Morgunblaðið - 30.08.1957, Síða 11
Föstudagur 30. ágúst 1957
MORCVNBLAÐIÐ
II
Frú Cuðný Cunnarsdóttir
Minningarorð
Það hefur
einhver drepið,..,
FJÖGUR alvarleg andlit birtust
í anddyri Morgunblaðsins í gær-
morgun. „Við fundum þennan
fugl í Tjörninni oj* það hefur
einhver drepið hann“, sögðu
krakkarnir, sem voru með ræfil
af fugli sennilega stelk, og var
tvinni bundinn um háls hans.
Keflið hékk enn við. „Amma mín
gaf mér brauð í morgun til þess
að fara niður að Tjörn og gefa
öndunum. Þá fann ég þennan
fugl“. Það var Axel Björnsson,
Barmahlíð 46, 6 ára, sem þannig
gerði grein fyrir aðdraganda
máls þessa. Fx-ænka hans, sem
heitir Henný Hjördís Sigurðar-
dóttir 9 ára, Réttarholtsvegi 57,
og var með frænda sínum er
þetta gerðist staðfesti að Axel
litli færi rétt með og bætti við:
„Lögreglumaður sem við hittum,
sagði okkur að við skyldum fara
með dauða fuglinn og láta koma
mynd af honum í Morgunblaðinu,
því hér hefði ljótur verknaður
verið framinn á vesalings fugl-
inum“. Ljósmyndarinn tók við
fuglinum. Með þeim frændsyst-
kínum voru tvær telpur eldri,
sem fylgt höfðu þeim gegnum
Miðbæinn niður á Morgunblað.
Nokkra stund var rætt um hve
gaman væri að gefa fuglunum á
Tjörninni brauð, og þá jafnframt
hörmulegt ‘til þess að vita að til
er fólk sem getur farið svona með
litla fugla.
SILFURÞRÁÐURINN slitnar og
gullskálin brotnar og skjólan
mölvast við lindina og hjólið
brotnar við brunninn og moldin
hverfur aftur til jarðarinnar, þar
sem hún áður var, og andinn til
Guðs, sem gaf hann.
Þegar vér menn hugsum um
þessi orð hins forna spekings,
fær oss ekki dulizt sannleikur
þeix'ra, þótt þau séu sett fram á
skáldlegan hátt og ívafin líkinga-
máli. Þau færa oss sígildan boð-
skap í daglegu starfi lífsins, um-
svifum þess og baráttu fyrir líf-
inu. Margt fær brugðizt oss á lífs-
leiðinni, en eitt er áreiðanlegt:
vér hverfum öll innan skamms
af sjónarsviði jarðlífsins, þegar
stundin kemur, og hún getur
komið fyrr en nokkurn grunar.
Daglega erum vér skammsýnir
menn minntir á þennan eilífa
sannleika. Vér erum aðeins duft
og aska, hversu hátt sem vér
kunnum að ná í stiga mannfé-
lagsins. Vér erum allir dauðlegir.
Þessi orð mín eiga að verða
minningarorð um eina af hús
mæðrum þessarar þjóðar, sem
vann kyrrlátt starf innan vé
banda heimilisins af þreki og
dugnaði meðan orkan entist.
Snemma voru frú Guðnýju
Gunnarsdóttur innrætt þau verð-
mæti, sem reyndust henni hald-
bezt í baráttu lífsins, stríði þess
og erfiðleikum, en einnig sigrum
þess.
Yfir heimili og börnum vakti
hún síðar með kærleika og ósér-
plægni. Og hvaða betri vitnis-
burð er hægt að gefa hinni
horfnu samferðakonu en þenn-
an?
í þessu sambandi má minnast
hins fornhelga orðs, þar sem seg-
ir um góða konu: hún vakir yfir
heimili sínu .'. . Og hún á enga
ósk betri en þá að vita að börn
hennar framgangi í sannleika.
