þá verði innan
skamms hægt að hefja miklu víðtækari afvopnun.
Eftir að fulltrúar Vesturveldanna höfðu lagt tillögurnar
fram, stóð upp Valerian Zorin fulltrúi Sovétríkjanna; flutti
hann stutta ræðu þar sem hann hafnaði tillögum þessum
skilyrðislaust. Sagði hann að tillögur Vesturveldanna væru
einskis virði og bað hann ekki einu sinni um frest til þess
að geta grandskoðað þær.
Af elnstökum ákvæðum af-
vopnunartillagna Vesturveldanna
má nefna eftirfarandi:
Einu ári eftir að afvopnunar-
gamningur er undirritaður, skal
herstyrkur stóveldanna tak—
markaður svo: Frakkland og
Bretland hafi hvort um sig 750
þúsund manna her, en Rússland
og Bandaríkin hvort um sig 2,5
miiljóna heri.
Síðan skulu stórveldin, ef þau
efna vel ofan nefnda skerðingu
herstyrksins og ef áfram stefnir
í átt til stjórnmálalegs samkomu
lags, hefja samninga um að tak-
marka herstyrk Rússlands og
Bretlands við 1,7 milljón manna.
Jafnframt þessari afvopnun
skal komið á gagnkvæmu eftir-
liti með herstyrk stórveldanna
og skulu aðilar afhenda alþjóða
stofnun ýtarlegar og endanlegar
skýrslur um árleg fjárframlög
til herbúnaðar og hvernig þeim
fjárveitingum er varið til hinna
ýmsu greina herbúnaðarins.
Stórveldin skuldbinda sig til
að nota kjarnorkuvopn aðeins í
sjálfvarnarskyni sé hernaðarárás
gerð á þau.
Stórveldin skuldbinda sig til
að stöðva framleiðslu á kjarn-
kleifum efnum til hernaðar-
þarfa. Öll framleiðsla á kjarn-
kleifum efnum skal lögð undir
alþjóðlegt eftirlit. Þau skuld-
binda sig einnig til að afhenda
ekki öðrum þjóðum kjarnkleif
efni til hernaðar.
Stórveldin skuldbinda sig til
að stöðva allar tilraunir með
kjarnorkuvopn í tólf mánuði frá
því samkomulag er undirritáð
Skal framkvæmt alþjóðlegt eft-
irlit með því, að þetta loforð sé
efnt. Eftir að þessu tólf mánaða
reynslutímabili er lokið skulu
aðiljarnir aftur koma saman til
að ræða framlengingu bannsins
við kjarnorkutilraunum.
Mikið sjóslys
á La Plata
BUENOS AIRES 29. ágúst:
(Reuter). — 195 manns er enn
saknað eftir sjóslys, sem varð á
La Platafljóti í morgun. Árekst-
ur varð milli argentíska fljóta-
skipsins Ciudad Buenos Aires og
bandaríska flutningaskipsins
Mormacsurf. Fjöldi farþega var
með fljótaskipinu. Yfirvöldin
greina frá því, að vonir séu til
að nokkur hluti þeirra, sem sakn
að er, hafi komizt upp í einhver
skip, sem bar að skömmu eftir
slysið.
Strangir dómar
MOSKVA 29. ág. (Reuter). Fyrir
nokkru var rússneskur bifreiða-
stjóri í fylkinu Kasahstan dæmd-
ur til dauða fyrir að aka bifreið
ölvaður og valda dauða eins fót-
gangandi manns og særa þrjá til
viðbótar.
Annar bílstjóri hlaut 25 ára
fangelsisdóm fyrir að aka bifreið
sinni drukkinn í skurð, en við
það létu þrír lífið.
Þegar fundur Þingmannasambands Norðurlanda var settur í gær. Tryggve Bratteli fjármálaráð-
herra Noregs í ræðustólnum við hlið Gunnars Thoroddsen.
Norðurlönd hallast að
óbeinum sköttum
Frá 31. fundi Þingmannasambands *
Norburlanda, sem var settur hér i gær
KLUKKAN 10 í gærmorgun var 31. fulltrúafundur Þingmanna-
sambands Norðurlanda settur í sal Neðri deildar Alþingis. Sækja
hann samtals 67 þingmenn frá öllum Norðurlöndum. Eru 11 þeirra ,
frá Danmörku, 8 frá Finnlandi, 13 frá Noregi, 16 frá Svíþjóð og
19 frá íslandi.
Gunnar Thoroddsen, sem er formaður íslenzku fulltrúanefndar-
innar setti fundinn með stuttri ræðu. Bauð hann fulltrúana vel-
komna og rakti nokkuð sögu þingmannasambandsins. Hann kvað
sambandið nú eiga 50 ára afmæli. Það hefði verið stofnað 1907.
Væri þetta í þriðja skipti sem það héldi fund hér á landi.
Ný vináttubönd
Hann kvað margvísleg málefni
hafa verið tekin til umræðu á
fundum sambandsins. Hefði það
átt ríkan þátt í að skapa aukin
kynni milli löggjafa Norðurlanda.
Af því hefði leitt mikið gagn.
Það hefði jafnan staðið trúan
vörð um hina norrænu frelsis-
hugsjón.
Gunnar Thoroddsen lét að lok*
um í ljós þá von að þessi fundur,
sem haldinn er á íslandi, mætti
verða til þess að hnýta enn ný
vináttubönd milli þinga og þjóða
Norðurlanda.
Formenn fulltrúanefndanna
voru síðan kjörnir forsetar fund
arins. Eru það þeir Gunnar Thor-
oddsen, Nils Hönsvald, Noregi,
Gunnar Henrikson, Finnlandi,
Alsing Andersen, Danmörku og
Erik Hagberg, Svíþjóð.
Beinir eða óbeinir skattar
Þá var tekið fyrir fyrsta um-
ræðuefni fundarins: Beinir eða
óbeinir skattar. Urðu um það
miklar umræður. Framsögumað-
ur var fjármálaráðherra Noregs,
Tryggve Bratteli, sem tilheyrir
Verkamannaflokknum. Flutti
hann ýtarlega og fróðlega ræðu.
Hallaðist hann mjög að óbeinum
sköttum og kvað beinu skattana
m.a. hafa þá galla að lama fram-
tak einstaklinganna.
Erik Hagberg, hægri þingmað-
ur frá Svíþjóð tók í sama streng.
Ólafur Björnsson prófessor tal-
aði næstur. Kvað hann óbeina
skatta vera meira tíðkaða á fs-
landi en í nokkru hinna Norð-
urlandanna. Var hann á sömu
skoðun og frummælandi að
Framh. á bls. I
Kaupmannahöfn 29. ág. — Skeyti frá Páli Jónssyni.
ÞEGAR utanríkismálanefnd danska þjóðþingsins kom saman í dag
lýsti H. C. Hansen því yfir að ríkisstjórn hans teldi rétt að verða
við tilmælum fslendinga að skipa nefnd til að ræða handritamálið.
Nefndarmenn hétu að leggja máli fyrir flokka sína. Síðan var fundi
frestað.
Formenn fulltrúanefndanna á 31. þingi Þingmaunasambands Norðurlanda. Talið frá vinstri: Erik
Hagberg, Svíþjóð, Alsing Andersen Danmörk, Gunnar Thoroddsen, Island, Nils Hönsvald, Nor-
egur, og Gunnar Henriksson, Finnland. — Ljósm. Vigfús Siggeirsson.