Morgunblaðið - 30.08.1957, Qupperneq 9
Töstudagur 30. ágúst 1957
MORGTJNBIAÐ1Ð
9
B
ÓKA
Þ
Jrefói^
ifc
eóa
1ATTIID i 7 í
J/UIUK aaaóann
Nikos Kazantzakis: Frelsið
eða dauðann. Skáldsaga. 476
bls. Skúli Bjarkan íslenzkaði.
Almenna bókafélagið 1957.
Hómer hefur elgnazt verðugan
arftaka þar sem er gríski skáld-
snillingurinn Nikos Kazantzakis.
Þeir eru ekki einasta af sama
þjóðstofni, heldur má með nokkr
um sanni segja, að Kazantzakis
sé hómerskastur allra þeirra
manna, sem bækur hafa ritað á
þessari öld og þótt lengra væri
leitað aftur í aldir. Eflaust hefur
hann snemma fundið þennan
skyldleika við hinn blinda for-
föður sinn, því hann hefur færzt
ekkert minna í fang en taka upp
þráðinn þar sem Hómer lét hann
niður falla og skrifa framhald
Ódysseifskviðu. Lýsir hann þar
leiðindum hins forna kappa eftir
heimkomuna til IþökU, sem knýja
hann til að leggja frá landi á
ný í leit að öðrum ævintýrum
og ferskri reynslu. Þetta verk er
talið eitt af öndvegisverkum
grískra nútíðarbókmennta.
Kazantzakis er stórvirkur og
fjölkunnugur rithöfundur. Hann
hefur skrifað heimspekirit, ferða-
bækur, ljóðabækur og sjónleika.
í leikritum sínum hefur hann leit
azt við að vekja upp hinn forna
anda grísku harmleikanna. Þá
hefur honum og verið í mun að
kynna löndum sínum stórverk
heimsbókmenntanna og í því
augnamiði þýtt á grísku tvö af
snilldarverkum heimsins, „Divina
Commedia" eftir Dante og
„Faust'* eftir Goethe. Hann hefur
ennfremur tekið virkan þátt í
daglegu menningarlífi þjóðar
sinnar. Hann hefur um langt
skeið verið forseti grísku rithöf-
undasamtakanna og var um sinn
menntamálaráðherra Grikkja
upp úr síðari heimsstyrjöld.
Nikos Kazantzakis fæddist á
eynni Krít árið 1885. Hann tók
doktorspróf í lögum við háskól-
ann í Aþenu, en fór síðan og nam
heimspeki í París, m. a. hjá hin-
um kunna heimspekingi Henri
Bergson. Eftir það dvaldist hann
4 ár í Þýzkalandi og Italíu og
lagði stund á heimspeki og bók-
menntir. Síðustu árin hefur hann
verið langdvölum í Frakklandi.
Kazantzakis hefur tvímæla-
laust verið einn af helztu andlegu
leiðtogum Grikkja, þótt hann
leggi sjálfur áherzlu á, að skáld-
skapur hans eigi ekki fyrst og
fremst rætur í þjóðerniskennd
eða ættjarðarást.
Hann kveðst ekki kæra
sig um að vegsama grísku þjóð-
ina. „Ég er fyrst og fremst Krít-
verji, því næst Grikki", segir
hann. Krít er í augum hans mið-
depill heimsins, sameiningartákn
austurs og vesturs. „Ég er ekki
Evrópumaður", hefur hann sagt,
„því ég er fæddur miðja vegu
milli Evrópu og Asíu“. Engu að
siður hefur hann haft djúptæk
áhrif á grískar bókmenntir og
grískan hugsunarhátt. Hann hef-
ur átt drjúgan þátt í að vekja
Grikki af aldalöngum svefni og
magna að nýju hinn stórbrotna
hellenska anda.