Þegar góð kona, eins og frú Guð-
ný Gunnarsdóttir, kveður og
hverfur að sýnilegum návistum
er söknuðurinn eðlilega sár í
hjörtum ástvinanna: eftirlifandi
eiginmanns, er kveður hjartkæra
Frú Cuðrún Hafliðason
Fáein minningarorð
ÞANN 9. ágúst s. 1. andaðist frú
Guðrún (Bjarnadóttir) Hafliða-
son að heimili sínu í Winnipeg.
Er þar til moldar gengin gagn-
merk kona og góður fulltrúi ís-
lenzkra húsmæðra í Vesturheimi.
Frú Guðrún var fædd að Pfest-
bakka á Síðu 1. janúar 1888, dótt-
ir hjónanna, frú Ingibjargar
Einarsdóttur (systur Sigfúsar
tónskálds) og sr. Bjarna Þórarins-
sonar (bróður sr. Árna og Ágústs
kaupmanns í Stykkishólmi).
Laust eftir síðustu aldamót
flutti Guðrún til Kanada, um þær
mundir er foreldrar hennar tóku
sér bólfestu þar, en sr. Bjarni
gerðist þá þjónandi prestur í
Winnipeg. Ung að árum giftist
hún Jóni Hafliðasyni trésmið í
Winnipeg, dugandismanni og góð
um dreng, sem lifir konu sína
ásamt með fimm uppkomnum
börnum.
Guðrún bar glögg ættarein-
kenni. Hún var kona greind,
Fundur félagsmála-
ráðherra
STOKKHÓLMI, 28. ágúst. (NTB)
•>— Á mánudag hófst í Stokkhólmi
fundur félagsmálaráðherra Norð
urlanda. Eru fundirnir haldnir í
boði Torsten Nilsson félagsmála-
ráðherra Svíþjóðar. Um 50 full-
trúar á sviði félagsmála af öll-
um Norðurlöndum sitja fundinn.
Aðalumræðuefnið var stytting
vinnutímans.
virðuleg í framgöngu og kvenna
kurteisust. Segja má, að heimili
þeirra hjóna væri í þjóðbraut,
þar sem gestir og gangandi áttu
jafnan vísan beina. Mun ég mæla
fyrir munn margra Austur-ís-
lendinga, þegar ég sendi þessari
konu hinztu kveðjur, og hef ég
þá í huga allar þær ánægjustund-
ir, sem við nutum á heimili henn-
ar, þá er við gistum Winnipeg
um lengri eða skemmri tíma.
Vinum og ættmennum frú Guð-
rúnar finnst nú skarð fyrir skildi,
en hér tjóar ekki að deila við
dómarann, heldur skylt að hafa
í heiðri minninguna um góða
konu, sem naut trausts og virð-
ingar allra þeirra, sem kynntust
henni. H. B.
eiginkonu eftir 42 ára samvistir,
og barnanna, er sjá á bak ást-
ríkri móður sinni, og barnabarna.
En þegar vér skyggnumst lengra,
sjáum vér, að í raun og veru er
hér engin ástæða til sorgar 'eða
saknaðar, því vissan um það, að
hinn burtfarni ástvinur hafi
fullnað skeiðið, hafi komið
heim úr reynslu og þregningu
jarðlífsins, hlýtur miklu fremur
að vekja gleði syrgjendanna en
ekki sorg. Og þegar hugsað er um
hve liðið var á æviár húsfrú Guð-
nýjar, þá virðist að hvíldin
frá jarðnesku ævistarfi sé eðlileg.
Dauðinn er því eðlilega eina
lausnin, lausn, sem oft er kær-
komin. f dag er því kvödd frá
Fossvogskapellu ástrík kona, sem
bar gott fram úr góðum sjóði
hjartans.
Fædd var frú Guðný Gunnar.s-
dóttir 24. júlí árið 1893 í Nausta-
vík í Ljósavatnshreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu. Fluttist hún
nokkurra ára með foreldrum sín-
um til Húsavíkur og ólst þar upp.
1916 giftist hún Guðjóni Jóns-
syni verkamanni á Akureyri og
bjuggu þau hjónin þar í 23 ár,
en fluttust hingað suður til
Reykjavíkur árið 1935. Eignuðust
þau hjónin 8 börn. Af þeim lifa 7.