Utan Grikklands er Kazant-
zakis fyrst og fremst frægur fyr-
ir þrjár skáldsögur, sem farið
hafa sigurför um heiminn. Tvær
þeirra, „Felsið eða dauðann" og
„Síðasta píslargangan", fjalla um
samskipti Grikkja og Tyrkja, hin
fyrri á Krít, hin síðari í Litlu-
Asíu. í „Síðustu píslargöngunni"
dregur hann upp minnisstæða og
óhrjálega mynd af innbyrðis
sundurlyndi Grikkja, sjálfselsku
þeirra, græðgi, grimmd og
hræsni. Bakgrunnur sögunnar er
píslarsaga Krists, og er henni ofið
meistaralega inn í þessa nútíma-
sögu.
Þriðja skáldsagan, „Alexis
Zorbas", er að mínum dómi bezt
þeirra. Hún er full af hómerskum
ferskleika og lífsnautn. Zorbas
er náskyldur Odysseifi, Heraklesi
og öðrum forngrískum hetjum,
en hann er jafnframt persónu-
gervingur hins ódrepandi alþýðu-
manns, sem ekkert óttast og læt-
ur engan hlut vaxa sér í augu.
Nikos Kazantzaki-'
Hann er flökkumaður, fæddur
músíkant, kvennamaður með af-
brigðum og frábær sagnamaður.
Þegar orðin hrökkva ekki til, tjá-
ir hann ólgandi ástríður sínar og
lífsþorsta í dansi. Þó verður varla
sagt, að Zorbas sé fyrst og fremst
dæmigerður Grikki eða náttúru-
aflið holdtekið. Hann er framiT
öllu listamaðurinn persónugerð-
ur, hljóðfærið sem lífið leikur á
alla sína margslungnu söngva.
Hann skirrist enga íeynslu, kast-
ar sér út í lífið með áfergju lista-
mannsins og gerir sér mat úr
öllu. Líf hans er óviðjafnanlegt
og sögur hans hreinustu perlur.
Hann er e. t. v. fyrst og fremst
tákn um viðleitni mannanna við
að breyta efninu í anda.
„Frelsið eða dauðann" er mikið
verk og áhrifaríkt. Það ólgar af
frumstæðum ástríðuofsa, ekki síð
ur en skáldsögurnar tvær, sem
nefndar voru. Sagan lýsir bar-
áttu Grikkja á Krít við tyrknesku
kúgarana kringum 1890, tæpum
10 árum áður en yfir lauk. Hetja
sögunnar, Mikales nöfuðsmaður.
er í flestu tilliti alger andstæða
Zorbas, dulur og einþykkur. —
Hann berst við holdlegar ástríð-
ur sínar, en er þeim mun trúrri
ástríðum hugsjónanna og haturs-
ins á kúguninni. Hann er brot
úr því tinnuharða bergi, sem gert
hefur Krítverja að hugdjörfustu
og harðsnúnustu bardagamönn-
um frelsishugsjónarinnar.
Ef gerð væri langsótt samlík-
ing, má segja, að Zorbas sé í ætt
við Jón gamla Hreggviðsson, þótt
hinn síðarnefndi hljóti að blikna
við hliðina á gríska kolleganum.
En Mikales höfuðsmaður er aftur
á móti gerður úr svipuðum efni-
viði og Bjartur í Sumarhúsum
Sagan er raunsönn mynd af
órólegum heimi, þar sem tvö
þjóðbrot, annað drottnar, hitt
þrælar, lifa í sama þjóðfélagi.
Undir rólegu yfirborði hversdags
ins ólgar hatur og hefndarþorsti,
sem brýzt fram af minnsta til-
efni og getur orðið að gereyð-
andi báli. Sumum Islendingum
þykir kannski nóg um lýsingarn-
ar á grimmdaræðinu, sem gríp-
ur þetta annars svo geðþekka
fólk, en þær eru sannar: Það er
ekki lengra síðan en 10 ár, að
svipaðir atburðir gerðust í
bræðrastríðinu í Grikklandi, og
engin skáldsaga gæti gefið ýkta
mynd af hörmungunum, sern
hatrið leiðir yfir þetta glaðlynda
og dagfarsgóða fólk. Það bók-
staflega umhverfist í villidýr.
Kazantzakis þekkir þjóð sínq
vel og dregur enga dul yfir brest.i
hennar, en hann bregður líka upp
ógleymanlegri mynd af hetjulund
hennar, fórnarvilja og yfirmann-
legu þolgæði. Að iestri loknum
er maður sannfærður um það, að
slík þjóð er ódrepandi, en jafn-
framt er manni ljóst, að mann-
kynið, sem hún er brot af, er
sterkara öllum þeim hörmungum,
sem á því hafa dunið.
„Frelsið eða dauðann" hefur
sömu „hreinsandi" áhrif og forn-
grísku harmleikarnir: með því að
lifa reynslu persónanna á sviði
eða í sögu skírist maður sjálfur
í eldi þjáninganna, verður heilli,
stærri og trúaðri á gildi lífsins.
Það er hin skemmtilega þver-
stæða harmleika og harmsagna,
að þær örva lífskenndina og
stækka mannssálina. Áhrifin eru,
ef svo má til orða taka, í öfugu
hlutfalli við sjálft efni verksins.
Halldór Kiljan Laxness lét þess
getið í blaðaviðtali ekki alls fyrir
löngu, að Kazantzakis væri of
héraðsbundinn fyrir sinn smekk
(og finnst raunar sumum slík
yfirlýsing koma úr hörðustu átt),
en sá dómur hans getur vart staf-
að af öðru en ókunnugleika n
verkum hins gríska snillings. —
Hafi nokkru nútímaskáldi auðn-
azt að gæða verk sín algildi, þá
hefur Kazantzakis gert það; har.n
fjallar einmitt um hina frum-
stæðustu þætti mannlegs lífs: ást-
ina, hatrið, frelsisþrána, fórnar-
viljann, heimskuna, síngirnina,
viðleitnina til hins góða og til-
hneiginguna til hins illa: mann-
inn eins og hann er álls staðar
og á öllum tímum. Það er kann-
ski ekki úr vegi í þessu sam-
bandi að rifja úpp orð Alberts
Schweitzers: „Síðan ég var ung-
ur piltur hefur enginn rithöfund-
ur haft jafndjúptæk áhrif á mig
og Nikos Kazantzakis. Verk hans
hafa dýpt og varanlegt gildi
vegna þess að hann hefur reynt
mikið, og hann hefur þjáðst mik-
ið og gefið mikið í samskiptum
sínum við mennina". Thomas
Mann hefur látið svipuð orð falla
um verk Kazantzakis.
Hann er epískur höfundur í
beztu merkingu þess orðs. Verk
hans eru víðfeðm og viðburðarík.
Still hans er borinn uppi af
ástríðuþunga, sem fleygir frarn
frásögninni eins og straumþungri
elfi og ber hana beint að ósnum.
Efnið skiptir hann greinilega
meira máli en formið; hann hef-
ur engan tíma til smásmugulegr-
ar nostursemi. Hann kæfir ekki
ástríðuna í fitli við einstök orð
eða blæbrigði, eins og háttur er
margra tízkuhöfunda nútímans
Inn í sjálfa frásögnina er ofið
kynstrum af sögum um fornar
hetjudáðir, óvenjulega menr.,
uppþot, niðurlægingu, sérvizku
o. s. frv. — Segja má, að
I sagan í heild sé ekki eins þétt-
riðin og „Alexis Zorbas" - eða
„Síðasta píslargangan", og kemur
þar til, að sviðið er stærra, at-
burðirnir margbrotnari og per-
sónurnar fleiri. Þræðir sögunnar
eru svo margir, að höfundi vinnst
ekki tími til að vefa þá alla inn
í klæðið; hér og hvar hanga laus-
ir endar. En rauði þráðurinn í
bókinni er órofinn til enda: frels-
ið eða dauðann.