Fimm þeirra eru búsett hér í
bænum, eitt dvelst erlendis.
Silfurþráðurinn slitnar og gull-
skálin brotnar og skjólan mölvast
við lindina og hjólið brotnar við
brunninn og moldin hverfur aft-
ur til jarðarinnar, þar sem hún
áður var, og andinn til Guðs, sem
gaf hann.
Moldin hverfur aftur til jarð-
arinnar. Þetta er aukaatriðið.
Hitt er aðalatriðið, að andinn
hverfur til Guðs, sem gaf hann.
Þegar andvana líkami frú Guð-
nýjar Gunnarsdóttur er í dag
fluttur frá heimili hennar og í
kirkjugarðinn, í móðurskaut jarð
ar, þá virðist mér, sem þeir eigi
mikla huggun, sem eftir lifa, er
þeir virða fyrir sér líf hennar og
starf. Við lát góðrar konu er því
í raun réttri lítið tilefni til sorgar
því vissan um það að hin látna
kona, sé komin heim frá þreytu
og baráttu jarðlífsins, heim til
hinna eilífu bústaða, hlýtur að
vekja gleði vora en ekki sorg.
Þetta á að vera huggun ástvina
frú Guðnýjar Gunnarsdóttur á
útfarardegi hennar og alla daga
meðan þeir hugsa til hennar og
um líf hennar og starf.
Og betra vegarnesti er ekki
hægt að gefa, þegar gengið er frá
gröf hennar á þessum síðsumars-
degi, á þessum bjarta og fagra
ágústdegi, sem er minnisstæður
sökum tregans og sársaukans,
sem á vissulega að hverfa úr
hjörtum syrgjandi ástvina.
Og ef þessi fáu orð geta orðið
einhverjum syrgjendum til hugg-
unar, þá hafa þau eigi verið til
einskis fest á pappírinn, þótt þau
fyrnist eins og allt annað.
Guð gefi að minning frú Guð-
nýjar Gunnarsdóttur geymist og
varðveitist björt og hrein í hjört-
um ástvina hennar og vina.
Vinur.
UngSinga
vantar til blaðburðar við
Hverfisgata II
Freyjugötu
Sendisveinn
•
Sendisvein vantar okkur nú þegar. Þyrfti að hafa
rétt til að aka hjóli með hjálparvél.
Aðeins kemur til mála að ráða sendisvein, sem
yrði vetrarlangt.
Upplýsingar í skrifstofu vorri.
SÖlusamband ísl. fisktramleiðenda
Byggingalóð
Vil kaupa lóð eða lóðaréttindi fyrir íbúðas'hús
(helzt einbýlishús) í vesturbænum, eða góðum stað
annarsstaðar í bænum.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 3. sept. auðkennt:
„Byggingalóð —7843“.
ðdýrar 3ja herbergja íbúðir
Hafnar eru framkvæmdir við 8 hæða fjölbýlishús
við Ljósheima, í þeim tilgangi að byggja ódýrar og
hagkvæmar íbúðir af hóflegri stærð.
Einstaklingar og félagssamtök er áhuga kynnu
að hafa á því að tryggja sér íbúðir í húsinu, hafi
góðfúslega samband við skrifstofu vora.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Fjölvirki sf.
Laugavegi 27, II. hæð.
ÚTSALA
25%-75% lækkun
í dag verða teknar fram vörur, sem
ekki hafa verið á útsölunni áður.
Telpnapils — Blússur
sett.
Kvenbuxur
nælon, prjónasilki,
Kvenúlpur
Karlm.-sportblú^sur
nælon.
Karlmanna nærföt.
Barnaregnkápur
Barnafrakkar
Barnahúfur
Drengjavinnubuxur
Drengjapeysur
Athygli viðskiptavina skal sérstaklega vakin á því,
að þessar vörur hafa ekki verið á útsölunni áður.
Laugaveg 22 — Inng. Klapparstíg.
Sími: 1-2600.