Sagan er ekki áróðursrit, enda
þótt hún sé rituð af grískum Krít-
verja. Lýsingarnar á Tyrkjum
eru gerðar af samúð og skiln-
ingi, og ágöllum Grikkja sízt
stungið undir stól. Veikleikum
beggja er lýst af skarpri skop-
skyggni, og drengskapur beggja
fær að njóta sín svo langt sem
hann nær. Kemur það t. d. bæði
fram í samskiptum fóstbræðr-
anna Mikalesar höfuðmanns og
Nuri beys, og eins þegar þeh
heyja einvígið Manusakas, bróð-
ir Mikalesar, og Nury bey. Tyrk-
neska landstjóranum og gríska
biskupinum er lýst sem slóttug-
um letimögum, sem gera það sem
j í þeirra valdi stendur til að varð-
veita hinn órólega frið. í tyrk-
neska og gríska borgarhverfinu
í Megalokastro er daglegt líf með
svipuðum hætti: framhjátökur,
heimiliserjur, kerlingaskvaldur,
öfund og fordómar. Tyrkir eiga
sitt borgarfífl og Grikkir sitt, og
á endanum eru það fíflin, sem
verða tákn eindrægni og vináttu
þjóðbrotanna.
Kazantzakis hefur á snilldar-
legan hátt tekizt að gera um-
hverfið áþreifanlegt. Það er eins
og eyjan, veðrið og fólkið renm
saman í lifandi heild; á stundum
skynjar maður Krít eins og lif-
andi veru, gyðju sem er börnum
sínum í senn grimm og gæzkurík
móðir, heimtufrek og örlát. Kaz-
antzakis hefur lifað sig inn í
hugarheim þessa frumstæða fólks
og gert ást þess á landi sínu trú-
verðuga: sá sem tekur guðdóm-
inn fram yfir Krít er ekki mað-
ur; sá sem ekki berst fyrir Krít
er ekki maður; byssan er tákn
hins frjálsa Kritverja.
Þýðing Skúla Bjarkan er yfir-
leitt hnökralaus, en sums staðar
gætir nokkurs ósamræmis í notk-
un orða, og sum orðatiltækin eru
notuð helzti oft. Hins vegar hef-
ur honum tekizt að ná hispurs-
lausum og óhömdum stíl Kazan-
tzakis, hinu mergjaða og mynd-
ríka máli eyjarskeggja, sem virð-
ist runnið beint úr jarðvegi Krít-
ar.
En prófarkalestrinum er hörmu
lega ábótavant, og er ekki vanza-
laust að jafnágætt verk og vand-
að að frágangi skuli mora í prent-
villum. Það er subbuháttur, sem
bókaútgefendum á alls ekki að
haldast uppi — allra sízt þegar
um stórverk sem þetta er að
ræða.
Hlutur Almenna bókafélagsins
í íslenzkri bókaútgáfu er orðinn
glæsilegur. Með útgáfu á bókum
eins og „Grát ástkæra fóstur-
mold", „Hægláti Ameríkumaður-
inn“, „Frelsið eða dauðann" og
smásagnasafni Faulkners hefur
félagið fleytt rjóman af erlend-
um samtíðarbókmenntum, og er
vonandi, að ekki verði dregið úr
kröfunum í framtíðinni. Mynda-
bækur félagsins og íslenzku bæk-
urnar, sem það hefur gefið út,
eru því einnig til verðugs sóma.
En vali á góðum bókum hæfir
ekkert nema ýtrasta vandvirkni.
Sigurður A. Magnússon.
Fréttabréf frá Kópaskeri
ÞURRKAR og kuldar hafa mjög
háð sprettu í vor og sumar og
er sperttan því í rýrara lagi.
Flestir bændur hafa þó lokið
fyrri slætti og er hirðing heyj-
anna með ágætum, því segja má,
að hér hafi aldrei rignt í allt
sumar.
Á Kópaskeri er unnið að hafn-
argerð í sumar. Er verið að
lengja bryggju. Er búið að steypa
eitt kar og flytja það fram að
bryggjuhaus. Áformað var að
steypa tvö kör í sumar, en af því
mun ekki geta orðið vegna mann
eklu.
Hér um slóðir hafa menn þung
ar áhyggjur út af því, hve hratt
Hólssandur færist norður í Öx-
arfjörð, eða um hundrað metra
á ári. Að vísu er nú reynt að
hefta útbreiðslu hans, en Sand-
græðsla ríkisins, sem að því vinn
ur er svo févana ,að starfi henn-
ar eru mikil takmörk sett. Þó
við hér nyrðra kunnum vel að
meta skóg og skógrækt, þá finnst
okkur það hálfgert öfugstreymi
að verja hundruðum þúsunda til
skógræktar á meðan Sandgræðsl
an er févana og sandur og upp-
blástur eyða skógi og öðrum
gróðri.
Brúargerð á Jökulsá í Öxar-
firði er langt komin, og mun
lokið í haust. Annars eru vegamál
héraðsins í mjög slæmu ástandi.
Til dæmis keypti Kaupfélagið á
Kópaskeri í fyrra sumar lang-
ferðabifreið til að nota á áætlun
arleiðinni Raufarhöfn—Akureyri
en varð að selja hana vegna þess
hve vegir eru slæmir hérna í
sýslunni, og blandast þó eng-
um hugur um nauðsyn þess, að
góður og stór .bíll gangi á þess-
ari leið. Flugvöll höfum við hér
af guði gerðan og hefir ekki
verið til ha»s kostað öðru en því,
að merktar hafa verið flugbraut-
ir og settur upp vindpoki. Væri
hægt að laga þennan völl mikið
með tiltölulega tiltum tilkostn-
aði. Yfir sumarið eru hér oft
6—8 lendingar á viku, svo það
ætti ekki að vera úr vegi að
laga þar svolítið til og reisa flug
skýli, sem sagt að gera það mönn
um bjóðandi að ferðast um þenn
an völl. Með þessu er ekki verið
að kasta steinum að flugafgreiðsl
unni á Kópaskeri, sem er góð,
miðað við þau skilyrði, sem hún
á við að búa.
— Fréttaritari,
Réttarhöld yfir Girard
eru hafin í Japan
TOKIO, 28. ágúst. (Reuter). —
Réttarhöld eru nú hafin í Japan
yfir bandaríska hermanninum
William Girard, sem sl. vor varð
banamaður japanskrar konu. Hef
ur mál hans verið mjög til um-
ræðu um heim allan, vegna þess
að lengi stóð í stappi um hvort
bandarísk yfirvöld ættu að fram-
selja manninn japönskum yfir-
völdum.
Réttarhöldin fara fram í bæn-
um Maebashi. Þar er lítið dóm-
hús, en á fyrsta degi réttarhald-
anna stilltu 3000 manns sér í bið-
röð til að fá inngöngu í dómsal-
inn. Mörg sæti höfðu verið tekin
frá fyrir fréttamenn og komust
aðeins 35 úr biðröðinni inn.
Ákærandi flutti ákæruræðu.
Hann sakaði Girard um að hafa
af ásettu ráði orðið valdur að
dauða konunnar. Atburðurinn
gerðist við skotæfingsvæði banöa
ríska varnarliðsins. Var það sið-
1 ur Japana að safna notuðum skot
i hylkjum til að selja þau sem
j brotajárn. Var konan í hópi slíkra
söfunarmanna.
Sagði ákærandi, að Girard
hefði tekið allmikið af notuðum
skothylkjum og kastað þeim yfir
völlinn. Þegar Japanarnir tóku
að tína þau upp hrópaði hann
að þetta mættu þeir ekki gera og
skaut yfir hópinn með þeim af-
leiðingum að konan dó.
Girard neitar því að hafa kast-
að nokkrum skothylkjum. Hann
segir að honum hafi verið fyrir-
skipað að standa vörð við skot-
æfingasvæðið. Japönum hafi
verið bannað að koma út á það.
Þeir hafi vitað að þetta var bann
að, en engu að síður þrengt sér
inn með frekju og ágangi. Þá
hafi hann skotið viðvörunarskot-
um, en sú ógæfa orðið að eitt
aðvörunarskotið hefði lent of
lágt.
Horfur á góðri
karlöfluuppskeru
SELJATUNGU, 29. ágúst: Hey-
skapur hefir gengið vel. Góður
þurrkur hefur verið undanfarið,
þannig að bændur hafa náð heyj
um, sem söfnuðust fyrir í óþurrk
unum, i hlöðu. Þá eru bændur
iarnir að láta seinnislátt í vot-
heysturna. Fer heyskap nú senn
að ljúka. Horfur eru á mjög
góðri kai töfiuuppskeru hér, ekki
er þó farið að taka upp nema rétt
til hemin. _,„i'ía — Fréttaritari